Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 19

Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 19 *'2va< Vetrarhörkur um mestalla Evrópu Samgöngur úr skorðum og miklar slysfarir ERLENT Reuter Kosið í New Hampshire FORKOSNIN G AR Repúblik- anaflokksins voru haldnar í New Hampshire í gær en þær hafa löngum verið taldar gefa góða vísbendingu um það, hver sé líklegur til að ná útnefningu sem forsetaefni. íbúar bæjarins Dixville Notch voru þeir fyrstu er greiddu atkvæði í gærmorgun ena vilja fá sérákvæði um að erlent herlið verði ekki staðsett á land- svæði þeirra. Rúmenar neituðu á sínum tíma að erlent herlið hefði bækistöðvar í landinu er þeir voru í Varsjár- bandalaginu. Ráðamenn í Búkarest munu þó hafa gefið í skyn að þeir myndu slaka til í þessum efnum ef þannig mætti ná jafnvægi milli tveggja sjónarmiða, annars vegar traustum tengslum við vestræn ríki og hins vegar góðum samskiptum við Rússland og Úkraínu. líkt og hefð er fyrir. Talning atkvæða gekk hratt og vel fyr- ir sig enda einungis 20 sem greiddu atkvæði. Allir íbúarnir vinna á hóteli í Hvítufjöllum, skammt frá kanadísku landa- mærunum. Bob Dole, forseti öldunga- deildarinnar, hlaut ellefu at- kvæði og var því efstur í próf- Varaður við ÞÝSKIR fjölmiðlar og stjórnarand- stöðuleiðtogar vöruðu í gær Helmut Kohl kanslara við því að ieggja allt undir í stuðningi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta er berst fyrir end- urkjöri í júní. Bent var á að kanslar- inn hefði fyrir opinbera heimsókn sína til Rússlands, sem nú stendur yfir, fullyrt að hún hefði ekkert með kosningabaráttuna að gera en lýst síðan einlægum stuðningi við Jeltsín kjörinu. Lamar Alexander, fyrrum ríkissljóri Tennessee, var annar með fimm atkvæði og Pat Buchanan þriðji með einungis tvö atkvæði. Demókratar héldu einnig forkosningar í Néw Hampshire í gær og hlaut Bill Clinton öll greidd atkvæði, fimm talsins, í Dixville Notch. hlutdrægni í Moskvu. Þýski kanslarinn hittir ekki forystumenn stjórnarandstöð- unnar í Rússlandi í för sinni. „Það mun koma í ljós hvort hlut- drægni af þessu tagi, sem reyndar nýtur stuðnings í Washington og París, muni þegar upp er staðið verða leiðtoganum í Kreml að liði,“ sagði í leiðara Frankfurter Allgemeine Zeitung. Á myndinni sjást Kohl og Jeltsín með eiginkonum sínum. Kaupmannahöfn, London, Kiev. Reuter. KAFALDSBYLUR með miklu frosti olli verulegum erfiðleikum í Dan- mörku og Suður-Svíþjóð í gær og fóru samgöngur úr skorðum og skólum var lokað. Mikið snjóaði einnig í stórum hlutum Frakklands og allt suður á Spán og í Úkraínu hafa hundruð manna orðið úti. Þrátt fyrir bylinn urðu engar truflanir á flugi til og frá Kaup- mannahöfn en miklar tafir urðu á ferðum dönsku járnbrautanna og ferjanna yfir Eyrarsund, einkum hraðferjanna. Stóru bílferjunum gékk betur en þó hefur ferðum ver- ið hætt á nokkrum leiðum milli Sjá- lands og Jótlandsskaga. Snjóar eru nú meiri á Jótlandi en um áratugaskeið og ekki hefur það bætt úr, að frostið hefur verið meira en 10 gráður síðustu daga og hvassviðri að auki. Sömu sögu er að segja frá Suður-Svíþjóð, sem sleppur þó yfirleitt vel við verstu vetrarveðrin þar í landi. Frakkar í vandræðum Snjór, ísing og hávaðarok ollu vandræðum í Frakklandi í gær og trufluðu flugsamgöngur og ferju- siglingar yfir Ermarsund. Víða stöðvaðist umferð vegna snjókom- unnar og ísingar en bifreiðar eru almennt vanbúnar til aksturs við þessar aðstæður. Hundruð manna hafa látið lífið í mestu kuldum í Úkraínu um ára- tugaskeið. Er aðallega um að ræða utangarðsfólk, sem orðið hefur úti í görðum, undir bním og í undir- göngum og mörg dæmi eru um, að fólk hafi frosið til dauðs í anddyri húsa. Síðustu daga hefur frostið verið um 25 stig og horfur eru á, að enn bæti á snjóinn. Jafnvel á Krímskaga þar sem vetur eru yfirleitt mildir hafa 89 manns látist vegna kulda. Mörg dauðsfallanna er sögð stafa af því, að útigangsfólk hefur verið rekið út í frostið af járnbrautar- stöðvum og öðrum slíkum stöðum. Slysaalda í Þýskalandi Um miðjan dag í gær var vitað um meira en 1.100 umferðarslys í Þýskalandi og voru þau flest rakin til ófærðar og ísingar á vegum. Var ástandið verst í Slésvík-Holstein. Nálægt Plön bannaði lögreglan alla bifreiðaumferð vegna ástandsins og hótaði að sekta þá, sem brytu gegn því, um 45.000 kr. Vitað var um nokkur dauðsföll í umferðinni í gær og nokkrir tugir manna slösuðust. í Bretlandi var hið versta veður í gær og sums staðar varð fólk að flýja hús sín við sjávarsíðuna vegna brimskaflanna, sem gengu langt upp á land. Annars staðar lokuðust vegir vegna skafrennings. íbúar Bretlandseyja muna ekki annan vetur líkan þessum en i gær fór frostið víða niður fyrir 14 stig. Rúmenía Andvígir erlendu herliði RÚMENAR hafa þokast nær því að verða fullgildir aðilar að Atlants- hafsbandalagsinu, NATO, að sögn Dumutru Cioflina, forseta rúm- enska herráðsins. Rússneska dag- blaðið Moscow Tribune segir Rúm- Reuter Finna mikið magn sprengiefna London. Reuter. BRESKA lögreglan greindi frá því í gær að mikið magn af sprengi- búnaði og sprengiefni hefði fundist við húsleitir er gerðar voru aðfara- nótt þriðjudagsins. Engar handtök- ur fóru þó fram. Þá sagðist breska og írska út- varpið hafa heimildir fyrir því að farþegi, sem særðist er sprengja sprakk í miðborg London á sunnu- dagskvöld og talið var að kynni að tengjast sprengingunni, lægi ekki lengur undir grun. Lögregla vildi þó ekki staðfesta það. Talið er að maður sem fórst í sprengingunni hafi verið að flytja sprengjuna á milli staða. írski Iýð- veldisherinn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Tveimur mönnum, er handteknir voru á mánudagskvöld, var í gær sleppt úr haldi án þess ákæra á hendur þeim væri lögð fram. Lögreglumenn eru enn að rann- saka leifar strætisvagnsins og hef- ur blaðið The Guavdian það eftir heimildum innan lögreglunnar að hugsanlega kunni sömu menn að hafa verið að verki við þessa sprengingu og er sprengja sprakk í Docklands-hverfinu fyrr í mánuð- inum. FRÆÐSLA * SPENNA ♦ HU6VIT * MANNBÓT * AFÞREYINC * VISINDI * SKALDSKAPUR * HEILAFÓÐUR BOKAMARKAÐUR FELACS ISLEN5KRA / /Eh| _ * _________ J " __ BÓKAÚTCEFENDA ^ W VERDUR HALDINN í PERLUNNt m, ..idaca1 - ... v X.W1 4 ■m< a x ° >f \a y * ** \ f*. A\ > BOJSATITLAR SKEMMTUN * UTIVIST * AHUCAVERT♦ DULSPEKI ♦ TÆKNI ♦ LANDSLAÓ * FERÐALOÓ ♦ IÞROTTIR* A\ATUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.