Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 23
List í sím-
bréfaformi
FYRIRHUGAÐ er að halda sýningu
23. mars til 3. apríl undir yfirskrift-
inni List í símbréfaformi í sýningar-
salnum við Hamarinn. Þátttakend-
um gefst kostur á að senda efni á
sýninguna í formi símbréfa/faxa
eða skilja eftir skilaboð á símsvara
sýningarinnar. í kynn-
ingu segir: „List í
símbréfa-
formi
hefur
ekki
verið
mjög áber-
andi. Ekki síst
vegna þess að mið-
ill þessi þykir fletja út myndræn
gæði bréfanna auk þess sem fax-
pappírinn sjálfur þykir ekki merki-
legur til listrænna nota. Sama má
segja um notkum símsvara til list-
sköpunar, skilaboð lesin eða tekin
upp á símsvara þykja vélræn og
ómannleg. Fjölmargir eru einnig
haldnir fælni gagnvart símsvörum.
Listform dagsins í dag er sennilega
internetið sem býður upp á ijöl-
marga mögu- leika kannaða
ókann-
aða.“
/..■ Þátttak-
endum er
, heimilt að
: senda/faxa/lesa
inn hvað sem er,
skissur, teikning-
ar, málverk, ljós-
myndir, texta, hug-
myndir, hugleiðingar
og ljóð. Innsend verk
skulu að sjálfsögðu vera send í
nafni viðkomanda. Öllum er heimil
þátttaka.
Tekið verður við símbréfum og
skilaboðum í símsvara, í síma sýn-
ingarsalarins 555-2440, vikuna
14.-21. mars, allan sólarhringinn.
Agnes fær
góða dóma
í Variety
KVIKMYNDIN Agnes fær góða
dóma í nýjasta hefti kvikmynda-
timaritsins Variety. Er gagnrýn-
andinn sérstaklega hrifinn af frá-
sögninni og ber í því samhengi lof
á leikstjórann Egil Eðvarðsson og
handritshöfundinn og framleið-
andann Snorra Þórisson. „Hið
hrjóstruga landslag Islands er lát-
ið styðja sérstaklega vel við endur-
sköpunina á þessum ógeðfellda iið
í fortíð lítils lands.“
Þá er leikur Maríu Ellingsen, í
hlutverki hinnar „þróttmiklu“
Agnesar, sagður áhrifamikill.
Að sögn Snorra Þórissonar er
sitthvað í farvatninu varðandi sölu
myndarinnar, sem tekur þessa
dagana þátt í aðalkeppni norrænu
kvikmyndahátíðarinnar í Rúðu-
borg. A næstu dögum verði til að
mynda gengið frá sölusamningum
við rússneska dreifingarfyrirtæk-
ið Standard Magnetic og pólska
sjónvarpið. Þá segir Snorri að
verið sé að kynna Agnesi á Banda-
ríkjamarkaði og hafi aðilar frá
Dreamworks, fyrirtæki Stevens
Spielbergs, óskað eftir sérsýning-
um.
Agnes var nýverið sýnd á Ber-
línarhátíðinni í svokölluðum Pan-
orama-flokki. Að lokinni frumsýn-
ingu sat Snorri fyrir svörum á
fréttamannafundi sem meðal ann-
ars var sýndur í beinni útsendingu
á ZDF sjónvarpsstöðinni. „Á fund-
inum voru bæði fréttamenn og
áhugafólk um kvikmyndir og auð-
heyrt að mikil ánægja var með
myndina. í Berlín var uppselt á
allar sýningar og sátu áhorfendur
jafnan eftir í salnum til að ræða
um myndina við mig,“ segir Snorri.
Lúðrasveit
Reykjavíkur
Nýr kafli í
sögu sveit-
arinnar
AÐALFUNDUR Lúðrasveitar
Reykjavíkur var haldinn ný-
lega.
„Rekstur sveitarinnar hefur
staðið í járnum sökum minnk-
andi eftirspurnar eftir spila-
mennsku og lækkandi
rekstrarstyrks frá Reykjavík-
urborg,“ segir í tilkynningu.
Alls lék sveitin þrettán sinnum
opinberlega á síðasta ári,
þ.á m. á fjölskyldutónleikum í
Ráðhúsinu og sameiginlega
með lúðrasveitum Selfoss og
Vestamannaeyja.
Ný stjórn var kosin á fund-
inum og hana skipa eftirfar-
andi: formaður Kristófer Ás-
mundsson fisksali; varafor-
maður Gunnar Björn Bjarna-
son nemi; gjaldkeri Jón Krist-
inn Snorrason málari; ritari
Anna Þóra Oskarsdóttir nemi;
og meðstjórnandi Guðjón Ein-
arsson fyrrv. blaðamaður og
ljósmyndari.
Gengið var endanlega frá
ráðningu nýs stjórnanda til
sveitarinnar, Jóhanns Ingólfs-
sonar, „og hófst þar með nýr
kafli í sögu sveitarinnar sem
mun einkennast af uppbygg-
ingarstafi fyrir árið 1997, en
þá verður sveitin 75 ára og er
ætlunin að halda uppá þau
tímamót með pomp og prakt
þar sem m.a. er stefnt að því
að fara erlendis og spila,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Æfingar Lúðrasveitar
Reykjavíkur eru á þriðjudögum
frá kl. 9-21 og eru þeir sem
geta og hafa áhuga á að spila
með hvattir til að láta sjá sig.
íslendinga-
sagnastyrkur
STJÓRN Norræna menningar-
sjóðsins veitti á síðasta stjórn-
arfundi sínum 7,5 milljónum
d.kr. til yfir 80 verkefna.
Hæsta einstaka styrknum,
sem Var 400.000 d.kr., var
veitt til þýðingar á Islendinga-
sögum til nota í skólum í
Bandaríkjunum.
Formennsku í stjórn Menn-
ingarsjóðsins gegnir nú Riitta
Saastamoinen, fyrrverandi
þingmaður.
AUKIÐ FRAMBOÐ, KALLAR Á LÆGRA VERÐ.
ÞESS VEGNA BÝÐST ÞÉR SVlNAKJÖT
sem rennur
Á KYNNINGARAFS LÆTTI ÚT MARS.
beint í vasa
NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG KAUPTU
SVÍNAKJÖT Á BETRA VERÐI.
V
- svínvirkar á buddunal