Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DÓMARAR Á VEGUM FRAMKVÆMDAVALDS DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, upplýsti á Alþingi fyrir skömmu, að 22 af dómurum landsins eigi sæti í nefndum á vegum framkvæmdavaldsins, þar af 9 hæstaréttardómarar og 13 héraðsdómarar. Þeim spurn- ingum hefur verið varpað fram, hvort slíkar nefndarsetur dómara samrýmist hlutleysi dómsvaldsins og þeirri megin- reglu, að þeir gegni ekki stjórnsýslustörfum. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, beindi fyrrgreindum spurningum til dómsmálaráðherra á Alþingi, svo og því, hvort eðlilegt sé, að dómarar kveði upp stjórnsýsluúrskurði og taki þátt í að semja lagafrumvörp, sem þeir eigi síðar að dæma eftir. í svari dómsmálaráð- herra kom m.a. fram, að fimm dómarar eigi sæti í þremur nefndum, sem ætlað er að semja lagafrumvörp, þar af eiga tveir hæstaréttardómarar sæti í réttarfarsnefnd, sem ætlað er að ijalla um lagafrumvörp á sviði dómsýslu og réttarf- ars. Þá á einn hæstaréttardómari sæti í sifjalaganefnd. Dómsmálaráðherra telur ekki, að nefndarsetur dómara á vegum framkvæmdavaldsins skerði hlutleysi dómsvaldsins og nefndarseta þeirra komi í fæstum tilfellum að sök. Auk þess geti dómari vikið sæti teljist hann vanhæfur vegna afskipta af máli og þá taki annar dómari við. Hins vegar búi dómarar yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu, sem sé gagnleg við samningu lagafrumvarpa. Meginmarkmið réttarfarsbótanna frá 1992 er aðskilnað- ur dómsvalds og framkvæmdavalds. Ástæðulaust er fyrir stjórnvöld að aðhafast neitt það, sem stríðir gegn þeirri meginreglu eða er á mörkum þess. Engin ástæða er til þess að dómarar gegni stjórnsýslustörfum þannig að hlut- leysi þeirra sé dregið í efa. Þurfi á lögfróðum mönnum að halda til nefndarstarfa á vegum ríkisins, eða með sérfræði- þekkingu á einhverju sviði laga og réttar, er ákaflega ein- falt að fá til þess virta og hæfa lögfræðinga utan dómskerf- isins eða kennara við lagadeild háskólans. Stjórnvöldum ber að fylgja fast fram meginmarkmiði rétt- arfarsbótanna, sem enn eru að festa rætur, og tryggir al- menningi réttaröryggi, sem lengi hefur verið beðið eftir. MEÐFERÐ BRUNA- SJÚKLINGA SJÚKLINGUR með stór brunasár er eitt vandasamasta verkefni í læknisfræði, segir Árni Björnsson, fyrrv. yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítala, í grein hér í blaðinu í gær. „Til þess að reka árangursríka brunameð- ferð þarf vinnuhóp, samsettan af vel þjálfuðu og áhuga- sömu starfsfólki, og það tekur langan tíma að þjálfa slíkan vinnuhóp.“ í þessu sambandi skal það rifjað upp að lýta- lækningadeild var stofnuð á Landspítala árið 1976. Þetta var lítil deild, aðeins með 12 rúmum, en í tengslum við hana var séraðstaða til að meðhöndla brunasjúklinga, sem og einangrunarstofa á gjörgæzludeild. Lýtalækningadeild var hlutfallslega dýr í rekstri, enda lítil starfseining, og lenti undir „niðurskurðarhnífum" í aðhaldsaðgerðum i heilbrigðiskerfinu. „Starfsliðið er komið á tvist og bast,“ segir Árni Björnsson í grein sinni, „og það mun kosta fé og taka tíma að þjálfa nýtt starfslið." Fyrir skömmu varð gassprenging í sumarbústað rétt utan við borgarmörkin. Fjögur ungmenni, sem í bústaðnum voru, hlutu öll brunasár, eitt þeirra mjög alvarleg. Aðstaða sjúkrahússins til að taka á móti þessum brunasjúklingum var engan veginn nógu góð og Árni Björnsson segir: „Bruna- slys gera ékki boð á undan sér, frekar en snjóflóð. Þau geta orðið hvenær sem er og hvar sem er og fjöldaslys, þar sem brunar eru aðaláverkar, eru algeng, t.a.m. flug- slys. Það eru öfugmæli að tala um fullkomna heilbrigðis- þjónustu, þar sem viðbúnaður við slíkri vá er ekki til. . . Það er því augljóst að nýskipaður yfirlæknir nú lokaðrar lýta- lækningadeildar Landspítala, verður að semja við Dani eða einhverja aðra nágranna okkar um að taka til meðferðar sjúklinga héðan með meiriháttar brunasár. Að öðrum kosti er hann að bijóta heilbrigðislög." Þau aðvörunarorð, sem hér er vitnað til, eiga erindi við okkur öll. Aðhald og hagræðing í ríkisbúskapnum, einnig í heilbrigðiskerfinu, eru af hinu góða. En kapp er bezt með forsjá. Og lokun einu sjúkradeildar landsins, þar sem sér- hæfð meðferð brunasjúklinga hefur farið fram, er meira en vafasöm. Viðari Eggertssyni sagt upp störfum sem leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur „ÉG BER kvíðboga fyrir framtíð leiklistar í Borgarleikhúsinu," segir Viðar Eggertsson sem vikið hefur verið úr starfi leikhússtjóra. „Leikhúsráð verður að fara að vilja félagsins“ Viðar Eggertsson, leikhússtjórí Leikfélags Reykjavíkur, var í gær látinn taka pokann sinn, hálfu ári áður en hann átti formlega að taka við starfinu. Formaður leikhúsráðs vill ekki greina frá forsendum brottvikningarinnar að svo stöddu en Viðar segir ljóst að í málinu hafi málefni einstaklinga vegið þyngra en velferð leikhússins sjálfs. Orri Páll Ormars- son fylgdist með framvindu mála í Borgarleik- húsinu í gær. Viðar Sigurður Örnólfur Eggertsson Karlsson Thorsson MEIRIHLUTI leikhúsráðs Leikfélags Reykjavíkur vék í gær Viðari Egg- ertssyni leikhússtjóra úr starfi. Viðar hefur síðasta kastið unnið að undirbúningi næsta leikárs en átti ekki að taka formlega við ábyrgð á rekstri leikhússins af Sig- urði Hróarssyni fyrr en 1. septem- ber næstkomandi. Stjórn Leikfé- lagsins, Sigurður Karlsson, Þor- steinn Gunnarsson og Kristján Franklín Magnús, greiddi atkvæði með brottvikningu Viðars á fundi leikhúsráðs í gær en Örnólfur Thors- son, fulltrúi borgarstjóra, var henni andvígur. Tilefni fundarins var ályktun sem félagsfundur Leikfélags Reykjavík- ur samþykkti að beina til ráðsins síðastliðið mánudagskvöld, þess efn- is að það endurskoðaði ráðningu Viðars. 32 félagsmenn greiddu ályktuninni atkvæði sitt, sjö sátu hjá og tíu voru á móti. Fyrir fundin- um lá jafnframt bréf frá Kjartani Ragnarssyni, þar sem hann sagði af sér formennsku í Leikfélaginu. Sigurður Karlsson, sem tók við formennsku af Kjartani, kveðst ekki geta greint frá ástæðum brottvikn- ingarinnar á þessu stigi málsins. Vísar hann hins vegar í ályktun fé- lagsfundar frá því á mánudag. Þá segir Sigurður: „Leikhúsráð, þrír stjórnarmenn í Leikfélagi Reykja- víkur og fulltrúi borgarstjóra, hafa umboð til að ráða leikhússtjóra og segja honum upp störfum. Það um- boð er hins vegar fengið frá félaginu og þegar félagið segir þeim að gera eitthvað þá verða þeir að fara að vilja þess eða víkja að öðrum kosti.“ Engin efnisleg rök Örnólfur Thorsson, fulltrúi borg- arstjóra í leikhúsráði, greiddi at- kvæði gegn brottrekstri Viðars. Kveðst hann ekki hafa heyrt nein efnisleg rök sem réttlæti uppsögn leikhússtjórans. Hann fái ekki séð að Viðar hafi fengið svigrúm til starfa eða að honum hafi í reynd verið veitt víðtækt „umboð til þeirra breytinga sem hann telur nauðsyn- legar til að efla leiklistarstarfsemina og rekstur Borgarleikhússins," eins og segi í álitsgerð viðræðunefndar Leikfélagsins og borgarinnar um málefni Borgarleikhúss. Örnólfur lýsir jafnframt undrun sinni á þeim vinnubrögðum Leikfé- lags Reykjavíkur að halda tvo fé- lagsfundi, 27. febrúar og 11. mars, um málefni tengd Viðari og starfi hans í Borgarleikhúsinu án þess að gefa honum tækifæri til að sitja fundinn. „Ég minni á að ályktanir samþykktar á slíkum fundum eru ekki bindandi fyrir leikhúsráð." Örnólfur kveðst óttast að hér séu hagsmunir einstakra félagsmanna í Leikfélagi Reykjavíkur látnir vega þyngra en hagsmunir þess listræna starfs sem ætlaður sé vettvangur í Borgarleikhúsi með tilstyrk Reykja- víkurborgar og þessi gjörningur hljóti að hafa áhrif á þá endurskoð- un samkomulags Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur frá 1992 sem nú standi yfir. Með uppsögn Viðars kveðst Örn- ólfur ennfremur óttast að eflingu siálfstæðis leikhússtjóra LR, sem viðræðunefnd Leikfélagsins og borgarinnar lagði mikla áherslu á, sé teflt í tvísýnu. Leikhúsráð kemur saman að nýju á fimmtudagsmorgun, þar sem mál þejrra aðila sem Viðar hefur fengið til liðs við Leikfélagið verða meðal annars til umfjöllunar. Varðandi þann fund segir Örnólfur: „Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur stjórn Leikfé- lagsins á þessum gjörningi sem ég get ekki séð að sjái fyrir endann á, svo og skuldbindingum, svo sem mannaráðningum og þeim undir- búningi sem Viðar hefur unnið að, sem þarna er stefnt í voða. Ég bíð með öðrum orðum eftir því að sjá hvaða spil stjórn Leikfélags Reykja- víkur hefur á hendi.“ Viðar Eggertsson kveðst vera ákaflega hissa á málinu í heild sinni. Sér sé sagt upp störfum án nokk- urra skýringa. „Ég hef greinilega vaðið í þeirri villu að ég ætti að vera leikhússtjóri þessa leikhúss en það hefur hins vegar komið á daginn að ekki var óskað eftir að ég stiórn- aði því.“ Félag hagsmunaaðila Viðar segir það koma sér á óvart að gripið skuli vera til slíkra ör- þrifaráða án rökstuðnings. „Þetta mál sýnir glöggt hversu skammt Leikfélag Reykjavíkur er á veg komið sem atvinnuleikhús. Leikfé- lagið er upprunaíega áhugaleikfé- lag og þess gætir enn í starfræksl- unni. Það er ljóst að Leikfélag Reykjavíkur ræður ekki við að reka nútímaleikhús og því veldur félags- formið; þetta er fyrst og fremst félag hagsmunaaðila sem fá stóra fjárveitingu frá Reykjavíkurborg til þess að búa til leiklist en hagsmun- ir þeirra sem einstaklinga og við- horf til launaumslaganna vegur hins vegar þyngra en listin.“ Viðar segir brottvikninguna ekki síður koma sér í opna skjöldu þar sem ekkert hafi verið við starfs- hætti sína að athuga. Hann hafi einvörðungu starfað eftir lögum og reglum sem honum hafi verið sett og sé að finna í lögum Leikfélagsins og bókunum leikhúsráðs. Þá hafi hann starfað samkvæmt markmiði sem sett var fram í skýrslu sem unnin var í samstarfsnefnd Reykja- víkurborgar og Leikfélagsins um málefni Borgarleikhússins, þar sem undirstrikað var að styrkja ætti stöðu leikhússtjóra sem yfirmanns leikhússins og listræns stjórnanda þess. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að samstarfsörðugleikar hafi sett svip sinn á Borgarleikhúsið undanfarið, einkum hafi samskipti Viðars Eggertssonar og leikhúsráðs verið stirð. Viðar kveðst vissulega hafa fundið fyrir þessum samstarfs- örðugleikum en í þeim efnum sé ekki við hann að sakast. Ákveðnum aðilum hafi einfaldlega ekki líkað aðferðir hans sem listræns stjóm- anda Borgarleikhússins. Sakir þess hafi skorist í odda. Lög brotin? Að mati Viðars greip félagsfund- ur Leikfélags Reykjavíkur fram fyr- ir hendurnar á leikhúsráði með ályktun sinni á mánudag þess efnis að endurskoða ætti ráðningu leik- hússtjóra. „Síðastliðið vor var ákveðið með lagabreytingu að fela leikhúsráði, sem stjórn Leikfélagsins og fulltrúi borgarstjóra skipa, ráðn- ingu leikhússtjóra í stað félagsfund- ar áður. Með því að gefa leikhús- ráði þessa dagskipan um að endur- skoða ráðningu leikhússtjóra er fé- lagsfundur því að mínu mati allt að því að bijóta lög Leikfélags Reykja- víkur." Viðar kveðst jafnframt harma þessar málalyktir þar sem hann hafi á liðnum vikum lagt nótt við dag til að undirbúa glæsilegt af- mælisár LR og aflað sér fylgis margra góðra listamanna. „Mér þykir afar leitt að hafa fengið þetta fólk til liðs við starfsemi sem reyn- ist síðan ekki hafa neinn listrænan metnað. Þetta fólk er frekar illa statt því það hefur gert sínar áætl- anir með þetta í huga og hafnað öðrum störfum." Viðar kveðst hafa lagt sína verk- efnaskrá fyrir næsta starfsár í Borg- arleikhúsinu fram um miðjan jan- úar. Á sama fundi hafi hann fengið nokkuð fijálsar hendur um manna- ráðningar en eftir það hafi umræðan um verkefni aldrei komist á eðlilegt stig enda hafi „málefni einstaklinga skipt meira máli en þetta mikilvæga leikhús". Viðar kveðst hljóta að athuga sína réttarstöðu í málinu. Hann kvíði hins vegar ekki framtíðinni. „Ég hef alltaf bjargað mér í lífinu og á heil- mikið eftir ósagt í íslensku leikhúsi. Ég ber á hinn bóginn kvíðboga fyr- ir framtíð leiklistar í Borgarleikhús- inu.“ ■ Bókun Viðars/43 Friðarráðstefnan í Sharm el-Sheikh Efasemdir um áþreif- anlegan árangur Reuter HJÓLREIÐAMAÐUR á leið fram ly'á skilti við fundarstað í Sharm el-Sheikh í gær, egypskir hermenn sjást á verði. Um 30 leiðtogar og sendinefndir munu sækja ráðstefnuna. Leiðtogar og fulltrúar um 30 ríkja og samtaka koma saman til fundar í Egyptalandi í dag til að ræða friðarþróun í Mið- austurlöndum og barátt- una gegn hryðjuverkum. Jóhanna Kristjónsdótf- ir í Kaíró rekur aðdrag- anda ráðstefnunnar, sem margir efast um að skili áþreifanlegum árangri. FLEST egypsk blöð birtu í gær ritstjórnargreinar um Friðarfundinn í Sharm el- Sheikh eins og hann er nefndur. Þar kveður yfirleitt við einn tónn: hörmulegt sé að því fleiri skref sem ísraelar og Palestínumenn taki í áttina að friði, þeim mun fleiri sprengjur séu sprengdar til að þagga niður í þeim röddum sem vilja frið. Því voni allir að „friðarins menn“ eins og þátttakendur eru kallaðir, komist að viturlegri niðurstöðu og „þá er átt við niðurstöðu sem leiðir til áþreifanlegs árangurs,“ sagði í leiðara A1 Akhbar. Áður en fundurinn, sem hefst í dag með þátttöku um 30 ríkja og fjölþjóða- samtaka, var boðaður hafði verið tal- að um það í lágum hljóðum og gæti- lega að sprengjutilræðin í Jerúsalem og Tel Aviv hefðu verið undirbúin og skipulögð með samvinnu ísraelskra og palestínskra öfgamanna því að öfgamenn gegn friðarmálunum væri ekki síður að finna meðal ísraela en Palestínumanna. Bera lof á Mubarak Opinberir fulltrúar Egyptalands og stjórnmálamenn eru sem sagt í sjöunda himni og er Hosni Mubarak forseti lofi ausinn fyrir að sýna þetta frumkvæði og ná saman með skömm- um fyrirvara hinum ýmsu þjóðarleið- togum. Það hefur verið margítrekað í fjölmiðlum hér að Mubarak hafi átt hugmyndina og var ekki fyrr en í fyrradag, mánudag, að gefið var til kynna að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti kynni að hafa lætt henni að Egyptal andsforseta. Hér eru greinilega bundnar vonir við að þessi fundur skili árangri í þá átt að hleypa nýju lífi í friðarframgang í Miðausturlöndum og efli baráttu gegn hryðjuverka- mönnum í þessum heims- hluta, nú síðast auðvitað eftir at- burði í Israel. Nokkra undrun hefur vakið að þegar ráðstefnan var fyrst kynnt hér í síðustu viku var sagt að henni væri ætlað að fjalla um hryðjuverk og baráttuna gegn þeim mönnum, einstaklingum eða samtökum sem víluðu ekki fyrir sér að myrða sak- lausa borgara. Menn þyrftu að „stilla saman strengi" og „samræma að- gerðir" eins og það var orðað og þótti sumum ekki frumlega mælt. En um helgina sagði Mubarak svo á blaðamannafundi: „Hryðjuverk verða ekki meginefn- ið. Við komum saman á þessari al- þjóðlegu ráðstefnu til að styðja frið- arþróun í þessum heimshluta og ef við gerum það ekki er allt það starf sem hefur verið unnið að engu orðið. Ég óskaði eftir þessum fundi til að koma friðarhjólunum aftur af stað.“ Áfall að Sýrlendingar fást ekki á fundinn Sumir hér í Kaíró túlka þessa áherslubreytingu Mubaraks svo að hann hafi með orðum sínum hér að ofan viljað reyna að draga úr því að einvörðungu ætti að ræða um hryðju- verk því Assad Sýrlandsforseti hafi brugðist ókvæða við slíkri yfírskrift. En þó Mubarak gæfi þessa yfirlýs- ingu við blaðamenn hefur það aug- ljóslega ekki dugað til að blíðka Ássad. Óneitanlega hefur það valdið von- brigðum að ekki skyldi takast að fá fulltrúa Sýrlendinga til að sækja fundinn en fram á síðustu stundu kvaðst Mubarak vongóður um að Assad Sýrlandsforseti sendi verðug- an fulltrúa. í gærmorgun sögðu svo blöð hér frá því að Sýrlendingar hefðu aldrei ætlað að vera með og birtu forystu- grein úr sýrlenska blaðinu Tishreen þar sem sagði m.a. að ísraelar sýndu þann dæmalausa tvískinnung að kalla það hryðjuverk þó hernumdir arabar reyndu að veita kúgurum sín- um mótspyrnu en á hinn bóginn and- aði enginn neinu út úr sér um nær daglegar loftárásir ísraela á bæi og þorp óbreyttra borgara í Suður Líbanon og enginn kallaði þær hryðjuverk. Þetta væri að hafa enda- skipti á sannleika og stað- reyndum og Sýrlendingar hefðu ekki áhuga á að taka þátt í slíkum skrípaleik. Fáir arabískir þjóðhöfðingjar koma Eftir því sem best var vitað í gær koma ekki margir þjóðhöfðingjar Araba til ráðstefnunnar, að frátöld- um Yasser Arafat, forseta sjálfs- stjórnarsvæða Palestínumanna og Hassan Marokkókonungi. Þá hermdu fréttir að Hussein Jórdaníukonungur myndi sitja fundinn en hann hefur að undanförnu dvalist í Bandaríkjun- um í einkaerindum og hefur Hassan krónprins sinnt embættisskyldum hans. Flest Arabaríki ætla þó að senda fulltrúa, ýmist utanríkisráðherra eða sérlegan ráðgjafa viðkomandi leið- toga. Eftir því sem næst verður komist munu fulltrúar frá Líbýu eða írak ekki sitja ráðstefnuna enda ekki trú- legt að Bandaríkjamenn hefðu sam- þykkt að þeim yrði gefinn kostur á þátttöku. Mikil öryggisgæsla Herskari erlendra blaðamanna, auk þeirra sem hafa fast aðsetur hér hafa streymt til Egyptalands síðan fundurinn í Sharm el-Sheikh var ákveðinn. Settar voru upp sérstakar blaðamannamiðstöðvar á Kaíróflug- velli og í Sharm el-Sheikh. Á mánudag komu svo fjölmargir aðstoðarmenn aðalfulltrúanna en þjóðhöfðingjar og þeir hæst settu fóru rakleitt til Sharm el-Sheikh og komu flestir þangað í gærkvöldi. Mikil öryggisvarsla verður eins og geta má nærri, og segja Egyptar að þeim verði ekki skotaskuld úr því að hafa þau mál í góðu lagi. Mikil þátt- taka sýni enda að erlendu fulltrúarn- ir treysti þeim fullkomlega til að halda jafn viðamikla ráðstefnu og gæta lífs og lima hinna tignu fulltrúa. Lagðist Mubarak undir feld eða hringdi Clinton? Eins og fyrr segir hefur hér verið haldið mjög eindregið á lofti að Mub- arak Egyptalandsforseti hafi átt hug- myndina að þessum fundi sem vissulega var ákveð- inn með skömmum fyrir- vara. Hann hefur þó tekið fram að það hafi verið mikið fagnaðarefni hvað Clinton Bandaríkjaforseti hafi tekið henni vel og hafi þeir ákveðið að vera sameiginlega í forsvari. Hvort sem þetta er nú öldungis sannleikanum samkvæmt var áber- andi í síðustu viku að Mubarak sást hvorki í fjölmiðlum né annars staðar. Hann átti að ávarpa ýmsar samkom- ur en sendi 'aðra til að flytja ræðu sína og lét forsætisráðherrann Sawet el Sherfif eða Amr Moussa, utanríkis- ráðherra, um að sinan erlendum gest- um sem einlægt eru að reka inn nefið og þurfa að fá áheyrn. Áberandi, segi ég, því Mubarak er í fréttum hér á öðru jöfnu svo ræki- lega að liggur við að tíundað sé hvert hans skref og allar hans gjörðir, að ekki sé minnst á það sem hann segir. Þar sem ekkert hafði heyrst í for- setanum í þijá daga voru menn farn- ir að ræða um að annaðhvort væri hann veikur eða eitthvað að bauka sem mætti ekki fara hátt. Enda kom það á daginn að hann hefur ugg- laust verið önnum kafinn við að tryggja sér stuðning og þátttöku til þessa fundahalds. Hér í landi kom fréttin því flatt upp á menn þó Mubarak hafí að vísu orðið tíðrætt um friðarmál Miðaust- urlanda og lífsnauðsyn þess að vinna gegn hryðjuverkum. Áhugi almennings á ráðstefnunni virðist takmarkaður. Menn yppta öxlum og segja að það sé nú meira hvað Mubarak þyki gaman að vera með höfðingjum. Kröfur Arafats Yasser Arafat segir að hann von- ist til að þessi fundur leiði a.m.k. til þess að Israelar fáist til að aflétta útgöngubanni Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum. Arafat telur að ísraelar hafi sýnt sér persónulegt óréttlæti og saklausu fólki dæmafáan yfirgang og nú sé til dæmis farið að bera á skorti með- al fólks á þessum svæðum. Hann telur að hann hafi sýnt einbeitni í því að láta handtaka fjöldamarga liðsmenn Hamas-samtakanna og aðra sem eru grunaðir um græsku og hann hafi því fullkomlega staðið við sitt. Sviðssetning? Auðvitað er ekki gerlegt að fullyrða neitt um árang- ur af þessum fundi. Það hlýtur í sjálfu sér að teljast til fyrir- myndar að þjóðarleiðtogar og aðrir ábyrgir menn komi saman og ræði um friðarþróun í Miðausturlöndum og hryðjuverk, hvort sem er nú ofar á listanum. En því er ekki að neita að ýmsum þykir að fundurinn sé meira sviðs- setning til að upphefja Egyptalands-’ forseta á alþjóðavettvangi svo og aðra ráðamenn sem sækja fundinn. Freistandi er að álykta sem svo að flestir vilji að friðarþróunin haldi áfram og að flestir geti verið einróma í að fordæma hryðjuverk. Þó svo Mubarak hafi sagt að samþykkt verði gerð í lok fundarins, er heldur óljóst hvað gæti falist í henni annað en almennt snakk. Þó menn ákveði að „stilla saman strengi og sameins krafta o.s.frv.“ segir það auðvitac fjarska fátt og nær afskaplegc skammt. Egyptalands- forseti lofi ausinn Áhugi almennings takmarkaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.