Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Atak gegn
loftmengun
Mexíkóborg. Reuter.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að verja
778 milljörðum ísl. kr. til að draga
úr loftmengun í Mexíkóborg,
menguðustu höfuðborg í heimi.
Munu aðgerðirnar fyrst og fremst
beinast gegn bifreiðum og iðnfyr-
irtækjum en ekki virðist þó enn
ljóst í hverju þær verða fólgnar.
Stjórnvöld segjast stefna að því
að minnka loftmengun í borginni
um 35-50% fyrir aldamót en yfir
henni hvílir mikið mengunarský
allan ársins hring. Hefur það veru-
leg áhrif á heilsufar íbúanna, sem
eru 20 milljónir talsins, og margir
þjást stöðugt af öndunarerfiðleik-
um, höfuðverk, hósta og sviða í
augum.
Helmingur þriggja milljóna bif-
reiða í borginni notar enn blýbens-
ín og bílaflotinn einn eys út í and-
rúmsloftið þremur milljónum
tonna af mengandi efnum árlega.
Ortega fram-
bjóðandi
sandinista
Managua. Reuter.
DANIEL Ortega verður frambjóð-
andi sandinista í Nicaragua í for-
setakosningunum sem fram fara
í haust. Ortega var forseti landsins
á árunum 1984 til 1990.
Ortega sem er fimmtugur sigr-
aði í kosningum sem fram fóru
innan flokks sandinista með mikl-
um yfirburðum. Hlaut hann tæp-
lega 240.000 atkvæði en helsti
keppinautur hans rúmlega 41.000.
Sandinistar, sem nutu stuðnings
Sovétríkjanna og Kúbu, komust
til valda í Nicaragua árið 1979
eftir að hafa komið Somoza-fjöl-
skyldunni frá völdum. Contra-
skæruliðar, sem nutu stuðnings
Bandaríkjanna, háðu vopnaða bar-
áttu gegn sandinistastjórninni um
árabil. Svo fór að lokum að sandin-
istar féllust á að fram færu fijáls-
ar kosningar í landinu árið 1990
og sigraði bandalag stjómarand-
stöðunnar undir stjóm Violeta
Chamorro, núverandi forseta, í
þeim.
Mótorhjólaklúbbarnir Bandidos og Vítisenglar í skotbardögum í Danmörku og Noregi
Farandsveinar í glæpum
á framfæri hins opinbera
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞRIR félagar úr dönsku mótorhjólasamtökunum
„Vítisenglar" voru í gær ákærðir um morð og til-
raun til morðs í skotbardaga á Kastrup-flugvelli
við Kaupmannahöfn um helgina. Kurt Larsen
rannsóknarlögregluþjónn sagði að kærurnar væru
vegna morðsins á Uffe Larsen, leiðtoga „Bandi-
dos“-gengisins, andstæðinga „Vítisenglanna" og
árásar á þijá samferðamenn hans úr genginu, sem
særðust. Einn maður er í haldi í Noregi vegna
árásar, sem gerð var á sama tíma í Noregi. Há-
vær umræða hefur hafist um mótorhjólagengi í
Danmörku, sem hafa notið undarlegrar sérstöðu
þar í landi.
Það virðist ef til vill skemmtilegt tómstunda-
gaman manna á miðjum aldri að þeysa um leður-
klæddir á mótorhjólum með klúbbfélögum sínum.
Skólar geta hringt í mótorhjólaklúbbana og fengið
þaðan fyrirlesara, sem segir frá mótorhjólaástríðu,
vináttu og heiðurshugtaki klúbbanna. Því hafa
dönsk yfírvöld stundum litið á klúbbstarfsemina
sem tómstundastarfsemi og styrkt hana eins og
klúbba er skipuleggja silkimálun og kórsöng. Nú
vænta margir viðhorfsbreytingar eftir skotbardag-
ana á Kastrup-flugvelli og í Ósló um síðustu helgi.
Vitað er að að baki klúbbunum er önnur starf-
semi, nokkurs konar Myrkraverk hf., sem teygir
anga sína um öll Norðuriönd, þó líklega að Is-
landi undanskildu, og er líka í undirheimasam-
bandi við skyld samtök í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Og þó að margir forsprakkanna lifi á fram-
færslueyri frá hinu opinbera og hafi samkvæmt
skattskýrslunni aðeins nokkra tugi þúsunda ís-
lenskra króna á mánuði sér til framfæris hindrar
það þá ekki í að eiga dýr hjól og bfla og ferðast
til fjarlægra landa.
Fullgilding frá Bandaríkjunum
Þótt oft sé aðeins talað um Hells-Angels, Vítis-
engla, þá er um að ræða fleiri en eina fylkingu
er heyra undir bandaríska móðurklúbba. Það eru
bandarísku klúbbarnir með höfuðstöðvar í Oakland
í Kaliforníu og Houston, sem veita leyfi til að
nota klúbbnöfnin, veita klúbbunum fullgildingu
og þangað rennur líka hluti af veltunni. í Evrópu
eru klúbbamir einnig skipulagðir og til dæmis
greiða allir meðlimir í sjóð, sem kallast „Defense"
og hefur höfuðstöðvar í Sviss. Sjóðurinn ér meðal
annars notaður til að styrkja meðlimi, sem komast
í kast við lögin.
Á Norðurlöndum hafa klúbbamir helst aðsetur
í eða við Kaupmannahöfn, á Skáni, i Stokkhólmi,
Helsinki og Ósló, en talið er að Kaupmannahöfn
sé miðstöð norrænu starfseminnar. Kunnugir
benda á að ekki sé tilviljun að þeir séu staðsettir
Þrír danskir
mótorhjólamenn
handteknir
SKÖMMU eftir skotbardagann á Fornebu-
flugvelli handtók norska lögreglan mann
í grennd við Lysaker. Var hann klæddur
skyrtu með merki Bandidos og sést hér í
höndum lögreglumanna, andlitið á ljós-
myndinni hefur verið gert torkennilegt.
nálægt höfnum, þar sem smygl geti farið um.
Klúbbmeðlimir hafa verið flæktir í glæpi af öllu
tagi, eiturlyfjasölu, peningaþvætti, áfengissmygl
og reka innheimtufyrirtæki af hörku.
Það er einmitt harkan sem gerir lögreglunni svo
erfitt að eiga við klúbbana. Vitnum í málum með-
limanna er misþyrmt, eða þau missa skyndilega
minnið og lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra
er hótað. Ekki þykir vænlegt að reyna að láta
lögreglumenn blanda sér í hópinn á fölskum for-
sendum. Jafnvel blaðamenn, sem hafa skrifað um
starfsemina, hafa fengið hótanir eða verið mis-
þyrmt. Það gerist því undarlega oft að réttarhöld
gegn meðlimunum renna út í sandinn og dráps-
mál enda í lítilvægum sektum fyrir smávægilegar
yfirsjónir.
Tæknivædd virki
Klúbbamir hafa aðsetur í húsum, sem líkjast
virkjum. Oftast er um að ræða fleiri en eitt hús
í þyrpingu, sveitabæi eða einbýlishús í úthverfum,
en líka eru klúbbhús inni í stórborgum eins og
Kaupmannahöfn. Klúbbhúsin eru varin gaddavírs-
klæddum veggjum, sem fjarstýrðar myndavélar
vaka yfir. Að innan eru húsakynnin vel búin alls
kyns tæknibúnaði og vakað yfir öllu. Sænsku
klúbbarnir eru margir tengdir ný-nasistahreyfmg-
um þar.
En það er ekki aðeins lögreglan sem virðist
eiga erfitt með að ná tökum á glæpastarfsem-
inni. Skattamál meðlimanna eru oft hin undarleg-
ustu. Þeir hafa engar tekjur á pappírnum, en lifa
þó góðu lífí með dýr hjól, bíla og ferðalög. Ýmsir
þeirra fá einnig félagslegar bætur og hafa gert
um árabil. Og þó klúbbarnir og meðlimimir eigi
lítið á pappímum þá hefur ekki staðið á lánum,
sem oft eru fengin með milligöngu slóttugra lög-
fræðinga.
Undanfarin tvö ár hafa orðið stigvaxandi erjur
milli helstu klúbbanna, Vítisenglanna og Bandi-
dos. Hér er ekki um nein strákapör að ræða, því
meðlimirnir takast á um völd og um leið ábata-
sama starfsemi. Vítisenglarnir hafa um árabil
verið allsráðandi á Norðurlöndum, en leyfðu litlum
klúbbi, Bandidos, að hasla sér völl í mesta bróð-
erni fyrir um þremur árum. En vináttan hélst
ekki lengi, þegar fór að fjölga í Bandidos, sem nú
er orðinn álíka stór og gamli klúbburinn. Um leið
hefur nýi klúbburinn að öllum líkindum seilst inn
á athafjiasvæði hins.
Lokauppgjör?
í fyrra var yfirmaður Bandidos í Málmey skot-
inn á götu. Jarðarförin var stórbrotin samkoma
meðlima alls staðar að úr Evrópu og frá Bandaríkj-
unum. í kjölfarið var skotið flugskeytum að tveím-
ur virkjum Vítisenglanna í Finnlandi og Svíþjóð.
Á þessu ári hefur fjórum sinnum komið til vopn-
aðra átaka á Skáni milli hópanna. Átökin verða
bæði tíðari og eru ekki lengur bundin við staði,
sem þeir einir sækja, heldur berast út um víðan
völl. Þeir sem fylgst hafa með þróun klúbbanna
undrast því ekki árásina í Kastrup og á Fornebu
og álíta hana innganginn að úrslitaátökum klúbb-
anna um hver eigi að stjórna norrænum geira
Myrkraverka hf.
Major milli steins og
sleggju í Evrópumálum
London. Reuter.
SÓTT er að ríkisstjórn Johns Maj-
or í Bretlandi úr tveimur áttum
vegna Evrópustefnu hennar. Ann-
ars vegar hóta „efasemdamenn" í
íhaldsflokki Majors að greiða at-
kvæði gegn stjórninni við umræður
um Evrópustefnu hennar á þingi í
næstu viku og hins vegar ógnar
væntanlegt framboð flokks millj-
arðamæringsins James Goldsmith
íhaldsflokknum.
Goldsmith er forystumaður hins
nýstofnaða fjóðaratkvæða-
greiðsluflokks (Referendum
Party), sem krefst þess að haldin
verði þjóðaratkvæðagreiðsla um
framtíð Bretlands innan Evrópu-
sambandsins og um þátttöku í
efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópuríkja (EMU)
Goldsmith gæti fellt 25
íhaldsþingmenn
Goldsmith hótar að bjóða fram
í hundruðum kjördæma í næstu
þingkosningum, verði Major ekki
við kröfum hans. Ríkisútvarpið
BBC birti á mánudag upplýsingar
úr skýrslu, sem unnin hefur verið
fýrir Ihaldsflokkinn um hugsanleg-
ar afleiðingar af framboði Gold-
EVRÓPA^
smiths og fylgismanna hans. í
skýrslunni kemur fram að flokkur
Goldsmiths gæti tekið atkvæði af
íhaldsmönnum í jaðarkjördæmum
og þannig komið í veg fýrir kjör
íhaldsmanna í allt að 25 þingsæti.
Meirihluti íhaldsflokksins á þingi
er nú aðeins tvö sæti.
Flokksskrifstofa íhaldsflokksins
viðurkenndi að skýrslan hefði verið
útbúin, en sagði að hún væri verk
utanaðkomandi ráðgjafa og ekki
opinbert flokksplagg.
Goldsmith birti stórar auglýs-
ingar í brezkum blöðum á mánu-
dag, þar sem hann krafðist þess
að ríkisstjómin héldi þjóðarat-
kvæðagreiðslu fyrir eða um leið
og næstu þingkosningar. Ian Lang,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra I
stjórn Majors, sagði að ríkisstjórn-
in myndi ekki mæta kröfum auð-
mannsins. „Við látum ekki hræða
okkur til eins eða neins þótt einn
mjög ríkur kaupsýslumaður hafi
ákveðna skoðun á þessum málum,“
sagði Lang.
EkJki orðið við kröfum
hægrivængsins
Önnur hætta, sem steðjar að
Major, er umræða á þinginu 21.
þessa mánaðar um stefnu ríkis-
stjórnarinnar á ríkjaráðstefnu
ESB, sem hefst í lok mánaðarins.
„Hvítbók“ um helztu atriðin í
stefnunni var gefin út í gær, þriðju-
dag. í henni er ítrekuð fyrri af-
staða stjómar Majors, sem felst í
að hindra aðildarríki ESB í að af-
sala meira valdi en orðið er til
sameiginlegra stofnana. Hins veg-
ar er ekki tekið undir kröfur hægri-
vængs Ihaldsflokksins um að end-
urheimta „fullveldi“, sem hafí ver-
ið framselt til Brussel.
I hvítbókinni kemur fram að
Bretland sé áfram hlynnt evrópsku
samstarfi, en hafni algerlega frek-
ari takmörkunum á neitunarvaldi
sínu í ráðherraráði ESB. Jafnframt
kveðst ríkisstjórnin ætla að beita
sér fyrir endurskoðun á starfshátt-
MAJOR þarf að verjast eigin
flokksmönnum og peninga-
valdi Goldsmiths í Evrópu-
málunum.
um Evrópudómstólsins, en þar
hafa Bretar tapað hveiju málinu á
fætur öðru.
Lagzt er gegn því að hlutverk
ESB í varnar- og öryggismálum
verði útvíkkað og ítrekað að NATO
sé grundvöllur vestræns varnar-
samstarfs.
Bill Cash, einn helzti leiðtogi
hægrivængsins, sagði í viðtali við
Sky-sjónvarpsstöðina áður en hvít-
bókin var gerð opinber, að ekki
væri líklegt að hann myndi greiða
atkvæði með henni.
Vinnutímatilskipun
Evrópusambandsins
Hafna
kröfum um
frávísun
Lúxemborg. Reuter.
RÁÐGJAFI Evrópudómstólsins tel-
ur einsýnt að hafna beri kröfu Breta
um frávísun vinnutímatilskipunar
Evrópusambandsins.
Bretar fara fram á að tilskipun-
inni verði vísað frá þar sem að hún
hafi verið samþykkt sem „heilbrigð-
islöggjöf" með meirihlutaatvæða-
greiðslu en ekki sem löggjöf varð-
andi „réttindi og hagsmuni laun-
þega“ en þá þarf samhljóða sam-
þykki aðildarríkjanna að koma til.
Philippe Leger, sérstakur ráð-
gjafi dómstólsins færir hins vegar
í áliti rök fyrir því að tilskipunin
frá 1993 varði heibrigði og öryggi
og að túlka beri hana í víðu sam-
hengi þannig að hún fjalli um
„vinnuumhverfi".
Álit ráðgjafans eru einungis leið-
beinandi en yfírleitt fer dómstóllinn
eftir þeim. Leger leggur til að kröfu
Breta verði alfarið hafnað.
Breskir embættismenn segja
hins vegar að stjómin standi fast
á kröfu sinni og muni ekki gefast
upp.