Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 23
Að kveðj a
Meðal annarra orða
Sífelld vitund um návist dauðans, segir
Njörður P. Njarðvík, er til þess fallin
að sty rkj a okkur en ekki veikj a.
„AÐ LÆRA hvernig á að deyja
er að læra hvernig á að lifa,“
segir búddafræðarinn Sogyal
Rinpoche, sem hefur lagt sig eft-
ir að kynna búddisma á vestur-
löndum með stórmerkilegum
bókum (The Tibetan Book of
Living and Dying; Glimpse after
Glimpse). Og hann bætir við:
„Dauðinn er spegill, þar sem all-
ur tilgangur lífsins endurspegl-
ast.“
Sænski rithöfundurinn Sven
Delblanc segir í síðustu bók sinni
Slutord, er hann ritaði helsjúkur
af krabbameini: „Við erum stolt
af sannleiksást okkar og heil-
brigðri skynsemi. Þó kemur sá
dagur þegar skynsemin myrkv-
ast og sannleikanum er afneitað.
Kannski hefur þar alltaf verið
aumur blettur. Alltaf er gerð
undantekning, þegar hugurinn
nálgast það tóm sem við nefnum
dauða. 011 eigum við að deyja, -
en ekki ég. Dauðinn er mér óvið-
komandi. Ég kaupi líftryggingu
og verð mér úti um legstað, en
það er bara venja og góður sið-
ur. Dauðinn er mér óviðkom-
andi. Ég geng til móts við dauð-
ann hvert sem ég fer. Nei, þetta
er ekki rétt fornafn. Þið gangið
til móts við dauðann, ekki ég.
Dauðinn er mér óviðkomandi.“
Afstaða þessara tveggja
manna til lífs og dáuða er ger-
ólík. En þeir eiga þá skoðun sam-
eiginlega, að sú afneitun dauð-
ans, sem einkennir samtíð okkar,
sé mönnum beinlínis skaðleg.
Ekki bara bara heimskuleg, af
því að hún kemur að engu haldi,
heldur beinlínis skaðleg. Vegna
þess að sá, sem gerir sér sífellt
fulla grein fyrir því að hann
muni deyja, sem er sér daglega
meðvitaður um þessa staðreynd
og víkur sér ekki undan henni,
hann mun óhjákvæmilega lifa
öðruvísi. Hann mun sjá skýrar
og kunna betur að meta það sem
skiptir máli og um leið losna
undan kvöð fánýtis, losna undan
þörf fyrir hégómleika, hlutadýrk-
un og annan viðlíka óþarfa. Og
það er ekki lítils virði.
Ólíkar aðstæður
Þessar hugleiðingar riíjuðust
upp fyrir mér, þegar ég þurfti
nýlega að kveðja tvo menn, sem
hurfu af vettvangi jarðlífsins við
svo ólíkar aðstæður, að hlaut að
knýja til ígrundunar.
Ég flaug vestur til æskustöðv-
anna í Skutulsfirði til að kveðja
Pétur Tryggva Pétursson, sem
var náinn samstarfsmaður föður
míns og heimilisvinur á æsku-
heimili mínu, og okkur bræðrun-
um mikils virði. Pétur var kominn
yfir nírætt og dó saddur lífdaga,
fékk gott andlát, var alla ævi
heilsugóður og gæfumaður. Það
var fallegt að fljúga vestur. Það
var heiðskírt og víðsýnt úr vél-
inni, landið alhvítt líkt og sveipað
líkklæði. Pjörðurinn kvaddi þenn-
an aldna vin sinn í sínum feg-
ursta skrúða: hlíðarnar fannhvít-
ar, stillilogn og sindrandi sólskin.
Skíðamaður verður ekki kvaddur
betur. Ég sat í hinni nýju kirkju
á ísafirði, sem fer nú ekki alls
kostar vel í umhverfi sínu, en er
stílhrein að innan, með öllu
skrautlaus og dálítið köld. En
það skapaði andrúmsloft friðar
og stillingar, sem_ einkenndi
þessa kveðjustund. Ég hygg að
ættingjar og vinir Péturs hafi
fyllst í senn söknuði eftir þeim
sem horfinn var og þakklæti fyr-
ir langa samfylgd við hann og
góða ævi hans. Þetta var góð
stund og hugurinn fylltist sömu
heiðríkju og ríkti hið ytra.
Tveimur dögum síðar kvaddi
ég annan mann, Gísla Ágúst
Gunnlaugsson, dósent í sagn-
fræði og samstarfsmann í Árna-
garði, að þessu sinni í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði. Það var
sama vetrardýrð í veðri, en nú
stakk hún einkennilega í stúf við
kveðjustundina. Þegar ég sat
þarna frammi fyrir hinum gríðar-
stóru, órólegu og áleitnu vegg-
myndum kirkjunnar, þá var
dauðinn ekki lengur líknsamur
og eðlilegur eins og fyrir vestan,
heldur grimmur að hrífa burt
mann af miskunnarleysi á miðri
starfsævi, mann sem var fullur
lífsþorsta og átti margt ógert.
Þótt dauði hans kæmi ekki á
óvart, vaknaði engu að síður
gremja og hugsun um ósann-
girni, óréttlæti.
Við nánari umhugsun var mér
þó ljóst að gremjan átti ekki að
beinast að dauðanum. Hann væri
þrátt fyrir allt líknsamur einnig
hér. Óréttlætið var fólgið í hinum
banvæna sjúkdómi sem dró
þennan væna mann til dauða,
þau „heljar reip“ sem svo eru
nefnd í Sólarljóðum.
Ráðgáta
Við höfum mismunandi skoð-
un á því, hvað um okkur verður
þegar við deyjum. Sumir halda
að við þurrkumst út, aðrir trúa
á framhaldslíf og hluti þeirra á
endurholdgun. Vissu fáum við
ekki fyrr en kemur að okkur
sjálfum, og aldrei ef við þurrk-
umst út. Við vitum það eitt, að
við hverfum héðan, úr þessum
ytri heimi. Hannes Pétursson
orðar það svo:
Hví gæti það ekki verið
vilji Höfundarins -
tilgangur
sem oss tekst aldrei að skilja
Að hvér maður sofni
svefninum endalausa
hverfi til þagnarinnar
þaðan sem hann kom? (36 Ijóð)
Og í sömu bók:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
í Sólarljóðum finnst enginn efi
um að maðurinn lifi áfram eftir
dauðann. En þar kemur fram
einkennileg hugsun í hinni stór-
kostlegu dauðalýsingu. Hún er
sú að hinn ytri heimur deyi þeim
er deyr, en hann hverfi líkt og
inn í aðra vídd.
Þannig er dauðinn stærsta
ráðgáta lífsins og sífelld vitund
um návist hans er til þess fallin
að styrkja okkur en ekki veikja,
styrkja okkur til að lífa lífi okkar
þannig að við höfum að minnsta
kosti hugboð um að við þurfum
ekki að minnkast okkar. Að við
reynum að lifa hvern dag til fulls
og leitast við að öðlast æðruleysi
til að taka hveiju því sem að
höndum ber af rósemi, styrk og
trausti.
Höfundur er prófessor í íslensk-
um bókmenntum við Háskóla ís-
lands og rithöfundur.
Rosenthal _ pcgnr p" ^llir S’°,:
Glæsilegar gjafavörur
Matar- og kaffistell í sérflokki
Vcrð við nllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244.
+*ni*'* FLÍSAR
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 567 4844
Sértilboð til Kanarí
13. mars
kr. 49.930
1 viUut
Við höfum nú fengið viðbótargistingu
á hreint frábæru verði í fallegum
smáhýsum á Kanarí, Sonnenland Club.
Öll húsin eru með einu svefnherbergi,
baði, stofu, eldhúsi, sérinngangi og svölum.
Veitingastaður, verslun, móttaka, falleg sundlaug og frábær aðstaða.
Njóttu lífsins á Kanarí í vetur í yndislegu veðrr
og tryggðu þér síðustu sætin.
Bókaðu strax, síöustu sœtin.
49.930
eð 2 böm, 13. mars, 3 vikur.
59.960
Verð kr.
m.v. hjón með 2 böm, 13. mars, 3 vikur.
Verð kr.
m.v. 2 fullorðna í húsi, 13. mars, 3 vikur.
HEIMSFERÐIR
Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200 Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Kynningarfundur
í Ráðhúsi Reykjavíkur
með íbúum vestan Elliðaáa
um breytingar á leiðakerfi SVR
í kvöld 21. febrúar kl. 20:30
Dagskrá fundarins:
1. Forsendur og markmið breytinganna - flrthur Morthens,
stjórnarformaður SVR.
2. Undirbúningur og framkvæmd breytinganna - Lilja Ólafsdóttir,
forstjóri.
3. Helstu breytingar og nýjungar - Þnrhallur Örn Guðlaugsson,
markaðs- og þróunarstjóri.
4. Almennar umræður og fyrirspurnir fundarmanna
Verið velkomin
stjórn
74
- kjarni málsins!
|»ú ert
umlnim
• CISCO er mest seldi netbúnaður
í heiminum í dag.
• CISCO fyrir Samnetið / ISDN,
Internetið og allar nettengingar.
Hátækni til framfara
Tækvtival
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664