Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRUN
SVEINSDOTTIR
+ Petrína Guðrún
Sveinsdóttir
fæddist á Hjalla-
bakka í Húnavatns-
sýslu 27. desember
1909. HtFn lést á
öldrunardeild
Landakotsspítala
22. janúar síðastlið-
inn. Útför Guðrúnar
fór fram í kyrrþey.
AÐ MORGNI 22. jan-
úar lést langamma
barna minna, þá á átt-
ugasta og sjöunda ald-
ursári, og amma
mannsins míns.
Þegar ég sest nú nið-
ur til að rita kveðjulín-
ur þá sé ég fyrir mér
aldraða dugnaðar- og
sómakonu sem var
faðmur margra bama
í gegnum ævina. Guð-
rún ól ekki bara sín
eigin böm upp heldur
tók hún eitt barnabam
sitt, Kristján Valdimarsson, að sér
frá blautu barnsbeini og ól hann
upp sem sitt eigið barn. Árið 1969
dó ein dóttir Guðrúnar, móðir
Kristjáns, aðeins 26 ára gömul frá
þremur ungum bömum sem ólust
upp hjá henni. Voru þessir timar
erfiðir fyrir börnin, sem vora Guð-
rún, 3 ára, Sigurður, 10 ára, og
Dagný, 11 ára. En faðmur Guðrún-
ar var stór, og tók hún börnin til
sín norður að Miðsitju í Skagafirði
á hvetju sumri alla þeirra barnæsku
og unglingsár og eiga þau góðar
og dýrmætar minningar frá þeim
tíma ásamt öðrum barnabörnum,
frændsystkinum og vinabörnum.
Árið 1974 flutti Guðrún til Lilju
dóttur sinnar og þegar ég kem inn
í fjölskylduna þá var hún flutt að
Njálsgötu 13b í Reykjavík. Af mikl-
um drengskap og dugnaði hafði
Lilja útbúið íbúð í kjallaranum
handa móður sinni og var það
hreykin móðir sem talaði þegar Lilju
bar á góma.
Guðrún las mikið og hafði yndi
af söng sem elsta dóttir okkar, hún
Lilja Rut, varð aðnjótandi í fangi
ömmu sinnar, er við komum í heim-
sókn. Margar áttum við stundirnar
saman tvær einar í þau ellefu ár
sem ég átti með henni og þótt glað-
værð og trygglyndi væra aðalein-
kenni hennar, þá var eins og svart-
asta skammdegið drægi upp minn-
ingar um löngu liðna atburði, sem
oft komu upp á yfirborðið, er við
vorum einar saman og gerðu hana
dapra og viðkvæma.
Minningamar um Guðrúnu eru
óteljandi, og margt sem á eftir að
minna okkur á hana í framtíðinni
til að segja börnum okkar. Hennar
tími var kominn til að kveðja.
Elsku Guðrún mín, megi guð og
góðar vættir varðveita þig á nýjum
heimaslóðum, og þakka þér fyrir
öll þau ár sem við áttum saman.
Elsku Kiddi, Gulla, Lilja og fjöl-
skyldur, ásamt öðrum barnabörnum
og ættingjum, megi guð styrkja
ykkur öll.
Ég, Siggi og börnin okkar send-
um ykkur samúðarkveðjur. Megi
minningin um góða langömmu,
ömmu og mömmu ylja ykkur um
ókomna tíð.
Sigríður Ásgeirsdóttir.
RAÐAUGÍ YSINGAR
Járnsmiður
Járnsmiður eða maður, vanur járnsmíðavinnu,
óskast strax við nýsmíði. Framtíðarstarf.
Svör sendist afgreiðslu Mbl., merkt:
„J - 4010“, fyrir 1. mars.
AUGLÝSINGASTOFA REYKJAVÍKUR
ALHLIÐA AUGLVSINGAGERB
STOfNSETT 1991 v
Auglýsingastofa Reykjavíkur er
framsækið fyrirtæki sem auk
hefðbundinnar hönnunar hefur
sérhæft sig í þjónustu við
útflutningsfyrirtæki og vefsmíði
á Internetinu. Framundan eru
spennandi tímar þar sem fyrirtækið
er m.a. að stíga sín fyrstu skref
t útflutningi á þekkingu sinni.
Við viljum ráða:
Góða grafíska hönnuði.
Reynsla og þekking á notkun
helstu teikni- og mynd-
vinnsluforrita er nauðsynleg.
Vefsmiði fyrir Internetið.
Þekking á html og UNIX
umhverfi er forsenda. Við
leggjum ríka áherslu á að
kröfum h ef ð b u n d i n n a r
hönnunar sé fullnægt og
er því nauðsynlegt að
vefsmiðirnir hafi þekkingu
og reynslu af myndvinnslu.
Sími: 562 4050 Fax: 562 8999
Tölvupóstur: webmaster@arctic.is
Tlt SÖIU
Matvara - söluturn - myndbönd
Erum með söluturn til sölu sem selur mat-
vöru, myndbönd, Lottó o.fl. Þetta er upplagt
tækifæri fyrir aðila, sem vilja skapa sér og
sínum góða vinnu og afkomu.
Hóll - fyrirtækjasala,
Skipholti 50b,
sími 551 9400.
Söngáhugamenn!
Snæfellingakórinn í Reykjavík bráðvantar
karlaraddir, aðallega bassa. Kórinn, sem er
samsettur af hressu og skemmtilegu fólki á
öllum aldri, æfir á fimmtudagskvöldum frá
kl. 20.15 til 22.15 í kirkju Óháða safnaðarins
við Háteigsveg.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
Eggert, hs. 557 9153, vs. 552 8555 eða
Sigurð í s. 551 4737.
Stjórnin.
Sjálfsbjörg í Reykjavík
og nágrenni
heldur fund með þeim, sem fengið hafa Polio
(mænuveiki), í félagsheimilinu, Hátuni 12,
í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 20.00.
Gísli Einarsson, læknir flytur erindi.
Umræður.
C
Landsvirkjun
Forval
Endurnýjun á stjórn- og varnarbúnaði
Landsvirkjun óskar hér með eftir umsóknum
verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu út-
boði vegna endurnýjunar á stjórn- og varnar-
búnaði fyrir Ljósafossstöð, írafossstöð og
Steingrímsstöð í samræmi við forvalsgögn
SOG-06.
Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, efnisút-
vegun, framleiðslu, samsetningu og prófun
á stjórn- og varnarbúnaði fyrir 8 vélasam-
stæður, 3 tengivirki og 8 lokuvirki auk tilheyr-
andi hjálparbúnaðar í stöðvunum öllum.
Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
frá og með miðvikudeginum 14. febrúar 1996
gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3.000
krónur m. vsk. fyrir hvert eintak.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Landsvirkj-
unar í Reykjavík fyrir kl. 12.00 mánudaginn
18. mars 1996.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Hvöt
Almennur félagsfundur veröur haldinn í Valhöll fimmtudaginn
22. febrúar nk. kl. 20.30.
Efni fundarins verður konan og nútíminn.
Frummælendur verða Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, og Sól-
veig Pétursdóttir, alþingismaður.
Fundarstjóri verður Erna Hauksdóttir, viðskiptafræðingur.
Fundurinn er opinn félagsmönnum Hvatar og gestum þeirra.
Mætum stundvíslega og tökum virkan*þátt í umræðum.
Stjórnin.
Stefnir ígjaldþrot
heilbrigðiskerfisins?
Hver ervandinn?
Hverjir eru valkostirnir?
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik - efnir til al-
mennsfundará Hótel Borg ídag, miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 17.15.
Framsögumenn:
Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, og Sturla Böðvarsson, alþing-
ismaður og varaformaður fjárveitinganefndar.
Fundarstjóri: Ásta Möller, form. heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins.
Allir velkomnir.
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík.
auglýsingor
I.O.O.F.9 = 1772218'h =
I.O.O.F. 7 = 17702218'/2=BRK.
□ GLITNIR 5996022119 I 1
FRL.ATKV
□ HELGAFELL 5996022119 VI
2 Frl.
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Skíðafélag Reykjavíkur
Reykjavíkurmeistaramótið
115 km skíðagöngu
verður haldið i Bláfjöllum nk.
laugardag, 24. febr., kl. 14.
Skráning og upplýsingar í síma
551-2371 fyrir kl. 20 föstudags-
kvöldið 23. febr. Frjáls aðferö.
Skiðafélag Reykjavikur.
REGLA MDSTERISRIDDARA
RMHekla
, 14.2. HS - MT
SAMBAND ÍSLEN2KRA
KRISTTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30
í Kristniboðssalnum.
Ræðumaöur:
Sr. Ólafur Jóhannsson.
Allir velkomnir.
A SÁLARRANNSÓKNAR-
FÉLA6IÐ
í HAFNARFIRÐI
Sálarrannsóknafélagið
í Haf narfirði
heldur skyggnilýsingafund í
„Gúttó" annað kvöld, fimmtu-
daginn 22. febrúar, kl. 20.30.
Skyggnilýsinguna annast Þór-
hallur Guðmundsson, miðill.
Aðgöngumiðar fást i Bókabúð
Oliver Steins, sími 555 0045.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
í kvöld kl. 20.00.
Ræðumaður John Wíldrianne.
Allir hjartanlega velkomnir.
Xrislið samlélag
Samkoma með Wynne Goss í
Góötemplarahúsinu, Suðurgötu
7, Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
% ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 21. febr. kl. 20
Fræðslukvöld
Ferðabúnaður til fjalia
Annað fræðslukvöld vetrarins i
samvinnu við Landsbjörgu veröur
í félagsheimili F.í. í Mörkinni 6
(stóra sal í miöju) og hefst það
kl. 20.30.
Fyrirlestur um klæðnaö og ferða-
útbúnað til fjallaferða.
Aldrei veröur of brýnt fyrir ferða-
fólki að búa sig vel til útiveru
og fjallaferöa. Aðgangseyrir
1.000 kr. og fylgir rit Landsbjarg-
ar um almenna ferðamennsku
með.
Allir velkomnir, félagar sem aðrir.
Ferðafélag islands.