Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARUDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GÖNGIN UNDIR HVALFJÖRÐ FRAMKVÆMDIR hefjast um miðjan marz við gerð jarð- ganga undir Hvalfjörð, sem er ein merkasta framkvæmd í vegamálum landsmanna fyrir margra hluta sakir. Verkið er unnið á vegum einkaaðila, sem jafnframt sjá um alla fjár- mögnun, og göngin eru þau fyrstu sem lögð eru undir sjó. Reksturinn verður í höndum Spalar hf., sem mun innheimta veggjöld, en að tuttugu árum liðnum verða jarðgöngin afhent ríkinu til eignar skuldlaus. Jarðgöngin verða tæpir sex kílómetrar að lengd, þar af tæpir fjórir kílómetrar undir sjó. Leiðin milli Reykjavíkur og Akraness styttist um 61 kílómetra og aksturstími um 40 mínútur. Framkvæmdin er talin mjög arðbær frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Heildarkostnaður er áætlaður 4,6 milljarðar króna, þar af kosta sjálfar framkvæmdirnar við jarðgöngin 3,3 millj- arða. Fossvirki hf., sem er í eigu ístaks, Skánska og E. Phil & Son, annast framkvæmdirnar, fjármögnun og ber áhættuna ásamt bakhjörlum sínum á framkvæmdatímanum. Verkinu á að ljúka í ársbyrjun 1999 og göngin verða afhenti Speli hf. eftir tveggja mánaða reynslutíma. Fjármögnun er flókin og viðamikil, en lánveitendur eru erlendir og innlendir bankar á framkvæmdatíma og bandarískt líftryggingafélag og íslenzk- ir lífeyrissjóðir að honum loknum. Ríkið mun kosta vegarlagn- ingu til og frá göngunum og Alþingi hefur samþykkt allt að eins milljarðs ábyrgðir vegna framkvæmdarinnar. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sagði eftir undirritun samninga, að göngin væru einhver mikilverðasta framkvæmd á þessum áratug og með þeim stígi íslendingar skref til nýrr- ar áttar. Einkaframtakið sjái um undirbúning, framkvæmdir og innheimtu þess fjár, sem verkið kosti. Því er ekki að neita, að gerð jarðganganna hefur verið umdeild, framkvæmdin talin óþörf, hætta á leka sé vanmetin og ódýrari kostir séu fyrir hendi. Forráðamenn Spalar hf. vísa þessu á bug og telja framkvæmdina mjög arðbæra og byggða á traustum tæknilegum grunni og reynslu. Að undir- búningi þessara framkvæmda hafa komið fjölmargir hæfir sérfræðingar. Ætla verður, að þekking þeirra sé svo mikil og víðtæk, að óhætt sé að byggja ákvörðun um framkvæmd- ina á mati þeirra. Þá er það líka traustvekjandi, að erlend verktakafyrirtæki, sem hafa langa reynslu m.a. af fram- kvæmdum á þessu sviði, eiga hér hlut að máli. Tæpast mundu þau taka að sér slíkt verk, ef áhættan væri óhóflega mikil. Þegar á allt þetta er litið verður að ganga út frá því sem vísu að traustur grundvöllur hafi verið lagður að þessum fram- kvæmdum og að landsmenn geti ekið um göngin að þremur árum liðnum. UPPBOÐÁ GERVIHNATTARÁS IMORGUNBLAÐINU í gær var skýrt frá því, að bandarískt fjarskiptafyrirtæki, MCI, hefði hazlað sér völl í sjónvarps- starfsemi með því að tryggja sér eftirsótta gervihnattarás, sem gerir fyrirtækinu kleift að sjónvarpa um öll Bandaríkin. Það sem er athyglisvert við þetta mál er fyrst og fremst það, að bandarísk stjórnvöld efndu til uppboðs á gervihnatta- rásinni. Umrætt fyrirtæki varð hlutskarpast og greiðir rúm- lega 680 milljónir Bandaríkjadala fyrir afnot af rásinni, sem er sú síðasta, sem völ er á til þess að sjónvarpa til gervi- hnattadiska af ákveðinni stærð. Morgunblaðið hefur ítrekað á undanförnum árum hvatt til þess, að uppboð færi fram á afnotum af sjónvarpsrásum hér, sem eru takmörkuð auðlind, en þessum rásum hefur verið úthlutað án endurgjalds. Nú þegar sjónvarpsfyrirtækjum hef- ur fjölgað kemur í ijós sú mismunun, sem af þessu hlýzt. Stöð 3 hefur einungis möguleika á örbylgjusendingum, en reynslan hefur sýnt að ýmiss konar tæknileg vandkvæði eru á þeim sendingum, enn sem komið er a.m.k. Þar með verður til á markaðnum óeðlileg mismunun. Það er tímabært að ríkisstjórn og Alþingi taki þetta mál upp til endurskoðunar og bjóði sjónvarpsrásirnar út til hæst- bjóðenda. Það eitt er í samræmi við þá þróun, sem orðin er beggja vegna Atlantshafsins. I Bretlandi eru bæði sjónvarps- og útvarpsrásir boðnar upp til hæstbjóðenda. í Bandaríkjunum er einnig farið að bjóða upp farsímarásir. Allar eru þessar rásir takmarkaðar auðlind- ir og óeðlilegt, að þeim sé úthlutað án endurgjalds, enda hef- ur stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi ekki komið slíkt til hugar. Þau mundu liggja undir ásökunum um stór- fellda mismunun gagnvart einstökum fyrirtækjum, ef þessi háttur væri ekki á hafður. Frumvarp til upplýsingalaga boðar lögfestan rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjómvöldum Ríkari réttur og þrengri takmark- anir en í fyni frumvörpum Með frumvarpi til upplýsingalaga er ætlunin að lögfesta rétt almennings til aðgangs að uppiýsingum úr gögnum stjómvalda. Pétur Gunnarsson kynnti sér frumvarpið og þau nýmæli sem í því er að finna og fela m.a. í sér að takmarkanir á upplýsingarétti falli almennt niður 30 árum eftir útgáfu skjala og að óháð úrskurðarnefnd fjalli um ágreining um hvort takmarka megi upplýs- ingarétt í einstökum málum. AÐSTÆÐUR stjórnvalda til þess að veita aðgang að upplýsingum eru á ýmsan hátt lakari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. íslensk stjórnsýsla er um margt frumstæðari og lausari í reipunum en stjórnsýsla nágrannaríkjanna. Þannig virðast fleiri mál vera afgreidd hér á landi með óformlegum hætti, en það leiðir oft til þess að ekki eru varðveittar upplýsingar um málsatvik og jafnvel afgreiðslu máls. Þá hafa ekki mótast hérlendis skýrar stjórnsýsluvenjur um rétt almennings til aðgangs að gögn- um hjá stjórnvöldum.“ Þessa einkunn fær íslensk stjórn- sýsla í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga sem samþykkt hefur verið af ríkisstjórninni og stefnt er að því að lagt verði fyrir Alþingi í vetur. Jafnframt því að mæla fyrir um óg skilgreina rétt almennings í landinu til aðgangs að upplýsingum úr máls- gögnum hjá stjórnvöldum er í frum- varpi til upplýsingalaga að finna ákvæði um að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengi- leg.. . Á Islandi hafa ekki verið lögleiddar almennar reglur um aðgang að upplýs- ingum. „Skortur á reglum af þessu tagi hefur oft leitt til harðvítugra deilna á síðari árum, auk þess sem óvissan hefur tafið fyrir afgreiðslu á þeim erindum sem stjórnvöldum hafa borist um aðgang að gögnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Tilgangi frumvarpsins er þannig lýst að með því sé ætlunin „að rýmka rétt almenn- ings til aðgangs að gögnum hjá stjórn- völdum, einkum á þeim sviðum þar sem þeim hefur verið talið heimilt en ekki skylt að láta upplýsingar í té.“ Þrátt fyrir að almenn löggjöf um rétt almennings til upplýsinga frá stjórnvöldum hafi ekki verið til á ís- landi eru til lög frá árinu 1993 sem taka eingöngu til upplýsingamiðlunar og aðgangs að upplýsingum um um- hverfismál hjá stjórnvöldum. „Að auki er að finna nokkur dreifð og ósamstæð ákvæði í lögum. Að þeim slepptum ríkir mikil réttaróvissa um það að hveiju marki almenningur eigi rétt til aðgangs _að upplýsingum hjá stjórn- völdum. í ólögmæltum tilvikum hefur verið gengið út frá því að stjórnvöld hafi heimild til þess að veita almenn- ingi rýmri aðgang að upplýsingum en leiðir af beinum rétti lögum samkvæmt enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í veg,“ segir í greinargerðinni. Með dreifðum og ósamstæðum ákvæðum í lögum er vísað til ákvæða 19 gildandi laga, sem langflest eru frá síðustu 5 árum, þar sem mælt er fyr- ir um skyldu stjórnvalda til að láta almenningi í té upplýsingar á ákveðn- um, afmörkuðum sviðum. Lágmarkskrafa til stjórnvalda I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að sá upplýsingaréttur almennings, sem frumvarpið kveði á um, sé sú lágmarkskrafa sem gerð verði til stjórnvalda. Heimilt sé að veita upplýsingar í ríkari mæli en leið- ir af réttinum sjálfum svo lengi sem bein lagafyrirmæli, um sérstaka þagn- arskyldu, t.d. lækna um málefnj sjúkl- inga, standa slíku ekki í vegi. Ákvæði um almenna þagnarskyldu starfs- manna um hvaðeina sem þeir verða áskynja um í starfi sínu, eigi hins vegar ekki að vega þyngra en upplýs- ingaréttur almennings. í upplýsingarétti felst samkvæmt frumvarpinu að stjórnvöldum, stofn- unum og fyrirtækjum ríkis og sveit- arfélaga sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Rétturinn nær til allra, íslenskra sem erlendra ríkisborgara, óháð tengslum við málið og hagsmunum og tilgangi með því að afla sér upplýs- inganna og tekur aðeins til gagna sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og hefur þá ekki þýðingu í hvaða formi upplýsingar eru varð- veittar. Stjórnvald getur því almennt ekki heitið trúnaði þeim sem gefur upplýsingar, öðlist frumvarpið laga- gildi. Upplýsingarétturinn er hins vegar háður ýmsum undanþágum og tak- mörkunum sem gera að yerkum að ekki er hægt að álykta sem svo að með gildistöku laganna muni ríkis- leyndarmál heyra sögunni til og skjala- söfn stjórnvalda standa Pétri og Páli galopin. Takmarkanir á gildissviði og vegna ríkari hagsmuna Undanþágurnar takmarka annars vegar gildissvið laganna en mæla á hinn bóginn fyrir um að upplýsinga- rétturinn skuli víkja þegar tilteknir hagsmunir aðrir eru í húfi, auk þess sem tiltekin gögn eru sérstaklega und- anþegin eins og nánar verður rakið hér á eftir. Þær takmarkanir sem upplýsinga- rétturinn er háður eru tæmandi taldar í frumvarpinu. í greinargerðinni kem- ur fram að rétt almennings til upplýs- inga beri að skýra rúmt en í hinar tilgreindu undanþágur beri almennt að leggja þröngan skilning og synja því aðeins um aðgang að mat á hags- munum leiði til þeirrar niðurstöðu að þeim hagsmunum sem undanþágunum er ætlað að vernda sé beinlínis stefnt í hættu komist upplýsingamar á al- mannavitorð. Voru aldrei leyndarskjöl Upplýsingalög munu væntanlega ná til allra gagna sem verða í vörslu stjórnvalda um næstu áramót, jafnt eldri gagna sem þeirra sem verða til eftir gildistöku laganna. í greinargerð- inni segir um þá reglu að „að baki hennar búa þau rök að skjöl og önnur gögn í vörslu íslenskra stjómvalda, hafi með fáeinum undantekningum, aldrei verið nein leyndarskjöl þótt ekki hafi verið fyrir hendi neinar almennar lagareglur er hafi gert stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að þeim.“ Frumvarp til upplýsingalaga gerir ráð fyrir að auk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga taki lögin til starfsemi einkaaðila sem hefur verið falið opin- bert vald til að taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna. Til stjómsýsl- unnar teljast hvorki dómstólar né Al- þingi og stofnanir þess; Ríkisend- urskoðun og Umboðsmaður Álþingis. Ákveðin svið stjórnsýslunnar eru þó með öllu undanþegin gildissviði frumvarpsins. Þannig er lögunum ekki ætlað að gilda um þinglýsingu, aðfara- raðgerðir, nauðungarsölur og önnur þau verkefni sýslumanna sem töldust til dómsstarfa fyrir aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds, 1. júlí 1992, né heldur um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Fyrrtalda atriðið er rökstutt í grein- argerð frumvarpsins með því að gert sé ráð fyrir að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dóm- stóla og því sé eðlilegt að þessi störf falli utan gildissviðs laganna, á sama hátt og starfsemi dómstóla. í greinar- gerð frumvarpsins er hins vegar ekki að finna sérstakan rökstuðning fyrir því hvers vegna rannsókn og saksókn í opinberum málum er fortakslaust undanþegin upplýsingarétti. Hnekkir ekki tölvulögum Þá gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslu- lögum, og er rökstuðningurinn sá að í stjórnsýslulögum sé að finna ákvæði um aðgang að gögnum sem snerta þann sem um þau biður persónulega. Þau mál, sem lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga taka til, eru einnig undanþegin gildissviði lag- anna og í greinargerðinni segir að eðlilegt sé og til einföldunar að tölvu- lögin gildi ein og á tæmandi hátt um aðgang að upplýsingum á því sviði. Einnig munu upplýsingalögin víkja ef á annan veg er mælt í þjóðréttar- samningum sem Island á aðild að. Slíkt ákvæði er m.a. að fínna í 2. mgr. 31. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu og 122. grein samnings- ins um EES. Takmörkunum á hinum almenna upplýsingarétti á gildissviði laganna má skipta í þrjá flokka; gögn undan- þegin upplýsingarétti, takmarkanir vegna einkahagsmuna og takmarkanir vegna almannahagsmuna. Gögn sem undanþegin eru upplýs- ingarétti eru fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjómar og skjöl unnin fyrir slíka fundi, svo og vinnuskjöl stjórnvalds, sem hvorki hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, né upp- lýsingar sem hægt er að afla annars staðar. Upplýsingar um nöfn, heimilis- föng og starfsheiti umsækjenda um störf hjá ríki eða sveitarfélögum er skylt að veita þegar umsóknarfrestur er liðinn en til annarra upplýsinga úr umsóknum nær rétturinn ekki. Upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og fjárhag njóta verndar Þá verður óheimilt að veita almenn- ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari, eins og segir í frumvarpinu, nema með samþykki viðkomandi. Sömu takmark- anir gilda um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Varðandi það hvað talist geti einka- málefni segir t.d. í greinargerð að þar geti verið um að ræða upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, og trúarbrögð, svo og upplýsingar um hvort maður hafí verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja, áfengis- og vímu- efnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál og atriði á borð við upplýsingar frá stjórnvöldum um hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, fjárhagsaðstoð frá félagsmála- stofnun eða fóstureyðingu. Með fjárhagsmálefnum einstaklinga sé átt við upplýsingar umfram það sem þegar er leyft að upplýsa úr opinberum skjölum varðandi tekjur og fjárhags- stöðu einstaklinga. T.d. fást ekki á grundvelli laganna upplýsingar um hvort heildarlaun einstakra opinberra starfsmanna hafi verið hærri eða lægri en sem nemur föstum kjörum sökum unninnar yfirvinnu. Með mikilvægum hagsmunum fyr- irtækja er, samkvæmt greinargerð, átt við upplýsingar um atvinnu-, fram- leiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu án þess að slíkt sé skilgreint nánar. Þegar mikilvægir almannahags- munir kreú’ast er heimilt samkvæmt frumvarpinu að takmarka aðgang al- mennings að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um veigamestu öryggishagsmuni ríkisins, og segir að þar megi beita tiltölulega rúmri skýr- ingu, samskipti við erlend ríki eða fjöl- þjóðastofnanir, viðskipti stofnana og fýrirtækja í eigu ríkis eða sveitarféalga — þó eingöngu að því leyti sem þau eru í samkeppnisrekstri — svo og fyrir- hugaðar ráðstafanir eða prófraunir á vegum ríkis eða sveitarfélag ef þær yrðu ella þýðingarlausar. Þar á meðal eru í greinargerð taldar fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og gögn um fyrirhugaðar ráðstafanir í kjaramálum opinberra starfsmanna til að tryggja jafnræði hins opinbera og viðsemjenda þess í kjarasamningum og einnig fyrir- hugaða hagræðingu í rekstri opinberra stofnana, svo og próf sem lögð eru fyrir á vegum skóla og annarra opin- berra aðila. Flest gögn opinber eftir 30 ár í greinargerð ségir að beiðni verði ekki synjað, hvorki í held né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýs- ingum muni skaða einhveija af hinum tilgreindu almannahagsmunum. Það á við um þær takmarkanir þar sem beita á hagsmunamati að sé upp- lýsingar um þá hagsmuni sem eiga að njóta vemdar aðeins að fínna á hluta skjals beri að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins. Samkvæmt frumvarpinu eru allar takmarkanir á upplýsingarétti al- mennings tímabundnar og er upplýs- ingarétturinn takmarkalaus að liðnum 30 árum frá því að gögn urðu til nema þegar um er að ræða gögn sem varða einkamálefni einstaklinga. Aðgangur að þeim verður takmarkalaus að liðn- um 80 árum frá því þau urðu til, sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins. Sá sem vill fá upplýsingar úr gögn- um stjórnsýslunnar á grundvelli upp- lýsingalaga skal leggja fram skriflega beiðni til stjórnvalds sem ákvörðun tekur í máli, sé um slíkt að ræða, eða til þeirrar stofnunar sem hefur skjal undir höndum. Ber þá að verða við beiðni svo fljótt sem verða má og háfí beiðni ekki verði afgreidd innan sjö daga ber að skýra frá ástæðum taf- anna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Óháð úrskurðarnefnd fjallar um ágreining Ljóst má vera að orðalag margra undanþágnanna frá upplýsingarétti er býsna almennt og veltur framkvæmd m.a á hvaða skjöl teljast til vinnu- skjala, hvaða skilningur er lagður í orð eins og einkamálefni og fjárhags- málefni, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. í greinargerðinni segir að ýmis ákvæði frumvarpsins séu nægilega almennt orðuð til að svigrúm verði til að móta þau nánar í fram- kvæmd, þ.e.a.s. við meðferð þeirra ágreiningsmála sem búast má við að komi upp við afgreiðslu beiðna um aðgang að upplýsingum. Lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að um þann ágreining verði fjallað af sérstakri óháðri úrskurðarnefnd sem fjalli um kærur þeirra sem fá synjun frá stjórnvaldi við beiðni um aðgang að upplýsingum. Nefndin verður skip- uð þremur mönnum, þar af tveimur löglærðum og til að tryggja sjálfstæði nefndarinnar gagnvart stjómvöldum er mælt fyrir um að nefndarmenn SJÁNÆSTU SÍÐU ÞAÐ er þörf á því að almenningur eigi aðgang að því sem fram fer í stjórnsýslunni. Það er krafa nútíma- lýðræðis, veitir stjórnvöldum aðhald og gefur borgurunum innsýn í það sem er að gerast í stjómkerfinu," sagði Eiríkur Tómasson, lagaprófessor og formaður nefndar sem samið hefur ' frumvarp til upplýsingalaga, aðspurð- ur um hvaða þörf væri fyrir upplýs- ingalöggjöf á íslandi. „Önnur ástæðan fyrir því að setja upplýsingalög er að það er nauðsynlegt að löggjafinn setji reglur um þessi mál þannig að bæði almenningur og þeir sem starfa í stjórnsýslunni geti glöggvað sig á því hvaða reglur gilda um þetta. Það hef- ur verið á reiki og hefur oft skapað spennu og vandamál. Hvað breytist ef frumvarp til upp- lýsingalaga verður óbreytt að lögum? „Menn eiga þá almennt greiðari aðgang að gögnum stjómsýslunnar og einnig er þarna ákvæði um að eft- ir 30 ár verði öll gögn að meginstefnu opinber," sagði Eiríkur. Hann sagði' að brunnið hefði við að sagnfræðingar hafi þurft að fara til útlanda til að fá aðgang að skjölum sem varða íslensk málefni. „Það bregður ljósi á annað vandamál, sem okkur er ljóst, og það er að þótt gert hafi verið átak á því sviði, þarf enn að vanda betur skrán- ingu- og varðveislu á skjölum hjá stjórnvöldum. Þess vegna höfum við ákvæði um það í frumvarpinu.“ Eiríkur sagði að betra skráningar- kerfi og skjalasafn þjónaði ekki ein- Aðgangur að stjórn- sýslunni er krafa nútímalýðræðis göngu því hlutverki að gera gögn tiltæk fyrir almenning heldur gagn- aðist bætt skráning ekki síður stjómvöldum sjálf- um. „Það flýtir fyrir störfum og leiðir til bætts réttaröryggis þar sem auknar líkur verða á því að tvö sambærileg mál verði afgreidd á sama hátt. Ég held að þessi skráning skili betri og auknum afköstum stjórnsýslunni." Aðspurður um saman- burð á frumvarpinu við upplýsingalöggjöf á Norðurlöndunum sagði Eiríkur að á Norðurlöndunum giltu nokkuð mismunandi viðhorf. „í Sví- þjóð er stjórnkerfið mun opnara en t.d. í Danmörku. Við höfum farið bil beggja en þó gengið lengra á ýmsum sviðum í því að opna stjórnsýsluna en gert er í Danmörku og Noregi. Það sem einkennir þetta frumvarp er að þarna er að finna laga- reglur um þessi mál. Ekki er gert ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð- ir til að útfæra lagaregl- umar en dönsku lögin byggja á því í verulegum mæli.“ Eiríkur var spurður hvort segja mætti að undanþáguákvæði frum- varpsins væru svo al- mennt orðuð að með þeim væri upplýsinga- rétturinn að engu gerð- ur. Hann sagði ljóst að undanþágurnar bæri að skýra þröngt og til þess að þeim yrði beitt þyrftu sérstakir hagsmunir að vera til staðar. Utfærsla í höndum óháðrar nefndar en ekki með reglugerðarheimild „Meginreglan er sú að það er veittur aðgangur að skjölum. Við kusum að fara þá leið að hafa þessar reglur al- Eiríkur Tómasson mennt orðaðar til að gera þær aðgengi- legri þannig að hægt væri að koma þeim fyrir í lagatexta. Eitt merkasta nýmælið í þessu lagafrumvarpi er að það er gert ráð fyrir óháðri úrskurðar- nefnd sem ætlað er að skýra og út- færa þessar reglur. Auk þess geta menn leitað til umboðsmanns Alþingis til að fá túlkun á reglunum og að sjálf- sögðu til dómstólanna," sagði Eiríkur. „Frekar en að hafa reglugerðarheim- ild til ráðherra þar sem hægt væri að útfæra undanþágumar nánar og kannski víkka þær út var valin sú leið að orða undanþágur almennt og láta óháða úrskurðaraðila um að skýra regl- urnar nánar og móta þær í fram- kvæmd.“ Eiríkur sagði að engin refsiákvæði væru í lögunum. Blaðamaður sem birti skjal sem hann kæmist yfir þótt honum hefði verið neitað um það af úrskurðar- nefnd kallaði t.d. ekki með því yfir sig sjálfkrafa refsimál. „Hann bakar sér ekki frekari ábyrgð vegna tilkomu þess- ara laga en hann mundi gera í dag.“ Eiríkur kvaðst heldur ekki telja að trúnaðarbrot opinbers starfsmanns, sem léti slíkt skjal af hendi, kailaði á þyngri viðbrögð eða refsingu eftir gildistöku laganna en í dag. Spumingu um hvort hann teldi að það mundi hafa áhrif á mat dómstóla í t.d. meið- yrðamálum að stjórnvöld hefðu áður synjað um aðgang að þeim upplýsing- um sem málið væri sprottið af, svaraði hann þannig að hann teldi tilkomu lag- anna engu þar um breyta. * EG VONA að Alþingi beri gæfu til að samþykkja þetta frumvarp án frekari takmarkana. Það tekur að vísu ekki til allra þeirra þátta sem maður hefði helst kosið en það er ágætt að flestu leyti, svo langt sem það nær,“ sagði Þór Jónsson, frétta- maður, sem tók þátt í að veita um- sögn um fmmvarp til upplýsingalaga fyrir hönd Blaðamannafélags íslands. Hann hefur þekkingu á sænsku upp- lýsingalögunum frá þeim tíma er hann starfaði við blaðamennsku í Svíþjóð. Hvað breytist fyrir almenning varð- andi aðgang að upplýsingum úr stjórn- kerfinu verði frumvarpið að lögum? „Fram að þessu hefur ríkt réttar- óvissa á íslandi um þessi mál. Við höfum átt það- undir geðþótta ein- stakra embættismanna hvort við höf- um fengið gögn sem við höfum beðið um í stjórnkerfinu, gögn sem jafnvel gætu haft áhrif á ákvarðanir okkar. Eg held að upplýsingalög, skýr eins og þessi virðast vera, greiði úr þessum vanda og að þau séu til hagsbóta bæði fyrir þá sem viljá fá gögn og upplýsingar úr stjórnkerfinu og einnig fyrir þá starfsmenn stjórnsýslunnar sem hafa ekki vitað hvernig bæri að taka á þessum málum. Opnara kerfi — virkara aðhald Þeir hafa oft frekar synjað mönnum um aðgang að upplýsingum en að taka áhættuna af að afhenda þær. Ég held að opnara kerfí fylgi virkara aðhald og það sé til hagsbóta og meira Vonandi samþykkt án frekari takmarkana í anda lýðræðis en það kerfi, eða sú kerfisieysa, sem hefur ríkt hér fram að þessu. Þór kvaðst telja að blaðamenn mundu nýta sér upplýsingalög frekar en hinn almenni borgari vegna starfa sinna til að afla sér upplýsinga og veita stjórnvöldum að- hald. „Þar með sinna þeir betur skyldu sinni gagn- vart almenningi," sagði Þór. Hann kvaðst sjálfur hafa lent í því í starfi sem blaðamaður að vera neit- að um í stjórnkerfinu hér á landi upplýsingar um bréfaskipti íslenskra og sænskra ráða- manna. Þær upplýsingar hefði hann hins vegar fengið afhentar í Svíþjóð á grundvelli þarlendra upplýsingalaga. Meginregla mikils virði Þór segist telja að þótt frumvarpið taki ekki til fundargerða ríkisstjórna, saksóknar í opinberum málum, og víki ef á annan veg er mælt í þjóðréttar- samningum, sé það býsna gott. „Meg- inreglan er mjög mikils virði; að stjóm- völdum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenn- ingi aðgang að tilteknum gögnum og taka ákvörð- un um afhendingu þeirra án ástæðulausrar tafar. Þetta skiptir meginmáli og er sama meginreglan og hjá frændþjóðum okkar og er jafnframt samkvæmt frumvarpinu lágmarkskrafa til stjórn- valda um aðgang að upplýsingum. Undan- þágur frá meginreglunni skulu skýrt greindar í lögum og þannig virðist mér girt fyrir geðþótta- ákvarðanir stjórnvalda. “ Þór kvaðst telja að ákvæði um óháða úrskurðamefnd hefði íslenska frum- varpið umfram upplýsingaiög á Norð- urlöndum. „Að ýmsu leyti er frumvarp- ið líkt því sem gerist á hinum Norður- lönduum, þótt það gangi ekki eins langt og sænsku lögin, sem ég tel vera til fyrirmyndar, og er ekki eins víðtækt og þau. Þrátt fyrir það tel ég mikla réttarbót að þessum lögum ef Alþingi ber gæfu til að samþykkja þau án frek- ari takmarkana. Fvrri frumvörp um Þór Jónsson sama mál gengu miklu skemmra en þetta og urðu góðu heilli aldrei að lög- um. Nú horfir öðra vísi við.“ Óþarflega rúmur málsmeðferðarfrestur Þá nefndi Þór að með ákvæði frum- varpsins um skyldu stjórnvalda til að skrá og varðveita málsskjöl á kefis- bundinn og aðgengilegan hátt virðist sem höfundar framvarpsins hafí t.d. sneitt hjá galla sem grafið hefði undan virkni dönsku upplýsingalaganna. Helsta galla framvarpsins kvaðst hann telja þann ráma tíma sem stjóm- völdum væri ætlaður til að svara beiðn- um um aðgang að upplýsingum. „Ég tel að sjö dagar, miðað við reynslu mína af blaðamennsku í Svíþjóð, sé nægilega rúmur tími fyrir stjómvalc til að gefa rökstutt álit um hvort þa< afhendir gögn eða ekki til að unnt » að skjóta málinu til úrskurðarnefndar innar.“ Þá kvaðst hann telja miður a fmmvaipið gerði ekki ráð fyrir þvi aö hægt sé að skjóta til úrskurðamefndar- innar máli vegna tafa á afgreiðslu beiðni um upplýsingar. „í greinargerðinni segir einnig að önnur verkefni stjómvalds kunni að verða að hafa forgang þannig að úr- iausn um beiðni verði <ið bíða. Ég ei þeirrar skoðunar að fá ef nokkur verk efni stjómvalds eigi að hafa forganj umfram þá lýðræðislegu skyldu æ veita almenningi aðgang að upplýsing um úr stjórnkerfinu," sagði Þór Jór.,%. son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.