Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kosið
29. maí
íIsrael
ÁKVEÐIÐ var í gær að þing-
kosningar yrðu haldnar í ísra-
el 29. maí. Shimon Peres for-
sætisráðherra tilkynnti í síð-
ustu viku að kosningunum,
sem halda átti í október, yrði
flýtt og hefur verið deilt um
dagsetningu síðan.
Samkvæmt skoðanakönn-
unum hefur Peres drjúgt for-
skot á Benjamin Netanyahu,
ieiðtoga Likud-bandalagsins.
Peres sagði í gær að morð-
hótanir á hendur ráðherrum
skiptu hundruðum. „Fólk hót-
ar því að myrða ráðherra,“
sagði Peres við fréttamenn
og þegar hann var spurður
hvort átt væri við lítinn hóp
öfgamanna svaraði hann:
„Þeir skipta hundruðum, jafn-
vel þúsundum."
Mír tíu ár
í geimnum
RÚSSNESKA geimstöðin Mír
hefur verið tíu ár í geimnum
og ferðast 2,5 milljarða km.
Mír var tákn um stöðu Sovét-
ríkjanna, en hefur haldið velli
eftir að þau hrundu og var
haldið upp á tíu ára afmælið
í gær með því að fagna fjár-
framiagi úr vestri. Nú er að-
eins fimmtungi þess fjár veitt
til geimferða, sem látin var
af hendi rakna á tímum
Sovétríkjanna. Bandaríkja-
menn hyggjast hins vegar
veita 330 milljónum dollara
(um 21 milljarð króna) til
stöðvarinnar.
Ekki
framseldur
DÓMSTÓLL í Austurríki úr-
skurðaði í gær að Michal
Kovac, sonur og alnafni for-
seta Slóvakíu, yrði ekki fram-
seldur Þýskalands, þar sem
hann er sakaður um peninga-
svik. Kovac var numinn brott
skammt frá Bratislava,
höfuðborg Slóvakíu, í ágúst
og skilinn eftir fyrir utan lög-
reglustöð í Austurríki. Hann
var í haldi vegna kröfu Þjóð-
veija fram í október. Réttur-
inn - sagði að beiðninni um
framsal hefði verið hafnað þar
sem Kovac hefði verið fluttur
til Austurríkis gegn vilja sín-
um.
Strand Sea Empress iindan strönd Suður-Wales
40.000 tonn af olíu í
Milford Haven. Reuter.
ÁÆTLAÐ var í gær að allt að
40.000 tonn af hraolíu hefðu lekið
úr olíuskipinu Sea Empress, sem
strandaði undan strönd Suður-
Wales á fimmtudag, en mestur hluti
olíunnar stefndi til hafs, að sögn
bresku strandgæslunnar.
Dráttarbátar reyndu í gærkvöldi
að ná skipinu á flot og ætlunin var
að toga skipið á skjólsaman stað,
til að hægt yrði að dæla olíu í önn-
ur skip.
Hvassviðri var á strandstaðnum,
sem er nálægt einu af þekktasta
friðlandi fugla í Bretlandi. „Ástand-
ið er augljóslega slæmt en lekinn
er ekki mikill núna,“ sagði talsmað-
ur strandgæslunnar.
Áætlað er að um 110.000 tonn
af hráolíu séu enn í skipinu. Emb-
ættismenn sögðu enga hættu á að
skipið liðaðist í sundur þrátt fýrir
tvær misheppnaðar tilraunir til að
draga það á flot.
Björgunarmenn fóru um borð í
skipið í gær og komust að því að
vélarrúmið er óskemmt. Flytja hafði
þurft björgunarliðið úr skipinu með
þyrlum vegna hvassviðrisins í fyrri-
nótt.
Peter Cooney, framkvæmdastjóri
Acomarit, sem rak Sea Empress,
sagði að allt að tíu daga gæti tekið
að dæla olíunni úr skipinu.
Eitt mesta mengunarslysið
í grennd við strandstaðinn eru
heimkynni allt að 100.000 fugla.
Þar eru m.a. stelkar, langvíur, súl-
sjóinn
ur, fjöruspóar, álkur og brandendur
og nokkrar fuglategundanna eru
sjaldgæfar. Þegar hafa fundist
nokkrir fuglar þaktir olíu.
Strand Sea Empress er nú orðið
eitt mesta olíumengunarslys síðustu
tíu ára. 80.000 tonn láku í sjóinn
við strönd Hjaltlands í janúar 1993,
svipað magn nálægt höfninni í La
Coruna á Norður-Spáni í desember
1992, og 38.000 tonn undan strönd
Alaska í Exxon Valdez-slysinu í
mars 1989.
Reuter
Mótmæla
ofbeldi Baska
UM 600.000 manns gengu um
götur Madrídar, höfuðborgar
Spánar, í fyrrakvöld og mót-
mæltu ofbeldisaðgerðum
hryðjuverkasveita aðskilnaðar-
sinna Baska.
í fylkingarbijósti voru ætt-
ingjar fólks sem týnt hefur lífi
vegna ofbeldisverka aðskilnað-
arsinna en næstir þeim gengu
Felipe Gonzalez forsætisráð-
herra, Jose Maria Aznar, leið-
togi Þjóðarfylkingarinnar, og
fleiri pólitískir leiðtogar. Gonz-
alez og Aznar eru pólitiskir and-
stæðingar en héldu saman á
mótmælaspjaldi. Að mótmæla-
göngunni stóðu stjórnmála-
flokkar og verkalýðssamtök sem
tóku sig saman um að efna til
aðgerðanna eftir morð á Franc-
isco Tomas y Valiente, lagapró-
fessor við Madrídarháskóla, í
síðustu viku. Hann var fyrrver-
andi forseti spænska stjórnlaga-
dómstólsins.
Harka færist í deilu Japans og S-Kóreu
Japanir færa
út landhelgina
Búist við að
Suður-Kórea
svari í sömu mynt
Seoul. Reuter.
BÚIST var við í gær að stjórn Suð-
ur-Kóreu færi að dæmi japönsku
stjómarinnar og lýsti yfir útfærslu
efnahagslögsögu landsins í 200
mílur. Þetta er liður í deilu ríkjanna
um tvær smáeyjar, sem bæði ríkin
gera tilkall til.
Stjóm Japans samþykkti að færa
landhelgina út í 200 mílur sam-
kvæmt hafréttarsáttmála Samein-
uðu þjóðanna og þingið á eftir að
staðfesta útfærsluna. Búist var við
að stjórn Suður-Kóreu myndi svara
í sömu mynt.
250 fermetra eyjar
Deilan snýst um eyjar, sem eru
um það bil mitt á milli ríkjanna
tveggja og í Japan heita þær Takes-
hima en í Suður-Kóreu Tokdo.
Stærð eyjanna er samtals 250 fer-
metrar en umhverfís þær eru gjöful
fískimið og hugsanlega fleiri nátt-
úruauðlindir.
Japanir hafa gert tilkall til eyj-
anna frá árinu 1905 þegar þeir
undirrituðu samning við Kóreu sem
greiddi fyrir innlimun landsins í
Japan. Embættismenn í Seoul segja
að skriflegar heimildir sýni að eyj-
arnar hafí verið hluti af Kóreu frá
árinu 512.
Mörg deilumál óleyst
Allsheijarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti hafréttarsáttmál-
ann í nóvember 1994 til að hvetja
ríki heims til að leysa slík deilu-
mál. Sáttmálinn gæti þó orðið til
þess að harðvítugar deilur blossuðu
upp um þúsundir smáeyja og eyði-
DEILA JAPAN5
OG SUÐUR-KÓREU
Stjóm Japans tilkynnti í gær að
efnahagslögsaga iandsins yrði
færð út í 200 mílur og stjórnvöld
í Suður-Kóreu bjuggu sig undir
að gera það sama.
UMDEILDAR EYJAR
Takeshima (Japan)
Tokdo (SuSur-Kórea)
Alls um 250 fermetrar.
Umhverfis eyjamar
eru gjöful fiskimiö
og hugsanlega
miklar nátlúruauðlindir.
SUÐUR -V
KÓREA
JAPAN
kv
Hafsvæðiö
\ semþarfaðskipta
samkvaeml haf-
réttarsáttmálanum
/
REUTER
Austur-Kinahaf
skeija sem Asíuríki deila um vegna
fískimiða, olíulinda og annarra nátt-
úruauðlinda. Hermálasérfræðingar
segja þessa hagsmuni helstu
ástæðu þess að Asíuríkin hafa lagt
ríka áherslu á að efla sjóheri sína
síðustu misseri með herskipa- og
vopnakaupum.
HÚÐKREM DR. GUTTORMS HERNES
Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá Bod$
í Noregi er nú aftur fáanlegt í Græna
vagninum.
Borgarkringlunni, 2. hæð,
Sendum í póstkröfu um land allt. símar 854 2117 & 566 8593.
Einlœgar þakkir fœri ég öllum þeim mörgu, sem
heiðruðu mig og glöddu á sjötíu ára afmœli
mínu þann 12. febrúar sl., með heimsóknum,
kveðjum og gjöfum. Sérstakar þakkir fœri ég
vinum mínum í Leikfélagi Reykjavíkur fyrir
frábœra leiklist á afmœlisfagnaði mínum í Borg-
arleikhúsinu, Rannveigu Fríðu Bragadóttur og
Jónasi Ingimundarsyni og Caput hópnum fyrir
yndislega tónlist, og rœöumönnum öllum fyrir
falleg orÖ í minn garÖ.
Baldvin Tryggvason.
jn0r0tmf»Ig>Mþ
-kjarnimálsins!