Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 VIÐSKIPTI Stjórn íslenska járnblendifélagsins gefur grænt ljós á frekari undirbúning stækkunar Hálfur milljarður í hagnað á síðasta ári Islenska járnblendifélagið hf. Úr reikningum ársins 1995 MiHjónirkr. 1995 1994 Breyting Rekstrartekjur 3.447,9 2.709,3 +27,7% Rekstrarhagnaður 680,0 459,2 +48,1% Hagnaður 519,7 280,0 +85,6% Handbært fé frá rekstri 669,4 481,8 +45,2% Fjárfestingar (92,9) (198,5) -53,2% Breyting á handbæru fé 167,4 8,6 Eignir 3.335,6 3.572,0 -6,6% Eigiðfé 1.807,2 1.353,0 +33,5% Hagnaður sem hiutf. af tekjum 15,1% 10,3% Eiginfjárhlutfall 54,2% 37,9% STJÓRN íslenska járnblendifélags- ins ákvað á fundi sínum í gær að heimila framkvæmdastjóra fyrir- tækisins að veija allt að 50 milijón- um króna til áframhaldandi undir- búnings á stækkun verksmiðjunnar að Grundartanga. Endanleg ákvörðun var þó ekki tekin um stækkun en gert er ráð fyrir því að stjórnin komi saman að nýju í ágúst á þessu ári til þess að skoða hvert framhaldið verði. Á fundinum voru ársreikningar fyrirtækisins lagðir fram. Hagnað- ur síðasta árs nam 520 milljónum króna og er það um 86% aukning frá árinu 1994 er hagnaðurinn nam 280 milljónum króna. Rekstrartekj- ur fyrirtækisins á síðasta ári námu röskum 3,4 milljörðum króna í sam- anburði við tæpa 2,6 milljarða árið 1994. Að sögn Stefáns Ólafssonar stafar þessi mikla hagnaðaraukning af verðhækkunum á járnblendi er- lendis, en meðalverð á síðasta ári var um 12% hærra en árið 1994 að hans sögn. Þá hafi eftirspurn eftir járnblendi verið mikil og sala ársins 1995 því heldur meiri en árið þar á undan. Stefán bendir þó á að annar ofn fyrirtækisins hafi verið stopp í sex vikur árið 1994 og því hafi nýting verksmiðjunnar á síðastliðnu ári verið heldur betri. Stefán segir þessa niðurstöðu ánægjulega í ljósi þess að fyrirtæk- ið sé að greiða mun hærra verð fyrir raforku en á undanfömum árum og hafi greiðslurnar á síðasta ári numið um 600 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall járnblendifélagsins í árslok 1995 var 54,2% og hefur það styrkst um tæp 17% frá árslok- um 1994. 50 milljónutn veitt til undirbúnings stækkunar Sem fyrr segir var engin ákvörð- un tekin um stækkun járnblendi- verksmiðjunnar á fundi stjórnarinn- ar í gær. Hins vegar veitti stjórnin Jóni Sigurðssyni framkvæmda- stjóra heimild til þess að veija allt að 50 milljónum króna til frekari undirbúnings stækkunar. Jón segir að meðal annars liggi fyrir að gera þurfi frekari könnun á mörkuðum erlendis. „Við þurfum að geta séð sæmilega vel fram úr markaðshliðinni áður en hægt er að taka ákvörðun um hvort af stækkun verður eða ekki,“ segir Jón. „Rekstur verksmiðjunnar byggist að stórum hluta á þeirri nýtingu sem við náum út úr henni. Hagnaðurinn verður til á síðustu prósentunum í nýtingunni sem í dag er um 98 - 99%. Því ræður það úrslitum í fjárfestingunni hversu góðri nýtingu við getum náð.“ - Jón segir einnig nauðsynlegt að vinna að þróun nýrrar tækni í fram- leiðslunni. Mjög lítil uppbygging hafi átt sér stað í þessum iðnaði á undanförnum 20 árum og því byggi menn enn talsvert á sömu tækni og þá. Nú sé hins vegar leitað leiða til þess að auka hagkvæmni fram- leiðslunnar áður en ráðist verði í fjárfreka stækkun. Heildarkostnaður við stækkun járnblendiverksmiðjunnar er í dag áætlaður á bilinu 2,9-3,1 milljarður króna, en eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir því að framleiðslu- getan aukist um rúmlega 50% ef af stækkun verður. Jón Sigurðsson segir þó unnið að því að reyna að lækka þennan kostnað eitthvað, meðal annars með hagkvæmari leiðum við framleiðsluna. Hann reiknar ekki með því að endanleg 1 ákvörðun um stækkun liggi fyrir | . fyrr en upp úr næstu áramótum. ■ | Þormóður rammi hf. h Úr reikningum 1995 UhfeW Rekstrarreikningur Miiiiónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 1.971,5 1.668,6 +18,2% Rekstrargjöld 1.536,0 1.311,8 +17,1% Afskriftir 162,3 147,7 +9,9% Rekstrarhagn. án fjármagns.kostn. 273,2 209,0 +30,7% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (73,0) (87,9) -16,9% Hagnaður af reglulegri star fsemi 200,2 121,2 +65,2% Hagnaður ársins 201,6 126,5 +59,4% Efnahagsreikningur Miiuónir króna 1995 1994 \E’Bnir:\ Veltufjármunir 499,3 451,7 +10,6% Fastafjármunir: Áhættufjármunir og langtímakröfur 188,2 124,0 +51,9% Varanlegir rekstrar fjármunir 1.166,0 1.162,4 +0,3% Fastafjármunirsamtals 1.445,4 1.392,5 +3,8% Eignir samtals 1.944,7 1.844,2 +5,4% TSkuldir ob eiaið fó:\ Skammtímaskuldir 213,9 218,8 -2,3% Langtímaskuldir 861,8 937,2 -8,1% Skuldir samtals 1.075,6 1.156,1 -7,0% Eigið fé 869,1 688,1 +26,3% Skuldir og eigið fé samtals 1.944,7 1.844,2 +5,4% Sjóðstreymi Milljónir króna 1995 1994 Handbært fé frá rekstri 237,2 301,9 -21,4% Kennitölur 1995 1994 Hlutfall hagnaðar (taps) af veltu 10,20% 7,60% Veltufjárhlutfall 2,33% 2,06% Eiginfjárhlutfall 44,69% j 37,31% Mjög hagstætt ár að baki hjá Þormóði ramma hf. á Siglufirði Hagnaður 202milljónir ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði skilaði alls tæplega 202 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eða um 10,2% af veltu samanborið við 126 milljóna hagnað árið 1994. Þetta er langbesta afkoma fyrirtækisins frá upphafí sem skýrist fyrst og fremst af góðri rækjuveiði, bæði á íslandsmiðum og Flæmska hattin- um, og hagstæðu verði á rækjuaf- urðum. Þá hefur aukin tæknivæðing í rækjuvinnslu og -veiðum einnig verið að skila sér, en nú eru rækjuaf- urðir um 78% af heildartekjum. Heildai'velta Þormóðs ramma varð um 1.971 milljón króna á árinu og jókst um 18% frá árinu áður. Um 200 manns unnu hjá félaginu að jafnaði á árinu og námu heildar- Iaunagreiðslur 477 milljónum króna. Félagið gerir út 4 skip til rækju- veiða, 2 frystiskip og 2 ísfiskskip, og rekur rækjuverksmiðju, frysti- hús, saltfiskverkun og reykhús. Sambland af heppni og útsjónarsemi Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi árangur skýrðist e.t.v. að hluta til af heppni og að hluta til af útsjónar- semi. „Við fórum út í rækjuvinnslu á hárréttum tima í staðinn fyrir að daga uppi í bolvinnslu sem var burðarásinn hér áður,“ sagði hann. „Verð á rækju byijaði að hækka í júní á árinu 1994 en í maí höfðum við tekið í notkun rækjuverksmiðj- una eftir endurbætur og stækkun. Allt síðasta ár var verksmiðjan keyrð 20 tíma á sólarhring sex daga vikunnar á þremur vöktum. Við höfum verið með þrjár pillunarvélar og erum núna að fjöga þeim í fimm. Ég vil einnig þakka hlutabréfa- markaðnum þennan árangur. Þegar við fórum með fyrirtækið út á mark- aðinn árið 1991 þá fengum við inn fjármagn sem gerði fyrirtækinu kleift að endurskipuleggja rekstur- inn. Þá var byijað að reka fyrirtæk- ið eftir hörðum arðsemiskröfum. Síðan hefur það hjálpað okkur mikið að við höfum sótt töluvert á Flæmska hattinn. Afli togaranna hefur verið afar góður. Sem dæmi má nefna að Stálvíkin var með 1.680 tonn af rækju í fyrra og Sigluvíkin 1.308 tonn. Sunna, flaggskipið okk- ar, var með 2.645 tonn af rækju en þar af 647 tonn utan kvóta. Allt þetta samspil gaf okkur sterkar lokatölur. Róbert segir að frystihúsinu hafi verið haldið í rekstri allan tímann með tiltölulega litlum afköstum og beðið sé eftir að þorskkvótinn auk- ist aftur. Um horfurnar á þessu ári benti Róbert á að verðlækkanir hefðu orðið á rækjuafurðum en út- koman ætti engu að síður að verða viðunandi á þessu ári. Eigið fé Þormóðs ramma nam 869 milljónum í lok ársins og eig- infjárhlutfall 44,7% samanborið við 37,3% árið áður. Veltufjárhlutfall er 2,33 en veltufé frá rekstri var 350 millj. ------»-■»-♦----- Hampiðjan greiðir 10% arð AÐALFUNDUR Hampiðjunnar hf. í gær samþykkti að greiða 10% arð til hluthafa og að hlutaféð verði aukið um 25% með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Stjórn félagsins var endurkjörin en í henni sitja þeir Bragi Hannes- son, Árni Vilhjálmsson, Sigurður Egilsson, Baldur Guðlaugsson og Sigurgeir Guðmannsson. Hannaðu þína draumaíbúð Skrifstofa okkar að Funahöfða 19 er opin laugardag og sunnudag frá kl.13.00 til 15.00. Armannsfell hf. • 587 waa Ármannsfell skilar þér vandaðri Permaform íbúð. Þú ákveður sjálfur þau atriði sem skipta þig mestu máli. Hugmyndaflugið er þitt, framkvæmdin er okkar. Og þú flytur áhyggjulaus inn í fullbúna íbúð. Permaform húsin eru steypt í hólf og gólf, með kápu sem ver þau fyrir veðri og vindum. Þu getur vaho gólfefm eftir fiínum smekk eldhúsinnréttingu sem þig hefur alUaf dreymt um baðinnréttingu eftir þínu höfði blöndunartœki, skdpa o.mfl I i I i i I i i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.