Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 B 11
MANIMLÍFSSTRAUMAR
VÍSINDI /Hvad veldurjjölbreytni þróunar?
Sprengingin á kambríum
LÍFIÐ á jörðinni stendur aldrei í stað.
Fram koma ný lífsform og önnur
hverfa af sjónarsviðinu. Jarðsagan
geymir langa sögu þess lífs sem frá
upphafi hefur skreytt jörðina. Saga
þessi er þó ekki samfelld þar sem
leifar lífveranna varðveitast misvel í
jarðlögunum. Eitt af því sem lengi
hefur verið vísindamönnum ráðgáta
er óvenju tíð framkoma nýrra lífs-
forma á kambríumtímanum. Þróun
þessi var svo hröð að í lok tímabils-
ins var tilkomin sú líkamsbygging
sem enn í dag, rúmum 500 milljónum
ára síðar, einkennir flesta hryggleys-
ingja. Svo merkilegt er þetta fyrir-
bæri að talað er um „kambríum-
sprenginguna". Nýlega hafa þrír vís-
indamenn sett fram nýja tilgátu sem
skýrt gæti þessa hröðu þróun nýrra
líftegunda. Hún byggist á tilvist
frumuhóps sem venjulega er óvirkur
á lirfustigi dýra, sem gegnir mikil-
vægu hiutverki í endanlegri þróun
fullvaxta dýrs.
að eru fyrst og fremst hörðu
hlutar líkamsleifanna, s.s. bein
og skeljar, sem varðveitast sem stein-
gervingar í jarðlögunum. Dýr sem
gerð eru nær eingöngu úr mjúkvefj-
um skilja oftast lít-
ið eftir sig í jarðlög-
Unum. Það er ein-
ungis undir sér-
stökum, frekar
sjaldgæfum kring-
umstæðum, að
mjúkir vefir dýra
varðveitast yfir
jarðsögulegan
tíma. Þetta getur hinsvegar gerst ef
dýrið grefst hratt, ef jarðlögin eru
snauð af súrefni og þar af leiðandi
örverum og öðrum hræætum og ef
svæðið verður fyrir litlu jarðraski.
Árið 1909 rakst bandaríski fjölvís-
indamaðurinn Charles Doolittle
Walcott á jarðlög sem varðveist
höfðu undir þessum kringumstæð-
um. Walcott fann frá-
bært safn vel varðveittra
lindýra frá því fýrir 570
milljónum ára. Fundur
þessi, sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á hug-
myndir steingervinga-
fræðinga, sýndi að á
þessum tíma voru næst-
um öll þekkt byggingar-
form hryggleysingja
komin fram á sjónar-
sviðið. En hvaða ferlar
eða fyrirbæri voru það
sem stuðluðu að fram-
komu jafn margbreyti-
legs lífs á jafn skömm-
um tíma?
Steingervingafræð-
ingar rannsaka venju-
lega leifar fullvaxinna
lífvera, einfaldlega
vegna þess að flestar lífverur eru
fullvaxnar þegar þær deyja. Vísinda-
mennirnir þrír telja að þróun skor-
dýralirfa sé lykillinn að skilningi á
tilkomu íjölskrúðugra lífforma á
kambríumtímabilinu. Flest skrápdýr,
til að mynda, þróast fyrst í lirfur sem
eru minna en einn millimetri í þver-
mál. Lirfurnar eru gerðar af nokkur
þúsund frumum, sem flestar geta
ekki skipst nema u.þ.b. 12 sinnum.
í lirfunni eru hinsvegar nokkrar
„geymslufrumur“, sem eru óvirkar á
frumstigi dýrsins. Fullorðið dýr, sem
venjulega er ólíkt lirfunni í útliti,
þróast af þessum geymslufrumum.
Vísindamennirnir telja að fyrstu
fjölfrumungarnir hafi líkst skrápdýr-
um. Frumur þessara dýra hafa því
einungis skipst nokkrum sinnum á
æviskeiði þeirra. Fyrstu fjölfrumung-
arnir hafa því fjölgað sér og dáið
áður en geymslufrumurnar létu til
sín taka. Trúlegt er að einhvern tíma
hafi geymslufrumurnar orðið virkar
og stuðlað að myndun nýrra lífs-
mynstra. Þessar frumur gátu skipt
sér langtum oftar en frumur lirfunn-
ar. Þær gátu einnig flust um líkam-
ann þegar dýrið þróaðist og þar af
leiðandi haft mikil áhrif á vöxt þess.
Á þennan hátt gátu geymslufrum-
urnar leitt til myndunar nýrra lífvera
sem höfðu allt aðra stærð og lögun
en fyrstu fjölfrumungarnir. Vísinda-
mennirnir telja að seinna hafi þró-
aðri tegundir lífvera, svo sem skor-
dýr og hryggdýr, sniðgengið lirfuþró-
unina og þróast eingöngu út frá
geymslufrumunum eða afkomendum
þeirra. Þetta hefur stóraukið mögu-
leikana á myndun nýrra lífforma,
sem svo mikið var um á kambríum-
tímabilinu.
Hugmynd þessi er heillandi og hún
hefur þegar öðlast marga stuðnings-
menn. Mikilvægt verkefni fyrir þró-
unarfræðina er nú að finna erfða-
og sameindafræðilega túlkun á þeim
ferlum sem um er að ræða. Tveir
hópar vísindamanna vinna nú að þró-
un líkans sem gefur erfðafræðilega
skýringu á því sem átti sér stað í lok
kambríumtímabilsins, fyrir rúmum
500 miiljónum ára.
eftir Sverri
Ólafsson
NÆSTUM allt er leyfilegt á kjötkveðjuhátíð.
Hvar annars staðar mætti dansa hálfnakinn
á götunni?
þaðan hafa kjötkveðjuhátíðir Bras-
ilíumanna sprottið.
í Evrópu fóru hátíðir við upphaf
föstu hinsvegar dvínandi í löndum
þar sem siðskiptin áttu sér stað.
Ástæðan var að lútherstrú tók enn
strangar á skemmtunum en kaþ-
ólsk trú. Lönd í norðurhluta álf-
unnar búa fæst að líflegum hátíð-
um við upphaf föstu, skrúðgöngur,
dans og tónlist eru hvergi sjáan-
leg. Við íslendingar borðum salt-
kjöt og baunir á síðasta degi fyrir
föstu, og eru hátíðarhöld okkar því
fremur hófleg miðað við aðra
heimshluta. Við köstum okkur
hvorki á vit óregl-
unnar né óhófsem-
innar þó ofát á
sprengidag geti
auðvitað átt sér
stað.
Annað viðhorf
ríkir til upphafs
föstu í Brasilíu og
öðrum löndum
Suður-Ameríku.
Þar eimir enn af
hinni óreiðu-
kenndu Entrudo
sem hefur hlaðið
utan á sig í tímans
rás. í dag skipar
dans, tónlist og
búningar mikinn
sess á hátíðunum.
Ástríða Suður-
Ameríkubúa fyrir
dansi og söng var
óhjákvæmilega
mjög mikilvæg
fyrir þróun kjöt-
kveðjuhátíðanna. I
flestum samfélög-
um var að finna
sérstaka dansa og
tónlist sem voru
mikilvæg tjáning-
arform íbúanna.
Margir sérfræðingar um dans
undra sig á því af hverju Suður-
Ameríka sé ekki fyrir löngu orðin
miðpunktur dans í heiminum. Við
því er ekkert einhlítt svar en ekki
verður litið framhjá þeim gífur-
lega fjölda vinsælla dansa sem
hafa komið frá Suður-Ameríku.
Upp í hugann koma suður-amer-
ískir dansar sem er sérstök keppn-
isgrein í samkvæmisdönsum.
Þeirra á meðal eru rúmba, samba,
paso doble, tsja-tsja-tsja og djæf,
dansar sem eiga uppruna í mis-
munandi löndum álfunnar.
Samba er mest dönsuð á kjöt-
kveðjuhátíðunum og eru margir
sambaskólarnir starfræktir.
Sambaskólar eru hverfisbundnir
klúbbar sem starfa allt árið með
það að markmiði að vinna sigur í
sambakeppni kjötkveðjuhátíðar-
innar. í Ríó eru yfir eitthundrað
starfandi sambaskólar með tvö til
fjögur þúsund manns í hveijum
skóla. Til að keppa þarf hver skóli
að setja upp skrautsýningu á hjól-
um með sérstöku þema sem á
helst að vera þjóðlegt og minna á
Brasilíu. Meðlimir allra þjóðfé-
lágsstétta taka þátt í hátíðinni,
allt árið eru þeir uppteknir við
undirbúning næstu kjötkveðjuhá-
tíðar. Semja þarf ný sambaspor
og nýja tónlist og skreyta þarf
vagnana sem bera dansara,
söngvara og tónlistarmenn.
Sauma þarf búninga sem oft kosta
meira en aleigu þeirra fátækustu,
en aftrar þó ekki þátttöku þeirra.
Kjötkveðjuhátíðin er ástríða
þeirra og allt árið eru íbúar Ríó,
auk margra fleiri borga og bæja,
með hugann við hana. Opnun há-
tíðarinnar er táknræn og hefst
formlega þegar borgarstjóri af-
hendir „Guði óreglunnar" lykla
borgarinnar. Við tekur fimm daga
stöðug skemmtun þar sem allt er
leyfilegt og skipulögð óregla ræð-
ur ríkjum. Taumlaus dans, tónlist,
söngur og gleði eru í fyrirrúmi
hjá öllum aldurs- og þjóðfélags-
hópum. Samba er stanslaust döns-
uð í fimm daga og trumbusláttur
dynur í allri borginni. Það hlýtur
að vera einstæð dans- og söng-
gleði Brasilíumanna sem heldur
uppi stanslausu fjöri á kjötkveðju-
hátíðinni. Afrakstur ársvinnu er í
höfn og mestu máli skiptir að
skemmta sér. Að kveðja kjötið
virðist að minnsta kosti vera á
undanhaldi.
TILBOÐ ÓSKAST
í Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4
(4ra dyra), árgerð ‘93, Volkswagen tran-
sporter 9 sæta, árgerð ‘92 og aðrar
bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9
þriðjudaginn 12. mars kl. 12—15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
MALVERKAUPPBOÐ
Á HÓTEL SÖGUÍKVÖLD KL. 20.30
VERKIN SÝND í DAG KL. 12-18
GLÆSILEGT UPPBOÐ
GALLERÍ BORG, SAMVINNUFRÐIR OG BRUUN
RASMUSSEN EFNA TIL KAUPMANNAHAFNARFARAR
22. TIL 25. MARS1996.
ÍBOÐIVERÐUR FJÖLBREYTT DAGSKRÁ. T.D.
SKOÐUNARFERÐ TIL BRUUN RASMUSSEN, ÞAR SEM
NOKKUR ÍSLENSK MÁLVERK VERÐA BOÐIN UPP.
VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI 39.800 KR.
FRESTUR TILAÐ TILKYNNA ÞÁTTTÖKURENNUR ÚT
MÁNUDAGINN11. MARS.
ANTIKVERSL UN OKKAR ER OPIN
ÍDAG KL. 12-18.
HÖFUM SETT UPP SÉRSTAKT TILBOÐSHORN,
ÞAR GEFUMVIÐ 15-50% AFSLÁTT.
NÝJAR VÖRUR KOMA ÍHÚS EFTIR HELGI.
við INGÓLFSTORG
SÍMI552 4211