Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 41 MINNINGAR ÞORUNNJONA ÞÓRÐARDÓTTIR + Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítal- anuni 8. janúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Neskirkju 15. jan- „HANN vissi bæði það sem var og það sem verða mundi og það sem áður hafði verið." Þessi orð Hómers koma upp í hugann þegar við minnumst elskulegrar frænku okkar. Hún kunni skil á svo mörgu, var víðlesin og stálminnug. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum og hafði víð- sýni yfir það sem gengið var og fylgdist vel með því sem fram fór hverju sinni. Hún sá oft inn í hið ókomna og gat þá farið á flug og varð oft torskilin þeim sem jarð- bundnir voru. Hún gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og það sem hún lærði þar nýttist henni vel. Þar kynntist hún útsaumi sem varð síð- an hennar listgrein. Hún fór til Kaupmannahafnar og gekk þar í hússtjórnarskóla, kynnti sér söfn og naut þeirrar fegurðar sem borg- in bauð og átti þar ánægjulegar stundir. Jóna var falleg kona. Það er haft eftir Lullu frænku hvað það hefði verið gaman að ganga með Jónu um götur Kaupmannahafnar, hún vakti svo mikla athygli Hún tók þátt í fyrstu fegurðarsamkeppn- inni á íslandi. Myndir af fallegustu stúlkum í Reykjavík á þeim tíma fylgdu vindlingapökkum frá Teóf- aní. Ekki var það að Jóna reykti, hún var stök bindindiskona. Þegar hún var orðin slæm af astma sagði læknirinn að hún skyldi hætta að reykja. „Þá verð ég víst að byrja að reykja til þess að geta hætt," sagði Jóna hógværlega. Hún tók þátt í ýmsum félags- störfum, var í stúkunni Verðandi nr. 8 Guðspekifélag- inu, kvenfélagi Laug- arneskirkju og í Sam- frímúrarareglunni og viljum við þakka reglu- bræðrum og -systrum hve vel þeir reyndust Jónu fram til hinstu stundar. Jóna stundaði lengst af verslunar- störf hjá afa í verslun Jóns Þórðarsonar og fórst það starf henni vel úr hendi. Hún gift- ist 1951 Sigurmundi Guðnasyni og var einkasonur þeirra, Guðni Þórður, hennar líf og yndi. Hún umvafði hann þeirri ást og hlýju sem mest mátti verða. Hún þakkaði forsjóninni fyrir ástkæra tengdadóttur og yndisleg barna- börn. Heimili þeirra Sigurmundar var lengi í Hrísateig 5 og síðar við Skipasund. Þeir sem skilja allt, sætta sig við allt og Jóna varð að sætta sig við margt sem henni var óljúft. Fáar sögur bárust. Þögn hvíldi yfir vötn- um. Margt skipast á mannsævi. Svo fór að hún gerðist vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og átti þar góða daga, var öllum hnút- um kunnug, hafði unnið þar um tíma. Hún átti góða að, frændkona hennar Helga Björnsdóttir og dætur hennar voru henni mjög hjálpsam- ar, og viljum við senda þeim og öllu starfsfólki kærar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju sem hún naut þar. Þarna gat hún unnið við sína list, útsauminn, sem lék í hönd- um hennar. Hún fann máttinn þverra og heimförina nálgast og minntist Sókratesar: „Nú er mál komið að vér göngum héðan, ég til þess að deyja en þér til þess að lifa. Hvorir okkar fari betri för er öllum hulin nema guðinum einum." Góða ferð, elskuleg frænka, og bestu þakkir fyrir samfylgdina. Systkinabörnin. GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON ANNA KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Anna Kristín Jónsdóttir fæddist á Mannsk- aðahóli í Hofs- hreppi í Skagafirði 23. febrúar 1911. Hún lést á Landspít- alanum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. febrúar. VIÐ andlát ömmu verður mér hugsað til baka til alls þess sem ég gerði með ömmu og j)ess sem hún gerði fyrir mig. Eg var mikið hjá ömmu minni frá unga aldri og þar til ég byrjaði í menntaskóla sl. haust. Alltaf tók hún vel á móti mér og var tilbúin með eitthvað gott að borða. Hún átti alltaf eitthvað gott með kaffinu og þegar eitt barnabarnið frétti af andláti hennar sagði það: „En hún sem bakaði svo góðar klein- ur." Það kom enginn til ömmu án þess að vera boðið upp á eitthvert góðgæti og lagði amma mikið upp úr matnum. Jólaboðin hjá henni voru engu lík, súpan góða, svínas- teikin með pörunni og frómasinn. Það kom fyrir að ömmu langaði til að breyta til og hafa eitthvað ann- að, en barnabörnin tóku það ekki í mál, þau vildu gamla góða matinn hennar ömmu sinnar á jólunum. Amma var alltaf í góðu skapi og hafði frá mörgu að segja, t.d. fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði sínar skoðanir á því. Amma hugsaði allt- af meira um aðra en sjáífa sig, og hún reyndi síðustu árin að búa mig undir andlát sitt og hafa samtöl okkar um dauðann hjálpað mér mikið í sorginni. Það var ósk ömmu að deyja í fullu fjöri eins og hún var vön að orða það. Þess vegna er ég þakklát fyrir að veikindi hennar voru ekki löng. Daginn áður en hún dó hafði hún farið í sund, að spila og flest- ir afkomendur hennar höfðu litið inn í kaffi þennan dag. Amma var í öllu, hún spilaði, dansaði og fór í leikfimi, handa- vinnu og sund. Það er því erfitt að skilja að hún skuli fara frá okkur svona snögglega. Amma bjó í einbýlishúsi sem hún og afi byggðu fyrir 44 árum í Heiðargerði 96. Hún hugsaði um garðinn og var hann alltaf mjög fallegur hjá henni. Á veturna var hann alltaf fullur af fuglum, það leið varia sá dagur að hún gæfi þeim ekki eitthvað og voru þeir farnir að laðast að henni. Ég kveð nú ömmu mína og vona að hún og afi hafi það gott saman þar sem þau eru núna. Aiina María. + Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavik 8. júní 1917. Hann lést í Borgarspítal- anum 23. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Bústaða- kirkju 2. febrúar. GUÐMUNDUR Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést á Borgarspítalanum 23. janúar síðastliðinn. Fyrstu minhingu mína af Gumma frænda og Astu konu hans á ég frá því ég var 5 eða 6 ára gömul. Ég hafði ekki séð þau oft, en þau höfðu verið í sunnudags- kaffi hjá foreldrum mínum og ætl- uðu að fara að tygja sig til brottfar- ar. Þá beindi Gummi orðum sínum að mér og sagði: „Megum við Ásta eiga þig." „Já," svaraði ég að bragði og stóð á fætur: „Ég ætla bara að taka nýju kápuna mína með mér," sem mamma hafði ný- lokið við að sauma á mig. Þau höfðu þá ekki átt neitt barn saman og mér fannst sjálfsagt að verða við þessari bón hans. Ekki tók ég það heldur nærri mér að hann fylgdi þessari bón sinni ekki eftir heldur rak upp ískrandi dillandi hlátur yfir viðbrögðum mínum eins og honum var einum lagið. í minn- ingunni hafði Gummi ljúft, létt og hlýtt yfirbragð og það var ekkert auðveldara en að verða við ósk svona manns. Þó að þeir væru tví- burar faðir minn og Guðmundur var ekki mikill samgangur á milli fjölskyldnanna, en þeir höfðu alltaf samband sín á milli. Hins vegar fór ég að umgangast þau hjónin meira hin seinni ár eftir að þau voru orðin ein í kotinu, Guðmundur hættur að vinna og dæturnar allar fluttar að heiman. Eg kynntist nýrri hlið á Ástu veturinn 1989-90, þegar við sótt- um saman heilsvetrar námskeið, sem átti að svala sameiginlegri þörf okkar að fræðast um andleg málefni. Þar skar Ásta sig úr hópn- um. Hún hafði einstaka þörf fyrir að hafa hlutina á hreinu og spurði oft í þaula ef henni fannst eitthvað óljóst. Hún var víðlesin og hafði gaman af að ræða um ýmis mál, hvort sem þau snertu hana sjálfa eða aðra. A þessum tíma heimsótti ég þau hjónin nokkrum sinnum. Þau voru gestrisin og höfðu skapað sér hlý- legt heimili í Brekkugerði. Það kom mér skemmtilega á óvart hve Ásta var lagin í höndunum, hún var ekki einungis mikil hannyrðakona, heldur smíðaði líka og málaði og sá um ýmislegt viðhald á húsinu, auk þess að elda og baka eins og aðrar húsmæður. Það má segja að ég sæi hana í nýju ljósi. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir sú kona. Ég man ekki eftir því að hafa séð föður minn taka upp skrúfjárn á heimili sínu svo að ég átti ekk- ert bágt með að ímynda mér að Gummi væri sáttur við það að Ásta tæki að sér karlmannsverkin á heimilinu. Hann var þó sami vinnuþjarkurinn og pabbi og hafði lagt á sig mikla vinnu við að byggja upp eigið fyrirtæki. Þó að vinnuvik- an væri óhóflega löng var hann rhikill fjölskyldumaður og eftir að þau hjónin höfðu eignast saman tvær dætur tók hann sér alltaf tíma til þess að sinna þeim og vera með þeim. Ekki gerðu allir feður sér far um það í þá daga. Það var alla tíð sterkt samband milli Guð- mundar og eldri dóttur hans Hrafnhildar. Hins vegar var yngri dóttir þeirra hjóna, Sigrún, tengd- ari móður sinni og var alla tíð mjög náið trúnaðarsamband á milli þeirra. Um langt árabil bjó, Sigrún í Frakklandi, gift Rodolphe . Giess (Rúdda), en Hrafnhildur bjó í Reykjavík ásamt tveimur börnum sínum, Gumma litla og Ástu. Þeim hjónum var ákaflega hlýtt til dætra sinna og fjölskyldan var þungam- iðjan í lífi þeirra. Gummi litli og Ásta voru sólageislarnir í Brekku- gerði. Bæði hjónin höfðu gaman af því að ferðast og höfðu tæki- færi tilþess. Heimsóknir til Sigrún- ar í Frakklandi ogsólarlandaferðir voru fastir liðir í lífi þeirra. Það óvænta gerðist svo fyrir þremur árum að Ásta lést eftir stutt veikindi, á undan Gumma. Það var honum og dætrunum mik- ið áfall. Guðmundur hafði aldrei gert ráð fyrir því að lifa Ástu, sem var burðarásinn á heimilinu. Hann lét þó ekki deigansíga og hélt áfram að lifa lífinu. Á þessum tíma fórum við nokkrum sinnum saman í leikhús. Gummi var sjéntilmaður í sér og hafði gaman af að blanda geði við fólk og við nutum bæði þessarra stunda. Það var honum mikið gleðiefni rúmu ári eftir að Ásta dó að Sigrún og Rúddi ákváðu að flytja til Islands með nýfædda dóttur sína. Þau ætluðu að láta reyna á það hvort þau gætu komið hérna undir sig fótunum og fóru að vinna að þeim draumi sínum að setja á fót eigið fyrirtæki. Þetta var mikil vinna ekki síst fyrir Sigr- únu, þar sem þau voru með unga- barn og mikið af framkvæmdunum mæddu á henni af því Rúddi talaði ekki íslensku. Skömmu eftir að Sigrún kom heim veiktist Gummi. Hann fékk kransæðastíflu. Þegar hann veikt- ist datt hann inni. á baðherbergi og hlaut alvarlegan höfuðáverka. Eftir þetta átti hann mjög erfitt með að tjá sig, hann fann ekki orðin sem hann ætlaði að nota. Með þannig skaða var ekki hægt að meta hver andleg geta hans„ var. Heilsu hans fór hrakandi. í veikindum hans kristallaðist sú kreppa sem margar fjölskyldur lenda í í dag. Gummi hafði aldrei getað hugsað sér, að lifa við skert ástand og geta ekki séð um sig sjálfur. Gummi lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 23. janúar síðastliðinn. Eg vil þakka þeim hjónum fyrir samverustundirnar sem ég átti með þeim. Hlýleiki þeirra og mannkærleikur var mannbætandi og gaf af sér til umhverfisins. Eitt af því sem Ásta vildi fá skýr svör við var hvort það væri líf eftir þetta líf. Það er ég þó viss um og einnig það að Ásta hefur tekið vel á móti Gumma sínum og hjálpað honum yfir móðuna miklu þegar hans tími kom. Afkomend- um þeirra hjóna óska ég alls hins besta. Megi minningin um þau hjón lifa sem lengst. Gerður Jónsdóttir. Kæri Guðmundur. Nú þegar ég kveð þig að sinni koma fram margar minningar og allar bregða þær birtu á huga minn. Ekki er laust við að bros færist yfir andlitið því það var jú þitt aðalsmerki, brosið og hjarta- hlýjan. í huganum gerist ég barn á ný og rifja upp margar góðar stundir þar sem þú komst við sögu. Það var t.d. árið sem hún amma mín (og mamma þín) dó. Það er ekki laust við að mér, 5 ára stelp- unni, fyndist ég missa mikið. Það var nefnilega þannig að amma var á sjúkrahúsi og því fór ég á sunnu- dögum með pabba mínum (tvíbura- bróður þínum Jóni Hjaltalín) að heimsækja hana. Þá átti ég svo marga frændur og frænkur sem ég hitti hjá ömmu minni sálugu. Já, þær gegna mikilvægu hlut- verki, ömmurnar, í að halda saman fjölskyldunni. Því þegar hún amma mín dó var bara eins og ég ætti ekki allt þetta frændfólk lengur því ég sá það svo sjaldan, nema þig Guðmundur frændi. Það leið aldrei langur tími milli þess sem ég heyrði af þér eða sá. T.d. sumar- ið sem Gísli bróðir var svo brúnn á bakinu en maginn var alveg snjó- hvítur. Ég þurfti að fá skýringu á þessu. Jú, ég gat vel skilið það að ekki væri mikill tími til að sóla á sér magann þegar menn væru í vinnu hjá Gumma frænda sem var að byggja risastórt hús í Síðumúl- anum fyrir þvottahúsið sem hann rak og aðra starfsemi. Hann var athafnamaður og stórhuga hann Gummi, það leyndi sér ekki. Gummi frændi var líka öðruvísi pabbi. Hann hafði svo mikinn tíma fyrir stelpurnar sínar. Ég fór í Bláfjöll og þar var Gummi að keyra stelpurnar á skíði. Ég fór í hesthús- ið að moka skít og þar var Gummi því stelpan hans vildi svo gjarnan fara á hestbak. Ég fór í laugarnar og þar var Gummi í pottinum. Allt- af naut ég þess að hitta þig fyrir. Þú hafðir alveg sérstaklega hlýja nærveru. Eitt handtak frá þér sagði meira en nokkuð annað. Þú lést þér aldrei nægja venjulegt handtak heldur lagðir jafnan vinstri höndina að auki yfir hand- arbakið. Svo hélstu vel og lengi og augun geisluðu af hjartahlýju er þú sagðir: „Nei, komdu nú sæl og blessuð frænka." Litlu barns- hjarta þótti gott að eiga svona góðan frænda. Og það þótti mér líka á fullorðinsárum. Guðmundur og Ásta kona hans áttu yndislegt heimili sem gott var að heimsækja. Samheldni og vin- átta þeirra hjóna var mikil og birt- ist í öllum þeirra samskiptum. M.a. þar sem þau unnu saman í þvotta- húsinu. Eg naut einnig kynna við Ástu um árabil er hún sótti til mín námskeið á vegum Ljósheima, Guðspekisamtakanna í Reykjavík. Opin einlægni og hrekkleysi var þeim hjónunum sameiginleg og birtist svo vel í athugasemdum og spurningum Ástu meðan á nám- skeiðinu stóð. Voru þær oft upp- spretta skemmtilegra umræðna. Já, dætur ykkar hafa misst mikið en það er huggun harmi gegn að vita til þess að Ásta, þín ástkæra eiginkona, og þú eruð nú saman á ný. Systrunum Elínborgu, Sonju, Hrafnhildi og Sigrúnu, einnig Ru- dolf manni Sigrúnar, votta ég sam- úð mína svo og börnum þeirra. Ennfremur eftirlifandi systkinum Guðmundar, þeim Magnúsi og Salóme. Pálmi frændi á einnig samúð mína alla. Megi Drottinn Guð færa þér: „fyrirgefningu þar sem móðgun er, einingu þar sem sundrung er," - og ykkur öllum: „von þar sem örvænting er, ljós þar sem skuggi er, gleði þar sem harmur er," eins og segir í bæn þeilags Frans frá Assisi. Eldey Huld Jónsdóttir. + Móðir okkar, RÓSA BÁRDAL, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, andaðist 14. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erla Kristinsdóttir, EinarSverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.