Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MINIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OLAFUR
JÓHANNSSON
+ Ólafur Jóhanns-
son fæddist 28.
janúar 1908 í
Reykjavík. Hann lést
í Reykjavík 10. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jó-
hann Sigmundsson,
sjóm. þar, og k.h.
Þuríður Sigmunds-
dóttir.
Ólafur kvæntist
12. nóv. 1936 fyrri
konu sinni, Elínu.
Þau skildu. Hann
kvæntist aftur 18.
nóv. 1954 Sigur-
laugu Kristínu, f. 17. jan. 1917,
Jóhannsdóttur kaupm. á ísafirði
Jónssonar Eyfírðings og k.h.
Salóme Gísladóttur.
Ólafur varð stúdent frá MR
1927. Cand. med. frá Háskóla
íslands 1934. Námskandídat við
Landspitalann 1934-35. Fram-
haldsnám á ýmsum sjúkrahúsum
í Kaupmannahöfn 1936-40.
Námsdvöl í Lundúnum og í
Kaupmannahöfn 1949 (röntgen-
greining), í Þýskalandi 1958 (ath.
á ísótópum) og í Lundúnum 1968
(röntgenrannsóknir - beinasjúk-
dómar). Almennt lækningaleyfí
22. nóv. 1935. Viðurk. sérfræð-
ingur í geislalækningum 20. jan.
1960. Slaðgengill héraðslækn-
anna í Borgarnes- og Borgar-
fjarðarhéruðum sumarið 1934.
Starfandi læknir á Akranesi
1935-36. Aðstoðarlæknir við
STERKUR, skapríkur og hjartahlýr
maður er fallinn frá, tengdafaðir
minn, Ólafur Jóhannsson.
Ólafur var sannkallað íslands-
barn. Allt sem íslenskt er var honum
mjög hugleikið, hvort heldur væri
íslensk tunga, náttúra landsins, Is-
lendingasögurnar eða annað sem
snerti landið. Ólafur var víðlesinn
og fróður um alla skapaða hluti og
miðlaði hann óspart af þeirri þekk-
ingu.
Þegar fjölskyldan fór í ferðalög,
var Ölafur leiðsögumaður, þekkti
heiti á flestu sem fyrir augu bar
og sagði sögur sem lágu að baki
nafngiftinni. Sögurnar sagði hann
með sínum sérstaka hætti, blöndu
af kímni og alvöru, því grunnt var
á skopskyninu.
Barnabörnin nutu þess sannar-
lega að vera með afa úti í náttúr-
unni, hvort heldur í fjöruferðum,
þar sem steinar voru skoðaðir, eða
þá að lesa blómin í garðinum. Lit-
brigði jarðarinnar skyldu útskýrð,
því hann var næmur á hvert smáat-
riði í umhverfinu.
íslenskan var honum hugleikin
og vildi hann að barnabörnin næðu
snemma góðum tökum á fallegu
máli. Lestrarkennslan var hluti af
því og sinnti hann henni af mikilli
natni og þolinmæði og bar kennsla
afa því góðan árangur.
Það var gott og skemmtilegt að
sækja þau Ólaf og Laugu heim.
Okkur var alltaf tekið opnum örm-
. um í orðsins fyllstu merkingu. Gest-
um varð að gera gott og því fylgdi
mikil ánægja. Saman áttu þau fal-
legt heimili, sem bar vitni um
óþijótandi áhugamál þeirra.
Eiginkonu sína dáði Ólafur mjög
og gerði hún honum kleift að dvelja
heima svo lengi sem auðið var, en
þar leið honum best.
Ég kveð elskulegan tengdaföður
minn með söknuði og virðingu. Eft-
ir situr minningin um umhyggju-
HÓTEL BORG
Tökum að okkur crlidrykkjur
Upplýsingar í símum
551 1440 og 551 1247
amtssjúkrahúsið í
Lemvig á Jótlandi
mars-ág. __ 1940.
Kom heim til Islands
um Petsamo haustið
1940. Starfandi
læknir í Reykjavík
frá okt. 1940. Að-
stoðarlæknir á
handlækninga- og
fæðingardeildum
Landspitalans 1941.
Kandídat við rönt-
gendeild Landspítal-
ans 1942-44 og síð-
an starfandi á sömu
deild 1944-49. Rönt-
genlæknir við St. Jósefsspítala í
Reykjavík 1949-70. Stofnaði
Röntgenstofuna í Domus
Medica, starfandi röntgenlækn-
ir þar frá 1968 til okt. 1981.
Kennari i heilsufræði og með-
ferð slysa og sjúkdóma við
Stýrimannaskólann og Vélskól-
ann í Rvík 1946-68 og skóla-
læknir beggja skólanna. Ráð-
gefandi röntgenlæknir Sjúkra-
húss Akraness 1972 og í hlut-
astrfí þar frá 1974. Form. Fé-
lags ísl. röntgenlækna 1965-68.
í stjóm Geislavarnafél. Norður-
landa 1974-78. Skipaður í dóm-
nefnd um hæfni umsækjenda
um prófessorsembætti í geisla-
lækningum 1974.
Rit: Lækningabók handa sjó-
mönnum (ásamt Benedikti Tóm-
assyni lækni), 1967. Greinar í
Læknablaðið.
saman mann með stórbrotið skap.
Ólafur var sáttur við að fá hvíldina,
þegar kraftar hans voru að lokum
komnir að þrotum.
Guð geymi minningu hans.
Anna Jónsdóttir.
Síðdegis einn sólbjartan og fagr-
an vetrardag lauk jarðvist Ólafs
læknis Jóhannssonar. Vistin sú var
orðin nokkuð löng og honum erfið
síðustu árin þar sem Elli kerling
hafði gert honum ýmsa skráveifu.
Kollegar hans höfðu boðið meðferð
til að lengja jarðvistina en Ólafur,
af þeirri karlmennsku og reisn er
jafnan einkenndi hann, afþakkaði
og fékk síðan hægt og rólegt and-
lát að viðstöddum þeim er honum
voru kærastir.
Ólafur var fæddur í Reykjavík,
yngstur 5 systkina. Faðir hans var
sjómaður og langdvölum í burtu við
að draga björg í bú. Efnin voru
knöpp og heimilið fjölmennt í litla
húsinu á Njálsgötunni. Húsmóðirin,
Þuríður Sigmundsdóttir, var dugn-
aðarforkur en einnig hjartahlý með
afbrigðum. Jafnan var pláss við
matarborðið á Njálsgötunni fyrir
þá sem þurfandi voru en auk þess
að sinna stóru heimili fór Þuríður
um landið, safnaði skófum og mos-
um og útbjó seyði er læknaði marg-
an sjúkan og súran maga Reykvík-
inga. Jóhann Sigmundsson lést
1936 en Þuríður andaðist í hárri
elli 1966. Öll börn þeirra fengu
gott veganesti í foreldrahúsum og
urðu dugandi fólk. Yngsti sonurinn
var sá eini er lagði á langskólanám,
enda mjög góður námsmaður. Ólaf-
ur lauk stúdentsprófi úr máladeild
MR 1927 og síðan embættisprófí í
læknisfræði frá Háskóla íslands
1934. Hann starfaði sem kandidat
á sjúkrahúsum í Reykjavík en einn-
ig sem héraðslæknir næstu tvö ár-
in. 1936 fór Ólafur til framhalds-
náms til Kaupmannahafnar og var
þar næstu 4 árin. Kom heim haust-
ið 1940 um Petsamo og hóf aftur
störf á sjúkrahúsum í Reykjavík.
Hann var starfandi heimilislæknir
í rúm 30 ár en starfaði jafnframt
lengst af við sérgrein sína, röntgen-
greiningu. Hann endurskipulagði
röntgendeild Landakotsspítala og
var yfirlæknir röntgendeildar þar í
rúm 20 ár frá 1949. Hann stofnaði
röntgenstofu í Domus Medica 1968
og rak hana allt þar til hann lét
af störfum aldurs vegna. Þá var
hann skólalæknir og kennari í
heilsufræði við Stýrimanna- og
Vélskólann í Reykjavík í meira en
20 ár. 40 ára læknisferli verður lítt
lýst í upptalningu sem þeirri hér
að framan. Bæta má við að Ólafur
var alla tíð farsæll læknir, vinsæll
og vel látinn heimilislæknir og þótti
mjög fær röntgenlæknir. Naut hann
þar góðrar greindar og afburða-
námshæfileika. Margir gamalla
sjúklinga hans héldu tryggð og leit-
uðu til Ólafs um ýmis smærri er-
indi allt fram á síðustu ár.
Ólafur var tvíkvæntur, hann
gekk að eiga Elínu Júlíusdóttur
1936 en þau skildu eftir nokkurra
ára samvistir. Sonur þeirra er Jó-
hann Þorkell kennari í Garðabæ.
Síðar kvæntist Ólafur Sigurlaugu
Jóhannsdóttur og varð sambúð
þeirra löng og ástrík. Sonur þeirra
GUNNAR HALLDOR
JÓSEFSSON
+ Gunnar Halldór
Jósefsson fædd-
ist á Hlíðartúni í
Miðdölum, Dala-
sýslu, 15. apríl 1922.
Hann andaðist á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 10.
febrúar 1996. For-
eldrar hans voru
Ólafía Mikkelína
Ólafsdóttir og Jósef
Jónsson. Gunnar
var yngstur 13
systkina. Eiginkona
Gunnars var Jó-
hanna S. Jóhannes-
dóttir, f. 15. ágúst 1915, d. 28.
janúar 1990. Hún átti fyrir dótt-
urina Ásdísi Aðalheiði Þórar-
insdóttur, f. 23.
febrúar 1945. Sonur
Ásdísar er Gunnar
Jóhann Svavarsson,
f. 18. september
1965. Gunnar og
Jóhanna eignuðust
soninn Ólaf Jósef,
f. 30. september
1958. Kona hans er
Ingibjörg R. Guð-
jónsdóttir, f. 16.
nóvember 1956.
Dóttir Ólafs er Sól-
ey Kristbjörg Ólafs-
dóttir, f. 11. júní
1979.
Utför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
PABBI fæddist á Hlíðartúni í Mið-
dölum, Dalasýslu, 15. apríl 1922.
Hann var yngstur 13 systkina. í
uppvexti pabba var oft flutt á milli
bæja í leit að betri lífskjörum. Pabbi
bjó í foreldrahúsum þangað til þau
létu af búskap árið 1945. Pabbi var
mikið hraustmenni og voru hann
og bræður hans ásamt fleirum
stundum að keppa í aflraunum.
Var ýmislegt notað til að sanna
hreysti sína, m.a. steinarnir Am-
lóði, Hálfsterkur og Fullsterkur,
sem eru rétt hjá bænum Villinga-
dal sem var einn af þeim bæjum
sem pabbi átti heima á í uppvexti
sínum. Veturinn 1946-47 var
pabbi í Haukadalsskóla í Biskups-
tungum þar sem hann lagði stund
á íþróttanám. Pabbi vann við hin
ýmsu störf, þó aðallega landbúnað-
arstörf. Hann var m.a. ráðsmaður
á Korpúlfsstöðum, einnig hjá Þor-
geiri bónda og hestamanni í Gufu-
nesi, vinnumaður hjá Guðmundi
Guðmundssyni mági sínum á Kol-
er Ragnar, arkitekt í Reykjavík.
Ólafur var sonum sínum og barna-
börnum umhyggjusamur faðir og
afi en einnig elskulegur stjúpi
tveggja sona Sigurlaugar frá fyrri
hjónaböndum.
Eins og fyrr sagði einkenndist
sambúð Ölafs og Sigurlaugar af
gagnkvæmri ást og virðingu. Síð-
ustu árin er heilsa Ólafs var farin
að bila reyndi mjög á þrek Sigur-
laugar við umönnun hans heimavið.
Er það til marks um umhyggju
hennar að Ólafur gat verið heima-
við allt fram á síðustu daga fyrir
andlát sitt.
Áhugamál Ólafs voru margvísleg
en lutu flest að náttúru þessa lands.
Hann var þjóðernissinni í þess orðs
bestu merkingu, elskaði allt er laut
að sögu íslands, náttúru þess,
margfróður um staðhætti, örnefni,
jarðfræði, plöntu- og fuglalíf. Á
ferðalögum var hann ólatur að
miðla af þekkingu sinni og komu
allir fróðari heim úr slíkum ferðum
með Ólafi. Þjóðernissinni var hann
í þeirri merkingu að honum þótti
landið sitt betra og fallegra en önn-
ur lönd en þjóðremba var honum
jafnframt fjarri, íslendingar sem
slíkir voru ekki hótinu merkilegri
né gáfaðri en annað fólk.
Aðalástríða Ólafs allt fram á hin
síðustu ár var þó stangaveiðin. í
50 ár fór hann á hveiju sumri til
laxveiða í hinum ýmsu ám landsins
og veiddi oftast vel, enda glúrinn
og duglegur veiðimaður og var eft-
irsóttur veiðifélagi. Mest var veitt
í ánum á suðvesturhorninu, einkum
í Borgarfírði en einnig fór Ólafur
oft í Víðidalsá og Straumfjarðará.
Uppáhaldsáin var þó alltaf Norðurá
og fannst honum hin síðari árin sem
veiðimennskan væri til lítils hefði
hann ekki komist til veiða í perlu
Borgarfjarðar.
Ólafur var hár maður og gjörvi-
legur á velli, rauðbirkinn og með
rauðjarpt hér en hærðist fljótt.
Augun voru fremur djúpsett, nefið
hvasst og sterklegt og varir fremur
þykkar. Hann var ákafamaður til
vinnu sem og skemmtana, söng-
maður ágætur og hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi. Hann var
einarður og beinskeyttur og átti það
til að segja fólki til syndanna en
gerði það jafnan augliti til auglitis,
illmælgi og baktal voru ekki hans
deild. Meðferð hans á íslensku máli
var ti! fyrirmyndar, hann var alla
tíð áhugamaður um málhreinsun,
hafði skýra og fallega rödd og tal-
aði fellegt mál. Málamaður var
hann að auki ágætur, talaði reip-
stöðum og einnig hjá Sigrúnu syst-
ur sinni og hennar manni á Svarf-
hóli. Hann starfaði líka hjá Pósti
og síma.
Pabbi var ráðsmaður á Þor-
bergsstöðum í Haukadal í Dala-
sýslu þegar hann, veturinn 1956,
brá sér á dansleik til Reykjavíkur
og kynntist þar móður minni, Jó-
hönnu S. Jóhannesdóttur frá
Húsavík, sem lést 1990. Fylgdi
hún á eftir honum í Dalina um
vorið með dóttur sinni, Ásdísi Þór-
arinsdóttur, og hófu þau fljótlega
búskap á Ketilsstöðum í Hörðudal
í sömu sýslu. Undirritaður kom í
heiminn haustið 1958.
Ég man fyrst eftir pabba þegar
ég var u.þ.b. 3-4 ára. Hann var
vanur að taka mig með í útiverkin
frá því að ég man eftir mér og
bar mig m.a. í strigapoka á bakinu
þegar veðrið var vont. Hann hefur
sennilega ætlað að gera bónda úr
einkasyninum og þá var eins gott
að byrja nógu snemma að kenna
mér réttu handtökin. Á hverju
vori urn sauðburðinn gaf hann mér
eina væna gimbur, helst skrítna á
litinn, eins og hann var vanur að
segja. Þegar ég barðist við að
halda á nýfæddu lambinu þá sagði
pabbi stundum: „Haltu fast,
drengur, ertu alveg máttlaus eða
hvað?“ Þegar við komum inn í eld-
hús til mömmu eftir útistörfin
lagði pabbi mikla áherslu á að
menn tækju hraustlega til matar
síns, til jress að verða stórir og
sterkir. Arið 1964 flutti fjölskyld-
an sig um set og hófum við bú-
rennandi dönsku, ensku og þýsku
auk hrafls í fleiri tungumálum.
Hann var tryggur og trúr vinum
sínum. Vinir hans og samstúdentar
fyrir tæpum 70 árum höfðu fyrir
sið að hittast í hádegiskaffi á Hótel
Borg um helgar og hélst sá siður
allt fram á síðasta ár er hópurinn
var orðinn of fáliðaður. Þá var hann
félagi í Oddfellowstúku um langt
árabil.
Að leiðarlokum kveð ég Ólaf
stjúpa minn eftir meira en 40 ára
viðkynningu sem tæpast bar nokk-
urn skugga á. Langri og farsælli
ævi er lokið, viðskilnaðurinn varð
hægur og rólegur og þegar gamall
maður kveður með slíkum hætti,
saddur lífdaga, er tæpast hægt að
tala um sorg, ofar í huga er þakk-
læti fyrir fijóa ævi og friðsælan
endi.
Leifur.
Elsku afi minn.
Nú ert þú farinn úr þessu lífi,
en þú verður alltaf hjá mér í hjarta
mínu.
Samband okkar var sérstakt, ég
á þér svo margt að þakka.
Mér fannst svo gaman, sem
barni, að koma til ykkar ömmu í
Hörgshlíðina, og ef ég fékk að sofa,
þá var hátíð í bæ. Alltaf hafðir þú
tíma til að búa til tjald úr sænginni
þinni og segja mér Búkollu, lesa
með mér Grimms ævintýrin og
kenna mér að lesa. Það var mér
sérstök ánægja þegar þú gafst mér
stjörnur í bókina þína og skrifaðir
hvað ég var dugleg að lesa.
Alltaf hafðir þú áhuga á því sem
var að gerast í mínu lífi og leyfðir
mér að fylgjast með þínu. Þú varst
svo fróður og hafðir svo gaman af
að deila þekkingu þinni með öðrum
og það var alltaf gaman að hlusta.
Svo komu efri árin og gleymskan
fór að hijá þig, en alltaf mundir
þú það sem skipti máli. Þú spurðir
mig alltaf þegar ég kom til ykkar
ömmu í Hellulandið, hvort ég ætti
ennþá heima í Bjarnaborg og hvað
dóttir mín héti aftur. Ég sagði þér
þá að hún héti Katrín Ósk. Þá sagð-
ir þú: „Já, var ég ekki þegar hún
var skírð?“. „Jú,“ sagði ég. „Já, ég
man það,“ sagðir þú og baðst mig
að passa hana vel.
í dag kveð ég þig í síðasta sinn,
elsku afi minn, en minningarnar
geymi ég á sérstökum stað í hjarta
mínu. Vonandi líður þér vel á nýja
staðnum þínum, Guð geymi þig.
Þín,
Sigurlaug.
skap í Ólafsdal í Saurbæjarhreppi
í sömu sýslu þar sem pabbi byggði
stór og mikil fjárhús. Við bjuggum
þar til ársins 1968 þegar pabbi
varð að bregða búi vegna bakveiki.
Pabbi var aldrei vanur að bera til-
finningar sínar á torg en hann
viðurkenndi þó fyrir mér mörgum
árum seinna að það hefði verið
mjög erfið ákvörðun að bregða
búi. Við fluttum til Reykjavíkur
þar sem hann hóf störf hjá Póstin-
um. Fyrst vann hann sem bréfberi
og síðar sem húsvörður á Pósthús-
inu í Pósthússtræti þangað til hann
komst á eftirlaun.
Pabbi var alla tíð mikill hesta-
maður. Hestar voru hans líf og
yndi. Hann átti m.a. nokkra góða
hesta í gegnum tíðina. Hann keppti
á mörgum hestamannamótum al-
veg fram á efri ár og vann alloft
til verðlauna bæði í stökki og skeiði.
Síðastliðið sumar varð pabbi að
láta hestana og hesthúsið frá sér
vegna veikinda. Það var greinilega
mjög erfitt fyrir hann þótt hann
talaði ekki um það.
Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum
hleypi ég,
og golan kyssir kinn,
á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
(H. Hafstein.)
Með þessum fáu orðum kveð ég
pabba minn sem ég mun sakna
mjög mikið.
Ólafur Jósef.