Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fljótir að lækka vextina, strákar. Hið frjálsa markaðsafl er að koma . . . Deilt um eiguar- hald á auðlindum Bréf frá Alþingi Nefnd stjómarflokkanna undirbýr nú frum- vörp um eignarhald á auðlindum í jörðu og virkjunarrétt fallvatna. Málið á sér langa og flókna sögu sem Guðmundur Sv. Her- mannsson kynnti sér. Islenskar ríkisstjórnir hafa haft þessi mál til meðferðar með einum eða öðrum hætti nánast frá aldamótum en mörgum þykir þau nú brýnni en oft áður því um síðustu áramót féllu úr gildi fyrir- varar um fjárfestingar útlendinga hérlendis í orkugeiranum, sem Is- lendingar settu við inngöngu í Evr- ópska efnahagssvæðið. Nú er því öllum EES-borgurum í raun heimilt að fjárfesta í íslenskum orkufyrir- tækjum eins og íslendingum sjálfum. Þeir Sighvatur Björgvinsson Al- þýðuflokki og Hjörleifur Guttorms- son Aiþýðubandalagi, sem báðir eru fyrrverandi iðnaðarráðherra, hafa að undanfömu haldið Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra við efnið á Alþingi og krafið hann frétta af því hvernig gangi að semja frumvörpin. Þeir Hjörleifur og Sighvatur hafa raunar báðir lagt fram lagafrumvörp um þetta efni á Alþingi sem öll byggja á frumvörpum sem unnin voru fyrir fyrri ríkisstjórnir. Frumvarp Hjörleifs, sem hann flyt- ur nú í 6. sinn ásamt öðrum þing- mönnum Alþýðubandalagsins, bygg- ist á stjómarfrumvörpum, sem hann lagði fram sem iðnaðarráðherra 1983. Samkvæmt þeim er því slegið föstu að orka fallvatna landsins sé eign ríkisins sem hafi eitt heimild til að nýta hana, þó með nokkrum undan- tekningum. Þá eigi íslenska ríkið all- an rétt til jarðhita sem liggi dýpra en 100 metra undir yfirborði landar- eigna og allan rétt til nýtingar jarð- hita utan landareigna. Frumvörp Sighvats, sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Alþýðuflokks, byggjast á frumvörp- um sem samin voru í iðnaðarráð- herratíð hans í síðustu ríkisstjórn. Samkvæmt þeim hefur íslenska ríkið umráða- og hagnýtingarrétt yfir orku vatnsfalla, utan afmarkaðra landa sem háð séu einkaeignarrétti, og því slegið föstu að ríkið hafi þenn- an rétt á almenningum og afréttum. Þá séu verðmætir málmar, olía og jarðgas, eign ríkisins. Landeigendur megi nýta jarðhita á lághitasvæðum en orka háhitasvæða tilheyri ríkinu. Þá eru nokkuð eignarnáms- og bótaákvæði í frumvarpinu. Istjórnarsáttmála ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks var ákvæði um að stefnt skyidi að því að leggja fram frumvarp um eignarhald á orkulind- um, afréttum og almenningum. Sig- hvatur segir að þegar hann tók við iðnaðarráðuneytinu um mitt síðasta kjörtímabilið hafi legið þar tvö frum- vörp þessa efnis, en valinkunnir lög- menn hefðu komist að þeirri niður- stöðu að þau samrýmdust ekki eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sighvatur fékk aðra lögmenn til að fara yfir frumvörpin og breyta þeim og eftir það töldu lögfræðing- arnir að þetta væri komið í lag. Um það var þó áfram ágreiningur milli lögfræðinga og stjórnarflokkanna og því voru frumvörpin aldrei flutt sem stjórnarfrumvörk en koma nú fram sem þingmannafrumvörp. Lögfræðilegi ágreiningurinn snýst í stórum dráttum um hvar mörkin liggi milli stjórnarskrárvarins eignar- réttar og þess sem Alþingi getur ákveðið með lögum. Tvær meginskoðanir eru á málinu samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Önnur að stjórnarskrár- varin eignaréttindi nái ekki lengra en til þess réttar sem viðkomandi getur sannað að sé sinn. Þannig geti jarðeigendur haft stjórnarskrár- varin nýtingarréttindi á upprekstrar- löndum en ekki annan rétt, svo sem virkjanarétt eða námarétt, nema þeir geti sannað það. En aðrir telja að almannavaldið geti ekki í raun ekki sett ákvæði í lög um þjóðareign á auðlindum og réttindum. Þá þurfi að koma fullar bætur í staðinn og þá geti verið erf- itt, eða jafnvel óframkvæmanlegt, að meta hvað séu fuliar bætur, til dæmis fyrir virkjunarrétt. Agreiningurinn er einnig pólitískur; raunar telja ýmsir að í honum kristall- ist pólitík í sinni hreinustu mynd: afstaða manna til eignarhalds- ins sem ráði því hvernig menn skipi sér í flokka. Það er að minnsta kosti ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað ganga lengra en aðrir flokkar í að veija eignarréttinn þótt skoðanir muni vera skiptar innan flokksins um hve langt eigi að ganga. Og raunar eru ýmsir á því að það sé engin þörf á umræddum frumvörpum því engin hætta stafi af mögulegum Ijárfesting- um útlendinga í orkugeiranum. Það er þó sjálfsagt er meiri sam- hljómur í skoðunum núverandi stjóm- arflokka en þeirra fyrri. Finnur Ing- ólfsson hefur sagt á Alþingi að hann vonist til að geta lagt umrædd stjóm- arfrumvörp fram á Alþingi í vor til kynningar. En samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er starf áður- greindrar nefndar ekki komið langt og því ólíklegt að þetta náist. Sameiningarmál sveitarfélaga Sameining er ekki af hinu góða Þráinn Jónsson Sameiningarmál sveitarfélaga hafa verið mikið í um- ræðunni að undanförnu. Ekki em þó allir sammála um sjónarmið í þeim mál- um og sumum finnst sem óeðlilega mikill áróður sé rekinn fyrir sameiningu. Þráinn Jónsson, oddviti í Fellahreppi á Héraði, hef- ur fastmótaðar skoðanir í þessum efnum. Hvað finnst honum hafa farið úrskeiðis í umfjöllun um sameiningarmál sveitar- félaga? - Mér finnst að fjöl- miðlar, ekki síst Morgun- blaðið, hafí farið offari í áróðri fyrir sameiningu sveitarfélaga og reynt að læða því inn hjá fólki að það væri til að styrkja byggðir að sameina sveitarfélög. Að mínu viti er það ekki svo. Það sýndu líka viðbrögð fólks út um land þegar kosið var um sameiningu sveitarfélaga fyrir fáum árum. Ég tel að það ætti að fresta þess- ari umræðu. Hvaða telur þú slæmt við sam- einingu? - Eg held að hún verði til þess að flýta fyrir því að jaðarbyggð- irnar fari í eyði, það er mín bjarg- föst trú. Miðstýringin við samein- ingu kann að sýna að það sé betra að hafa dreifða stjórnun í byggð- unum. Með stækkun sveitarfélaga gæti orðið meiri flokkspólitík í stjórnun sveitarfélaganna, sem ég tel ekki af hinu góða í dreifbýli. Það má nefna sem dæmi þá sam- einingu sem er að fara af stað á Vestfjörðum. Þar er verið að tala um sameiginlegan lista vinstri manna sem ég tei ekki heppilegt fyrir framtíð byggða þar. Af hverju ekki? - Mér sýnist ekki að R-listinn í Reykjavík sé svo gæfulegur að ástæða sé til að koma slíku á út um land. Ég held að það sé betri stjórnun sú sem nú er t.d. á Flat- eyri og Þingeyri en verða myndi ef farið væri að sameina þessi sveitarfélög undir eina stjórn. Hvers vegna er stjórn lítils sveit- arfélags skilvirkari? - Ég held að íbúar geri ekki eins miklar kröfur til stjórnunar og þjónustu lítilla sveitarfélaga og þeir gera ef stjórnunareiningin er stærri, og sætti sig þar af leið- andi betur við það ástand sem er. Fólk í dreifbýlum minni sveitarfé- lögum fer ekki fram á eins mikla félagslega þjónustu eins og það mundi gera ef það til- heyrði stærri sveitarfé- lagi. Mér fínnst félags- leg þjónusta komin út í öfgar. Það er verið að skera niður t.d. í heil- brigðiskerfínu og reyna að draga úr þessari þjónustu, þótt hún geti verið góð. Þess vegna finnst mér að við höfum ekki efni á aukinni félagslegri þjónustu í dreifbýli eins og sakir standa. Hvernig er atvinnuástand á Hér- aði og þar í grennd? - Við höfum áhyggjur af at- vinnuástandinu hér. Fólki hefur fjölgað á þessu svæði, einkum um miðbik héraðsins, en ekki að sama skapi atvinnutækifærum. Ymis- legt er í skoðun þar að lútandi, verið er að reyna að fínna fleira stoðir undir atvinnulífið hér, bæði ný atvinnutækifæri og reyna að styrkja þau sem fyrir eru. ► Þráinn Jónsson, oddviti í Fellahreppi á Héraði, er fædd- ur þar eystra árið 1930. Hann hefur mestan sinn starfsaldur verið í ferðaþjónustu og rekur nú Bilaleigu Þráins og stundar einnig veitingarekstur í flug- stöðinni á Egilsstöðum. Hann er kvæntur Ingveldi Onnu Páls- dóttur húsmæðrakennara og eiga þau fjögur uppkomin börn. Hvaða atvinnumöguleikar koma þá helst til greina? - Það er kannski fyrst og fremst í ferðaþjónustu og iðnaði. Þó að hér séu svona mörg sveitar- félög eins og raun ber vitni, tíu með Borgarfirði eystra, þá hefur það ekki staðið atvinnumálunum hér fyrir þrifum, nema að síður sé. Nú er í umræðunni að byggja þijú hótel hér á Héraði, eitt í Fellabæ, eitt á Egilsstöðum og eitt á Hallormsstað. Maður veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Hvað sjávarút- veg snertir þá eru atvinnutæki- færi ekki nægilega mörg og veiði- heimildir virðast vera að safnast fyrir á æ færri hendur. Kvótakerf- ið í sjávarútvegi er eitur í mínum beinum og ég óttast að það kunni að enda þannig að heilu byggðar- lögin sem áður byggðu afkomu sína á sjávarútvegi standi uppi án nokkurra veiðiheimilda. En heldur þú að atvinnutækifær- um fækki við hugsanlega samein- ingu sveitarfélaganna tíu? — Eins og er eru það oddvitar sem stjórna í minni sveitarfélög- unum. Þeir hafa haft tekjur af því og hafa þar af leið- andi styrkt byggðina í sínum sveitarfélögum. Ef af sameiningu yrði myndi það breytast og stjórnin yrði færð á einn stað. Tekjur þessara manna kæmu byggðarfélaginu ekki til góða og því nýttist ekki sú tilfinn- ing sem þeir hafa fyrir þörfum síns fólks. Ég tel að þá væri verr farið en heima setið. Ég er hrædd- ur um að sjónarmið og atvinnu- þarfir minni byggða verði fyrir borð borin án talsmanna sem beita sér í þeirra málum. Samein- ing sveitarfélaga kallar einnig á það að grunnskólum fækki hér á þessu svæði, ekki síst þegar ríkið er hætt að greiða kennaralaun. Ég tel að sú þróun ógni minni sveitarfélögunum ekki síst. Mér fínnst að ríkið eigi að halda áfram að greiða grunnskólakennurum laun en sveitarfélög sjá um annan rekstur. Félagsleg þjónusta kom- in út í öfgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.