Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp um réttindi sjúklinga Sjúklingur ákveði hvort hann þiggi meðferð FRUMVARP til laga um réttindi sjúklinga gerir ráð fyrir sjúklingur ákveði hvort hann þiggi meðferð eða ekki. Ef sjúklingur hafnar með- ferð skal hann upplýstur um afleið- ingar ákvörðunarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að frumvarpið marki tíma- mót. Hún vonar að um frumvarpið náist þverpólitísk samstaða á þingi. Gildistökuákvæði gerir ráð fyrir að frumvarpið öðlist gildi 1. júlí 1996. Ingibjörg tók fram á blaða- mannafundi vegna frumvarpsins að á tímum niðurskurðar væri mikil- vægt að tryggja réttindi sjúklinga. Hún sagði að ýmis nýmæli væru í frumvarpinu og nefndi að tekið væri fram að sjúklingur ætti rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og meðferð. Hann hefði samkvæmt frumvarpinu aðgang að sjúkra- skrám og tækifæri til að bæta við upplýsingar um heilsu sína. Ný- mæli er að tryggja sjúklingum upp- lýsingar á eigin tungumáli og er gert ráð fyrir að táknmálstúlkur aðstoði heyrnardaufa og heyrnar- lausa. Sjúklingur ákveður hvort hann þiggur meðferð eða ekki og enga Opiðídag kl. 10-12. Ath. breyttan opnunartíma! Teikningar á skrifstofu. Fjöldi eigna í skiptum. meðferð má framkvæma án sam- þykkis hans. Ef sjúklingur hafnar meðferð skal hann upplýstur um afleiðingar ákvörðunarinnar. Sér- ákvæði gerir ráð fyrir að sjúklingur eigi rétt á að deyja með reisn og gefi hann ótvírætt til kynna að hann óski ekki eftir meðferð til'að lengja líf sitt eða tilraunum til end- urlífgunar skal virða ákvörðunina. Foreldrar eða forráðamenn skulu veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð á sjúklingi yngri en 16 ára. Neiti foreldri eða forráðamaður að samþykkja nauðsynlega meðferð skal heilbrigðisstarfsmaður snúa sér til barnaverndaryfirvalda. Frá meginreglunni um að sjúklingur taki ákvörðun um hvort hann þigg- ur meðferð er sú undantekning gerð að ef sjúklingur er meðvitund- arlaus skal taka samþykki hans sem gefið gagnvart meðferð sem telst bráðnauðsynleg. Af öðrum nýmælum má nefna að sérákvæði eru um samþykkt fyrir vísindarannsóknum og með- ferð sýna. ítrekuð er þagnarskylda heilbrigðisstarfsmanna og kveðið á um að hún nái til allra starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Varðandi ALMENNA FASTEIGBIASALAH LaUBftVEBI 1B S. 552 1158-552 1371 forgangsröðun kemur fram í frum- varpinu að þurfi að velja milli sjúkl- inga skuli valið fyrst og fremst byggt á læknisfræðilegum sjónar- miðum og eftir atvikum öðrum fag- legum forsendum. Heimaþjónustu skal tryggja fyrir útskrift af sjúkra- húsi. Börnum á grunnskólaaldri er m.a. tryggður réttur til náms á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Heilbrigðisstarfsfólki er gert skylt að skýra frá því ef grunur leikur á að illa sé farið með börn eða mann- HUGMYNDIR um álagningu fjár- magnstekjuskatts sættu harðri gagnrýni á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldinn var á fimmtudag. Forsvarsmenn verð- bréfafyrirtækja, sem voru á fund- inum, telja að slíkur skattur hafi verulegan kostnaðarauka í för með sér hjá ljármálastofnunum og gæti haft vaxtahækkanir í för með sér. Pétur Blöndal alþingismaður sagðist hafa miklar efasemdir um skattinn en telja skárra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að standa að álagningu hans nú á sínum forsendum í stað þess að hafa e.t.v. ekkert um það að segja síðar. Frummælendur voru Árni Oddur Þórðarson, forstöðumað- ur hjá Skandia og Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri Kaup- þings, auk Péturs. Pétur greindi frá vinnu og tillögum nefndarinnar, sem fjallaði um álagn- ingu íjármagnstekjuskatts. Hann sagðist hafa lagt mikla áherslu á að ef á annað borð ætti að leggja skatt- inn á þyrfti um leið að fínna leiðir til að örva ijárfestingu í atvinnulífi. „Að lokum náðist sú niðurstaða að lækka ætti skatt á arð og söluhagnað hlutabréfa úr 42-47% í flestum tilvik- um niður í 10% og það mun hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið." Pétur sagðist hafa barist gegn upptöku ijármagnstekjuskattsins í upphafi nefndarstarfsins en síðan beygt sig fyrir þeim pólitíska veru- leika að meirihluti væri fyrir slíkum skatti meðal þjóðar og þings. Því hafi hann metið stöðuna þannig að skárra væri fyrir Sjálfstæðisfiokkinn að styðja slíka skattlagningu nú og hafa um leið áhrif á hvernig að henni skuli staðið í stað þess að hafa ekk- ert um það að segja síðar.“ Með upptöku fjármagnstekju- skatts er nauðsynlegt að endurskoða eignarskattskerfið að sögn Péturs. Sagðist hann ætla að beijast fyrir því að eignarskattar verði lækkaðir verulega um leið og fjármagnstekju- skatturinn verður lagður á. 300 millj. kr. kostnaðarauki Árni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður hjá Skandia, gerði að umtals- efni hinn mikla kostnað, sem álagn- ing ijármagnstekjuskatts, hefði í för með sér fyrir þjóðfélagið. „Skattur- inn á að skila ríkinu um 600 milljón- um króna í auknar tekjur fyrst um sinn en varlega áætlað hefur hann um 300 milljóna króna kostnaðar- auka í för með hjá bönkum, verð- bréfafyrirtækjum og öðrum þjón- ustuaðilum en þessum kostnaði verð- réttindi barna ekki virt. ítrekuð eru ákvæði læknalaga og laga um heil- brigðisþjónustu varðandi rétt sjúkl- inga til að kvarta yfir heilbrigðis- þjónustu. Kvartað yfir framkomu við sjúklinga Ingibjörg þakkaði nefnd um gerð frumvarpsins sérstaklega fyrir vönduð störf. Dögg Pálsdóttir, for- maður nefndarinnar, hafði orð fyrir nefndarmönnum og tók fram að víða hefði verið leitað fanga. Hún nefndi í því sambandi að frumvörp og frumvarpsdrög um sama efni frá hinum Norðurlöndunum og nýleg yfirlýsing frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni hefðu verið höfð til hlið- sjónar. Nefndin hefði því tii viðbót- ar haft mikið gagn af heimsóknum til 45 félaga sjúklinga og vanda- manna þeirra. Niðurstöður heim- sóknanna hefðu svo verið kynntar á fundi með fulltrúum stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík, heilsugæsl- unnar og Tryggingastofnunar ríkis- ins Dögg sagði að félögin hefðu í stuttu máli verið ánægð með heil- brigðisþjónustuna. „Helstu kvart- anirnar lutu hins vegar að fram- komu við sjúklinga og í framhaldi af því var sérstaklega tekið á því í kafla fimm í frumvarpinu," sagði Dögg og tók fram að þó sjálfgefið ur að sjálfsögðu velt á skuldara og lánveitendur í formi þjónustugjalda eða vaxta. Þá má gera ráð fyrir að skatturinn kunni að leiða til vaxta- hækkana. Hækki vextir um 0,2%. leiðir slík hækkun til þess að vaxta- kostnaður ríkisins hækkar um 280 milljónir á ári miðað við innlendar skuídir ríkissjóðs." Árni Oddur lagði út af þeirri skoð- un Péturs að 10% skattur á nafn- vexti hlyti að teljast í hóflegra lagi og taldi 'að mikil hætta væri á að ekki liði á Iöngu uns skatturinn yrði hærri. „íslendingar hafa þá reynslu að flestir skattar hafa hækkað og fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni hafa reyndar nú þegar gefið fyrirheit um slíka hækkun. Vaxtahækkun og fjármagnsflótti Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, varaði einnig við mögu- legum afleiðingum fjármagnstekju- skatts og sagði að með slíkri álagn- ingu væri mikil hætta á að sparnað- ur hérlendis minnkaði en hann væri nú þegar afar lítill. Eðlilegra hefði verið að breikka eignarskattstofn- inn, t.d. með því að skattleggja ríkis- skuldabréf, ef skattleggja ætti fjár- muni á annað borð. Sáralítill kostn- aður hefði hlotist af þessu því að aðferðafræðin og reynslán væru fyr- ir hendi. Hann tók undir þau orð Péturs að nauðsynlegt væri að lækka eignarskatt en meðan hann væri svo hár, sem raun ber vitni, væri rangt að tala um að 10% fjármagnstekju- skattur væri hóflegur. væri að fólk sýndi öðru fólki, hvort sem viðkomandi væri sjúklingur eða ekki, virðingu hefði komið í ljós að nokkuð skorti þarna á í heilbrigðis- kerfinu. Of oft virtist litið á fólk sem tilfelli en ekki manneskjur. Dögg sagði að reynslan hefði sýnt að ef setja ætti málin í þann farveg sem talinn væri ásættanleg- ur þyrfti að draga tiltekna hópa útúr eins og gert hefði verið með aldraða og fatlaða. Hún væri full- viss um að með lögunum ætti hún eftir að sjá sömu breytingu meðal sjúklinga og hjá hinum hópunum. Yfirskrift fimmta kafla frum- varpsins er Virðing fyrir mannhelgi sjúklingsins. I honum er m.a. lögð áhersla á að heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem starfs síns vegna hafa samskipti við sjúklinga komi fram við þá af virðingu. Þurfi sjúklingur að bíða eftir meðferð skuli heil- brigðisstarfsmaðurinn, sem hann leitar til, gefa skýringu á biðinni ásamt upplýsingum um áætlaðan biðtíma. Samkvæmt frumvarpinu á að lina þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Sjúkl- ingurinn á rétt á að njóta stuðnings fjölskyldu sinnar, ættmenna og vina, meðan á meðferð og dvöl stendur. Hann á ennfremur rétt á að njóta andlegs og trúarlegs stuðn- ings. Álagning fjármagnstekjuskatts mun ótvírætt hafa einhveija vaxta- hækkun í för með sér að sögn Guð- mundar. „Er rangt að halda öðru fram eins og gert er í skýrslunni. Vextir munu hækka með aukinni skattlagningu ijármagnstekna en spurningin er aðeins hve mikið. Slík vaxtahækkun hefur óhjákvæmilega í för með sér aukna vaxtabyrði fyrir- tækja. Aukinn íjármagnsflótti vegna skattsins er mjög líklegur en lítið er gert úr þeirri hættu í áliti nefndar- innar.“ Engin rökfræði að baki skattinum Nökkrir fundarmenn tóku til máls að loknum erindum frummæl- enda og var þungt hljóð í þeim flest- um vegna skattsins. Var Pétur meðal annars spurður að því hvaða rökfræði lægi að baki skattinum og svaraði hann því til að hún væri engin. Ekki væri um að ræða rök- fræði heldur sálfræði enda væru engin rök fyrir því að byggja upp heilt skattkerfi fyrir 600 milljóna króna tekjur. „Menn hafa bitið það í sig að þennan skatt eigi að leggja á og þetta er lendingin, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur náð í þessu máli. Því miður ræður hann ekki einn en ég tel að það hafi verið snilldarbragð hjá Davíð Oddssyni að mynda þessa stjórn á sama tíma og vinstri menn reyndu að mynda R-lista ríkisstjórn. Við sömdum við Framsókn og þetta er niðurstaðan," sagði Pétur Blöndal. Draumahús í Portúgal til sölu Fallegt 100 fm einbýli á sérstaklega fallegum stað í norður Portúgal. Húsið er nýuppgert fyrir íslenskar þarfir. Þessi náttúruparadís er 5.000 fm með skógi og mikið af stórum ávaxtatjám. Gott útsýni. Skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 588-4555. Drápuhlíð 45 Opið hús í dag frá kl. 13—15 Mjög falleg 4ra—5 herb. 109 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Endurnýjað eldhús. Sérinng. Hiti í stéttum og falleg lýsing. Húsið er byggt 10 árum seinna en önnur hús í götunni. Mjög falleg eign. Jónína tekur á móti þér frá kl. 13—15 í dag. SS! IISI'SS! 1371 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvamdasijori KRISTJAN KRISTJANSSON, lOGCiiiUR fasieignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Hagar - Skjól - nágrenni 3ja herb. íbúð óskast í skiptum fyrir stóra og góða 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi í vesturborginni. Suðuríbúð - lyftuhús - fráb. verð Sólrík, 3ja-4ra herb. íbúð, tæpir 90 fm, ofarlega í lyftuhúsi við Æsu- fell. Sameign eins og ný. Mikið útsýni. Verð aðeins 5,5 millj. Stórt endaraðhús við Brekkusel Húsið er jarðhæð og tvær hæðir, alls 6 herb., 2 stofur m.m. Herb. á jarðhæð má hafa sér. Sérbyggður bílskúr 23,8 fm. Qóð lán. Tilboð óskast. Nýleg íbúð við Stakkholt 3ja herb. um 70 fm á 2. hæð. Þvegið á baöi. 40 ára húsnlán kr. 1,5 millj. Tilboð óskast. Seljendur athugið! Höfum fjölda af fjársterkum kaupendum af flestum tegundum fast- eigna. Sérstaklega óskast eignir miðsvæðis i borginni. Ennfremur raðhús eða einbhús 100-120 fm. Má vera í smíðum. Hörð gagnrýni á fjármagnstekjuskatt á fundi SUS Gæti leitt til hærri vaxta „ ^ Morgunblaðið/Kristinn PETUR Blöndal, alþingismaður, hlýðir á erindi Árna Odds Þórð- arsonar, forstöðumanns hjá Skandia, á fundi SUS um fjármagns- tekjuskatt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.