Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 28
AÐSEIMDAR GREINAR 28 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Um veðsetningu skips og aflaheimilda Skattayfírvöld viður- kenna, segir Jónas Haraldsson, að verð- mæti skipa hefur að stórum hluta færst'yfír FRUMVARP um samningsveð hefur enn á ný verið lagt fyrir Alþingi og er þetta fjórða tilraunin sem gerð er til að fá frumvarpið afgreitt. Að þessu sinni hefur ver- ið felit út úr frumvarpinu heim- ildarákvæði að véðsetja megi afla- heimildir (kvóta) með skipi, eða öllu heldur skip með aflaheimildum en það ákvæði hefur verið ástæða þess, að frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga hingað til. Útbreiddur misskilningur hefur verið í gangi varðandi þetta atriði og margir hafa staðið í þeirri trú, að verið sé að heimila veðsetningu á aflaheimildum einum og sér. Svo er alls ekki, því aflaheimildirnar eru alltaf bundnar skipi og verða aldrei sjálfstætt veðandlag. Auk þess sem veðsetning- arheimildin fyrir hendi í dag í lögunum um stjóm fiskveiða. Tímabundinn réttur Miklu pólitísku moldviðri hefur verið þyrlað upp í kringum þetta mál, þar sem vissir þingmenn hafa verið að vekja á sér athygli í máli, sem þeir halda að þeir geti slegið sér upp á gagn- vart almenningi. Hafa algengustu rökin hjá þeim verið þau að verði heimilað í lögum um samn- ingsveð að veðsetja skip ásamt aflaheimildum, þá sé verið að festa í sessi eignarrétt útgerðar- manna að auðlindinni. Jafnframt myndu lánastofnanir þá geta gert skaðabótakröfu á ríkisvaldið breytti Al- þingi lögunum um stjórn fiskveiða og af- næmi aflamarkskerfið. Þetta er að sjálf- sögðu hrein bábilja, eins og þessir þing- menn ættu að vita. í 1. gr. laganna um stjóm fískveiða nr. 38/1990 eru skýr ákvæði um það að nytjastofnarnir á Islandsmiðum eru sameign þjóð- arinnar og tekið skýrt fram að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir auð- lindinni. Er hnykkt á þessu í svo- kölluðu Hrannarmáli varðandi skattlagningu aflaheimilda. Þar kemur fram hjá Hæstarétti, að útgerðannenn hafi ekki að lögum tryggingu fyrir því að hér sé um varanlegt fyrirkomulag að ræða, þ.e. aflamarkskerfið. Er þarna greinilega verið að vísa til efnis 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna. Réttur veðhafa Það er grundvallaratriði í þess- ari umræðu varðandi veðsetningu skipa og aflaheimilda sem menn verða að átta sig á en það er sú HELGARTILBOÐ Seftu mour og kleinuhringur frá Gæðabakstri Jónas Haraldsson Uppgjör. (Out of the Rain). Spennu- mynd meö Bridget Fonda og Michael O'Keefe. kvöld kl. 00:10. STOÐ 3 OG Þ U • S 1 M I 5 3 3 5 6 3 3 LíttU við í verslun IKEA um helgina og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Opið frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag Vilhelm skrifborðs- stólar fyrir fólkið í landinu Holtagöröum viö Holtaveg / Grænt númer 800 6850 á kvótann. Kátir voru karlar. (The Cisco Kid) Gamansamur vestri meö Jimmy Smits, Cheech Martin, Sadie Frost og Bruce Payne. í kvöld kl. 20:25. staðreynd, að veðhafi, þ.e. lánveit- andinn, getur aldrei öðlast betri rétt en veðþolinn sjálfur, þ.e. út- gerðarmaðurinn sem tekur lán. Verði útgerðarmaðurinn að sætta sig við að aflamarkskerfið verði afnumið, þá verður lánardrottinn útgerðarmannsins að taka því líka. Þetta þýðir einfaldlega það að sá sem lánar útgerðarmanni pen- inga með veði í skipi og afiaheim- ildum missir veðtrygginguna í afla- heimildunum ef og þegar afla- markskerfið verður lagt af og veið- arnar aftur gefnar fijálsar. Veð- andlagið verður eftir sem áður skipið sjálft, en verðmæti skipanna mun þá aukast aftur, þannig að veðhafarnir halda sínu eftir sem áður. Að höfðað yrði skaðabótamál á hendur ríkissjóði af hálfu veð- hafa í skipi og aflaheimildum kæmi aldrei til. Veðhafarnir öðlast hvorki sjálfstæðan rétt til aflaheimild- anna, ef og þegar aflamarkskerfið verður lagt af, né sjálfstæðan skaðabótarétt á hendur ríkinu. Þetta er útgerðarmönnum og lán- ardrottnum þeirra fulkomlega i ljóst. Verðmæti fiskiskipa Við það að veiðar voru takmark- aðar og aflamarkskerfið tekið upp lækkaði á þeim tíma verðgildi fiski- skipa um 30%-50%, en í stað þess kom á móti verðmæti aflaheimild- anna. Þetta mun í meginatriðum Leynimakk. (Schemes). Arkitektinn Paul Steward syrgir konu sína. En þegar vinkona eiginkonunnar birtist fara hlutir aö gerast. i kvöld kl.22:25. breytast aftur í fyrra form, ef afla- markskerfið verður lagt af og veið- arnar gefnar frjálsar að nýju. I þessu sambandi má benda á til áréttingar að yfirskattanefnd ákvarðar þannig skiptinguna milli verðmætis skips og kvóta við sölu, ef það er ekki sundurgreint, að hún verð-leggur kvótann á markaðs- verði og dregur það frá heildar- verði skips og kvóta. Afgangurinn telst vera söluverð skipsins. Sýnir það ljóslega hvernig málum er komið, þegar skattayfirvöld viður- kenna, hvernig verðmæti skipa hefur færst yfir á kvótann að stór- um hluta. Hjá mjög mörgum aðilum er ekkert litið til þessara augljósu staðreynda. Eingöngu er horft á úthlutaðan kvóta sem viðbótar- verðmæti, sem útgerðarmenn hafi fengið ókeypis til viðbótar verð- mæti skipa sinna, sem hafi að sama skapi ekkert skerzt við tilkomu kvótakerfisins. Af þessum sökum eigi alls ekki að heimila útgerðar- mönnum að veðsetja kvóta með skipum. Þetta er rangt. Staðreyndin er sú að verðmæti skipanna rýrnaði mjög verulega og veðandlagið um leið eftir að takmarka varð heildarafla fiski- skipa. Á móti er verðmæti í kvótan- um, sem vegur upp á móti lægra verði skipsins og bætir jafnframt stöðu lánadrottna útgerðarmanna að hluta. Sanngirnisrök ein og sér mæla með því að heimilt sé að veðsetja skip ásamt kvóta sem vegur þá upp á móti verðfalli á skipinu sjálfu sem stafar af þvl að takmarka varð veiðarnar. Veðand- lagið er ekki lengur skipið eitt, heldur skip og kvóti. Veðsetning lögmæt Það sem gerzt hefur í raun er það að stjórnvöld hafa þurft af illri nauðsyn að takmarka veiðar og hafa í því skyni sett á ákveðið fisk- stjórnunarkerfi og skynsamleg- asta, þ.e. aflamarkskerfið. Þessar aflatakmarkanir hafa leitt til þess að eignir ákveðinnar starfstéttar, þ.e. skip útgerðarmanna, féllu verulega í verði. Á móti hafa stjórnvöld úthlutað þessari starf- stétt framseljanlegum verðmæt- um, þ.e. kvóta, sem vegur upp á móti eignaskerðingunni að hluta. í lögunum um stjórn fiskveiða eru þegar fyrir hendi ákvæði varð- andi veðsetningu skipa með afla- heimildum, þótt ekki sé það tekið fram skýrum orðum. Veðheimildin hefur því verið fyrir hendi og notuð síðan 1990. Eðlilegast er að þessarar veðheimildar sé getið með öðrum ákvæðum um veð, þ.e. í heildarlöggjöf um samningsveð, en löngu var orðið tímabært að leggja fram frumvarp um samningsveð, enda stofninn í gildandi veðlögum frá_1887. Á hinn bóginn virðist það vera trúaratriði hjá sumum að ekki megi koma fram í sjálfum veðlög- unum sú staðreynd að skip eru veðsett með aflaheimildum. Sú af- staða nokkurra þingmanna að vilja ekki vita af þessari staðreynd minnir um margt á þá trúarafstöðu kirkjuyfirvalda á sínum tíma, að ekki mætti koma fram að jörðin snýst í kringum sólina. Fleyg eru orð Gallileo Gallilei, þegar hann sagði þá „og hún snýst samt“. Ég spyr. Á þetta með veðsetningu skipa o g aflaheimilda að verða eitt- hvað í svipuðum dúr? Neita stað- reyndum af því að einhverjir vilja ekki vita af þeim? Hvort heldur munu fiskiskip verða veðsett áfram með aflaheimildum, eins og hingað til, enda er það fullkomlega lög- legt. Höfundur er lögfræðingur. £g§3 588 3309 Ráðningarþjónustan Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.