Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK/D 46. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrsta HM gull Tombas ÍTALINN Alberto Tomba sigraði í gær I stórsvigi á heimsmeistara- mótinu í alpagreinum skíða- íþrótta, en mótið fer fram í Si- erra Nevada á Spáni. Þar með fékk hann gullpening sem hann hefur lengi beðið eftir því þótt hann sé sigursælasti alpagreina- maður í sögu Ólympíuleikanna hefur honum aldrei tekist að sigra á heimsmeistaramóti fyrr en í gær. Eins og sjá má á mynd- inni var hann ánægður, enda laut hann niður og kyssti snjóinn í Nevada. ■ Einn erfiðasti sigurinn / B1 Reuter Ættingjar myrða Kamel-bræður Bagdad, Nikósíu, London. Reuter. TVEIR tengdasynir Saddams Huss- eins íraksforseta, Hussein og Sadd- am Kamel, sem á þriðjudag sneru aftur til íraks eftir að hafa flúið til Jórdaníu á síðasta ári, voru myrtir af ættingjum í gær. Greindi Shehib- sjónvarpsstöðin frá þessu í gær- kvöldi, en hún er í eigu Uday, elsta sonar Saddams. Sjónvarpið sagði að talsmaður innanríkisráðuneytisins hefði greint frá því að hópur ungmenna úr al- Majeed-fjölskyldunni hefði ráðist að húsi þar sem Hussein Kamel dvaldist eftir að hann kom frá Jórd- aníu. Hefði Hussein fallið í skotbar- daga ásamt bræðrum sínum Sadd- am og Hakeem og föður þeirra Kamel Hassan. Tveir árásarmann- anna létu einnig lífið, sem og þrír nágrannar. Sjónvarpsstöðin sagði yfirvöld vera að hefja rannsókn á málinu. Þulur stöðvarinnar las upp bréf frá al-Majeed-fjölskyldunni, sem Kamel-bræður voru hluti af, þar sem sagði að hún hefði orðið að ráða þá af dögum til að hreinsa orðstír fjölskyldunnar er hefði beðið hnekki með „landráðum" bræðr- anna. Vonsviknir landráðamenn Fyrr um daginn hafði íraska fréttastofan INA greint frá því að dætur Saddams Husseins hygðust skilja við eiginmenn sína vegna „föðurlandssvika" þeirra, einungis tveimur dögum eftir þau komu aft- ur til íraks frá Jórdaníu. Fréttastofan sagði að þær Ragh- ad Saddam, eiginkona Husseins Kamels Hassans og Rana Saddam, eiginkona Saddams Kamels Hass- ans, hefðu lagt fram beiðni um skilnað á fimmtudag og hefði þegar í stað verið orðið við þeim. „Þær neita að vera giftar mönn- um sem hafa svikið föðurland sitt og traust og hinar miklu hugsjónir hinna göfugu fjölskyldna þeirra og ættingja,“ sagði INA. íraska fréttastofan sagði bræð- urna vera „vonsvikna landráða- menn“ og að dætur Saddams hefðu viljað halda heim um leið og þær gerðu sér grein fyrir ástæðum þess, að bræðurnir hefðu flúið til Jórdan- íu. Leiðtogar íraskra útlaga sögðu það ekki hafa komið á óvart q.ð Hussein Kamel og bróðir hans hefðu verið myrtir. „Við áttum von á því að þeir yrðu drepnir. Svona tekur Saddam á andstöðu óháð fjöl- skyldutengslum," sagði Hamid al- Bayati í London. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði þetta vera til marks um að grimmd Saddams væru eng- in takmörk sett. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur kosningabaráttu í stefnuræðu Dagar stjómar taldir nema kiör verði bætt Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hélt í gær stefnuræðu í rússneska þinginu og sagði að dagar ríkis- stjórnarinnar væru taldir ef ekki tækist að draga úr áhrifum efna- hagslegra umbóta í landinu á kjör almennings. Síðar gaf Jeltsín út til- skipun um að látið yrði af viðskipta- þvingunum gegn Bosníu-Serbum, en Atlantshafsbandalagið lýsti yfir því að yfirmaður fjölþjóða herliðsins í Bosníu hefði ákveðið að mæla Öll Sarajevoborg í höndum Bosníustjórnar Flestir Serbar farnir Vogosca. Reuter. NYR borgarstjóri í Vogosca, hverfi Serba í Sarajevo, fullvissaði þá um það í gær, að þeim væri engin hætta búin undir yfirráðum sam- bandsríkis múslima og Króata. Hann talaði þó fyrir daufum eyrum þvi á sama tíma voru þeir Serbar, sem eftir eru í borginni, saman- komnir við ráðhúsið til að krefjast flutnings burt. Carl Bildt, sátta- semjari Evrópusambandsins, sagði, að flótti Serba frá Sarajevo væri mikill „harmleikur". Lögregla sambandsríkisins, 30 manns, tók við gæslu í Vogosca í gærmorgun en fyrsta verk nýja borgarstjórans, Muhameds Kozadra, var að draga upp bláhvíta Bosníufánann í stað þess serb- neska. Við það tækifæri skoraði hann á Serba að vera um kyrrt en í gær voru 14.500 af 17.000 íbúum í Vogosca famir burt. Reuter FRANSKUR hermaður í friðargæsluliði NATO við vöru- skemmu, sem Serbar lögðu eld að áður eu þeir fóru frá Sarajevo. Nokkuð hefur verið um, að Serbar hafi kveikt í húsum til að þau kæmu ekki múslimum og Kró- ötum að notum en miklu minna er um það en ætla hefur mátt af fréttum. gegn því að þvingunun- um yrði aflétt. Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sakaði Jeltsín um að hafa stol- ið hugmyndum sínum frá Kommúnistaflokkn- um og kenna öllum um það, sem farið hefur úrskeiðis, nema sjálfum sér. „Annaðhvort mun stjórnin gera skyldu sína og verja félagsleg og efnahagsleg réttindi almennings, eða önnur stjórn mun taka það að sér,“ sagði Jeltsín í ræðu, sem litið er á sem upphaf kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar 16. júní. „Stjórnin hefur einblínt á efnahags- legt jafnvægi og gleymt launafóiki og lífeyrisþegum." „Síðasta tækifærið" Jeltsín sagði að yrði ekki tekið tillit til fólksins gæti „pólitískur óstöðugleiki hafist, allt gæti glatast og við myndum kastast aftur á bak“ og nú gæti verið „síðasta tækifærið til að brjótast út úr víta- hringnum og tryggja að Rússlandi verði ekki snúið af brautinni til lýð- ræðis og eðlilegs, happadrjúgs lífs“. Zjúganov gekk með nokkur þús- und kommúnistum, sem héldu á myndum af Lenín og Stalín, um götur Moskvu eftir ræðu Jeltsíns í gær til að minnast dags varðsveita Reuter BORÍS Jeltsín. föðurlandsins, sem eitt sinn var kenndur við Rauða herinn. Zjúganov sagði göngumönnum að ræða Jeltsíns hefði verið „hjálparvana og veikburða“ og skoraði á kommúnista að snúa bökum saman í kosn- ingunum. Aður sagði Zjúg- anov við blaðamenn að Jeltsín hefði stolið hugmyndum flokks síns í stefnuræðunni og notað til þess gögn, sem kommúnistar undirbjuggu fyrir tveimur árum um félagsmál og ut- anríkismál. „Kennir öllum um nema sjálfum sér“ „Hann kennir öllum um nema sjálfum sér,“ sagði Zjúganov. „Það vottaði ekki fyrir viðurkenningu á eigin ábyrgð á pólitík undanfarinna ára.“ Zjúganov bætti við að fyrst hefði Jeltsín losað sig við frjálslynda menn úr stjórninni og nú hótaði hann að láta stjórnina fara. Jeltsín talaði einnig um Tsjetsjn- íu í stefnuræðu sinni og sagði að hugmyndir um að þrengja að Rúss- landi með stækkun NATO væru mikilvægasta utanríkismálið. ■ Heilsa Jeltsíns/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.