Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 35
I
I
1
;
<
<
;
<
<
1
<
<
Kringlu-
karneval
á öskudag
í TILEFNI af öskudeginum verður
efnt til Kringlukarnevals í Kringlunni
í dag. Dagskráin hefst kl. 13 og
stendur til kl. 16. Kötturinn verður
sleginn úr tunnunni á táknrænan
hátt af leikurum Götuleikhússins.
Tunnukóngur verður síðan krýndur
og farið í kóngadans um Kringluna
undir stjórn leikhópsins og tunnu-
kóngsins. Kóngadansinn verður síð-
an leystur upp þar sem leikhópurinn
slær trumbur, blæs eld, syngur og
dansar.
Hallveig Thorlacius verður með
brúðusýningar og trúðar og stultu-
fólk verða á ferðinni um Kringluna.
Ævintýraleikhúsið sýnir barnaleikrit,
börnunum gefst kostur á að læra að
,juggla“ og krakkar geta fengið
andlitsmálun. Hoppukastali verður á
staðnum og söngstjórar verða vítt
og breytt um Kringluna og stjórna
hópsöng þar sem allir geta tekið þátt.
Dagskránni í Kringlunni lýkur kl.
16 í dag.
• •
Oskudagur
í Laugardal
ÖSKUDAGSHÁTÍÐ verður haldin á
Öskudaginn í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Laugardal. Hátíðin
hefst kl. 13 og er til 16.30.
Fjölbreytt dagskrá verður allan
daginn t.d. verða nokkur leiktæki
sett út ef veður leyfir, hestar teymd-
ir undir börnum, andlitsmálun, leik-
þáttur, brandarakeppni og að sjálf-
sögðu kötturinn sleginn úr tunnunni.
Allir eru hvattir til að koma í grímu-
búningi því verðlaun verða veitt fyr-
ir skemmtilegasta búninginn.
Húsdýragarðurinn er opinn á sama
tíma og þar verður hægt að klappa
kanínum og skoða nýja kvígukálfínn
Væntingu sem fæddist í Húsdýra-
garðinum 1. febrúar sl. Bæði sölubúð
og kaffihús verða opin þennan dag.
Aðgangseyrir er 100 kr. fyrir böm
og 200 kr. fyrir fullorðna.
Flugvallar- og
Vatnsmýrar-
hringurinn
genginn
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í
gönguferð frá Hafnarhúsinu mið-
vikudagskvöldið 21. febrúar kl. 20.
Val verður um að ganga um Há-
skólahverfið suður í Skerjafjörð, síð-
an með ströndinni inn í Nauthólsvik
og til baka um Öskjuhlíð niður í
Hljómskálagarð eða ganga styttri
leið um Háskólahverfið og um byggð-
arhverfið í Litla-Skeijafirði og yfir
Vatnsmýrina niður í Hljómskálagarð
til baka.
Á fimmtudaginn verður gengið úr
Sundahöfn frá Sundakaffi kl. 20 og
á föstudagskvöld frá Ártúnshöfða,
frá húsi Ingvars Helgasonar lif.,
einnig ki. 20.
Allir velkomnir.
Fræðslufundir
Fuglaverndar-
félagsins
ÞRIÐJI fræðslufundur vetrarins
verður fimmtudaginn 22. febrúar kl.
20.30 í Lögbergi, húsi Lagadeildar
Háskólans, stofu 101. Þá mun Ólafur
Einarsson, líffrðingur, halda erindi
sem hann nefnir: Fljúga álftir fugla
hæst í forsal vinda?
I fréttatilkynningu segir m.a. að
í erindi sínu muni Ólafur segja frá
rannsóknum á farflugi álfta sem
staðið hafa yfir sl. tvö ár á vegum
Colin J. Pennyquick prófessors við
Bristolháskóla og fleiri aðila. Rann-
sóknir þessar eru framkvæmdar með
hjálp gervihnattasenda sem festir eru
á fuglana.
Athugið breyttan fundarstað að
þessu sinni.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
KRISTÍN Alda Kjartansdóttir
við opnun nuddstofunnar.
Betri heilsa
á Þórshöfn
Þórshöfn. Morgunblaðið.
NÝ nuddstofa var opnuð nýlega á
Þórshöfn og ber hún nafnið „Betri
heilsa." Það er Kristín Alda Kjart-
ansdóttir nuddari sem hefur nú
formlega starfsemi hér.
Nuddstofan „Betri heilsa“ er
staðsett á efri hæð hússins Eyrar-
vegur 2, þar sem áður voru skrif-
stofur til húsa. Kristín hefur gert
gagngerar endurbætur á hús-
næðinu sem er hið vistlegasta og
hentar vel fyrir starfsemi hennar.
Nudd er nú almennt viðurkennt
mnan heilbrigðisstéttarinnar sem
heilsubót og hefur góð áhrif á
marga kvilla, t.d. vöðvabólgu sem
er algengur kvilli, ekki síst hjá
starfsfólki í fiskvinnslu. Þórshafn-
arbúa bíður nú væntanlega betri
heilsa í framtíðinni en aðsókn hefur
verið ágæt, að sögn Kristínar.
Lifandi tónlist á
Kringlukránni
Á KRINGLUKRÁNNI í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 21. febrúar, leikur
hljómsveitin So What.
Hljómsveitina skipa Friðborg Jóns-
dóttir, söngur, Pétur Valgarð Pét-
ursson, gítar, Sigfús Höskuldsson,
trommur, Jón Þorsteinsson, bassi,
og Þorsteinn Pétursson, tenórsax.
Bítlavina-
félagið á Kaffi
Reykjavík
HUÓMSVEITIN Bítlavinafélagið
leikur á Kaffi Reykjavík í kvöld,
miðvikudagskvöldið 21. febrúar, og
fimmtudagskvöld.
Bítlavinafélagið kom sér saman
á ný eftir nokkurra ára hlé í tilefni
af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar
og á dagskrá eru mörg vinsælustu
lög þeirra.
Samband ungra sjálfstæðismanna um sj á var útvegsmál
Vilja auknar fjárfest-
ingar erlendra aðila
STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna lýsir yfír óánægju sinni með
frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra um breytingu á lagaákvæðum
um fjárfestingu erlendra aðila í sjáv-
arútvegi, segir í ályktun frá SUS.
I frumvarþi ríkisstjórnarinnar er
gert ráð fyrir að erlendum aðilum
verði heimiluð óbein eignaraðild að
íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum
upp að ákveðnu marki. Samkvæmt
orðanna hljóðan felur frumvarpið í
sér rýmkun frá núgildandi reglum.
Raunin er hins vegar sú að hingað
til hafa stjómvöld ekki, í fram-
kvæmd, amast við óbeinni eignar-
aðild erlendra aðila í íslenskum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum. Frumvarpið
felur ekki í sér neina raunverulega
rýmkun frá þeim reglum sem gilt
hafa í framkvæmd hér á landi.
Stjóm Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna telur mikilvægt að gengið
verði mun lengra í þá átt að heimila
erlendum aðilum aðild að íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum, þ.á m. með
beinni eignaraðild. Það er ekki sjáv-
arútveginum í hag að vera nánast
útilokaður frá erlendu áhættufjár-
magni og sjávarútvegsfyrirtæki
þannig oft og tíðum neydd til lántöku
í ríkum mæli. Aukið frelsi að þessu
leyti mundi óhjákvæmilega leiða til
sterkari eininga á sviði fiskvinnslu
og útgerðar og um leið tryggja af-
komu þeirra einstaklinga sem starfa
í sjávarútvegi. I ljósi þessa hvetur
Samband ungra sjálfstæðismanna
þingmenn til að styðja fyrirliggjandi
fmmvarp Kristjáns Pálssonar, Péturs
Blöndal, Vilhjálms Egilssonar og
Guðjóns Guðmundssonar um að er-
lendir aðilar megi eiga allt að 49%
hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
FULLTRÚAR útgefenda færa Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra fyrsta eintak handbókar-
innar. Með henni á myndinni eru f.v. Svanhildur Þengilsdóttir RKÍ, Herdís Storgaard SVFÍ, Gunn-
hildur Sigurðardóttir RKÍ, Esther Guðmundsdóttir SVFÍ og Helgi Daníelsson, fulltrúi Barnaheilla.
Bók um slysa-
varnir bama
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA var
nýleg a afhent Handbók fyrir
heilsugæslustöðvar - forvarnir
gegn slysum. Handbókin er sam-
vinnuverkefni Rauða krossins,
Slysavarnafélagsins og Barna-
heilla. í henni er að finna
fræðsluefni um öryggi og for-
varnir gegn slysum á börnum
fyrir starfsfólk heilsugæslu-
stöðva og foreldra, m.a. eru í
bókinni bæklingar ætlaðir for-
eldrum barna að 7 ára aldri.
ístravel um flug til og frá landinu
Flugmálayfirvöld
greini frá staðreyndum
EKKI er tilefni til að gera upp á
milli áætlunarflugs og leiguflugs
enda notaðar sömu flugvélar af
ýmsum fyrirtækjum í báðum tilfell-
um, líkt og hjá Flugleiðum hf., seg-
ir í fréttatilkynningu frá ferðaskrif-
stofunni Istravel.
Ennfremur segir: „Það er skiln-
ingur okkar að Flugmálastjórn beri
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
DIETER Roth, Björn Roth og Þorvaldur Jóhannsson bæjar-
stjóri Seyðisfjarðar við gjöfina sem þeir fyrrnefndu gáfu íbúum
Seyðisfjarðar.
I FRÉTT Morgunblaðsins 14. febr-
úar sl. urðu þau leiðu mistök að
röng mynd birtist með frétt um
gjöf Dieters og Björns Roth til Seyð-
firðinga. Mynd sem sögð var vera
af kassanum sem Gunnar Helgason
Leiðrétting
smíðaði utan um gjöfina, var í reynd
mynd af útilistaverki Kristjáns Guð-
mundssonar „Útlínum" í smíðum.
Það verk prýðir nú miðbæ Seyðis-
Qarðar. Allir hlutaðeigandi eru
beðnir um að afsaka þessi mistök.
að hafa eftirlit með að slíkur rekst-
ur fari fram skv. íslenskum reglum
og þá um leið alþjóðareglum, sem
gilda um flugrekstur. Alkunna er
að staðall í rekstri ýmissa flugfé-
laga er misjafn, samanber mat
bandarískra flugmálayfirvalda í
þeim efnum.
Þegar umdeild atriði koma upp,
eins og að undanförnu, samanber
deilur einstakra ferðaskrifstofa, er
nauðsynlegt að íslensk flugmálayf-
irvöld geri grein fyrir staðreyndum
í þessum efnum svo að komið verði
í veg fyrir að einstakir hagsmuna-
aðilar séu að bera hvor öðrum á
brýn vanefndir í að framfylgja sett-
um reglum. Er þess að vænta að
svo verði gert undandráttarlaust.
Almenningur á kröfu á slíkum upp-
lýsingum. Með tilliti til þess að fjöldi
Islendinga og útlendinga mun ferð-
ast til og frá Islandi er nauðsynlegt
að flugmálayfirvöld greini frá hvaða
flugfélög hafi fengið tilskilin leyfi
til reksturs og hvernig staðli þeirra
sé háttað.“
Fram kemur að ístravel hafi ný-
verið gert samning við Transavia
Airlines, hollenskt dótturfýrirtæki
KLM um flug í sumar milli Amster-
dam og Keflavíkur. Flogið yrði með
þotum af gerðinni Boeing 737-300,
138 sæta flugvélum. Tilkoma samn-
inganna byggist fyrst og fremst á
ónógu sætaframboði í flugi til og
frá Islandi. Markmið ferðaskrifstof-
unnar er að gefa íslendingum, sem
ætla til meginlandsins, kost á að
ná öllum tengingum að morgni
hvort heldur er með flugi eða járn-
brautum. Engin lágmarks- eða há-
marksdvöl fylgir sölu farmiða innan
sölutímabils.
Samskipti
kynja í forn-
sögunum
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar með Jenny Jochens í Skólabæ
við Suðurgötu í kvöld, miðvikudag,
kl. 20.30.
Jenny Jochens er prófessor í mið-
aldasagnfræði við Towson State
University í Bandaríkjunum. Hún
er vel kunn af ritum sínum um kon-
ur í íslensku miðaldasamfélagi. Á
síðasta ári kom út bók hennar
„Women in Old Norse Society" og
í vor er væntanleg bókin „Old Norse
Images of Women“.
Jenny Jochens hefur dvalist hér
við rannsóknir á mansöngvum og
samskiptum karla og kvenna í forn-
sögunum. í erindi sínu kynnir hún
nokkur viðfangsefni sín og tekur
m.a. dæmi af hinum fræga ástarþrí-
hyrningi milli Þórðar, Bjarna og
Oddnýjar í Bjarnar sögu Hítdæla-
kappa. Jenny Jochens flytur erindi
sitt á ensku en umræður geta farið
fram á íslensku, dönsku eða ensku.
Eftir framsöguerindi eru léttar
veitingar áður en almennar umræður
hefjast. Fundurinn er öllum opinn.