Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 48
•flYUNDAI
Hátækni tii framfara
ii Tæknivai
Skeifunni 17 • Slmi 568-1665
Fáðu þér miða fyrir föstudag
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAINARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ásdís
Ottó Wathne á flot
TOGARINN Ottó Wathne, sem
sat fastur í slipp Stálsmiðjunnar
í Reykjavík eftir að dráttarbraut-
in gaf sig undan honum, náðist
á flot um hálfátta í gærkvöldi.
Varðskipið Ægir dró togarann
á flot á flóðinu og gekk dráttur-
inn eins og í sögu. Skipið var
bundið við bryggju í Reykjavík-
urhöfn og virtist lítið skemmt.
Mikill viðbúnaður
vegna flóðahættu
MIKILL viðbúnaður var í sjávar-
plássum um allt vestanvert landið
í gærkvöldi og nótt vegna yfirvof-
andi sjávarflóðahættu nú í morgun.
Sjávarstaða hefur sjaldan verið
hærri á stórstraumsflóði vegna af-
stöðu himintungla og aukinheldur
var spáð afar slæmu veðri með tíu
til ellefu vindstigum og 12 metra
ölduhæð úti fyrir Suðvestur- og
Vesturlandi.
Allt frá Vestmannaeyjum, vestur
um landið og til ísafjarðardjúps
hafa lögregla, slökkvilið og björg-
unarsveitir verið í viðbragðsstöðu í
nótt ef til þess kæmi að sjór gengi
á land. Einna mestur viðbúnaður
hefur verið í Sandgerði, þar sem
varnargarðar við höfnina voru
styrktir í gær, og á Flateyri, þar
sem neglt hefur verið fyrir glugga
Brimnesvegi og Kristján Jóhanns-
son sveitarstjóri fór sjálfur á jarð-
ýtu upp í hlíðina fyrir ofan bæinn
til að ryðja upp vörnum gegn
skriðuföllum.
Margar fyrirspurnir
frá almenningi
í mörgum bæjum og þorpum
hefur allt lauslegt verið bundið nið-
ur og smábátar hafa verið rækilega
tjóðraðir við bryggju. Bátseigendur
hafa víða vakt í bátunum. Þá hafa
Morgunblaðið/Þorkell
Varnargarður við höfnina í
Sandgerði styrktur með gijóti
í gær vegna flóðahættunnar.
eigendur húseigna nálægt sjó haft
vakt ef sjór tæki að flæða að eða
inn í húsin. Að sögn lögreglu- og
björgunarsveitarmanna er mikil-
vægast að menn haldi vöku sinni
og fylgist með sjávarstöðunni.
Hjá Almannavörnum ríkisins
voru símalínur rauðglóandi í gær-
kvöldi vegna hringinga frá almenn-
ingi, sem vildi vita hvernig bregð-
ast ætti við flóðahættunni.
í Reykjavík voru 15-20 starfs-
menn gatnamálastjóra til taks ef á
þyrfti að halda. Að sögn Guðbjarts
Sigfússonar yfirverkfræðings verða
einnig stórar dráttarvélar og gröfur
til taks, ef gijót berst á land eða
loka þarf götum. Nýjar dælustöðvar
hafa minnkað mjög hættuna á að
flæði upp um niðurföll eða í kjall-
ara í Reykjavík.
Búizt er við að sjávarhæð verði
um 4,7 metrar á háfióði í morgun,
eða svipuð og 7. febrúar árið 1970.
Þá urðu miklar skemmdir af sjó-
gangi í Reykjavík og nágrenni.
Öskudagshátíðahöld
innandyra?
Eitthvað er um að íþrótta- og
menningarviðburðum hafi verið af-
lýst vegna veðurútlitsins. Þannig
hefur Iþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur aflýst skíðamóti í Blá-
fjöllum. Öskudagur er í dag og
ekki víst að yngsta kynslóðin hafi
gott af útiveru. Búast má við að
hátíðahöld barna vegna öskudags-
ins verði færð undir þak, að sögn
Ómars Einarssonar, framkvæmda-
stjóra ÍTR.
■ Veðurstofan varar við/4
Verðfall
á ísfiski
VERULEG verðlækkun hefur orðið
á þorski, ýsu og karfa seldum á
fiskmörkuðum heima og erlendis á
þessu ári. Verðlækkun á þorski í
Bretlandi nemur 28% og 15% hér
heima. Svipaða sögu er að segja
af verði á ýsu, sem hefur lækkað
um 21 til 29% eftir löndum og verð
á karfa hefur lækkað um 11 til
13%. Verð á ufsa hefur á hinn
bóginn hækkað um 3 til 21%.
Þessar upplýsingar koma fram í
samantekt Aflamiðlunar á seldum
fiski á innlendum og erlendum
mörkuðum. í janúar í ár fóru 294
tonn af óunnum þorski til sölu á
mörkuðunum í Hull og Grimsby í
Englandi. Það er 5 tonnum meira
en á sama tíma í fyrra, en verðið
lækkaði engu að síður um 28% í
krónum talið og var aðeins 130
krónur á kíló. Þorsksala um inn-
lendu markaðina jókst hins vegar
verulega, fór úr 2.347 tonnum í
fyrra í 2.919 tonn nú, sem er 24%
aukning. Verðið lækkaði um 15%
og var nú 96 krónur á kíló.
Mikið framboð
og erfið vinnsla
Framboð af ýsu í janúar var
einnig með allra mesta móti. Til
Englands fóru héðan nú 549 tonn
á móti 243 í fyrra og er það 126%
aukning. Því féll verðið um 21%,
fór úr 154 krónum í 122. Sala á
ýsu á innlendu mörkuðunum jókst
um tæp 60% og nam nú 1.137 tonn-
um. Það leiddi til verðlækkunar
ásamt miklum erfiðleikum í ýsu-
vinnslu. Verðið lækkaði úr 129
krónum í 91, eða um 29%.
■ Veruleg verðlækkun/Bl
Morgunblaðið/Halldór
FELAGAR í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða at-
kvæði í formanns- og stjórnarkjöri í gær. Tæplega helmingur
félagsmanna neytti atkvæðisréttar síns.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
Kaupfélag Langnesinga gjaldþrota
Ollu var lokað
fyrirvaralaust
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ÖLLUM deildum Kaupfélags Lang-
nesinga á Þórshöfn var lokað fyrir-
varalaust síðdegis í gær vegna
gjaldþrots félagsins.
Rekstrarerfiðleikar hafa verið í
mörg ár og haustið 1991 leitaði
félagið nauðasamninga, en þeir
náðu ekki fram að ganga. Heildar-
skuldir félagsins eru 124 milljónir
en á móti eru eignir félagsins áætl-
aðar um 100 milljónir. Skiptastjóri
kom á staðinn í gær og er hann
Örlygur Hnefill Jónsson, hdl.
Kaupfélag Langnesinga var
stofnað árið 1911, nánar tiltekið í
mars, svo senn hefði liðið að 85 ára
afmæli félagsins. Stofnendur voru
bændur úr héraðinu, hugsjóna-
menn, sem vildu hag byggðarlags-
ins sem mestan. Smám saman urðu
umsvif félagsins meiri og byggði
Kaupfélagið frystihús og sláturhús
og síðar mjólkurstöð. Innlánsdeild
var einnig í Kaupfélaginu.
Kaupfélagið starfrækti síðustu
árin tvær verslanir á Þórshöfn,
brauðgerð og skipaafgreiðslu og
einnig útibú á Bakkafirði. Fyrr á
árum hafði félagið töluvert meira
umleikis.
Sjöfn endurkjör-
in formaður
SJÖFN Ingólfsdóttir var í gær
endurkjörin formaður í Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar.
Sjöfn hlaut 703 atkvæði, 47,6%
gildra atkvæða. Grétar Jón Magn-
ússon fékk 534 atkvæði (36,2%)
og Marías Sveinsson 240 atkvæði
(16,2%). Auð og ógild atkvæði
voru 26 talsins.
Kjörfundi lauk klukkan 20 í
gærkvöldi og úrslit lágu fyrir um
eittleytið í nótt.
Auk formannskjörs voru greidd
atkvæði um fímm sæti af tíu í
stjórn Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar. Þessi náðu kjöri:
Guðrún Guðjónsdóttir (1.016 at-
kvæði), Helgi Eiríksson (972 at-
kvæði), Jakobína Þórðardóttir
(1.233 atkvæði), Jónas Engilberts-
son (956 atkvæði) og Óskar D.
Ólafsson (1.069 atkvæði).
Tæplega helmingur notaði
atkvæðisréttinn
Tæplega helmingur félags-
manna í Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar neytti atkvæð-
isréttar síns, eða 1.503 af um
3.100 sem voru á kjörskrá.
Fíkniefnamálið á Keflavíkurflugvelli
Tveir menn
í gæslu- varðhald WP'tl’ t- "• <
TVEIR menn voru á mánudag úr- skurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl. E’3') t ° ; miilki■■ # V- liiiiíiiiMr ** Imii 1^-ja
Samvinna tollgæslunnar á Kefla-
víkurflugvelli og fíkniefnadeildar
lögreglunnar í Reykjavík leiddi til
þess á sunnudag að tveir menn, sem
komu með flugi frá Lúxemborg,
voru handteknir og síðar tvær kon-
ur. Annar mannanna var með tæpt
kíló af amfetamíni í fórum sínum
og hinn með tæp 400 grömm af
amfetamíni og um 800 hvítar töfl-
Morgunblaðið/Júlíus
Annar mannanna var með
tæpt kíló af amfetamíni.
ur. í fyrstu var talið að um E-töflur
væri að ræða en við efnagreiningu
kom í ljós að þær voru amfetamín.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu er enn ekki vitað hvort eða
hvernig mennirnir tveir tengjast.