Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 29

Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 29 KARÍTAS ÁSGEIRSDÓTTIR + Karítas Ásgeirs- dóttir fæddist á Eiði í Hestfirði í ísa- fjarðarsýslu 19. september 1906. Hún lézt á Sólvangi í Hafnarfirði 12. febrúar síðastlið- inn. Móðir hennar var Sigríður Krist- ín, f. 1. ág. 1875, d. 4. apríl 1932, Jóns- dóttir á Sandeyri, f. 13. maí 1852, Guð- mundssonar. Móðir Sigríðar Kristínar var Guðrún, f. 27. júní 1856, Guðmundsdóttir, bónda á Eyri í Seyðisfirði, f. 30. júlí 1821, Bárðarsonar. Faðir Karítasar var Ásgeir, bóndi og sjómaður á Eiði, f. 28. sept. 1866, d. 30. nóv. 1939, Jónsson, f. 27. febr. 1832, Jóhannessonar b. á Fæti, Jónssonar á Þórustöð- um í Önundarfirði, Jónssonar, en móðir Ásgeirs var Gróa, f. 10. júní 1828, Benediktsdóttir skutlara í Vatnsfirði, Björns- sonar. Systkini Karítasar voru 13. Hálfbróðir hcnnar var Finn- ur Veturliði, f. 15. febr. 1887, sonur Ásgeirs og Þóru Rósinkr- ansdóttur. Hann drukknaði í sjóróðri frá níu börnum 1923. Álsystkini hennar voru Rann- veig, f. 4. júlí 1893, látin, Guð- rún Jóna, f. 31. okt. 1896, dáin sama ár, Ingibjörg Bárðlína, f. 24. apr. 1898, látin, Guðmunda, f. 6. maí 1900, látin, Magnús, f. 9. apríl 1902, látinn, Valdi- mar, f. 27. maí 1903, drukknaði 1926, Jóna, f. 19. apríl 1905, látin, Guðmundur, f. 2. nóv. 1908, látinn, Jón, f. 2. nóv. 1910, látinn, Guðrún, f. 4. nóv. 1912, Agnes, f. 14. sept. 1914, dó 1915, og Sigurður, f. 28. okt. 1915, dáinn 17. febrúar síðastliðinn. Karítas giftist 30. des. 1933 Daníel Hörðdal, málara- meistara, f. 16. jan. 1900, Jóhannessyni, f. 2. júli 1864, land- pósts Þórðarsonar frá Skorravík á Fellsströnd, Þórð- arsonar. Móðir Daníels var Málfríð- ur Kristjana Dan- íelsdóttir, f. 8. júní 1859, frá Hrafna- björgum í Hörðudal í Dalasýslu. Karítas og Daníel eignuðust þijú börn: 1) Kristinn Sigurður, vélvirki, f. 15. mai 1933, m. Ásiaug Hafsteinsdóttir, matr- áðskona, f. 29. júlí 1938. Sonur hans er Steingrímur, bóndi á Skriðuiandi i Langadal, Húna- vatnssýslu, f. 8. ág. 1966. Sonur hennar og fóstursonur hans er Aðalsteinn Jörgensen, brids- meistari, f. 18. ág. 1959. 2) Fríða Jóhanna, kennari, f. 15. jan. 1935, m. Víglundur Þór Þor- steinsson, læknir, f. 24. júlí 1934. Börn þeirra eru: a) Sig- rún, rekstrarhagfræðingur, f. 6. nóv. 1960, m. Brypjólfur Jóns- son, ljósmyndari, f. 22. ág 1957. Þeirra börn eru Hildur, f. 25. okt. 1980, Daníel, f. 13. marz 1991 og Auður, f. 26. apríl 1995. b) Þorsteinn Ingi, iðnaðarverk- fræðingur, f. 10. júní 1962, m. Auður Björg Þorvarðardóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 3. ág. 1964. c) Víglundur Þór, véla- verkfræðingur, f. 15. febr. 1966. d) Ásgerður Edda, f. 8. okt. 1971. 3) Jóhannes, f. 16. júlí 1942, d. 7. sept. 1984. Útför Karítasar fer fram frá Kirkjugarðskapellunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ÞAÐ VAR síðla sumars. Á heiðskír- um degi hafði tilvonandi tengda- mamma brugðið sér á beijamó. Ungu hjónaefnin ætluðu að sækja hana, er á daginn liði. Þegar komið var á svæðið blasti við sjón, sem seint iíður úr minni. Brekkurnar voru þaktar kjarri og lyngi og ilmur- inn var ómótstæðilegur, en á einum hólnum sat álfkona í bláum kjól með hvíta skuplu bundna um hárið og söng af hjartans list. Allt í kring- um hana stóðu koppar og kirnur fullar af beijum, krækiber, bláber og aðalbláber, þanin af sætum saf- anum. Þetta var ævintýraheimur, ekki sízt fyrir ungan mann, sem ólst upp úti á sæbörðu skeri, þar sem lítið var um beijalyng nema stöku krækibeijalyng, sem þróaði lítið meira en grænjaxlana. En hér var náttúrubarnið hún Kæja í essinu sínu. Hér lifði hún sælustundir. Karítas fæddist á Eiði í Hestfirði við Djúp. Hún var áttunda barn foreldra sinna, sem bjuggu þar leiguliðar. Þeim, sem fara nú þjóð- veginn yfir ásana milli Seyðisfjarð- ar og Hestfjarðar, bak Hestinum, gæti blöskrað að líta á skikann, sem Ásgeir hafði til ræktunar og heyja. Bærinn er nú í eyði, en þar ól Sig- ríður Kristín 13 börn á 23 árum. „Við vorum aldrei svöng,“ sagði Kæja, „en við vorum snemma látin hjálpa til.“ Ekki veitti af. Ásgeir HÖTEL BORG Tökum að okkur erfidrykkjur Upplýsingar í símum 551 1440 og 551 1247 réri á vetrum frá Bolungarvík, svo að starfið heima við hvíldi á móður- inni og eldri börnunum, jafnóðum og þau komust á legg. Stúlkurnar gengu í hvaða verk, sem þurfti. Þannig réri Rannveig, elzta barnið, á móti föður sínum til og frá Isafirði, sem er líklega ívið lengri sjóleið en á milli Akraness og Reykjavíkur. Ásgeir réri hinsvegar frá og til Bolungarvíkur, er færi gafst á vertíð, til að færa fólki sínu nýmetið. Slíkum hetjum var ekki fisjað saman. Um hann mátti segja eins og um starfsbróður hans Stjána bláa, að „betri þóttu hand- tök hans heldur en nokkurs annars manns“. Þegar hann aldraður og farinn af gikt, gat ekki staðið við sláttinn í þýfðri mýrinni, gerði hann sér orf við hæfi og sló á hnjánum. Margir afkomendur hans bera hið samanrekna líkamsmót hans, afl, áræði og sjálfræðisþörf. Má nánast þekkja þá úr fjarska án fyrri kynna. Aldrei komust jarðarafgjöldin í vanskil, en þau voru lengst af greidd í smjöri. Það má einnig sjá fyrir sér stóran bamahópinn í glöðum leik í beija- brekkum við söng Fjallsins fyrir ofan eða á kyrrum vetrardögum í sleðaferð. Fjallið Hestur var tákn allrar tignar. Hann var næstum guðlegur bústaður. Ógnir ævintýr- anna vofðu yfir, draugar, sjó- H Styrktarfélag krabbamelnssJúkra barna Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást hjá félaginu í síma 588 7555. Ennfremur í Garðsapóteki sími 568 0990 og Reykjavikurapóteki sími 551 1760. skrímsli og huldumenn, en samt var ekkert eins hræðilegt og vemleik- inn, þegar nautunum frá Vigur hafði verið hleypt á land í Folafæti og þau gerðu innrás í ríki kyrrðar og öryggis. Þá var best að hlaupa í hús og kúra í skoti unz ógnin var afstað- in. Þetta líf mótaði Karítas. Skóla- ganga fátækrar alþýðu á þessum árum var lítil sem engin. Lestur og skrift voru kennd heima og oft af gamla fólkinu á bænum eða eldri systkinum. Einfaldur reikningur kom einhvem veginn af sjálfu sér. Síðan prófaði presturinn börnin, er hann húsvitjaði. Talað hafði verið um, að Kæja fengi að vera í skóla árið áður en hún fermdist. Prestur kom að húsvitja árið á undan og fór að spyija stelpuna út úr. Hún kunni þá allt kverið og býsn af sálmum, hafði lært það, er eldri systkini hennar voru að búa sig undir fermingu. Það var því drifið í að ferma hana ári fyrr en ella og þar með var skólagangan fyrir bí, því að fullorðin manneskjan varð að fara að vinna fyrir sér. Það var nú líkast til. Svona vom verðlaun heimsins. Upp frá þessu hleypti Karítas heimdraganum og sá sér farborða. Stundaði hún alla almenna vinnu og þótti alls staðar forkur dugleg og karlmannsígildi við flest störf. Svo hafa sagt gamlir ísfirðingar, að stundum hafí karlmenn átt fullt í fangi með að hafa við henni og sumir fullfrískir jafnvel kveinkað sér. Það hlæði hana. Þó var hún kvenna fínlegust. Táp, reglusemi, trúmennska og mikil staðfesta ein- kenndu hana og gerðu hana eftir- sóknarverða til allra starfa. Launin vom þó ekki alltaf í samræmi við þetta og lítið fékk alþýða manna af hrósi. Því minntist hún þess sér- staklega, er hún var vinnukona í Reykjavík og kreppa var, eins og svo oft á þessu landi, að vinnukonur buðust til starfa á lægri launum en áður. Þá heyrði hún óvart gegnum vegg, að húsbóndinn spurði konu sína, hvort ekki ætti að láta Karítas fara, þar sem hægt væri að fá lægra launaðar stúlkur til starfa. „Kemur ekki til mála,“ sagði frúin, „það kemur engin í staðinn fyrir hana Karítas." Þau Daníel giftu sig 30. desem- ber 1933 og settust að á ísafirði. Þar bjuggu þau að Smiðjugötu 9 til ársins 1952. Hann stundaði störf sín sem málari, en hún annaðist heimilið og börnin. Hún var listhög og bar heimilið því vitni, m.a. með hannyrðum hennar. Heimilið varð einskonar miðstöð fyrir frændfólkið innan úr Djúpi og af Ströndum. Böm dvöldu hjá þeim, er þau sóttu skóla á ísafirði, og hélt Karítas þeim þétt við efnið. Eldri börnin vildu leita sér mennt- unar. Ekki andartakshik. Flutt var í Hafnarfjörð. Húsnæðisleysi. Karít- as bauðst ráðskonustaða hjá öldruð- um ekkjumanni. Bömin fengu samastað og gátu hafið nám. Sjálf vann hún alla daga að auki í fisk- vinnu. Fljótlega gátu hjónin eignast sitt eigið hús, fyrst á Oldugötu 16, en síðan að Klettagötu 2, hús sem þau byggðu ásamt syni sínum, Kristni. Fyrir 16 árum slasaðist Karítas illa og var fötluð upp frá því. Erfíð- ir tímar fóru í hönd fyrir svo virka dugnaðarkonu. Hún dvaldi síðustu árin á Sólvangi, þar sem vel fór um hana. Hún fékk hægt andiát 12. febrúar síðastliðinn. Karítas átti sér þijá foringja. Sá fyrsti var Almættið og hirðin öll. Þeim laut hún af sannfæringu, líka eftir að guð flutti úr Fjallinu. Guð hafði af góðleika sínum haldið verndarhendi yfír föður hennar, er hann sótti björg í bú, skýlt henni, þegar ill klaufdýr aldarfarsins sóttu að henni, og hann hafði af algjöru miskunnarleysi drekkt tveim bræðr- um hennar og einum mági frá íjórt- án ungum börnum og að lokum hrifið frá henni soninn Jóhannes á bezta aldri. Getur trúin orðið sterk- ari? Sá annar leiðtogi var vinnan, sem veitti henni meiri gleði en fá- tækleg orð geta lýst. Sá þriðji var Hannibal Valdimarsson, sá einn, sem var hlutlægur í þessum heimi fátækra og umkomulítilla. Honum hefði hún fylgt gegnum eld og eim- yrju. Með Karítas er genginn mikill öðlingur og drengur góður. Það var mér og börnum mínum mikil gæfa að fá að vera samvistum við hana. Við viljum líta hana í blámóðunni, syngjandi við beijakirnumar sínar, ljómandi af gleði og hamingju. Víglundur Þór Þorsteinsson. Við viljum í nokkrum orðum minnast ömmu Karítasar. Við eldri systkinin fengum notið návistar hennar í bamæsku en þá gætti hún okkar á meðan móðir okkar var að kenna og faðir okkar var í skóla.' Við dvöldum síðan nokkur ár er- lendis og gleymum við því seint er amma sendi okkur fyrstu úrin okk- ar, pökkuð inn í ullarsokka, alla leið til Chicago. Amma bjó við hlið- ina á Sundlaug Hafnarfjarðar og þegar við fjölmenntum í sund með frændsystkinum okkar, hvatti amma okkur til þess að líta inn í kaffi. Mátti ekki á milli sjá hvern það gladdi mest þegar okkur var boðið upp á dýrindis heimabakað vínarbrauð og appelsín. Var stund- um barnmargt í eldhúskróknum þar _ sem allir voru velkomnir. Ekki var fjörið minna þegar við fórum með ömmu í beijamó upp í Heiðmörk,' kappið við beijatínsluna var slíkt þótt hún væri komin á sjötugsaldur- inn. Ekki lét hún sig muna um að klífa hátt upp í brekkurnar ef eitt- hvað var þar að fá, og lét sig gossa niður aftur eins og unglamb væri þar á ferð. Það er erfítt fyrir okkur sem höf- um alist upp á seinustu árum að gera okkur grein fyrir þeim aðstæð- um sem mótuðu ömmu. Hitt er víst að þar fór kona sem hafði mikinn viljastyrk, dugnað og var fylgin sér. Þar hafa aðstæður frá barnmörgu heimili vestur á Fjörðum haft mikil áhrif. Við minnumst þess alltaf þeg- ar amma var að hvetja okkur til þess að leggja hart að okkur í námi. Þá sagði hún okkur þá sögu að hún hefði aldrei fengið neina skóla- göngu. Hún átti að fá nokkurra vikna kennslu, en þegar til kom kunni hún allt kverið utanbókar. Því þótti ástæðulaust að eyða tíma hennar á skólabekk og varð hún af náminu, en var þess í stað látin vinna. Þetta þótti okkur einkenni- legt sem bömum, þar sem amma gat skrifað og lesið jafn vel og við þótt hún hefði aldrei verið í skóla. Síðustu árin dvaldi amma á Sól- vangi í Hafnarfirði við góða umönn- un starfsfólks. Ég legg aftur augun og horfi á hendur þínar, hnúa, fíngur og æðar: sérhvem drátt erfiðishanda; og undrast styrk þeirra og mátt, þá iðni og seiglu sem skort hefur hendur mínar. Ég horfi á þær starfa: kreppast um kilp og hrífu eða klappið hjá læknum; þrífa, bæta og • staga, spinna og pijóna úr ullinni ár og daga, elda á hlóðum, snúa kveiki úr fífu. Ég sé þeim forlast, að taugunum slitnum og slökum, þó slokknar ekki kærleikinn sem þeim stjómar: Þær stijúka um vanga af mýkt þeirrar mildi og fómar sem mundi seint verða lýst í fáeinum stökum. Hendur þínar. Hendur genginna lýða. Hendur mæðra sem urðu að þjást og stríða. (Ólafur Jóh. Sig.) Barnabömin. t Ástkær eiginmaftur minn, faftir okkar, afi og langafi, ALBERT HANSSON, Gnoftarvogi 36, Reykjavík, sem lést á sjúkradeild Hrafnistu f Reykjavík þann 10. febrúar, verður jarft- sunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. febrúar kl. 15.00. Helga Theódórsdóttir, Bjargmundur Albertsson, Alda Guðmannsdóttir, Valgerður Albertsdóttir, Guðjón Þór Steinsson, Sigurbjörg Albertsdóttir, Björn Reynisson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN GUNNARSDÓTTIR kennari, Efstasundi 12, Reykjavík, verftur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Sigrún Arthursdóttir, Gauti Gunnarsson, Gunnar Arthursson, Ingunn Kristjánsdóttir, Rannveig Celata, Katrín Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.