Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 9 FRETTIR Þorgeir Örlygsson forseti lagadeildar um fall í almennri lögfræði Hugsanlega var farið of hratt yfir námsefnið ÞORGEIR Örlygsson deildarforseti lagadeildar Háskóla íslands, segir að hafa verði í huga að lágmarks- einkunn í almennri lögfræði er 7, en 6 í öðrum greinum lögfræðinn- ar. Hann bendir á að fyrsta árið sé misserisskipt og að almenn lög- fræði sé eina fagið sem kennt er á fyrra misseri að ósk stúdenta. Sagði hann að í ljósi 91% falls á prófinu í janúar væri hugsanlega farið of hratt yfir og að kenna þyrfti greinina allan veturinn en að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp að ósk stúdenta. Þá væri hugsanlegt að menntaskólar byggju nemendur ekki nægilega vel undir háskólanám. Þorgeir sagði að fallprósentan undanfarin ár hafi verið á bilinu 75%-90% og að horfa yrði á niður- stöðuna í ár í því ljósi. Lágmarks- einkunn í almennri lögfræði hafi í áraraðir' verið 7. „Ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að laganám er erfitt nám og við höfum viljað gera nokkuð strangar kröfur í upphafi þannig að menn viti að hverju þeir ganga á þessum fimm árum sem framundan eru,“ sagði hann. Fyrsta árið misserisskipt Benti hann á að fyrsta árið væri misserisskipt. Stúdentar í al- mennri lögfræði hefji nám í sept- ember og taki próf í janúar. „Áður var þetta kennt á heilum vetri og prófið var tekið í maí,“ sagði Þor- geir. „Stúdentar lesa þá á haust- misserinu ekkert annað en al- mennu lögfræðina. Þetta fyrir- Olsarar hitt- ast í Neskirkju BRUGÐIÐ verður út af vanan- um í Neskirkju sunnudaginn 25. febrúar en þá mun Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju og sr. Friðrik J. Hjartar, sóknarprestur í Ól- afsvík, annast guðsþjónustuna. Organisti er Nanna Þórðardóttir og söngstjóri Kjartan Eggerts- son og eru þau að sjálfsögðu bæði með í för. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala í safnaðarheimiji Nes- kirkju til styrktar Ölmu Ýr Ing- ólfsdóttur, 17 ára stúlku úr 01- afsvík, sem tekist hefur á við alvarleg veikindi að undanförnu og hlotið af varanlega skaða. Kirkjukór Ólafsvíkur gengst fyrir og annast þessa kaffisölu með dyggri aðstoð burtfluttra Ólsara sem hafa orðið vel við kallinu. Vonandi sjá sem flestir sér hag í því að hittast og hitta Ólsara í Neskirkju á sunnudag- inn og uppbyggjast þar andlega og líkamlega um leið og stuðlað er að bættri framtíð þessarar ungu stúlku, segir í frétt frá Ólafsvíkurkirkju. komulag hefur ýmsa kosti. Stúd- entar geta þá helgað sig þessari einu grein og búið sig vel undir þetta próf. Þeir geta þá líka snúið sér að einhveiju öðru í janúar ef þeir standast ekki prófið í stað þess að bíða fram á vor.“ Sagði Þorgeir að í ljósi þessa mikla falls mætti velta því fyrir sér hvort farið væri of hratt yfir og hvort kenna þyrfti almenna lög- fræði allan veturinn, en að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp að ósk stúdenta. „Ég vil líka benda á að ákveðinn hluti þeirra sem gangast undir próf í almennri lögfræði skila al- gerlega auðri úrlausn," sagði hann. „Prófið er tvískipt, annarsvegar próf í heimspekilegum forspjálls- vísindum, sem tekið er í desember og vegur það 20%. Síðan er prófið í janúar, sem gildir 80%. Ókkur hefur verið bent á að sumir stúd- entar lesi eingöngu heimspekina að hausti og fari i það próf í desem- ber. Skrái sig síðan í próf í janúar í almennri lögfræði, mæti en skili auðu og eru þar með fallnir. Þá eiga þeir rétt á að endurtaka próf- Formaður Orators um prófið í almennri lögfræði Formið í samræmi við kröfur nemenda HIÐ nýja form á prófi í almennri lögfræði í Háskóla íslands var í samræmi við kröfur nemenda und- anfarinna ára, að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar formanns Or- ators, en 91% stúdenta, sem þreyttu prófið, féllu. Eins og fram kom í frétt blaðsins sl. miðvikudag hefur verið haldinn fundur í hagsmunaráði Orators, þar sem farið var yfir prófið. Sagði Sig- urður Kári að fallið væri mikið, en ekkert væri hægt að aðhafast fyrr en prófsýning hefur farið fram. „Prófið sem slíkt er í samræmi við kröfur nemenda undanfarinna ára,“ sagði hann. „Það er að segja marg- ar spurningar og spurt vítt og breitt úr efninu í stað þess að hafa fáar spurningar og með miklu vægi. Hins vegar viljum við athuga hvort gerðar séu sömu kröfur til spurn- inga, sem ekki hafa eins mikið vægi, og þær hafa haft áður. Við getum því ekkert gert fyrr en við sjáum hveijar kröfurnar eru og það gerist innan fjórtán daga.“ Sigurður Kári sagði að alltaf hafi verið gerðar miklar kröfur í almennri lögfræði og að fall hafi verið á bilinu 82% til 85% og allt að 90% undanfarin ár. Morgunblaðið/Ásdís Þingflokkur Þjóðvaka heimsækir Morgunblaðið ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka kom í vikunni í heimsókn í höfuð- stöðvar Morgunblaðsins að Kringlunni 1 og snæddi hádegis- verð með ritstjórum blaðsins. Kynntu alþingismennirnir sér starfsemi blaðsins og skoðuðu hátt og lágt hin nýju húsakynni þess og framleiðslu. Myndin er tekin í prentsmiðju blaðsins og á henni eru frá vinstri: Ágúst Ein- arsson, Magnús Finnsson, frétta- stjóri, sem sýndi húsakynni og starfsemi blaðsins, Svanfríður Jónasdóttir, formaður þing- flokksins, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, og Jóhanna Sigurð- ardóttir, formaður Þjóðvaka. ið að hausti, þegar fara fram upp- tekningarpróf. Nemendur hafa þá sumarið að hluta til að lesa undir það.“ Sagði Þorgeir að með því að helga sig eingöngu heimspekinni fram að áramótum væru meiri lík- ur á hærri einkunn í þeirri grein. Það liljóti að vera skýringin á því að menn skili algerlega auðu. Þá mætti leiða hugann að því hvort stúdentar væru almennt nógu vel undir það búnir til að hefja nám í háskóla. Stúdentspróf væru ekki samræmd þannig að gæði stúdentsmenntunarinnar væri misjöfn. Hvorki þyngra né léttara Þorgeir sagði að farið yrði yfir prófið með nemendum og þeim gerð grein fyrir mistökum, en nið- urstaðan væri óhagganleg. Stjórn- skipaður prófdómari hafi farið yfir úrlausnir ásamt kennurum og því væri ekki um neinn málskotsrétt að ræða. „Ég hef skoðað þetta próf og ég held að þetta sé hvorki þyngra né léttara en önnur próf í almennri lögfræði sem haldin hafa verið,“ sagði hann. „Það er að vísu erfitt að meta það, en mér finnst þetta próf vera sambærilegt við það sem áður gerist.“ „Ég vil benda á að það er ekki ástæða fyrir stúdenta að örvænta þó svo svona hafi farið núna,“ sagði Þorgeir. „Margir af mínum bestu nemendum hafa fallið í al- mennri lögfræði oftar en einu sinni. Þeir spjara sig margir hverjir engu að síður þegar lengra er komið í náminu.“ Aðstoðar- prestur við Hafnarfjarð- arkirkju •SÉRA Þórhallur Heimisson var kjörinn aðstoðarprestur við Hafn- arfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. febrúar sl. Hlaut Þórhallur 10 af 17 atkvæð- um á kjörfundi í sóknarnefnd Hafnarfjarðar- sóknar þar sem greidd voru at- kvæði um um- sækjendur um stöðu aðstoðar- prests. Auk Þór- halls sóttu um stöðuna þau Þór- hildur Ólafsdóttir og Jón Páls- son. Samkvæmt lögum er ráðherra heimilt að ráða aðstoðarprest til sóknar ef fleiri en fjögur þúsund íbúar eru í sókninni. Aðstoðar- prestur er ráðinn samkvæmt til- lögu biskups í samráði við sóknar- prest og með samþykki sóknar- nefndar. Séra Þórhallur Heimisson hlaut prestvígslu vorið 1989. Undanfar- ið ár hefur hann þjónað sem prest- ur í sænsku kirkjunni, nánari til tekið í Gryta skammt frá Uppsöl- um. Eiginkona Þórhalls er séra Ingileif Malmberg og eiga þau þrjár dætur. Þórhallur Heimisson BODDIHLUTIR Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifunni 2 — Sími 588 2550 BOSS Sœvar Karl Bankastrœti 9, s: 551 3470 MaxMara Síðasti dagur útsölunnar ^1 dngkl'72-/7 Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862. Cf) F ,ÖIJ!RAiri‘ARSKÓ,.TNN V„, ÁRMÚI.A Opið hús kl. 13—17 ★ Intemet. ★ Fíkniefnafræðsla. Blóðþrýstingsmælingar. * Félagslíf. ★ Margtniðlun. ★ Nudd. *■ Stjömufræði. ★ Veitingar allan daginn. ★ Lyfjagerð. * Hjúkrun. ★ Lyfjaskápur heimilisins. ■*■ Stjómendur og kennarar til viðtals. "*■ Krufning á dýrum. * Smásjárskoðun. * Aðstoðamienn tannlækna. * Innritun á námskeið fyrir sjúkraliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.