Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- MINIMINGAR KRISTJANA JÓHANNA EINARSDÓTTIR + Kristjana Jó- hanna Einars- dóttir fæddist að Skeiði, Svarfaðard- al, 16. apríl 1902. Hún lést að Horn- brekku, dvalarheim- ili aldraðra í Ólafs- firði, 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Kristjönu voru Ein- ar Jónsson, f. 17.11. 1872, d. 6.6. 1936, og Margrét Björns- dóttir, f. 26.10.1870, d. 24.8. 1939. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Svarfaðardal en flutt- ust til Siglufjarðar um 1917 og bjuggu þar til dauðadags. Systk- ini Kristjönu voru Björn, vél- stjóri á Siglufirði, f. 24.9. 1894, d. 30.10. 1968, Jóhann, vatns- veitustjóri á Sigulfirði, síðar búsettur í Keflavík, f. 16.12. 1895, d. 9.3. 1969, Guðrún, bú- sett á Akureyri, f. 27.2. 1899, d. 4.12. 1985, Pálína, búsett á Siglufirði, f. 19.10. 1900, d. 21.10. 1922, Angantýr, verka- maður, búsettur í Vestmanna- eyjum, f. 7.8.1906, d. 28.2.1974, og Matthías, verkamaður á Siglufirði, f. 4.11. 1912, d. 15.3. 1935. Árið 1922 giftist Krisljana Gesti Árnasyni, f. 15.3. 1901, d. 1.4. 1983, frá Kálfsá í Ólafs- firði. Kristjana og Gestur bjuggu í Ólafsfirði og eignuðust 7 börn. Þau eru: 1) Ami, tré- smiður í Reykjavík, f. 19.1.1922, maki Anna Bjömsdóttir, d. 7.2. 1993. Þau em barnlaus. 2) Hall- dóra, f. 9.3. 1924, d. 17.6. 1986, maki Sæmundur Jónsson, stýrmaður í Ólafsfirði. Synir þeirra eru: Jón, Árni, Gestur, Haf- steinn, Matthías og Brynjar. 3) Mar- grét, f. 15.6. 1929, maki Eyvindur Árnason, plast- iðnaðarmaður í Garðabæ. _ Þeirra börn eru: Árni, Páll, Kristjana, María og Hannes. 4) Trausti, 3.2. 1932, skip- stjóri á Akureyri, maki Ásdís Olafsdóttir. Þeirra börn era: Jörundur, Stefanía, Maríanna, Ólafur og Gestur. 5) Matthildur, f. 29.9. 1936, maki Björgvin Kristjánsson, trésmið- ur í Reykjavík. Þeirra börn era: Gunnar, Krislján og Guðlaug. 6) Lísbet, f. 23.1. 1938, maki Jón Vilhjálmsson, bóndi á Branda- skarði, Skagaströnd. Þeirra börn era: Haukur, Gestur, synir Lísbetar, Jens, Páll, Kristjana, Rakel, Vilhjámur og Jón Heiðar. 7) Einar, f. 1.12.1942, húsasmið- ur og húsvörður í Reykjavík, maki Jónína Margrét Friðriks- dóttir. Þeirra börn eru: Krist- jana, Friðrik, Ólöf og Edda. Auk þess ólu Kristjana og Gestur að mestu upp dótturson sinn, Hauk Sigurðsson, húsasmið í Ólafs- firði, f. 26.3. 1956, maki Jónína Kristjánsdóttir. Afkomendur Kristjönu og Gests eru orðnir 123. Útför Kristjönu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í DAG verður föðuramma mín Kristjana Einarsdóttir jarðsett. Við, afkomendur hennar og Gests afa, munum hittast í Ólafsfirði til að kveðja hana í litlu fallegu kirkjunni sem er svo sterklega tengd minn- ingum um þau og heimili þeirra á Kirkjuvegi 6 þar í bæ. Amma kom ung í vist að Kálfsá í Ólafsfirði, til hjónanna Lísbetar Fnðriksdóttur og Áma Björnssonar. Á því mann- marga heimili kynntist hún Gesti, einum syni þeirra hjóna. Þau gift- ust og eignuðust 7 mannvænleg börn. Afí og amma bjuggu í Ólafs- firði alla sína tíð, hann var sjómað- ur en vann síðar almenn verka- mannsstörf og amma sinnti barna- hópnum auk þess sem hún tók til hendinni við fiskverkun og almenna verkakvennavinnu. Mér hefur verið sagt að það hafi sópað af ömmu minni og því trúi ég vel. Þau bjuggu að Kirkjuvegi 6 þar til afi lést árið 1983 en þá ákvað amma að flytja að Hornbrekku, dvalarheimil aldr- aðra í Ólafsfirði. Þar bjó hún þar til yfir lauk og leið vel. A stundum sem þessum er óhjá- kvæmilegt að minningar sæki á. Þær eru margar sem tengjast ömmu og afa í Ólafsfirði. Ég var ekki nema 6 ára þegar ég og fjölskylda mín fluttum frá Ólafsfirði inn á Akureyri en hjá ömmu átti ég áfram mitt annað heimili í Ólafsfirði. Mér eru minnisstæðar sögurnar sem amma sagði mér, m.a. frá Þorgeirs- ANNA ERNA BJARNADÓTTIR + Anna Erna Bjarnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. apríl 1943. Hún lést í Reykjavík 3. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 9. febrúar. HAUSTIÐ 1962 mættust 38 ungar stúlkur á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Vorum við komnar Sérfræðingar í l>lóinasLre>ling;iiin >ió öll lu‘kiiæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 þangað til að nema hússtjórnar- fræði. Þessi stóri hópur kom víðs- vegar að, og þar af sex ungar stúlk- ur frá Vestmannaeyjum. I þessum hópi var Erna Bjarnadóttir með sína glaðværu framkomu og þegar við lítum til baka minnumst við hennar sem síbrosandi, þvi alltaf var stutt í hláturinn hjá henni. Vestmannaeyjahópurinn hélt vel saman en samlagaðist þó vel okkur hinum af fastalandinu. Við þessi kynni varð okkur ljóst hve nátengd- ar Eyjunum þær voru og ekki síst Erna. Árin hafa liðið og hópurinn tvístrast, en alltaf höfum við fylgst hver með annarri þó úr fjarlægð hafi verið. Haustið 1993 hittist hóp- urinn á Laugarvatni og þar söknuð- um við Ernu, en ekki datt okkur í hug að hún yrði ekki meðal okkar næsta haust, þegar hópurinn hittist á Flúðum. Fyrir hönd skólasystra viljum við þakka samfylgdina og góð kynni. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Jórunn og Guðrún Erna. bola og Bakkabræðrum og ég veit ekki enn hvort hún var að striða mér þegar hún sagði að þeir væru frændur mínir. Allavega sagði ég engum frá þessum hugsanlega skyldleika. Hún sagði mér líka frá öðrum og raunverulegri ættingjum í Grímsey, úr Svarfaðardal, úr Ljósavatnsskarði, frá Siglufirði. Eftir að ég varð fullorðin hélt amma mín áfram að fræða mig um ættmenni mín. í hvert skipti sem ég kom í heimsókn á Kirkjuveg og síðar í herbergið hennar að Horn- brekku, byrjaði ég á að kanna hvað bæst hafði við af nýjum myndum á veggi eða borð; kannski ný skím- armynd, mynd af nýju fermingar- barni - eða ný fjölskyldumynd. Auðvitað sendi ég henni mynd þeg- ar ég eignaðist barn - það gerðum við öll. Ég spurði og hún sagði frá og þannig vissi ég um það helsta sem var að gerast hjá frændfólki mínu. Það kom sér vel að þekkja allt þetta fólk af veggjunum hennar ömmu þegar ættin ákvað að hittast reglulega á ættarmótum. Þau hafa verið haldin annað hvert ár í Ólafs- firði og amma lét sig ekki vanta, ekki heldur s.l. sumar, en þá kom hún 93 ára gömul fram að Hring- veri og drakk með okkur kaffi. Amma Stjana tengist mörgum stærstu stundum lífs míns. í þeim minningum er hún oft í kirkjufötun- um sínum, en það kallaði ég peysu- fötin hennar. Þegar ég gifti mig kom hún inn á Akureyri uppábúin í peysufötum og rifjaði upp þegar ég sem lítil stelpa var að hjálpa henni að klæðast búningnum og þegar hún lét það eftir mér að klæða sig upp heima í stofu, bara fyrir mig. Ég dáði þennan klæðnað og það urðu mér mikil vonbrigði þegar ég svo gat ekki klæðst honum á 1. des. hátíðinni í MA á sínum tíma. Hann var alltof stór. En þannig var amma Stjana, bæði í raunveruleik- anum og í minningum mínum. Stór- brotin og glæsileg kona og ég er gæfusöm að hafa átt hana fyrir ömmu. Nú er komið að leiðarlokum, amma mín, þú yfirgefur okkur og við stöndum eftir, sorgmædd okkar vegna en þakklát þín vegna. Við höfum öll misst mikið en eigum saman minningar um sterka konu sem var burðarásinn í stórri og samheldinni fjölskyldu. Nú er það okkar sem eftir lifum að halda minningu þinni og Gests afa á lofti og það gerum við með því að rækta frændgarðinn sem best. Amma mín, hvíldu í friði, þín sonardóttir, Stefanía Traustadóttir. Allt hefur sinn tíma og varir leng- ur eða skemur, stendur á góðum stað. Gleðin, sorgin, hljóðið, þögnin, lífíð, dauðinn. Tími hennar ömmu minnar sem mér þótti svo vænt um var allur að morgni 14. febrúar sl. Þá var hún búin að lifa í næstum 94 ár en ég var svo lánsöm að fá að eiga hana að í nær 32 ár. Frá því ég man eftir mér hefur hún skipað stóran sess í lífi mínu. Hún og afi bjuggu í Sogni, Kirkjuvegi 6, og þær voru ófáar ferðirnar sem litlir fætur sem með tímanum urðu stórir, trítluðu heim til ömmu og afa. Það eru ljúfar minningar sem ég á frá bernsku minni en ég sat á beyglaða dunknum hennar ömmu við fótskörina hjá afa þar sem hann lá upp í dívan í herberginu inn af eldhúsinu. Amma sat við gluggann, innan um blómin sín með pijónana og við hlustuðum þögul saman á útvarpssöguna sem hljómaði frá gömlu gufunni. Um eftirmiðdaginn fékk ég stundum að fara með afa á skósmíðaverkstæðið hans Sigga skó þar sem karlar bæjarins komu saman til að taka í nefið og ræða mál líðandi stundar. Oft var þröngt á þingi hjá Sigga skó en það fór alveg eftir veðrinu hvort við sátum úti undir húsvegg eða á bekk inni í litla verkstæðinu hans. Mér fannst það mikill heiður að fá að sitja þarna hjá körlunum, haldandi í höndina hans afa en ég sleppti því þó alveg að taka í nefið. Seinna fórum við tvö aftur heim til ömmu sem beið okkar með rjúkandi pönnukökur en það leið varla sá dagur að hún amma bakaði ekki pönnukökur. Hún átti alltaf tilbúið deig inni í ískáp því það var svo gott að grípa til pönnukökubaksturs til að gefa ef gest bæri að garði en enginn mátti fara svangur í burtu frá henni. Það voru ekki bara pönnukökurn- ar sem amma gerði sem voru góðar • heldur var hún líka snillingur í að útbúa kornflexkökur. Oft sátum við yfir henni og fylgdumst grannt með hveiju hún blandaði saman því það var alveg ómögulegt að fá ná- kvæma uppskrift frá henni. Hún setti einfaldlega sitt lítið af hveiju í skál og hrærði saman en alltaf varð útkoman jafngómsæt. Eftir nokkurra ára tilraunir telur Haukur sig vera búinn að ná hæfni ömmu í kornflexkökubakstri og ég veit að hjá honum og hans fjölskyldu eru jólin ekki komin fyrr en kornflex- kökurnar að hætti ömmu Stjönu eru komnar í jólakökuboxið. Ég var ekki sú eina sem bar mikla virðingu fyrir og þótti ákaf- lega vænt um ömmu og afa. Þau eignuðust stóran hóp afkomenda sem þau gáfu, hvort á sinn hátt, ómælda væntumþykju og bliðu. Öll áttum við skjól hjá ömmu og afa og það skipti ekki máli hvert okkar kom í heimsókn, allir fengu sömu móttökurnar. Árið sem afi dó, 1983, flutti amma af Kirkjuveginum upp á Hornbrekku. Þar fékk hún fallegt herbergi sem minnti mig á herberg- ið inn af eldhúsinu á Kirkjuvegin- um. Beyglaða dunkinn sem svo margar minningar eru tengdar við gaf amma mér er hún flutti og er hann eitt af því fallegasta sem ég á þótt gamall sé og lúinn. Ári seinna flutti ég suður, fór síðan í víking og gerði strandhögg hér og þar þannig að heimsóknir mínar til ömmu urðu ekki eins tíðar og áður. Samt yar hún amma mín alltaf hjá mér. Á hveijum degi leitaði hugur- inn til hennar og ég veit að hún hugsaði líka til mín. Það voru gleði- fundir þegar við svo loksins hitt- umst og við þurftum ekki alltaf að segja mikið til að skilja hvor aðra. Þegar aldurinn fór að segja til sín og heilsan að gefa sig flutti amma á sjúkradeildina á Horn- brekku. Þá var gott að eiga Laugu Magga að. Hún sá til þess að við nöfnumar fengjum kaffisopa en í þessi alltof fáu skipti sem ég heim- sótti ömmu eftir að ég flutti aftur heim til íslands var það venja hjá- okkur tveim að fara í kúmenkaffi til Laugu. Þær eru dýrmætar þess- ar stundir sem ég átti með þeim frænkum og er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Nú er amma mín dáin. tímaglas- ið hennar orðið tómt. Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þennan fjársjóð sem hún amma mín var mér og bið hann um að vernda hana og leiða þar sem hún er nú. Minninguna um ömmu mína sem var mér svo kær mun ég alla tíð geyma. Þín nafna, Kristjana Einarsdóttir. Elsku besta amma. Nú komið er að kveðjustund. Við vitum að þú ert sæl að fá hvíldina, eftir langa og viðburðaríka ævi. Þú sagðir stundum síðustu árin, að þú skildir ekkert í því hvað Guð ætlaði þér að lifa lengi, en það er víst einhver tilgangur með öllu sem á mann er lagt í þessu lífi. Við eigum alltaf eftir að sakna þín, og það verður einkennilegt að koma í Ólafsfjörð á sumrin, þegar þú ert farin. En eftir sitja ógleym- anlegar minningar um yndislega ömmu, sem við munum geyma í hjarta okkar. Sem ungir krakkar fengum við oft að fara með mömmu og eyða hluta af sumrinu hjá ömmu og afa á Kirkjuvegi 6 í Ólafsfirði, og alltaf vorum við hjartanlega vel- komin. Þar áttum við systkinin in- dælar stundir, oft var glatt á hjalla og margt brallað. Kjallari ömmu varð okkur sem annar heimur, því þangað drógum við inn skeljar sem tíndar voru niðri í fjöru, síli sem veidd voru í tjörninni, og allan afl- ann sem við veiddum á bryggjunni, allt fékk þetta dót okkar griðastað í kjallaranum. Ámma var dugleg að baka og var soðbrauðið hennar með því besta sem við fengum. Gest afa missti amma 1. apríl 1983 og rúm- um þrem árum seinna missti amma elstu dóttur sína, Halldóru, nánar tiltekið 17. júní 1986. En alltaf stóð amma eins og klettur. Við vitum að afi og Hadda frænka taka vel á móti ömmu er hún kemur úr sinni hinstu ferð. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Hvíldu í friði. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. Innilega samúð sendum við mömmu og öllum aðstandendum hennar. Guð blessi ykkur öll. Krisljana Jóhanna Eyvindsdóttir og fjölskylda. Lítill drengur grætur í fyrsta sinn. Fjölskyldan gleðst yfir þessu nýja lífi, kraftaverki af Guðs náð. Þremur dögum seinna berst sorgar- fregn. Elskuleg amma okkar, Stjana, hefur sofnað svefninum langa. Ekki fór það svo að hún næði að sjá yngsta langömmuson- inn sinn. Svo stutt er bilið milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Amma Stjana var mikil kona. Hún var ein af þessum kvenskör- ungum sem enginn gleymir sem kynnst hefur. Alla sína ævi hélt hún heimili sitt af miklum myndarskap. Fyrstu minningarnar sem streyma nú um huga okkar systkinanna tengjast því þegar við komum á Kirkjuveg 6 og amma tróð okkur út af heimabökuðu bakkelsi og mjólk. Afi lá á beddanum inni í stofu og hlustaði á fréttirnar á meðan amma hringsnerist í kring- um okkur inni í eldhúsi, ákveðin í að við fengjum nú nægju okkar. Það var mikið og vel veitt af öllu, hvort sem það var bakkelsið eða hjartahlýjan sem amma útdeildi. Á sumrin fórum við systkinin til sum- ardvalar hjá þeim afa og ömmu. Tilhlökkunin um að dvelja hjá þeim var alltaf mikil, enda sumrin jafnan viðburðarík. Þann tíma sem við átt- um með þeim þroskuðumst við mik- ið og munum alla ævi búa að því sem dvölin gaf okkur. Oft var líf og fjör á Kirkjuvegin- um þar sem fjölskyldan var stór og vinirnir margir. Það var yndi ömmu að hafa fólk í kringum sig og þeg- ar fólkið var sem flest var amma ánægðust. Þegar afi dó og amma fór á elliheimilið Hornbrekku hélt hún áfram að reiða fram kræsing- arnar þegar við komum í heimsókn. Það var henni áfall þegar hún fór á sjúkradeildina og gat ekki lengur boðið gestum sinum veitingar af sama toga. En hún sá til þess að maður borðaði sig saddan af konf- ekti og öðru góðgæti þegar við heimsóttum hana þangað. Þó amma Stjana væri búin að missa heilsuna undir það síðasta og komin á tíræðisaldur, gerði mað- ur alltaf ráð fyrir að njóta samvista við hana enn um tíma. Hún var óijúfanlegur hluti af minningum okkar um Ólafsfjörð og ferðum okkar þangað með foreldrum okkar og fjölskyldum. Það verður skrítið að keyra inn í þennan fallega bæ sem Olafsfjörður er og hefja ekki komuna á því að heimsækja ömmu Stjönu. Lífið er svo undarlega tómlegt án nærveru þinnar, elsku amma. Með þessum fátæklegu orðum lang- ar okkur systkinin að kveðja þig í hinsta sinni. Þú kemur alltaf til með að lifa áfram með okkur þó þú sért ekki á meðal okkar í lifanda lífi. Megi algóður Guð geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.