Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Guðmundur
Gíslason sigraði
á helgarmótinu
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
EDITH CAVELL
(NURSE EDITH CAVELL)-/*t»i
Am«r(>k ihirmynd frá
RKO Rodio PicK.ro.
ANNA NEAGLE
Edna Hay Oliver
Goorgo Sandors
May Robton
Vönduð sýningarskrá
fylgdi myndinni um
Edith Cavell og er
myndin á forsíðunni af
Önnu Neagle, en hún
lék aðalhlutverkið.
Áskorun til
sjónvarpsins
ÉG HEFI þegar fengið
svar við fyrirspurn minni
frá 18. febrúar sl. um kvik-
myndina um Edith Cavell,
bresku hjúkrunarkonuna,
sem þýskur herréttur
dæmdi til dauða 11. októ-
ber 1915.
Hún var skotin daginn
eftir, 12. október 1915.
Kvikmyndin var frumsýnd
í Gamla bíói 30. janúar
1941. Aðalhlutverk léku
Anna Neagle, Edna May
Oliver, George Sanders og
Edith Cavell
May Robson, en leikstjóri
var Herbert Wilcox.
Ég skora á ríkissjón-
varpið að fá þessa kvik-
mynd til sýningar hið
fyrsta.
Leifur Sveinsson.
Nágranna á
réttan tíma
VIÐ ERUM tvær ungar
meyjar sem langar að lýsa
þeirri sálarkvöl sem Stöð 2
hefur valdið okkur.
Hvað á það að þýða að
færa vandaðasta þátt
stöðvarinnar, Nágranna, á
þennan ókristilega og
hræðilega tíma 18.05?
Við höfum skipulagt líf
okkar í kringum þennan
gullna tíma 16.45 en nú
hafa öll völd og framtíðar-
sýn verið hrifsuð úr annars
traustum höndum okkar
með því að breyta sýning-
artíma þáttanna. Við,
vímuefnalausir íþróttaiðk-
endur, sjáum okkur nú
ekki fært að horfa á þessa
yndislegu og andlega up-
örvandi þætti sem áður
voru eina ljósið í lífí okkar.
Okkar bón er, sem sagt,
vinsamlegast breytið sýn-
ingartíma þáttanna yfir á
tíma Glæstra vona, þ.e.
16.30, svo að okkur sé
fært að halda geðheilsu
okkar.
Tvær niðurbrotnar
Tapað/fundiö
Gleraugu
töpuðust
LESGLERAUGU töpuðust
á Laugavegi, iíklega á leið-
inni frá Hagkaup niður að
Máli og menningu,
fimmtudaginn 15. febrúar
sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 552-2886.
íþróttataska
tapaðist
SVÖRT íþróttataska tap-
aðist á leiðinni frá Ála-
granda í Vesturbæ að
Bollagörðum á Seltjarnar-
nesi 12. febrúar sl. I tösk-
unni var íþróttadót og lins-
ur. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 563-8108 eða
551-8979.
Gleraugu fundust
GLERAUGU fundust við
hjólreiðabrautina við Skild-
inganes í Skeijafirði. Upp-
lýsingar í síma 561-0024.
Hliðartaska fannst
í miðbænum
SVÖRT, lítil, hliðartaska
fannst í miðbænum um sl.
helgi. í töskunni er lítil
peningabudda með renni-
lás og húslyklar. Eigandi
getur haft samband í síma
553-6573.
Silkitrefill
tapaðist
SVARTUR silkitrefill tap-
aðist í Ingólfskaffi aðfara-
nótt sl. sunnudags. Hafi
einhver fundið trefilinn er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma
588-5059. Fundarlaun.
Kettlingur
GRÁR tveggja mánaða
kassavanur kettlingur fæst
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 551-7252.
Með morgunkaffinu
ÞÚ HEFUR aldrei lært
að slappa af, ÓIi. Það er
meðfæddur hæfileiki.
NÚ er ÉG líka búinn að
finna svolítið upp. Bruna-
tryggingu.
SKAK
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
minningarmóti um Paul
Keres í Párnu í Eistlandi
sem lauk nýlega. Ivan
Sokolov (2.665), Bosníu,
hafði hvítt og átti leik, en
heimamaðurinn Lembit
Oll (2.640) var með svart.
Svartur lék síðast 15. —
Rd7-f6? í erfiðri stöðu.
Þar með lék hann af sér
drottningunni.
16. Hd8+! - Kxd8 17.
Rxf7+ - Ke7 18. Dxf4
— Kxf7 19. Bc4+ — Kg7
20. Hdl - Bf5 21. Dc7+
- Kh6 22. h3 og Oll gafst
upp.
Bretinn Nigel Short
sigraði örugglega á þessu
öfluga móti. Honum hefur
vegnað nokkuð vel undan-
farna mánuði og virðist
nú hafa jafnað sig að fullu
eftir tapið fyrir Kasparov
í PCA heimsmeistaraein-
víginu 1993. Eftir það var
hann strikaður út af
stigalista FIDE og fékk
fá tækifæri til tafl-
mennsku. Úrslit í Párnu:
1. Short 6‘A v. af 10,
2. Khalifman, Rússlandi
5'A v. 3-4. Ehlvest og
Hracek, Tékklandi 5 v.
5-6. Ivan Sokolov og Oll
4 v.
Víkverji skrifar...
SKAK
Skákmiðstöðin
Faxaícni 12.
HELGARSKÁKMÓT TAFL-
FÉLAGS REYKJAVÍKUR
16.-18. FEBRÚAR 1996
Guðmundur Gíslason frá Isafirði
sigraði á helgarmóti TR.
Guðjón Heiðar Valgarðsson
varð Islandsmeistari barna.
Skákþing Hafnarfjarðar hefst
22. febrúar.
GUÐMUNDUR Gíslason sigraði
örugglega á helgarskákmóti Taflfé-
lags Reykjavíkur sem fram fór um
helgina. Hann vann
fimm fyrstu skákirnar
og tvö jafntefli dugðu
síðan til að tryggja sig-
urinn. Guðmundur hef-
ur verið í hópi 10-15
sterkustu skákmanna
landsins um árabil, en
lítið getað teflt und-
anfarin ár þar sem
hann hefur verið til
sjós og orðið að sæta
færi í landlegum.
Keppendur á mótinu
voru 34 talsins og það
var að venju skipað
mörgum öfiugum
skákmönnum. Helgar-
skákmótin eru nú að
verða engu minni uppistaða í starf-
semi TR en Skákþing Reykjavíkur
og Haustmót TR, sem haldin hafa
verið um áratuga skeið.
Sá keppandi sem mest kom á
óvart var Guðiaug Þorsteinsdóttir,
sem varð í 4-6. sæti. Hún hefur
verið starfandi læknir í Svíþjóð og
afar lítið teflt síðustu árin. Stefnt
er að því að senda kvennasveit til
keppni á næsta Ólympíuskákmót
en það mun vera háð því að okkar
öflugustu skákkonur, svo sem þær
Guðlaug og Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir, geti farið með.
Röð efstu manna á helgarmótinu:
1. Guðmundur Gíslason 6 v. af 7
2. -3. Sævar Bjamason og Hrannar
Baldursson 5 'h v.
4.-6. Jón Ámi Jónsson, James Burden
og Guðlaug Þorsteinsdóttir 5 v.
7.-8. Amgrímur Gunnhallsson og Amar
E. Gunnarsson 4'A v.
9.—16.Jóhann H. Ragnarsson, Davíð
Kjartansson, Sigurður Páll Steindórsson,
Amar Þorsteinsson, Hrannar B. Amars-
son, Hjörtur Daðason, Þorsteinn Davíðs-
son og Siguijón Sigurbjörnsson 4 v.
o.s.frv.
Skákstjóm önnuðust Ólafur H.
Ólafsson og Svava Sigbertsdóttir.
Skákþing íslands,
barnaflokkur
Á sunnudaginn lauk íslandsmóti
barna, fæddra 1985 og síðar. Mótið
fór fyrst fram árið 1994 og þá sigr:
aði Sigurður Páll Steindórsson. í
fyrra varð Hlynur Hafliðason hlut-
skarpastur, en í ár hreppti Guðjón
Heiðar Valgarðsson titilinn. Hann
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
KR. 4.750
MÖRKINNI 3 • SlMI S88 0640
sigraði Hlyn í fimmtu umferð og
það reyndist vera úrslitaskákin:
1. Guðjón H. Valgarðsson 8 'h v. af 9
2. Hlynur Hafliðason 8 v.
3. Grímur Daníelsson 6 v.
4. Hilmar Þorsteinsson 6 v.
5. Dagur Amgrímsson 6 v.
6. Sigurður Heiðar Höskuldsson 6 v.
7. Víðir S. Petersen 5 'h v.
Skákstjóri var Haraldur Baldurs-
son.
Atkvöld Hellis
Á atkvöldi Taflfélagsins Hellis í
febrúar urðu úrslit þessi:
1. Andri Áss Grétarsson 6 v.
2. -5. Pétur Atli Lárusson, Amaldur
Loftsson, Gunnar Bjömsson og Magnús
Teitsson 4 v._
6. Grétar Áss Sigurðsson 3 'h v.
7.-12. Jóhann Ingvars-
son, Baldur A. Kristins-
son, Gunnar Nikulásson,
Sigurður Áss Grétarsson,
Stefán Þórðarson og Haf-
steinn Blandon 3 v. o.s.frv.
Tefldar voru 6 um-
ferðir, fyrstu 3 umferð-
imar hraðskákir, en
hinar 3 síðari atskákir.
Teflt var með Fischer-
FIDE klukkum. Næsta
atkvöld Hellis verður
haldið 4. mars nk.
Skákþing
Hafnarfjarðar
Skákþing Hafnar-
fjarðar fyrir árið 1995
verður haldið dagana
22. til 25. febrúar. Mótið byijar kl.
19.30. þann 22. febrúar og verða
tefldar þijár atskákir það kvöld.
Síðan verða tefldar skákir með 90
mínútum á 40 leiki og 30 mín til
að klára. Tefld verður ein skák 23.
mars kl. 19.30 og síðan tvær þann
24., kl. 11.00 og 16:00 og loks ein
skák þann 25, kl. 14:00.
Hraðskákmót Hafnarfjarðar verð-
ur haldið mánudaginn 26 febrúar,
klukkan 20. Unglingaæfingar eru á
mánudögum kl. 17:30 til kl. 19:00.
Öll starfsemi Skákfélagsins fer
fram í húsnæði þess í Dverg,
Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Gengið
er inn Suðurgötumegin.
Norski skákfrömuðurinn
Eikrem látinn
Norðmaðurinn Arnold Eikrem,
sem er mörgum íslendingum að
góðu kunnur, lést á sjúkrahúsi í
Osló þ. 11. febrúar síðastliðinn.
Hann var 64 ára að aldri. Eikrem
hélt meira en 100 alþjóðleg skák-
mót, flest í Gausdal, frá 1970 allt
þar til nú í ár. Hann var dómari á
mörgum Reykjavíkurskákmótum
og á alþjóðlega mótinu á Akureyri
1988. Eikrem var forseti norska
skáksambandsins í 11 ár alls. Frá-
fall hans er mikið áfall fyrir skáklíf
á Norðurlöndum. Margir tugir Is-
lendinga kepptu á mótum hans. Þau
voru einkum sniðin að því að gefa
ungum og upprennandi skákmönn-
um tækifæri til að vinna sig upp.
Margeir Pétursson
AF VIÐBRÖGÐUM þeim sem
Víkveiji hefur orðið var við,
við nokkrum jákvæðum orðum sem
hann lét fyrir skömmu falla á þess-
um vettvangi um norræna sjón-
varpsþáttinn Kontrapunkt, ætlar
Víkveiji að talsvert almennur áhugi
sé á þessum þætti í öllum aldurs-
hópum. Víkveiji fékk nokkrar upp-
hringingar í síðustu viku, þar sem
viðmælendur vildu koma á fram-
færi ánægju sinni og óánægju með
þáttinn. Anægjan virtist í flestum
tilvikum vera efnislega hin sama,
þ.e. að hér væri um skemmtilegt,
spennandi, fræðandi og lifandi sjón-
varpsefni að ræða. Gaman væri að
fylgjast með því hversu þátttakend-
ur væru vel að sér í tónfræðum,
tónlistarsögu og einstökum tón-
skáldum, auk þess sem form þáttar-
ins gæfí áhorfendum heima í stofu
tækifæri til þess að verða virkir
þátttakendur og spreyta sig, í kapp
við sérfræðingana í sjónvarpssal,
sem væri nokkuð óvenjulegt, þar
sem sjónvarpsáhorfendur væru alla
jafna í hlutverki hins óvirka áhorf-
anda, sem væri einungis mataður
á því efni sem varpað væri út.
xxx
AGNRÝNI þeirra sem höfðu
samband við Víkveija vegna
þáttarins beindist öll að dagsrár-
skipulagningu Sjónvarpsins og þeirri
staðreynd að þættimir eru alla jafna
mjög seint á dagskrá á sunnudags-
kvöldum, eða um kl. 22.30. Töldu
viðmælendur Víkveija, að þáttur
sem þessi, sem höfðaði til tónlistará-
hugafólks á öllum aldri, sem og
ungra tónlistamema, ætti að vera
settur á dagskrá fyrr á kvöldin og
það væri örugglega annað efni sem
hefði ekki jafnbreiða skírskotun til
áhorfenda og þetta, sem flytjast
mætti aftar í kvölddagskránni. Vík-
verji getur fyllilega tekið undir þessi
sjónarmið og kemur þeim hér með
á framfæri við þá sem stjóma dag-
skrárröðun Ríkissjónvarpsins.
ÓTT það orð fari stundum af
listamönnum að þeir geti fyrst
orðið „raunverulega hamingjusamir
þegar illa gengur hjá félögum þeirra
í listinni" („An artist can first
become truely happy when his
companion artist is having a bad
day!“), þá verður ekki annað sagt
um íslenskar prímadonnur sönglist-
arinnar, en þær hafi afsannað þenn-
an orðróm með afgerandi og mark-
tækum hætti, á fjáröflunartónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar íslands
fyrir rúmri viku, vegna nýhafinnar
Bandaríkjaferðar hljómsveitarinn-
ar. Þau Sigrún Hjáltýsdóttir sópran
og Kristinn Sigmundsson bassbari-
tón, sem gáfu Sinfóníunni framlag
sitt þetta kvöld, komu saman og
sitt í hvoru lagi fram á tónleikun-
um, heilluðu troðfullt Háskólabíó
og áttu salinn. Fagnaðarlátunum
eftir samsöng þeirra úr Don Giov-
anni ætlaði aldrei að linna - það
var bókstaflega eins og hið leka þak
Háskólabíós ætlaði af húsinu.
Guðmundur
Gíslason