Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 31
OSKAR
INGIMARSSON
■4- Óskar Ingimars-
* son þýðandi
fæddist 2. nóvember
1928 á Akureyri.
Hann lést á heimili
sinu 12. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
förin fram frá Dóm-
kirkjunni 19. febr-
úar.
MÆTUR drengur,
Óskar Ingimarsson, er
fallinn frá. Þetta er lífs-
ins gangur. Þó bregður
okkur í brún, ekki síst
þeim sem eldri eru, að sjá á bak
góðum dreng og síungum sem hef-
ur verið fyrirmynd starfsbræðra
sinna og -systra um árabil. Hér á
ég fyrst og fremst við þýðendur hjá
Sjónvarpinu. Þar starfaði Óskar frá
fyrstu dögum íslensks sjónvarps og
hefur æ síðan verið okkur hinum
leiðarljós í vönduðum vinnubrögð-
um, þótt enginn okkar stæði honum
nokkurn tíma á sporði hvað snertir
fjölhæfni. Skýringin er einfaldlega
sú að Óskar bar jafnan mikla virð-
ingu fyrir þeim verkefnum sem
hann tók að sér og ekki síður fyrir
þeim miðli sem hann þurfti að beita
í starfí sínu, þ.e. íslenskri tungu.
Ég hygg að-það sé alltof sjaidgæft
að slíkt fari saman í einum manni.
Hvaða íslendingur minnist ekki
þeirra fjölmörgu sjónvarpsmynda
um hvers konar náttúruvísindi sem
Óskar hefur farið listamannshönd-
um um, bæði hvað snertir vandaðar
þýðingar, gott málfar og textaflutn-
ing sem ávallt var þrunginn virð-
ingu og jafnvel ást á viðfangsefn-
inu? Engum hefur dulist að þar var
réttur maður á réttum stað. Óskar
gæddi slíkt efni nýju lífí með auð-
heyrilegri hluttekningu sinni með
öllu sem lifír, hvar í náttúrunni sem
það er að finna. Hann átti að vísu
ekki langt að sækja þá mannkosti.
Faðir hans, Ingimar Óskarsson,
náttúrufræðingur par excellence,
er einn af ástsælustu vísindamönn-
um þessarar þjóðar fyrr og síðar.
Ég minnist hans ávallt með hlýju
fyrir þá virðingu og elskusemi sem
hann sýndi viðfangsefni sínu þegar
hann flutti fræðsluþætti í útvarp.
Ég vil skipa Óskari á bekk með
föður sínum sem afbragðsfræði-
manni í náttúruvísindum, svo og í
íslenskri tungu, því að hann hefur
með beinum hætti stuðlað að upp-
fræðslu þjóðarinnar, jafnt ungra
sem aldinna, með brautryðjenda-
starfi sínu, ekki síst með útgáfu
Ensk-latnesk-íslenskrar Dýra- og
plöntuorðabókar sinnar, ómetan-
legs fjársjóðs sem verður ævinlega
minnisvarði um góðan dreng og
ósérhlífínn fræðimann og orðasmið.
Auk þess má nefna snilldarþýðingar
Óskars á bundnu máli, m.a. óperum,
fyrir sjónvarp og þýðingar á fjöl-
mörgum fræðibókum fyrir almenn-
ing. Oft er sagt að maður komi í
manns stað, en ég er hræddur um
að það skarð sem Óskar skilur eftir
í þýðendahópnum verði vandfyllt
ef þá nokkum tíma.
Sá vettvangur sem Óskar valdi
sér að ævistarfi, að snúa erlendum
texta á íslensku, er grein þar sem
margir em kallaðir en fáir útvaldir.
Að mínu mati er góður þýðandi sá
sem lesandi eða áheyrandi tekur
hvað minnst eftir. Málfarið er með
þeim hætti að lesandinn eða hlust-
andinn nýtur efnisins án þess að
hnjóta um skringilyrði, málvillur
eða afkáralega setningaskipan. Ég
held ég móðgi engan þótt ég segi
að fáum eða engum hafí tekist að
jafnast á við Óskar hvað snertir að
þýða og flytja afbragðstexta í sjón-
varp. Hann var einn hinna útvöldu,
fremstur á sínu sviði, enda höfum
við óspart nýtt okkur það, félagar
hans að leita ráða hjá honum þegar
við höfum staðið frammi fyrir
vandamáli sem okkur tókst ekki að
leysa. Ávallt var Óskar boðinn og
búinn að leggja á sig aukakrók til
að liðsinna okkur.
Hvert leitum við nú?
Ef til vill er fáum
kunnugt að Óskar var
einnig ljóðskáld og
ljóðaþýðandi. Vonandi
berum við félagar
hans gæfu til að stuðla
að því að ljóðin hans
komist fyrir almenn-
ingssjónir.
Fyrir hönd okkar
sjónvarpsþýðenda
kveð ég vinsælan fé-
laga að sinni og votta
eiginkonu hans, börn-
um og öðrum skyld-
mennum innilega hluttekningu okk-
ar.
Blessuð sé minning Óskars Ingi-
marssonar.
Bogi Arnar Finnbogason.
Óskar Ingimarsson er látinn.
„Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,“
segir skáldið sem kennt er við Bólu
og heldur áfram
„ég kem eftir, kannske í kvöld,“
sem skiptir hér raunar litlu máli,
heldur hitt að skyndilega er einn
úr hópnum horfinn, farinn til ferju-
staðarins og á ekki afturkvæmt.
Þegar ég tók að lesa prófarkir í
þýðingardeild Sjónvarps fyrir hart-
nær þijátíu árum komst ég fljótt í
kynni við Óskar sem þar var fyrir,
en ég hafði raunar löngu áður haft
veðrið af honum í Menntaskólanum
á Akureyri. Hann varð einhver
fyrsti þýðandi Sjónvarpsins og þar
unnum við saman þar til fyrir
skömmu.
Ég hafði ekki lengi lesið yfír
þýðingar1 Óskars þegar mér varð
ljóst að þar fór enginn miðlungs-
maður. Vinnubrögð öll og frágang-
ur efnis báru því vitni. Hann var
mikill íslenskumaður og varð sjald-
an skreikult á hálum ísi tungunnar
né villugjarnt í myrkviði beyginga-
kerfís hennar. Öskar hafði gott
vald á germönskum málum og
franska og ítalska urðu honum
ekki að fótakefli. Óperuþýðingar
hans sýna færni í ítölsku og þar
nýttist honum þekkingin á tónlist-
arfræðum. Þegar óperur hafa verið
sýndar og látnar hljóma í Sjónvarp-
inu hafa myndböndin með þeim oft
og iðulega borist svo seint til lands-
ins að vart hefði reynst unnt að
þýða þær og fella þýðinguna að
hrynjandi verksins. En Óskar hafði
þá þegar þýtt óperuna eftir nótna-
heftunum sem til voru og og þar
sem ítalski textinn var prentaður.
Þagnir, bil og hrynjandi var rétt
án þess söngur hefði heyrst. Með
hagmælsku og skáldlegu innsæi
lyfti hann textanum í hæðir. Sem
alkunna er þýddi Óskar og þuldi
náttúrulífsmyndir af nákvæmni og
innlifun sem sprottin var af áhuga
hans og þekkingu á náttúrunni.
Náttúrubarnið og náttúruunnand-
inn talaði þar út úr hverju orði.
Óskar unni landi sínu, náttúru
þess og sögu. Sýndi hann það með
tíðum ferðum hér áður fyrr um
landið og mun hann hafa sótt heim
næstum hverja sveit.
Óskar Ingimarsson var vel
menntaður og Qölfróður, þekking-
arleitin stöðug og markviss. Það
sýna þau verk sem eftir hann
liggja. Listin lét hann ekki ósnort-
inn, tónlist, leiklist og leikhúsfræði
voru honum hugleikin og sóttist
hann eftir að hlúa að þeim. Óskar
var afkastamikill og féll aldrei verk
úr hendi. Hann kastaði ekki hönd-
um til né níddist á því sem honum
var til trúað og skilaði ávallt verk-
efnum sínum í tæka tíð.
I samræmi við upplag og atferli
var Óskar samstarfsmönnum sín-
um kær. Jafnaðargeð og glaðlyndi
hans kunnum við að meta. Hann
var æðrulaus og umtalsgóður, hall-
aði aldrei á nokkurn mann. Ein-
lægni hans, hrekkleysi og hugarþel
barnsins hefðu kannski einhverjir
kunnað að notfæra sér en slíkir
eiginleikar eru aðal góðs manns.
Veri Óskar kært kvaddur og ég
votta þeim, sem eiga um sárt að
binda við fráfall hans, fyllstu sam-
úð mína.
Þórhallur Guttormsson.
Kveðja frá Sjónvarpinu
Þegar íslenskt sjónvarp hóf út-
sendingar haustið 1966 var Óskar
Ingimarsson í þeim fámenná hópi
sem var kallaður til starfa við þenn-
an unga miðil. Hans verksvið var
þýðingar. Það var mikið happ fyrir
Sjónvarpið að fá svo ágætan liðs-
mann og fá að njóta hæfileika hans
allt til hinstu stundar því að síð-
ustu þýðingu sinni fyrir Sjónvarpið
lauk ðskar aðeins viku áður en
hann lést. Óskar var vel að sér í
ýmsum tungumálum og næstum
jafnvígur á allt; sígild bókmennta-
verk, heimildarmyndir og bama-
þætti.
Tvennt í hans sjónvarpsverkum
ber þó hæst. Annars vegar voru
það óperuþýðingar. Á þessum nær
þrjátíu ára ferli hefur Óskar þýtt
fyrir Sjónvarpið flestar þekktustu
óperurnar. Hann átti einkar létt
með að þýða bundið mál og oft
þurftu aðrir þýðendur að leita til
hans með brot úr ljóðum eða bama-
söngva.
Önnur sérgrein Óskars vom
náttúrulífsmyndir. Hann þýddi
ógrynni af þeim og flutti jafnframt
textann því hann var ágætur þul-
ur. Meðal annars þýddi hann og las
nær allar myndir og myndaflokka
sem breski sjónvarpsmaðurinn
David Attenborough gerði. Síðasta
afrek Óskars á þessu sviði var
myndaflokkurinn Einkalíf plantna
sem sýndur var fyrripart vetrar en
hann þýddi einnig samnefnda bók.
Af því tilefni kom Attenborough
sjálfur hingað til lands og hittust
þeir Óskar við það tækifæri. Árit-
aði þá Attenborough bók fyrir þýð-
anda sinn og tileinkaði hana „hin-
um íslenska skugga mínum“.
Óskar Ingimarsson var ákaflega
vinsæll og vel látinn af öllu sam-
starfsfólki sínu í Sjónvarpinu. Hann
var hress í bragði og gamansamur,
samviskusamur og hjálpsamur með
afbrigðum. Ef aðra þýðendur skorti
íslenskt heiti á framandi dýmm eða
glöntum mátti ævinlega leita til
Óskars. Ef heitið var ekki til gat
Óskar oftast leyst vandann með
nýsmíðuðu, smekkvísu orði. Það
skarð sem Óskar Ingimarsson læt-
ur eftir sig í röðum sjónvarpsþýð-
enda verður vandfyllt og lengi verð-
ur góðs drengs saknað og minnst
með þakklæti. Fjölskyldu hans fær-
ir Sjónvarpið innilegar samúðar-
kveðjur.
Ellert Sigurbjörnsson,
yfirþýðandi.
Frá því um miðja þessa öld fínnst
okkur, sem þá vomm orðin fullorð-
in, tíminn hafa liðið býsna hratt.
Og er það ekki reynsla fléstra, að
þegar fullorðinsaldri er náð, að
maður tali ekki um fimmtugsaldur,
að tíminn taki þá fyrst að herða
skriðinn, svo að um munar? Þannig
er tilfínning okkar, sem eldumst.
Nú er um hálf öld síðan ég kynnt-
ist ungum manni, nánast unglingi,
í gegnum esperantohreyfinguna.
Hann varð snemma hár vexti og
fullorðinn, enda bráðþroska með
afbrigðum, bæði líkamlega og and-
lega. Þannig varð hann stúdent
aðeins nítján ára, með ágætum vitn-
isburði. Man ég vel, er hann sagði
mér frá þessum próflokum, en þá
átti ég, þótt eldri væri, enn eftir
ár til að ljúka mínu kennaranámi.
Þar var að vísu um nokkum að-
stöðumun að ræða. Ég úr afskekkt-
um íjalladal, en hann búsettur í
höfuðstaðnum á menntaskólaaldr-
inum.
Þessi ungi maður hét Óskar, og
var sonur Ingimars Óskarssonar,
grasafræðings af sjálfsnámi, og
Margrétar Kristínar Steinsdóttur,
konu hans. Óskar var fæddur á
Akureyri og ól aldur sinn við Eyja-
fíjörð fram yfír fermingaraldur, allt
til þess tíma, að faðir hans fékk
starf í höfuðstaðnum. Æviatriði
þessa manns eru mörgum aðgengi-
leg, því að hann er að vonum að
fínna í uppsláttarritum, eins og
Samtíðarmönnum og víðar. Maður-
inn var löngu þjóðkunnur, enda
heimagangur í hvers manns húsi í
gegnum sínar ágætu og fjölmörgu
sjónvarpsþýðingar. Fáir hafa verið
mikilvirkari á því sviði. Sem þýð-
andi var Óskar frábær. Þekking
hans á íslenskri tungu og færni
hans í ensku og fleiri tungumálum
var djúpstæð. Þar að auki var hann
prýðilega hagmæltur maður og
þýddi með ágætum ljóð úr erlendu
máli yfír á okkar fagra móðurmál.
Saknar nú margur þess að sjá ekki
nafn hans á skjánum. En auðvitað
er mikið til af efni sem hann hefur
þýtt og það ber lengi þessum ágæta
þýðanda vitni.
Persónuleg kynni okkar Óskars
Ingimarssonar voru orðin um hálfr-
ar aldar gömul, eins og áður sagði.
Minnisstætt varð okkur báðum, og
kannski einhverjum öðrum, er við
lékum þátt á esperanto úr íslands-
klukku Laxness, á fyrsta landsmóti
íslenskra esperantista, sem haldið
var í Háskóla íslands sumarið 1950.
Til er ljósmynd af okkur í hlutverk-
um okkar, sem tekin var þá af ein-
um félaga okkar í esperantohreyf-
ingunni, Ríkharði Sumarliðasyni.
Ljósmynd þessa eignaðist ég ný-
lega, og þótti mér óneitanlega feng-
ur að því að fá hana í hendur, enda
komin í ramma með sama. Við
Óskar æfðum þennan þátt heima
hjá mér, en þá bjó ég í bragga
skammt frá Hálogalandi. Þær
stundir eru ógleymanlegar. Óskar
var fyndinn og fjörugur, og leikari
að upplagi, enda lagði hann stund
á leiklistarnám síðar og lék nokkuð,
meira að segja í kvikmyndum. Kom.
mér sá ferill hans síst á óvart. Eftir-
herma var Óskar einhver sú besta,
sem ég hefí kynnst. Málhreimi, og
ekki síst hreyfingum, var honum
auðvelt að líkja eftir. Hefði Óskar
gert leiklist að ævistarfí sínu, er
ég ekki í vafa um, að þar hefðum
við eignast mikilhæfan listamann.
Óskar varð einn þekktasti þýð-
andi þessa lands, og um leið rithöf-
undur. Rit þau, sem hann þýddi,
eru mikil og merk, en áður hefur
verið getið sjónvarpsþýðinga hans
allt frá upphafí innlends sjónvarps
hér á landi fyrir þremur áratugum.
Mikið liggur eftir þennan látna vin
minn og félaga. Ég sakna hans
mjög, og hið sama gera allir sem
kynntust honum, því að hann var
einn af þeim, sem ætíð gaf eitthvað
af sjálfum sér. Slíkir menn auðga
umhverfi sitt og verða minnisstæð-
ir.
í fyrra greindist Óskar með al-
varlegan sjúkdóm og lá í sjúkra-
húsi um skeið. Hann kom þó aftur
til starfa og við sáum á ný á sjón-
varpsskjánum kvikmyndir, sem
hann hafði þýtt. Gladdi það áreiðan-
lega alla þá, sem unna fögru máli
á þeim vettvangi. Mér er einkar
minnisstæð þýðing Óskars á mynd
frá Galapagoseyjum, er sýnd var í
þremur hlutum í sjónvarpinu fyrir
allmörgum árum. Væri fengur að
því að fá slíka mynd endursýnda.
Þar var Óskar sannarlega í essinu
sínu. Hann var ekki í vandræðum
að gefa hinum ýmsu dýrategundum
íslensk nöfn, eins og blákemba, svo
að eitt nafn sé nefnt.
Ég kveð ágætan vin og félaga,
og votta aðstandendum hans ein-
læga samúð mína við ótímabært
fráfall hans. Minning hans lifir í
þakklátum huga margra, sem hon-
um kynntust, og nutu verka hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
NIELS PETER
HÖBERG-PETERSEN
+ Niels Peter Hö-
berg-Petersen
var fæddur í
Reykjavík 11. des-
ember 1911. Hann
andaðist á Land-
spítalanum 13.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Peter Peters-
en (Bíópetersen), f.
30. júní 1881, d. 28.
maí 1961, forstjóri
Gamla biós í
Reykjavík, og kona
hans Kristín Bier-
ing Petersen, f. 9.
maí 1886, d. 28. mai 1955.
Systkini hans eru: Petra Mog-
ensen, f. 25. september 1910,
Jörgen Enevold (Volli) Höberg-
Petersen, f. 6. apríl 1916, d. 5.
ágúst 1981, og Nicolai Hartvig
Höberg-Petersen, f. 30. maí
1918, d. 19. febrúar 1919.
Niels kvæntist 21.
mars 1951 eftirlif-
andi eiginkonu
sinni Ingebjörgu
Höberg-Petersen, f.
23. apríl 1914, dótt-
ur Jörgen Kjödt,
lögmanns í Kaup-
mannahöfn, og
Agnesar Frederiks-
en, sem var uppeld-
isdóttir móðurbróð-
ur síns Morten
Hansen, skólastjóra
við Miðbæjarskól-
ann í Reykjavík.
Niels gerðist sýn-
ingarmaður hjá föður sínum í
Gamla bíói strax að lokinni
skólagöngu sinni og starfaði
þar óslitið þar til bíóið hætti
starfsemi.
Útför Niels fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
KÆR vinur okkar og samstarfs-
maður í Gamla Bíói, Niels Höberg
Petersen, er látinn, en hann hefði
orðið 85 ára á þessu ári. Foreldrar
hans, hjónin Kristín Biering og
Peter Petersen, áttu og ráku Gamla
Bíó til ársins 1939.
Niels starfaði alla tíð hjá Gamla
Bíói og reyndist hann trúr og sam-
viskusamur starfsmaður með af-
brigðum. Stundvísi og reglusemi
hans á öllu var einstök. Ólafur
Árnason starfsfélagi hans og vinur
er látinn fyrir nokkrum mánuðum
og er því ekki langt á milli þeirra
félaganna.
Síðustu árin gekk Niels ekki heill
til skógar. Hann var með sykursýki
og þurfti aðgæslu í flestu. Naut
hann þar sannariega elsku og hjálp-
semi eiginkonu sinnar, Ingebjargar,
f. Kjödt, en þau hafa verið í hjú-
skap í hartnær 45 ár og einkar
kært með þeim. Það var sérlega
ánægjulegt að fylgjast með þeim
hjónum er þau gengu saman dag-
lega og leiddust alltaf sem nýtrúlof-
uð væru. Ingebjörg studdi mann
sinn í einu og öllu.
Nú er komið að leiðarlokum og
við kveðjum hann með þakklæti í
huga fyrir ánægjulegt samstarf og
biðjum honum blessunar á þeim-
vegum sem hann nú gengur.
Ingebjörgu og systur Nielsar,
Petru Mogensen, svo og öllum ást-
vinum hans óskum við allrar bless-
unar.
Hafliði Halldórsson,
Hilmar Garðarsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokalláðra
ASCll-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.