Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Slc/LTIÐETTÍr SRtt-ABoS\ fl/VÆ, lMA, þarTAeÁ
/t ETT/RHL TÓÐMERtaNU, > ■ / Ann/ ’
KL !&//
Grettir
Tommi og Jenni
Óbreyttur Snati biður Valentínusardagur Hermennirnir vilja fá að vita Sveiattan!
um leyfi til að tala við er á morgun, hvort við megum fara í bæinn
höfuðsmanninn... herra... og kaupa Valentínusargjafir.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reyig'avík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Einlitar umræður
um sameiningu
sveitarfélaga
Frá Svanbjörgu Sigurðardóttur:
TILEFNI þess að ég sting niður
penna er umræðuþáttur í morgun-
útvarpinu 10. febrúar um samein-
ingu sveitarfélaga. Ég hef oft undr-
ast þegar þessi mál hefur borið á
góma hvað þau eru lítið rædd nema
frá einni hlið. Þó hljóta öll mál að
hafa bæði kosti og galla og margar
hliðar. Það er alls óvist að þetta sé
það bjargráð sem það á að vera. A
Seyðisfírði hefur til dæmis fækkað
um hartnær 20% þessi 6 ár sem lið-
in eru síðan hreppurinn var samein-
aður með valdboði.
Stundum heyrast jafnvel raddir
segja í háðslegum lítilsvirðingartón
að þetta sé eitthvert tilfínningamál.
Tilfinningar lítilmagnans skipta svo
litlu ef sá stóri hefur sitt fram. ís-
lendingar eru ótrúlega áfjáðir í að
líkja eftir erlendri fyrirmynd, sama
hvernig hún reynist erlendis. Aðeins
þegar kemur að fyrirmyndinni í
Bandaríkjunum, þingmannslaus
Washington, er þagað. Þó vilja Is-
lendingar, þessi fámenna þjóð, hafa
atkvæðisrétt á við milljónaþjóð.
Ég hygg að andstaða lítilla sveit-
arfélaga stafí oft af því hvort þau
stærri eru velviljuð í þeirra garð eða
ekki. Ég tala hér áf eigin reynslu.
Þegar ég man fyrst eftir hallaðist
ekki eins mikið á um sveitina um
Seyðisfjörð og sveitina við Norðfjörð
og nú er orðið. Ég held að mér sé
óhætt að segja að Norðfirðingar hafi
alltaf verið stoltir af sinni sveit og
viljað búa sem mest að sínu og hlúa
að sveitinni sinni. Hún ber þess líka
merki. Kaupfélagsstjórinn þar var
lika ákaflega hlynntur bændum. Það
kom vel fram eitt sinn þegar illa
áraði og bændur þurftu að fækka
kúm. Hann ákvað þá að borga þeim
1 kr. meira á lítra svo þeir gætu
keypt fóðurbæti og þyrftu ekki að
fækka kúnum.
Hér í Seyðisfjarðarhreppi var á
síldarárunum reist síldarbræðsla
mjög fullkomin. Þetta fór óskaplega
fyrir bijóstið á ráðamönnum bæjar-
ins. Mér er nær að halda að óðagot-
ið við að rífa hana niður, áður en
farið var að bræða loðnu, hefði ekki
verið jafnmikið hefði viðhorf bæjar-
stjórnar verið jákvæðara. Það þótti
betri kostur að hafa verksmiðju á
þekktu snjóflóðahættusvæði, en nýta
það athafnasvæði sem er hér út með
firði. Endirinn varð því miður sá að
verksmiðjan varð snjófióði að bráð.
Nú er svo komið að báðar þessar
verksmiðjur eru farnar burt af staðn-
um.
Eitt hefur undrað mig mjög og
það er hvað Seyðfirðingar eru sáttir
við að vera endastöð. Næstum hvar
sem er um landið liggur vegur með
sjó þar sem fært er. Hér heyrast
aldrei raddir um það að menn hafi
áhuga fyrir að komast í vegasam-
band við Borgarfjörð til dæmis. Slíkt
hlyti þó að vera áhugavert og ekki
síst gagnvart ferðamennsku. Aðeins
heyrast raddir um að ekki megi
leggja vegi vegna umhverfissjónarm-
iða, ekki einu sinni reka niður staura.
Þegar svo er komið hlýtur allt at-
hafnalíf undan að láta. Það er ósk
mín og von að Seyðfirðingar fari að
bera gæfu til að sjá lengra en út að
ruslahaugum og atvinnulíf í hvaða
mynd sem er megi blómgast og vaxa
um Seyðisfjörð allan.
SVANBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR,
Hánefsstöðum, Seyðisfirði.
Saga Skeggjastaða
Frá Bjama Ólafssyni:
SKEGGJASTAÐIR. Kirkja og prest-
ar 1591-1995. Sigmar I. Torfason
tók saman og gaf út, í samvinnu
við Mál og mynd sf.
Hér er um að ræða sögu Skeggja-
staða. Taldar upp kirkjur sem þar
voru byggðar og heimildir eru til
um. I bókinni er einnig rakið presta-
tal og æviatriði þeirra presta sem
setið hafa staðinn, eftir því sem
heimildir entust. Bókin er 199 blað-
síður með heimildaskrá, myndaskrá
og nafnaskrá. Hún er seld í Kirkju-
húsinu.
Bókin er skrifuð og heimildum
safnað af séra Sigmari I. Torfasyni
prófasti, er var prestur Skeggja-
staðasóknar frá 1. júní 1944 til þess
dags er hann varð sjötíu ára hinn
15. ágúst 1988.
Það er seinlegt og mikið verk að
safna saman sögulegum heimildum
á borð við þetta rit séra Sigmars
og víða hefur þurft að leita fanga.
Séra Sigmar er þannig gerður að
hann vandar öll sín störf og lætur
ekkert frá sér fara nema hann sé
viss um að rétt sé frá sagt. Þannig
þarf líka söguritun að vera unnin,
svo að treysta megi ritinu.
Maður spyr sjálfan sig: Hvað
verður til þess að prestur situr árum
saman við að leita, upplýsinga,
heimilda, bréfa og skjala? Hann
ræðir við fjölda fólks, spyr og leitar?
Tæplega getur verið af öðru en
að það sé áhugi prestsins á sókn
sinríi, kirkjunni og mannlífi sem
henni tengist.
Skeggjastaðakirkja í Bakkafirði
er talin vera ein af merkustu kirkj-
um frá síðustu öld. Hún var byggð
1845 og varð því 150 ára á síðast-
liðnu ári. Óhætt er að segja að prest-
urinn, sem þjónað hefur Skeggja-
staðasókn svo lengi, hafi fært söfn-
uði og kirkju veglega afmælisgjöf á
minningarári. Það er fengur að geta
gripið sögu kirkjunnar til þess að
finna svör við spurningum sem
vakna kunna í samræðum og við
störf komandi kynslóða. í bókinni
eru 20 myndir sem varða þessa
sögu.
Höfundur tileinkar Skeggjastaða-
söfnuði þessa bók.
BJARNI ÓLAFSSON,
Fálkagötu 3,
Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.