Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 21
GUÐJÓN Rúdólf leikur á hátíðinni.
Listahátíð Sköllóttu
trommunnar
Fljúg’andi fíll
Konur
skelfa
V eggspjaldasýning
í Borgarleikhúsinu
í TILEFNI af leikritinu Konur skelfa
eftir Hlín Agnarsdóttur sem Al-
heimsleikhúsið sýnir nú í Borgarleik-
húsinu er sýning á auglýsingavegg-
spjöldum sem nemendur á jokaári í
grafískri hönnun við MHI gerðu.
Verkefnið fór þannig fram að nem-
endur lásu handritið, komu á æfing-
ar, túlkuðu efni verksins og unnu
veggspjöld út frá hugmyndum sínum.
Guðmundur Oddur er deildarstjóri
í grafískri hönnun við MHÍ. Hann
segir tilgang verkefnis af þessu tagi
vera þann að gefa nemendum kost
á að vinna raunveruleg verkefni og
sýna fram á að menntaðir hönnuðir
geti gert eftirtektarverð og skemmti-
leg leikhúsplaköt en hingað til hafi
þessari listgrein ekki verið gert hátt
undir höfði í leikhúsum á Islandi. í
leikhúsinu á sér stað samstarf ólíkra
listgreina og telur Guðmundur að
grafísk hönnun eigi heima í því sam-
starfi og ætti að vinna á vettvangi
leikhússins við að kynna leikhús-
starfsemi. Þannig er veggspjalda-
gerð fyrir leikhús sérstök listgrein
sem hefur lítið verið stunduð hér á
landi og miðað við hefðina sem fyrir
er í Evrópu, en þaðan koma mörg
þekkt leikhúsveggspjöld. Sýningin á
veggspjöldunum úr leikritinu Konur
skelfa hangir fyrir ofan kvennakló-
settin í Borgarleikhúsinu.
Uppselt hefur verið á allar sýning-
ar og verið er að bæta við aukasýn-
ingum. Á næstunni gefur Alheims-
leikhúsið út hljómdiskinn Konur
skelfa með tónlist úr leikritinu eftir
hljómsveitina „Skárren ekkert.“
FIMMTUDAGINN 22. febrúar
verður „árlegur listviðburður
Sköllóttu trommunnar" haldinn
í sjöunda skipti á Veitingahúsinu
22 við Laugaveg. Aðalhvatamað-
ur þessarar árlegu listahátíðar
frá upphafi er klarinettuleikar-
inn Guðjón Rúdólf Guðmundsson
sem einnig er kunnur sem
trúbadorinn Guðjón Bakviðtjöld-
in. „Það sem einkennt hefur
þennan listviðburð frá upphafi
er að þar hafa komið fram fram-
sæknir tónlistar- og gerninga-
menn og skáldmenni sem ekki
hefur alltaf farið hátt um í opin-
berri menningu“, segir í kynn-
ingu.
Að þessu sinni verður afmælis-
dagskráin mjög fjölbreytt. Þeir
sem koma fram eru trúbadorinn
GG. Gunn, Bogga, Tryggvi Han-
sen með Seiðbandinu, séra Isleif-
ur og Englabörnin, dúettinn
Súkkat, rafmagnsbandið Inferno
5 sem flytur „instrumental tón-
list“, og gleði- og blástursbandið
Kíkóti og vindmyllurnar. Hljóm-
sveitin Kjöttromman kynnir nýtt
efni auk laga af plötunni Exem.
Kokkur Kyijan Kvæsir mun
„kvæsa vísdómi sínum“ og skáld-
in Þorri, Róska og Rússinn Dim-
itrii flylja ljóð. Hljómsveitin
Sköllótta tromman leikur og að
lokum hljómsveitin INRI.
Forsala aðgöngumiða á 200
kr. er á Veitingahúsinu 22, en
miðaverð við innganginn er 300
kr. Skemmtunin hefst kl. 22.
KVIKMYNDIR
S a g a bí,ó
DUMBO-AÐGERÐIN
„Operation Dumbo
Drop“ ★ ★
Leikstjóri: Simon Wincer.
Aðalhlutverk: Danny Glover,
Ray Liotta, Denis Leary.
Walt Disney. 1995.
VÍETNAMSTRÍÐIÐ . hefur
hingað til ekki verið vettvangur
Disneymynda. Svokallaðar Víet-
nammyndir hafa lýst
tortímingu og skelf-
ingu stríðsins frá
ýmsum sjónarhorn-
um en lítið pláss hef-
ur verið fyrir gaman-
mál. Nú eru breyttir
tímar og framleitt
hefur verið Disney-
ævintýri sem gerist í
þessu alræmda stríði.
Myndin heitir
Dumbo-aðgerðin og
er samin mjög í anda
Disneyhefðarinnar
sem fjölskyldu-
skemmtun, gaman-
mynd og mynd með
þekkilegan sáttaboðskap fyrir
alla.
Dumbó-aðgerðin segir af því
hvernig hinir kærleiksríku banda-
rísku hermenn fórna frama sínum
í hernum til að koma fíl úr einu
héraði í annað og efna þannig
loforð við þorpsbúa og vini, sem
glatað hafa fíl sínum. Þetta er
skondin sendiför og hermennirnir,
sem m.a. Ray Liotta, Danny Glo-
ver og Denis Leary leika, lenda í
fjölmörgum ævintýrum á leið
sinni með skepnuna í gegnum
óvinasvæði hvort sem þeir eru
með fast land undir fótum, á
fljótabát eða skýjum ofar á fíla-
ferðalagi sínu. í hópinn slæðist
víetnamskur drengur, eigandi fíls-
ins, en hann er hin unga Disney-
hetja sem veldur straumhvörfum
í lífí hermannanna.
Sá ágæti leikstjóri Simon Winc-
er leikstýrir með alla áherslu á
fjölskyldugildi myndarinnar. Það
deyr enginn í þessu gamni, sem
mun byggt að einhverju leyti á
sannsögulegum at-
burðum, og jafnvel
óvinurinn fær á sig
mennskan svip.
Hann er ekki það
óbermi sem við eig-
um að venjast úr
V íetnammyndunum
þótt vissulega sé
búin til spenna í
kringum eltingarleik
hans við fílaflutn-
inginn. Myndin sver
sig mun meira í ætt
við meinlausa stríðs-
gamanmynd eins og
Hetjur Kellys en
háðsádeilu eins og
M.A.S.H. Þeir Liotta og Glover
fara ágætlega með hlutverkin sem
andstæðingar í byrjun er bindast
vinaböndum. Um það snýst þessi
Disneymynd, að bindast vina-
böndum, og hún er ágæt til síns
brúks þótt hún sé væmin á köflum
og einfaldi grimmilegan stríðs-
rekstur.
Arnaldur Indriðason
Bláir eru
dalir þínir
NÚ Á þorranum kom út nýr hljóm-
diskur með 9 tónverkum tónskáldsins
Skúla Halldórssonar, sem nefnist
„Bláir eru dalir þínir“.
Skúli tók lokapróf í tónsmíðum frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1947 og hefur verið afkastamikið
tónskáld æ síðan. „Mörg sönglaga
hans eru löngu orðin þjóðfræg, en
Skúli hefur einnig samið píanóverk
og hljómsveitarverk
og koma nokkur
þeirra nú út í fyrsta
sinn á þessum hljóm-
diski. Meðal hljóm-
sveitarverkanna skal
fyrst tilgreina „Gos í
Heimaey" sem Skúli
samdi til að minnast
hinna óvæntu atburða
sem urðu þegar
hraunsprunga opnað-
ist á Heimaey 23. jan-
úar 1973. Einnig má
nefna annað sögulegt
hljómsveitarverk,
„Pourquoi pas?“, sem
samið er við samnefnt
ljóð Vilhjáims frá Ská-
holti og fíallar um af-
drif franska hafrann-
sóknarskipsins Pourquoi pas? sem
fórst við Mýrar árið 1936. Þá þykir
mikill fengur í Sinfóníu nr. 1,
„Heimurinn okkar“, sem hljóðrituð
var árið 1985, en þessi sinfónía hef-
ur ekki verið gefin út áður,“ segir í
kynningu.
Þar segir jafnframt: „Skúli er
sennilega kunnastur fyrir hin auð-
lærðu sönglög sín sem hvert manns-
barn þekkir. Honum lætur einkar vel
að semja sönglög við ljóð helstu
skálda okkar og þar eru ljóð skáid-
mæltra forfeðra hans engin undán-
tekning. Á þessum hljómdiski má til
að mynda finna lag Skúlar við ljóðið
„Stúlkan mín“ eftir langafa hans Jón
Thoroddsen sem og lag við ljóðið „Að
vestan" eftir ömmu hans Theódóru
Thoroddsen. Einnig má geta tveggja
annarra laga. „Við svala lind“ við
ljóð Páls J. Árdal og „Hörpusveinn"
við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Þá
hefur Skúli samið lög við þtjú ljóða
Hannesar Péturssonar skálds, en það
eru ljóðin „Söngvarinn er horfinn",
„Skeljar" og titillagið „Bláir eru dal-
ir þínir.
Það er einvalalið söngvara sem
kemur við sögu á
hljómdisknum, J).e.
Kristinn Hallsson, Ásta
Thorsteinsson, Magn-
ús Jónsson og Sigríður
Gröndal. Skúli Hall-
dórsson annast sjálfur
undirleik í öllum söng-
lögunum, en Sinfóníu-
hljómsveit íslands leik-
ur hljómsveitarverkin
undir stjórn Páls P.
Pálssonar og Jean-
Pierre Jacquillat. Allar
upptökurnar voru
gerðar af tæknimönn-
um Ríkisútvarpsins á
rúmlega tveggja ára-
tuga tímabiii,
Hljómdiskurinn
„Bláir eru dalir þínir“
gefur fróðlega svipmynd af tónsmíð-
um Skúla Halldórssonar í gegnum
tíðina og kemur hann út í beinu fram-
haldi af hljómdisknum „Út um græna
grundu" sem kom út á síðasta ári.
Við vinnslu hljómdisksins naut Skúli
dyggrar aðstoðar Mána Siguijóns-
sonar og Hreins Valdimarssonar hjá
Ríkisútvarpinu. Skúli valdi sjálfur þá
tónlist sem finna má á disknum og
það var Jónatan Garðarsson sem
hafði umsjón með útgáfunni í félagi
við tónskáldið.“
Umslagið var unnið hjá Prisma,
en Sony DADC annaðist framleiðslu
og prentun. Það er Skúlaútgáfan sem
gefur út hljómdiskinn „Bláir eru dal-
ir þínir“, en Spor hf. annast dreif-
ingu.
Skúli
Halldórsson
-dekraðu við þig
VÁIÍIA'
6 o\>
B-K I CHOlOLight er „léttur“
súkkulaðidrykkur, hver bolli
inniheldur einungis 40
hitaeiningar og er þess vegna
skynsamlegur kostur ef þú ert
að hugsa um línurnar. Prófaðu
B-K-l CHOHOLight næstþegar
þig langar í eitthvað gott.
Fæst í 2 Ijúffengum
bragðtegundum.
Ekta mjólkursúkkulaði- og
appelsínubragð.
2 mæliskeiðar i bollann 80°C heitu vatni hellt yfir og hrært
- einfaldara getur það varla verið
B-K-l CHOKOUGHT
Einstaklega bragðgott
III
íslensk/////
Ameríska