Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 13.03.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Yfirlýsing VEGNA ummæla biskups um að aðeins tveir sóknarprestar hafi sent honum bréf með til- mælum um að segja af sér eða biðja um leyfi frá störfum og í framhaldi af því í tíma- ritsgrein, „Séð og heyrt“, vitnar hann til bréfs frá presti, þar sem hann segir að prestur hafi lagt til skrif- lega að hann segði af sér eða færi í frí meðan úrskurðað væri í Langholtsdeilunni og segir síðan: Aðalatriðið var að koma mér í burtu til að úrskurða í Langholtsmálinu - þá viljum við undirritaðir sóknarprestar staðfesta: Við skrifuðum biskupi bréf um að hann bæði um leyfi frá störfum. í okkar bréfum er hvergi minnst á málefni Langholtskirkju. Við heimil- um biskupi að birta opinber- lega einkabréf okkar til hans. Halldór Gunnarsson, Holti (sign.), Þorgrímur G. Daníelsson, Neskaupstað (sign.). Dansinn stiginn FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst fyrir viku eldri borgara, þar sem boðið er upp á margvíslega dagskrá, m.a. var stiginn dans í Ráðhúsinu í gær, eins og myndin sýnir. Dagskráin í dag, er eftirfar- andi: Kl. 10-11: Morgunfundir með alþingismönnum í Risinu, Hverfis- götu 105 og Kaffi Reykjavík, Vest- urgötu 7. Kl. 14-15: Skoðunar- ferðir á Kjarvalsstaði og Þjóðar- bókhlöðu. Mæting á viðkomandi staði. Kl. 15-17: Opið hús í Ris- inu. Gömlu lögin leikin, söngur o.fl. Kl. 14-18: Listasýning eldri borgara í Ráðhúsinu. Kl. 16.-17: Söngur, Bjöllukór og hljómsveit ungs fólks úr Bústaðakirkju, stjórnandi Guðni Þ. Guðmunds- son. Leiklestur: Gunnar Eyjólfs- son. Kl. 17: Leiksýning Snúðs og Snældu í Risinu. Kl. 20: Skemmti- kvöld í Risinu. Spurningakeppni, stjórnendur: Helgi Seljan og Barði Friðriksson. Hagyrðingaþáttur, sljómandi: Helgi Seljan. Kór FEB syngur. Laufið, danshópur. Dans - Arngrímur Marteinsson og Ingi- björg Sveinsdóttir. Skiptar skoðanir á þingi um breytingu á mannanafnalögum Tillaga um að vísa mannanafnamálinu frá TILLAGA kom fram á Alþingi í gær um að frumvarpi til nýrra manna- nafnalaga verði vísað frá en önnur umræða fór þá fram um frumvarpið. Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalagi lögðu fram tillögu til rökstuddrar dag- skrár, sem felur í sér frávísun máls- ins. í tillögunni segja þingmennimir að þar sem vanda þurfi sem best undirbúning löggjafar um veigamikið menningarmál eins og mannanöfn og skapa um hana sem víðtækasta samstöðu meðal þings og þjóðar, samþykki Alþingi að taka fyrir næsta mál á dagskrá. Ótrúlegt fljótræði Svavar sagði í umræðunni að frumvarpið fæli í sér byltingarkennd- ar breytingar og það væri ótrúlegt fljótræði að fara að breyta manna- nafnalögunum áður reynsla væri komin á núgildandi lög. Svavar lýsti m.a. þeirri skoðun, að mannanafnanefnd hefði oftúlkað mannanafnalögin og hægt væri gera þau þjálli og fijálslegri í fram- kvæmd. Þá yki millinafnakerfíð lík- umar á því að ættarnöfnin yfirtækju íslensku kenninafnahefðina. Þetta mál þyrfti meiri umræðu og lengri umhugsun. Gagnstæð skoðun kom fram hjá öðrum þingmönnum sem lýstu yfir stuðningi við meginatriði frumvarps- ins. Hjálmar Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sat í nefnd sem samdi frumvarpið, sagðist sann- færður um að íslenski kenninafnasið- urinn myndi líða undir lok á örfáum áratugum ef ekki væri brugðist við með þeim hætti að heimila miliinöfn. Sólveig Pétursdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður alls- heijarnefndar benti á, að ýtarlega hefði verið flallað um málið í nefnd- inni og einnig í öllum þingflokkum. Aukið frelsi Frumvarpið til mannanafnalaga var samið að tilhlutan dómsmálaráð- herra vegna mikillar gagnrýni á gild- andi lög sem sett voru árið 1991. Sú gagnrýni hefur einkum beinst að þröngum eiginnafnaheimildum og að lögin heimila ekki millinöfn og gerir frumvarpið því ráð fyrir auknu frelsi í nafngiftum. Samkvæmt frumvarpinu má gefa börnum eitt millinafn auk eiginnafna þess. Um er að ræða nöfn eins og Ónfjörð, Vatnsnes, Sædal og Bláfeld. Þetta millinafn skal draga af íslensk- um orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig má breyta ættarnöfnum í millinöfn. Ekki má þó nota nöfn, sem hafa unnið sér hefð sem eiginnöfn, en þó má, sam- kvæmt breytingartillögu allsheijar- nefndar Alþingis, nota eiginnafn móður eða föður sem millinafn og einnig er heimílt að kenna sig við báða foreldra. Nefndin sem samdi frumvarpið ÁTAK í sölu íslensks lambakjöts hefst í dag með auglýsingaherferð í stórblaðinu The New York Times. Næstu þijá miðvikudaga munu birt- ast heilsíðuauglýsingar í blaðinu og auk þess birtar auglýsingar í blöðum í nálægum fylkjunum. Kjötið verður selt í um það bil 800 verslunum í New York, New Jersey, Pennsylva- niu, Delaware og Connecticut. Um markaðssetninguna ytra sjá systkinin Karitas og Sigurður Sig- urðsbörn sem reka fyriitækið Cook- ing Excellence Ltd. Hér heima er skipulag í höndum Áforma, sem er átaksverkefni um markaðssetningu lambakjöts á erlendum mörkuðum. Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforma, segir gert ráð fyrir að í rökstuddi þetta m.a. með því að all- mikil ásókn væri í að fá að gefa millinöfn enda hafí lítt verið amast við millinöfnum allt til ársins 1991 þegar ný mannanafnalög voru sett. Því beri fjöldi manns nöfn af þessu tagi. Algengt sé að margir í sömu fjölskyldu beri sama millinafn og því tengist notkun þeirra mjög vitund fólks um uppruna sinn og tilfínning- um þess í garð náins ættingja. Einnig segir að menningariegir hagsmunir samfélagsins af því að varðveita ísienska kenninafnasiðinn séu ótvíræðir. Ættarnöfn stefni þess- um sið í voða, en slíkum nöfnum hefur fjölgað mjög síðustu áratugi. Millinöfnin geti styrkt kenninafna- kerfið því þá sé þeim sem nú beri ættarnafn gert kleift að kenna sig til föður eða móður að íslenskum sið án þess að þurfa að kasta ættarnafn- inu. fyrstu fari 80-100 tonn á markað. Baldvin segir að íslenska lambakjötið hafi verið á markaði vestra í nokkr- um verslunum undanfarið. Gengið hafi þokkalega, en vantað hafi að fjármagna auglýsingakostnað. Nú ætli verslanir vestra að taka þátt í auglýsingakostnaði sem sýni trú þeirra á vörunni. Kjötið er að mestu unnið hjá Kjöt- iðju KÞ á Húsavík og er frá haust- slátrun 1995 og 1994. Það verður markaðssett sem lúxusvara vestra og kg selt frá sem svarar 1.000 krón- um og upp í um 1.780 kr. „Við vær- um auðvitað ekki að þessu ef við tryðum því ekki sem verslunareig- endur segja okkur; að þetta sé góð vara,“ sagði Baldvin Jónsson. Átak í sölu lambakjöts hafin vestanhafs Auglýsingaherferð í New York Times Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu skólamálaráðs borgarinnar Fræðslumið- stöð verður í Miðbæjarskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu skólamálaráðs um að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verði í Miðbæjarskólanum að Fríkirkju- vegi 1. I greinargerð meirihlutas í skólamálaráði segir að ötullega hafi verið unnið að hvernig koma mætti fyrir starfsemi Námsflokka Reykjavíkur ásamt sameinaðri skrifstofu skólamáia borgarinnar í húsnæðinu. Áætlanir geri ráð fyrir að húsinu verði skipt milli Námsflokkanna og Fræðslumið- stöðvarinnar. Jafnframt hafi ýmsir aðrir húsnæðiskostir verið kannað- ir. Frestun hafnað í bókun Sjálfstæðisflokks í skólamálaráði kemur fram að ósk- að hafi verið eftir frestun á ákvörðun um eina viku, svo að skýr svör fengjust um kostnað við aðra kosti í húsnæðismálum. Með- al annars að kannaður yrði kostn- aður við húsnæðið við Tjarnargötu og að kannað yrði um möguiegan flutning í húsnæði borgarinnar við Aðalstræti 6. Kostnaður 175 millj. Þessu hafi verið hafnað og dreg- inn fram sá kostur sem ekki sé sá hagkvæmasti í þeim takmörk- uðu gögnum sem fyrir liggi. Þá segir, „I ljós kemur að R-listinn hefur kannað möguleika á að flytja Fræðslumiðstöðina í JL-húsið, en sá kostur virðist vera svipaður og flutningur í Miðbæjarskólann." í bókun sjálfstæðismanna í borgarráði við samþykkt tillög- unnar segir að í ljós hafi komið að kostnaður vegna Fræðslumið- stöðvar í Miðbæjarskóla sé ekki 70 milljónir heldur að minnsta kosti 175 milljónir miðað við upp- lýsingar byggingadeildar borgar- verkfræðings. Miðskólinn missi húsnæðið, röskun verði á starfsemi Tjarnarskóla og umtalsverður kostnaður verði við breytingar vegna Námsflokka Reykjavíkur í kjallara Miðbæjarskóla og í Mjódd þar sem fyrirhugað sé að reka hluta starfseminnar, svo að hún komist öll fyrir. Þá segir, „Fyrst í dag er samþykkt að leita eftir svörum húsfriðunarnefndar og borgarminjavarðar um heimild til að breyta þessu menningar- og sögulega húsnæði í skrifstofur, þrátt fyrir tillögu sjálfstæðis- manna um það efni frá því í jan- úar s.l.“ Kostnaður 70 millj. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans segir að ákvörðun um að Fræðslumiðstöðin verði í Miðbæjarskólanum sé tekin eftir ítarlega skoðun og umfjöllun. Húsið sé í eigu borgarinnar og liggi vel við stjórnsýslu hennar. I greinargerð borgarverkfræðings komi fram að kostnaður vegna breytinga á 1. og 2. hæð Miðbæj- arskólans sé áætlaður 70 milljónir. Þá sé kostnaður við hverfamið- stöðvar svo og búnað og húsgögn óháður því í hvaða húsnæði starf- semin fari fram og nauðsynlegt viðhald á Miðbæjarskólanum óháð starfseminni sem þar fer fram, svo sem aðgengi fatlaða og bruna- varnir. Borgaryfirvöld hafi boðið skólanefnd Miðskólans upp á sam- ráð við leit að húsnæði. Þá segir að borgaryfirvöld telji eðlileg vinnubrög að leita fyrst eftir áliti húsfriðunarnefndar þegar ákvörð- un um húnsæði liggi fyrir. Fjórir kostir skoðaðir í síðari bókun sjálfstæðismanna í borgarráði er vísað' í drög að skýrslu vegna Fræðslumiðstöðvar- innar þar sem gerð er grein fyrir frekari kostnaði vegna hennar. En þar kemur fram á bls. 13 að kostn- aður vegna breytinga á Miðbæjar- skóla, um 1.400 fermetrar, er 175 millj., kostnaður ef keypt yrði ný- bygging við Borgartún, 1.635 fer- metrar, er 285 millj., kostnaður vegna JL-hússins, 1.197 fermetr- ar, er 230 millj. og kostnaður vegna Hallveigarstaða, 1.700 fer- metrar, er 290 millj. Hverfamið- stöðvar í Breiðholti og Grafarvogi í FRAMHALDI af samþykkt borg- arráðs um að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verði í Miðbæjarskól- anum, var samþykkt í borgarráði að hönnun Miðbæjarskólans yrði haldið áfram og að fyrirliggjandi nýtingarhugmynd byggði á hug- myndum um að koma upp hverfa- miðstöðvum í Breiðholti og Graf- arvogshverfum. I tillögum borgarverkfræðings er tekið fram að hönnun verði haidið áfram og teikningar lagðar fyrir byggingarnefnd að fenginni umsögn borgarminjavarðar og eftir umfjöllun umhverfisráðs. Einnig þurfi samþykki húsfriðun- arnefndar. Stefnt er að því að hönnun verði lokið í apríl. Tillögur borgarverkfræðings um 75 millj. aukafjárveitingu var frestað og er þá miðað við að endurbætur á kjallara bíði, fram- kvæmdir kosti 70 miHj. en 20% búnaðar yrði nýr. Ákveðin óvissa væri um áætlun vegna endurnýj- unar á raf- og hitakerfi og yrði borgrráði greint frá því sérstak- lega ef áætlanir breyttust. Loks var frestað tillögu um að miða að innréttingu á 330 fer- metra húsrými í Mjódd fyrir Námsflokkana, en áætlaður kostn- aður er 15 millj. Leitað verði umsagnar BORGARRRÁÐ hefur sam- þykkti samhljóða tillögu borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að leitað yrði eftir umsögn borgarminjavarðar og Húsfriðunarnefndar ríkisins vegna flutnings Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur í Miðbæj- arskólann. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs 30. janúar, en var frestað. 1 í > 1 : i L f. ' 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.