Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Úthlutað úr
Málræktar-
SJOOl
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr
Málræktarsjóði í annað sinn.
Islensk málnefnd stofnaði sjóð-
inn 7. mars 1991. Fjölmargir
einstaklingar, stofnanir og fyr-
irtæki hafa lagt honum til fé.
Ætlunin er að sjóðurinn komist
upp í a.m.k. 100 milljónir króna
á næstu flórum árum með fram-
lagi Lýðveldissjóðs.
Auglýst var eftir umsóknum
um styrki í dagblöðum 1. des-
ember 1995. Alls bárast 22
umsóknir um 22,4 milljónir
króna. Til úthlutunar voru 3
milljónir. Eftirtaldir umsækjend-
ur fengu stjTk að þessu sinni:
1) Svavar Sigmundsson
250.000 kr. til að undirbúa út-
gáfu Orðabókar um slangur.
2) Námsgagnastofnun
350.000 kr. til að gefa út grein-
ingarforritið íslensk málfræðj.
3) Skýrslutæknifélag íslands
800.000 kr. tii að gefa út endur-
skoðap Tölvuorðasafn.
4) íslensk málnefnd 600.000
kr. til að gefa út Hagfræðiorða-
safn. _
5) íslensk málstöð 1.000.000
kr. til að koma upp tölvukerfi
fyrir orðabanka málstöðvarinn-
ar.
Gert er ráð fyrir að auglýst
verði aftur eftir umsóknum 1.
des. nk.
Verk eftir Jón
Leifs á nýjum
geisladiski
Jón Leifs
NÝR geisladiskur, sá annar í
röðinni með verkum eftir Jón
Leifs, er nýkominn út í Bret-
landi hjá Chandos-útgáfunni.
Verkin eru Alþingishátíðar-
kantata, Minni Islands, Opus
55, Ópus 56 og Elegía ópus 53.
Flytjendur eru Kór íslensku
óperunnar og Sínfóníuhljóm-
sveit íslands undir stjórn Petris
Sakari.
í kynningu frá Chandos er
Alþingishátíðarkantötunni líkt
við sinfónískt ljóð og um Elegíu
ópus 53 segir að hún sé eitt
af fegurstu verkum Jóns Leifs.
Útgáfa geisladisksins er liður
í útgáfusamningi Sinfóníu-
hijómsveitar Islands við Chan-
dos. Diskarnir hafa fengið af-
bragðs viðtökur tónlistargagn-
rýnenda.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
KIRKJUKÓRINN að loknum afmælistónleikum. Fyrir framan
kórinn eru Glúmur Gylfason kórstjóri og Elín Arnoldsdóttir,
formaður kórsins.
Agaður og fallegur söng-
ur á afmælistónleikum
Selfossi. Morgunblaðið.
KIRKJUKÓR Selfoss hélt upp á
50 ára starfsafmæli sitt með tón-
leikum í Selfosskirkju 2. mars.
undir stjórn Glúms Gylfasonar
söngstjóra. Haukur Guðlaugs-
son, söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar, lék undir á orgel í nokkr-
um lögum. Á trompet léku Jó-
hann I. Stefánsson og Eysteinn
Jónasson. Tónleikarnir fóru
fram fyrir fullu húsi og voru
mjög vel heppnaðir enda söngur
kórsins fallegur og vel agaður. Á
tónleikunum söng kórinn 17 lög
þar af syrpu fjögurra laga sem
öll voru eftir félaga í kórnum
og kórstjórann auk fjögurra laga
úr Grallaranum. Kórnum var
mjög vel tekið á tónleikunum og
í lok þeirra voru honum og kór-
stjóranum færð blóm og heilla-
óskir.
Kirkjukór Selfoss telur 31 fé-
laga á öllum aldri. Yngstu kórfé-
lagarnir eru á 17. ári og mjög
góð breidd er í kórnum en hann
hefur orð á sér fyrir fagran söng
við allar þær athafnir sem fram
fara í Selfosskirkju og þegar
hann kemur fram á tónleikum.
Mikið söngstarf fer fram í Sel-
fosskirkju en þar eru starfandi
auk kirkjukórsins barnakór
kirkjunnar og unglingakór.
Þetta starf allt hefur borið mik-
inn ávöxt en það er undir hand-
leiðslu og stjórn Glúms Gylfason-
ar, organista og kórstjóra.
Villtur og
ástríðuþrung-
inn leikur
TONLIST
B ú s t a ð a k i r k j a
KAMMERTÓNLEIKAR
Tríó Nordica flutti tónverk eftir
Mendelssohn og Tsjaikovskij. Sunnu-
dagurinn 10. mars 1996
KAMMERMUSIKKLUBBUR-
INN hefur starfað í 39 ár og lauk
starfsári sínu með glæsilegum tón-
leikum, þar sem Tríó Nordica lék
d-moll tríóið, op. 49 eftir Mend-
elssohn og tríó í a-moll, op. 50,
eftir Tsjaikovskij. í Tríó Nordica
leika Mona Sandstöm á píanó,
Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu og
Bryndís Halla Gylfadóttir á selló.
Það fer ekki á milli mála að hér
eru á ferðinni afburða tónlistarkon-
ui' og var samspilið sérstaklega
gott, eins t.d í verki Mendelssohns,
sem var leikið í mjög miklum
hraða, er naut sín einkar vel í
skérsó-þættinum.
Eins og fyrr segir var samleikur-
inn sérlega góður, en það eina sem
á vantar er betra jafnvægi í styrk.
Píanóið var stundum einum of
sterkt, sérstaklega í Mendejssohn,
fyrsta þættinum og þá var sellóið
það einnig á stundum, svo að fiðlan
átti oft erfitt með að halda í á
móti, þegar sterkt.var leikið.
Líklega er einleikarinn ekki langt
undan, en í kammertónlist gegnir
ekki sama máli og í einleik, því þar
verður samspilið að ráða. Þetta er
mikilvægt, því hér eru á ferðinni
frábærir tónlistarmenn, sem gætu
gert stóra hluti. Spilamennskan var
í heild nokkuð villt og ástríðufull
en skemmtileg og lifandi. Leikur
þeirra þriggja var nrjög góður, en
leikur Sandström þó sérlega glæsi-
legur.
Seinna verkið, tríóið eftir Tsjai-
kovskij, er tilfinningaþrungin tón-
smíð, sem var mjög vel flutt, þó
nokkuð vantaði á tregafulla mótun,
tregann og sorgina sem Tsjai-
kovskij var þrúgaður af og kom
skýrar fram í verkum hans en hjá
nokkru öðru tónskáldi. Þennan
trega og sársauka kunna fáir að
túlka og leikurinn í heild var helst
til ungur, ástíðufullur og ákafur,
þó ýmsir ljóðrænir þættir væru sér-
lega fallega mótaðir.
Eins fyrr segir er hér á ferðinni
samleikshópur, alfær til stórra
átaka og því er mikilvægt að allt
sé tekið til gaumgæfilegrar athug-
unar og þá sérstaklega styrkleika-
jafnvægi hljóðfæranna, fínlegt en
mikilvægt agaatriði, því allt annað
er til staðar, góð tækni, ástríður,
kraftur og leikgleði.
Jón Ásgeirsson
„Eitruð verk“
MYNDLIST
Við Ilamarinn
MYNDVERK
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Opið frá 14-18 alla
daga. Til 17 marz. Aðgangur ókeypis.
Í SÍVAXANDI mæli sér maður miða í nágrenni
myndverka á sýningum þar sem á stendur „vin-
samlegast snertið ekki“ og á þetta einnig við í
ólíklegustu tilvikum, enda siðurinn kominn að utan
og þykir staðfesta vægi og vigt listaverkanna,
Oft er þó ekki vanþörf á slíkum miðum, því fólki
er gjarnt að káfa á myndverkum sjái það eitthvað
forvitnilegt í þeim og þá einkum hafi þau efnis-
lega dýpt eða þyki lygilega vel máluð. Er þetta
mikill ósiður, því eftir sitja fita og fingraför og
myndflöturinn getur verið mjög viðkvæmur fyrir
slíku, hins vegar átta fæstír sig á þessu og gjörð-
in því í flestum tilvikum merki vanþekkingar við-
komandi.
Það er hins vegar nýtt að myndverkin eða hluti
þeirra séu svo eitruð, að sérstaklega þurfi að vara
fólk við að koma of nærri þeim, hvað þá krukka
í þau. Þó er þetta svo með sýningu hins únga
Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar í sýningarsalnum
Við Hamarinn á Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Til-
mælin eru skýr og afdráttarlaus, því á forsíðu
sýningarskrár stendur feitletrað: „Athugið að
verkin í innri hluta sýningarsalarins innihalda eitr-
uð efni sem gætu valdið miklum skaða, komist
þau í snertingu við sýningargesti. Því er þeim tii-
mælum beint til gesta að sýna fyllstu varkárni í
umgengni við verkin og undir engum kringum-
stæðum snerta þau.“
Við hvert verk sem þetta á við er innihald verk-
anna skilgreint á eldrauðu skilti við hlið þeirra,
t.d. þannig; „Járn, svart blikk 4mm snitteiningar,
rær og skrúfur, 6mm MDF Chervrolet orange
(plastique), aseton 30-40%, xyel 5-10 % Tru bond,
laufer, teygjur, grunnal, míneralterpentína,
tilraunaglas, gúmmítappi, doby ductseal cascet,
Bany 1, bio, allethrin, permethyn, pipernyl Buxo-
id, dimetylereter, fylliefni, plastglæra, járn, raf,
galv, primer (plast cote), t-235.
Það hafa lítil umsvif verið í sýningarsalnum
undanfarið sem er synd, því hann er afar sérstæð-
ur, persónulegur og vel fallinn fyrir margar teg-
undir listsýninga svo sem fram hefur komið. Segja
má að þessi sýning dragi fram styrk og einkenni
húsnæðisins, því formrænt séð yfirgnæfir það sjálf
verkin á sýningunni. Gesturinn þarf sem sé að
líta vel í kringum sig til að koma auga á þau, því
verkin eru hvorki stór né ábúðarmikil.
Kannski er þetta dæmi um síkvika list og liður
VARUÐ!
ATHUGIÐ AÐ VERPÍIN í INNRI
HLUTA SÝNINGARSALARINS
INNIHALDA EITRUÐ EFNI SEM
GÆTU VALDIÐ MIKLUM
SKAÐA, KOMIST ÞAU í
SNERTINGU VIÐ SÝNINGAR-
GESTI. ÞVÍ ER ÞEIM
TILMÆLUM BEINT TIL GESTA
AÐ SÝNA FYLSTU VARKÁRNI í
UMGENGNI VIÐ VERKIN OG
UNDIR ENGUM KRINGUM-
STÆÐUM SNERTA ÞAU.
í endurskoðun á sjónvenjum tilfallandi sýningar-
gesta, en satt að segja hefði listamaðurinn þurft
að fylgja hugmyndafræði sinni úr hlaði með skil-
virkari textum. Vísunin til hins eitraða þáttar er
ekki nóg ein sér, en hins vegar fer ímyndunarafl-
ið af stað, sem í sjálfu sér er sterkasta aflið í
sálarkirnunni. Hvert það leiðir gest og gangandi
er svo auðvitað rannsóknarefni.
Bragi Ásgeirsson
KVIKMYNDIR
B í ó b o r g i n , B í ó h ö 11 i n
VASKI GRÍSINN BADDI
(,,Babe“) ★ ★ ★ Vi
Leikstjóri Chris Noonan. Handrits-
höfundar Dick King-Smith, George
Miller, Chris Noonan. Kvikmynda-
tökustjóri Andrew Lesnic. Tónlist
Nigel Westlake. Aðalleikendur Ja-
mes Cromwell, Magda Szubanski,
Zoe Burton, Paul Goddard. Islenskar
raddir, undir stjórn . Áströlsk. 1995.
Ondin galar,
grísinn smalar
ER það fréttist að ástralska fjöl-
skyldumyndin Babe, væri ein sú
fremsta í flokki meðal útvalinna er
óskarsverðlaunatilnefningarnar voru
tilkynntar á dögunum, læddist að
manni sá grunur að nú væri það
fullkomlega deginum Ijósara að Aka-
demían væri orðin elliær. Það hefur
áður legið í loftinu. Sá grunur gleym-
ist snarlega eftir að hafa séð þessa
frumlegu og vel gerðu áströlsku heið-
ursmynd, sem á greiðan aðgang að
hjarta allra aldurshópa.
Vaski grísinn Baddi (af hveiju
Baddi?) segir af samnefndum grís,
.sem gerir uppreisn gegn viðteknum
reglum á lífsmynstri og hlutverki
síns göfuga kynstofns. Ætlar sér
ekki að enda ævina sem kviðfylli
okkar mannana. Baddi sleppur
naumlega frá sláturhúsinu þegar
hann er valinn sem verðlaunagripur
á héraðsmóti og lendir í höndum
bóndans Heggetts (James Crom-
well). Þar bíða hans engu að síður
gastrónómísk örlög en öndin Ferdin-
and kveikir hjá honum hugmynd um
undankomuleið. Feddi telur sig nefni-
lega komast hjá því að enda á jóla-
hlaðborðinu með því að þykjast vera
hani og þenur sig á hverjum morgni
í sínu nýja hlutverki. Hann uppfræð-
ir Badda um þann stórasannleik að
öll dýr hafi ákveðið hlutskipti í aug-
um bænda, í fyllingu tímans séu
endur og grísir einfaldlega matvæli.
Baddi, sem deilir hlöðunni með hund-
unum, gerir það að hlutskipti sínu í
lífinu að verða smalahundur á fjár-
búi bónda. Og una allir glaðir við sitt.
Öfugmælavísurnar koma upp í
hugann, hér láta ástraiskir og banda-
rískir brellumeistarar dýrin gera allt
það sem Hugh Lofting, Richard Bach
og fleiri ævintýraskáld dreymdi um.
Það er svo lýtalaust gert að unun er
á að horfa. Ekki spillir sá þáttur sem
hér er unninn. Vönduð, íslensk tal-
setning kemur ekki lengur á óvart,
en að mínu mati hefur hún aldrei
tekist betur en hér. Hreinæktuð snilld
og engin ástæða að nefna einn lista-
mann frekar en annan. Þeir standa
sig allir stórkostlega og gefa hinum
frábæra dýrahópi (bæði leiknum og
tölvugerðum) enn meira gildi. Fjöl-
breytt tónlist ernotuð á athyglisverð-
an hátt og grundvallarboðskapurinn,
tillitsemi, hinn gagnlegasti. Ekki síst
bílstjórum þessa lands. Vaski grísinn
Baddi er jákvæð mynd, falleg og
skemmtileg, og gefur börnum að
auki nauðsynlega innsýn í veröld
dýranna. Hún á flestar sínar tilnefn-
ingar skildar.
Sæbjörn Valdimarsson