Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 11
FRETTIR
Arnarnesland í Garðabæ
Bæjarstjóra falið að
undirbúa eignamám
Kópavogur >"
Arnarnes
\
Arnarnesland
í Garðabæ
Antarnes•
i'Ogur
V S' u <f
> FLATJif ,,
. 4.S0<-
Framkvæmdastjóri VSÍ um staðhæf-
ingar formanns Svínaræktarfélags
Málflutningur bygg-
ist á misskilningi
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur
falið Ingimundi Sigurpálssyni bæjar-
stjóra að undirbúa eignarnám á um
35 hekturum úr landi Arnarness.
Samkvæmt samþykktu aðalskipulagi
fyrir Garðabæ er gert ráð fyrir lóðar-
úthlutun á þessu landi á árunum
1995 til ársins 2000. Að söng Ingi-
mundar Sigurpálssonar bæjarstjóra
eru fáar lóðir til úthlutunar á árinu.
Eigendur landsins eru erfingjar ein-
setumanns sem þarna bjó.
Ingimundur sagði að sér hafí ver-
ið falið að undirbúa eignarnám á
hluta úr Arnarneslandi en reyna
ætti til þrautar að ná samkomulagi
við eigendur á næstu vikum eða fram
til næsta fundar í bæjarstjórn.
Mikið ber í milli
Sagði hann að ýmsar óljósar verð-
hugmyndir hafi verið nefndar og að
mikið bæri í milli hugmynda eigenda
og bæjaryfirvalda. „Ég hef verið að
horfa til fasteignamatsins, sem er
milli 80-90 krónur fyrir hvem fer-
metra,“ sagði hann. „Ég hef líka
horft á fyrri samninga við Arnarnes-
bændur en árið 1990 var samið við
þá um kaup á spildum og voru
greiddar 360 krónur fyrir hvem fer-
metra í öðru tilvikinu og 450 krónur
fyrir hvern fermetra í hinu. Svo hef
ég líka horft til eignarnáms í Smára-
hvammslandi, sem við fórum í árið
1989 og eignarnám, sem farið var í
í sumar sem leið en það var spilda
undir Fjölbrautaskólann og voru
greiddar 480 krónur fyrir hvern fer-
metra. Þetta er það sem ég hef ver-
ið að nefna eða allt frá 80 krónum
upp í 500 krónur.“
Ingimundur sagði að <erfítt væri
að átta sig á hvaða verðhugmyndir
eigendur hefðu. Nefnt hafi verið lóð-
arverð á bilinu 3.500 krónur til 4.000
krónur fyrir hvern fermetra, sem þau
hafi viljað miða við. „Þarna er vænt-
anlega verið að bera saman lóðar-
verð, sem fengist hefur fyrir einstaka
lóðir þegar um er að ræða eitt og
eitt hús, en þær lóðir seljast á mun
hærra verði en þegar um er að ræða
landspildu," sagði hann. „Ég get
þess vegna bent á land sem var selt
fyrir 12 krónur fermetrinn.“
Sagði Ingimundur að samkvæmt
aðalskipulagi hafí verið gert ráð fyr-
ir að úthluta lóðum á landinu á þessu
ári „Við erum með mjög fáar lóðir
til úthlutunar á árinu en það er þó
ekki stórt vandamál," sagði hann.
„Við höfum ekki keppt að því að
úthluta mörgum lóðum á hveiju ári.
Það hafa verið svona á milli 50-60
lóðir á ári og við höfum náð því
undanfarin ár. Okkur fínnst meira
atriði að halda jafnri uppbyggingu
en að fá inn sprengju, sem setur
okkur í vandræði með leikskóla,
grunnskóla og aðra þjónustustarf-
semi.“
KJÚKLINGABÆNDUR og svína-
ræktendur hafa óskað eftir fundi
með Vinnuveitendasambandi ís-
lands sem haldinn verður í dag, til
að kynna VSÍ sjónannið sín um
m.a. samkeppni á markaði og
hvernig líta ber á framleiðslu þeirra.
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ kveðst telja sýnt
að sjónarmið VSÍ og framleiðenda
svinakjöts hljóti að fara saman að
mestu.
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, hefur
sakað VSÍ um atvinnuróg og alvar-
legar aðdróttanir, fyrir þær sakir
meðal annars að líkja framleiðslu
búgreinanna við iðnaðarfram-
leiðslu. Þórarinn kveðst telja mál-
flutning Kristins á misskilningi
byggðan.
Iðnaður ekki skammaryrði
„Hann segir það atvinnuróg og
illmælgi að líkja svína- og kjúk-
lingarækt við iðnaðarframleiðslu.
Ég hygg að það sé að minnsta kosti
torvelt fyrir iðnrekendur að skilja í
hverju rógburðurinn liggur, því
hingað til hefur þótt þokkalega
heilbrigð og heiðarleg starfsemi að
stunda iðnað. Við lítum ekki á iðn-
að sem skammaryrði, en það er
kannski til marks um vanda land-
búnaðarins ef Kristinn Gylfi skilur
það sem rógburð að líkja einstökum
þáttum í framleiðslu hans við venju-
lega iðnaðarstarfsemi. Það er full-
komlega fráleitt að tala um atvinnu-
róg í þessu sambandi," segir Þórar-
inn.
Hann segir einnig rangt að VSÍ
hafi borið á móti því að framleiðslu-
vörur svinaræktenda hafi lækkað í
verði og að ekki ríki innbyrðis sam-
keppni í greininni.
„Við vöktum á því athygli í haust
að ýmsar framleiðsluvörur landbún-
aðarins hefðu hækkað með þeim
hætti að við teldum um að ræða
ógn við verðlagsmarkmið samn-
inga. Þar bentum við sérstakiega á
grænmeti, en verðlag á því hefur
þróast með fullkomlega óeðlilegum
hætti eftir að GATT-reglurnar voru
innleiddar. Einnig töldum við svig-
rúm til að ná fram verðlækkun í
framleiðslu á hvíta kjötinu með nið-
urfellingu á óeðlilegri skattlagningu
á aðföngin og takmörkunum á
framleiðslu eins og gerist í kjúk-
lingarækt.“
Niðurfelling skatts stuðlar að
verðlækkun
Þórarinn segir svínaræktina
hafa það fram yfir kjúklingafram-
leiðslu, ekki síst eggjaframleiðsl-
una, að ekki hafi verið viðhaldið
aðgangstakmörkunum eða fram-
leiðslutakmörkunum með tilstyrk
hins opinbera. „Þar hefur verið
stunduð eðlileg verðsamkeppni eft-
ir því sem við þekkjum til. Við
höfum því ekki gert neinar athuga-
semdir við þann þátt málsins, en
hins vegar get ég dregið það fram
að með niðurfellingu þess hluta
kjarnfóðurskatts, sem er endur-
greiddur, ætti að vera hægt að ná
niður framleiðslukostnaði í grein-
inni og gera henni kleift að bjóða
ódýrari framleiðsluvöru en hún
gerir nú,“ segir hann.
Hanna 5.0001 ammon-
íaksgeymi fyrir Svía
* Morgunblaðið/Þorkell
RUNÓLFUR Maack, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri
VGK, og Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur.
VERKFRÆÐISTOFA Guðmund-
ar og Kristjáns hf., VGK, er langt
komin með hönnun á 5.000 tonna
ammoníaksgeymi fyrir efnafyrir-
tækið Akzo-Nobel í Svíþjóð, en
smíði geymisins hefst í sumar og
er áætlað að hann verði tekinn í
notkun í ársbyijun 1997. VGK
hannaði og stjórnaði uppbyggingu
nýs ammoníaksgeymis Aburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi sem
tekinn var í notkun um áramótin
1990-91, en hann vakti athygli
erlendis fyrir öryggi og tiltölulega
lágan byggingarkostnað.
Að sögn þeirra Runólfs Maack,
framkvæmdastjóra VGK, og Gunn-
ars Herbertssonar vélaverkfræð-
ings tók VGK upphaflega að sér
að annast forhönnun á 2.000 tonna
ammoníaksgeymi fyrir sænska
efnafyrirtækið, en fulltrúar þess
komu hingað til lands árið 1992
og kynntu sér ammoníaksgeymi
Áburðarverksmiðjunnar. VGK
vann að þessu verkefni fyrir um 2
milljónir króna, en haustið 1993
óskuðu Svíamir eftir því að breytt
yrði yfir í hönnun á 5.000 tonna
geymi, sem komið yrði fyrir í þró
í bergstapa á athafnasvæði fyrir-
tækisins í verksmiðjubæ 40 km
norður af Gautaborg.
Bauðst að taka að sér
verkefnisstjórn
Unnið var að þessu verkefni
fyrir um eina milljón króna, en í
árslok 1994 óskuðu Svíarnir svo
eftir nákvæmari forhönnun á
geyminum og áætlun um kostnað
verksins, en meðal annars var far-
ið mun nákvæmar í öll öryggis-
mál. VGK lauk við þetta verkefni
í júní á síðasta ári fyrir tæpar 2,5
milljónir króna.
í október í fyrra tók Ákzo-Nobel
svo ákvörðun um að ráðast í smíði
ammoníaksgeymisins og var VGK
þá boðið að taka að sér verkefnis-
stjórn ásamt hönnun geymisins, en
af því varð þó ekki. „Við töldum
betra að einbeita okkur að því sem
við kunnum vel, þ.e. að hanna
geyminn og kerfíð og vera ráðgjaf-
ar og sérfræðingar fyrirtækisins í
stað þess að hoppa inn í sænskt
umhverfí og fara að stjórna verk-
efni þar,“ sagði Gunnar.
Runólfur segir að ástæða þess
að VGK varð fyrir valinu hjá
sænska fyrirtækinu hafi m.a. verið
sú að þeir hafi nýlega farið í gegn-
um allt það nýjasta við hönnun á
geymi af þessu tagi og þá sérstak-
lega allt hvað varðar öryggisbún-
að, en í Svíþjóð er litið á ammon-
íaksgeymi af þessari stærð á svip-
aðan hátt og kjarnorkuver hvað
varðar öll öryggismál.
„Það sem kannski kom á óvart
var að þeir töldu okkur ódýra en
þá áttu þeir ekki við þóknun okkar
heldur hönnunina sem heildar-
pakka og það skipti mestu máli í
þeirra huga,“ sagði Runólfur.
Reyna að koma sér enn frekar
á framfæri í Svíþjóð
Samningurinn við Akzo-Nobel
um hönnun og ráðgjöf skilar VGK
um 20 milljónum króna, en það
er um 25% af ársveltu fyrirtækis-
ins eins og hún hefur verið undan-
farin ár. Hönnunin er nú langt á
veg komin og er áætlað að smíði
geymisins hefjist í júní og verði
lokið í árslok, en hann verður
væntanlega tekinn í notkun í febr-
úar á næsta ári. VGKerhlutafé-
lag í eigu 15 einstaklinga sem
starfa á stofunni eða tengjast
henni. VGK var stofnað 1963 af
vélaverkfræðingnum Guðmundi
heitnum Björnssyni og Kristjáni
Flygenring. í upphafi voru starfs-
menn aðeins stofnendurnir tveir
en upp úr 1970 voru starfsmenn
orðnir sex. Upp úr miðjum áttunda
áratugnum stækkaði stofan hröð-
um skrefum samfara stórum verk-
efnum vegna virkjunar jarðvarma
þar sem Nesjavallavirkjun var
stærsta verkefnið, en þar sá VGK
um verkefnis- og framkvæmda-
stjórn, hönnun vinnslurása, svæð-
isskipulag, almenna vélahönnun,
loftræstingu og lagnir auk þess
að veita ráðgjöf við rekstur virkj-
unarinnar. Um 1980 voru starfs-
menn VGK komnir á þriðja tug-
inn, en í dag eru þeir 22 talsins.
Runólfur sagði að VGK ætlaði
að reyna að notfæra sér samning-
inn við Akzo-Nobel til að koma
sér enn frekar á framfæri í Sví-
þjóð, en erfitt væri að segja til
um það á þessari stundu hvernig
til tækist.