Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 32

Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þvera á Hvalfjörðinn meðbrú UPPHAFLEGA var undirritaður m.a. að gagnrýna væntanlega gangagerð undir Hval- Qörðinn fyrir það að íslenskir verkfræðiráð- gjafar kæmu lítið sem ekkert að þessu máli. Það eru erlendir ráð- gjafar sem halda því fram að það sé vel framkvæmanlegt að gera jarðgöng undir Hvalfjörðinn. Þetta skyldi öllum vera ljóst áður en framkvæmdir fara í gang, því hér er á ferðinni ein mesta áhættuframkvæmd sem ráðist hefur verið í á íslandi, og það verður ekki við íslenska verkfræðiráðgjafa að sakast, lendi menn í stórbrotnum vandamálum við gangagerðina og neyðist jafnvel til að gefast upp. Eftir hina ævintýralegu af- greiðslu Alþingis í desember rétt fyrir þinglok, á einum milljarði króna í formi peninga og ábyrgða til Spalar hf., þá hefur þetta mál gjörbreyst. Aður var þetta einkamál Spalar hf. en nú er þetta orðið mál sem okkur öllum kemur við því verið er að nota skattpeninga alls almennings í þessa framkvæmd. Þá hefur fréttastofa Ríkisútvarps- ins upplýst (kvöldfréttir 1. feb. 1996) að til standi að Landsbankinn láni beint 800 milljónir til fram- kvæmdanna. Þegar allt er talið þá ætlar ríkið því að leggja fram með einum eða öðrum hætti 1,8 millj- arða króna í þessa gangagerð. Nú fara menn líka að spyija ýmissa spurninga um hvernig Spöl- ur hf. hefur staðið að framkvæmd- um. Ekki síst í ljósi þess að búið er að fá íslenska ríkið til að ábyrgj- ast lán til Spalar fyrir væntanlegum viðbótarkostnaði vegna leka eða annarra ófyrirséðra vandamála við gangagerðina upp á 300 milljónir. Er ríkið þar með ekki í raun að taka á sig alla áhættuna af gerð ganganna? Hvað ef þessi kostnaður verður ekki bara 300 milljónir held- ur einn milljarður eða þaðan af meira? Mun ríkið geta skorast und- an því að veita ábyrgð á lánum fyrir slíkum viðbótarkostnaði? Valið hefur frá upphafi staðið milli tveggja gangastæða, Hnausa- skersleiðar í landi Saurbáejar við Tíðaskarð og Kiðafellsleiðar, þrem til fjórum km innar í firðinum. Sam- kvæmt kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar er Kiðafellsléiðin um einum milljarði króna ódýrari en Hnausa- skersleiðin sem Spölur valdi. Mis- munurinn er að hluta til meiri vega- gerð sem fylgir Hnausaskersleiðinni en þessi kostnaður mun lenda á ríkissjóði en ekki Speli. Brú vænlegasti kosturinn Ef bornir eru saman kostir þess og ókostir að þvera Hvalfjörðinn með brú eða jarðgöngum þá eru kostir þess að þvera hann með brú ótvíræðir. Eðlilegast er að slík brú komi fyrir innan Grundartanga- höfnina, nú, eða á sjálfri Kiðafells- leiðinni en brú þar yrði að vera þannig, að skip kæm- ust undir hana. Þar er ijörðurinn 5 km breið- ur og hægt að fylla upp með sama hætti og gert var með Borgar- íjörðinn, brúin yrði þá um 1 km. Öryggi veg- farenda og mannvirkis yrði þá með sama hætti og er nú þegar á Borgarijarðarbrúnni, Eyjaijarðarbrúnni, væntanlegri Gilsijarð- arbrú o.s.frv. Ekkert bendir til þess að veð- urlag í Hvalfirði sé með öðrum hætti en annars staðar á Islandi þar sem firðir hafa verið þveraðir með vegfyllingum og brú og engar margra ára vindmælingar úti á firð- inum liggja fyrir sem benda til þess að svo sé. Þvert á móti bendir flest til þess að aðstæður þarna séu ósköp eðlilegar og má nefna að yfir væntanlegu brúarstæði á Hval- firðinum er ein aðalinnflugsleið flugvéla frá Norðurlandi til Reykja- víkur og hefur verið það áratugum saman. Hins vegar er það svo, eins og flestum er kunnugt, að víða er hætt við sviptivindum við og í fjalls- hlíðum. Þegar komið er um kíló- Hvalfjörðurínn, segir Friðrik Hansen Guð- mundsson, er með þéttriðnu neti misgeng- issprungna. metra frá þeim, þá hættir slíkra sviptivinda að gæta. Væntanleg brú verður yfir álinn í norðanverðum Hvalfirðinum um þijá kílómetra frá landi að sunnanverðu, þ.e. hátt í fjóra kílómetra frá Esjunni. Þá verða að sjálfsögðu vegrið með vegköntum eins og annars staðar þar sem vegfyllingar eru út í sjó. Þá verða há handrið á brúnni svo að bílar verða alltaf í nokkru skjóli miðað við akstur á venjulegum veg- um. Vanhæfir? Það hefur verið upplýst að á bak við Spöl og erlendu verktakafyrir- tækin standi færustu sérfræðingar í Skandinavíu á sviði jarðganga- gerðar. En eru skandinavískir verk- fræðingar ekki vanhæfir til að meta verkfræðileg jarðfræðivandamál á íslandi? Þessir verkfræðingar hafa litla sem enga þekkingu á jarðfræði íslands og jarðsögu. Vita þeir mun- inn á móbergi, blágrýti og grá- grýti? Það dytti engum manni í hug að spyija sænskan lögfræðing um lögfræðileg álitamál í íslenskum erfðarétti. Það vita allir að sænskir lögfræðingar þekkja ekki íslensk lög og réttarsögu. íslenska lögfræði og íslenska jarðfræpi læra_ menn nær eingöngu hér á Islandi. íslensk jarðfræði er einstök í sinni röð og finnst engin samsvörun annars staðar í Evrópu og alls ekki í Skand- inavíu. Þótt sumir telji skandinav- íska verkfræðinga með þeim fær- Friðrik Hansen Guðmundsson ustu í heiminum á sviði jarðganga- gerðar, sem vel get.ur verið rétt, þá má ekki gleyma því, að þessir skólafélagar mínir gátu ekki séð fyrir lekavandamálin í göngunum undir Stórabelti og göngunum und- ir Eyrarsund. Fyrirséð vandamál Vandamál sem reikna má með, að komi upp við gangagerðina er m.a. leki. Fimm kulnaðar megineld- stöðvar eru þarna í kring, þ.e Kjal- arneseldstöðin; í Esjunni við Esju- berg; í Botnsúlum; við Þyril í Hval- firði og við Hafnarfjall. Jarðfræðin á þessu svæði er því margbrotin, eins og gefur að skilja og því eru þarna misgengissprungur, berg- gangar og jarðlög ýmiskonar. Þá hefur jarðfræðingur Spalar upplýst að yfirborð vatns í borholum á væntanlegu gangastæði uppi í Hvalfirði hafi lækkað og breyst í samræmi við breytingar á vatns- stöðu á höfuðborgarsvæðinu vegna dælingar þar. Þetta sýnir betur en margt annað hve feiknalega lek jarðlög eru á þessu svæði. Hins vegar er rétt að setja ákveðið spurn- ingarmerki við þessa tilgátu jarð- fræðingsins og þetta hefði þurft að kanna nánar. Rannsóknir sýna að Hvalfjörður- inn er með þéttriðnu neti misgeng- issprungna. Við Rauðavatn í Reykjavík eru einnig slíkar sprung- ur og ekki hefur þótt hættandi á að byggja einnar hæðar einbýlishús ofan á þeim sprungum og er það hárrétt afstaða. Ætla menn svo virkilega að fara með jarðgöng í gegnum slíkar sprungur langt und- ir sjávarbotni undir Hvalfirðinum? Þá hefur það sýnt sig að rannsókn- ir geta ekkert sagt til um hættu á leka í jarðgöngum í íslensku bergi frekar en erlendu. Við höfum lent hér í gríðarlegum Iekavandamálum í göngum uppi í fjöllum, við hveiju má þá búast undir sjó? Þegar aðrir kostir eru fyrir hendi eins og t.d. þverun fjarðarins með brú, þá er það óviðunandi áhætta að fara í jarðgangagerð undir Hval- fjörðinn og vita ekki með neinni vissu hvað bíður manna þarna niðri. Vegna þessarar áhættu á að hætta við öll áform um göng undir Hval- fjörðinn og þvera hann með brú. Undir sjó Annálar geta um jarðskjálfta á Hvalfjarðarsvæðinu og hafi þá m.a. hrunið úr Akrafjalli. Þá hafa orðið snarpir kippir í Borgarfirði á þess- ari öld, m.a. 1976 en kippurinn þá var svo snarpur að hross féllu við. Jarðgöng undir sjó á jarðskjálfta- svæði eru eitthvað sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá okk- ur öllum. Getur einhver sagt til um það með einhverri vissu hvað muni gerast við jarðskjálfta á þessu svæði og hvort göng undir Hvalljörð muni standa þá af sér? Nei, þetta veit enginn. Svör við þessari spurningu er ekki hægt að fá erlendis, því þar eru svörin ekki heldur til. Göngin sem hafa verið gerð í Evrópu undir sjó eru almennt ekki á jarðskjálfta- svæðum og því hefur ekki reynt á þetta, auk þess sem þau eru gerð í allt annars konar bergi. Er það ekki óviðunandi áhætta sem verið er að taka þér með gerð jarðganga undir Hvalfjörðinn, með tilliti til jarðskjálftahættu? Brú er hinsvegar hægt að hanna þannig að hún standi af sér jarðskjálfta. Rannsóknir Þá hefur jarðfræðingur Spalar upplýst að vegna fjárskorts hafi ekíri reynst unnt að framkvæma kjarnaboranir við norðanverðan ijörðinn eins og gert var við fjörð- inn sunnanverðan. Hann upplýsti jafnframt að hann teldi að slíkt hefði verið æskilegt. Að mínu mati er það ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt, og hversvegna var þá annars verið að eyða‘peningum í slíkar rannsóknir að sunnanverðu? Hér erum við komin að spurning- unni um hver beri eiginlega faglega ábyrgð á þessum framkvæmdum. Höfundur er byggin/rarverkfræðingur. Einu sinni skattur, ávallt skattur NEFND skipuð af fjármálaráðherra skilaði af sér tillögum um samræmda skatt- lagningu fjármagns- tekna. Samkvæmttil- lögum nefndarinnar á að leggja 10% skatt á allar fjármagnstekjur einstaklinga, það er að segja vexti, afföll, gengishagnað og tekjur af hlutdeildar- skírteinum, tekjur af arði, leigu íbúðarhús- næðis og söluhagnað. Mikil óvissa ríkir um áhrif þessa skattafrumvarps og hvaða afleið- ingar það mun hafa á fjármagns- markaðinn. Ýmsar hættur eru til staðar við að leggja slíkan skatt á fjármagnstekjur; má þar nefna að vextir hækka, fjármagn flyst úr landi og sparnaður minnkar. Það er hins vegar álit nefndarinn- ar að með svo lágum skatti verði áhrifin af skattinum ekki svo til- finnanleg að hætta sé á að þetta gerist. Erfitt er að spá um hversu mikil áhrif 10% fjármagnstekju- skattur hafi á hækkun vaxta. Ætla má að hann myndi hækki vexti um 0,1-0,5 prósentustig. Þá er einnig vert að íhuga að stjórn- arandstaðan, sem hefur tekið þátt í störfum nefndarinnar, hefur nú þegar lagt fram bókun um að fjár- magnstekjur verði skattlagðar eins og aðrar tekjur eða 42-47%. Það er hótun sem stjórnarand- stöðuflokkarnir standa við um leið og þeim gefst kostur á. í tillögum nefndarinnar er lítið minnst á að nú þegar er skattur á eignum og ef tillögur nefndar- innar ná fram að ganga verður bæði skattur á eignum og eigna- tekjum. Skattalega séð er þetta ekki réttlætanlegt. Áætlanir nefndarinnar eru ekki skýrar í þeim málefnum. Eins og útskýrt er í áliti nefnd- arinnar verður fjármagnstekju- skattur lagður á nafnvexti sem í dag eru að jafnaði 6-8%. Með fastan fjármagnstekjuskatt upp á 10% er ekki tekið tillit til verð- bólgu. Frumvarpið um fjármagns- tekjuskatt krefst þess að sá stöð- ugleiki sém ríkir í efnahagslífi íslands í dag, þar sem verðbólgan liggur í dag undir 2 prósent, verði viðvarandi. Ef verðbólga myndi hækka upp í til dæmis 10% myndi það hafa þau áhrif að vextir hækkuðu svipað, til að tryggja verðtryggingu fjármagnsins. Þetta myndi hafa þær afleiðingar að jafnframt væri verið að skatt- leggja verðtryggingu fjármagns- ins sem eflaust myndi hafa nei- kvæð áhrif á sparnað og fjárfest- ingaráhuga landsmanna. Áð mínu mati er íslenskt efnahagslíf ekki reiðubúið fyrir fjármagnstekju- skatt eftir óðaverðbólgu síðustu áratuga. Megin markmið nefndarinnar með álagningu skattsins eru þrjú: 1. Afla tekna í ríkissjóð. 2. Jafnatekjuskiptingu íþjóð- félaginu. 3. Hafa áhrif á ákvarðanir fólks og/eða fyrirtækja með skattlagningu. 1. Erfitt er að meta hve miklar tekjur ríkissjóður fær með þessum skatti. Nefndin hefur þó áætlað að skatturinn skili ríkissjóði um 600-700 milljónum framan af. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður skatturinn innheimtur af innlánsstofnunum og verðbréfafyrir- tækjum. Sá kostnaður sem þessi fyrirtæki bera vegna skattsins greiðast af neytend- um. Auk þess mun fjármagnstekju- skatturinn hafa áhrif á vaxtaþróun og leiða til hækkunar á vöxt- um og þar með auka kostnað ríkisins vegna lántöku þess. Það er erfitt út frá þeim for- sendum sem nefndin gefur sér að meta hveijar tekjur ríkissjóðs, í raun, verða með álagningu þessa skatts. 2. Nefndin telur einnig að fjár- magnstekjuskattur jafni tekju- skiptingu í þjóðfélaginu. í áliti nefndarinnar kemur fram að vaxtatekjur eru hlutfallslega meiri hjá þeim sem eru tekjuháir og eignamiklir. Áhrif tekjuskatts- ins á útlánsvexti munu hinsvegar hafa þau áhrif að þeir sem skulda mest í þjóðfélaginu þurfa að greiða meira en ella. Stjórnarandstöðu- flokkar hóta 42-47% fj ármagnstekjuskatti, segir Matthías Björnsson, og standa við það um leið og þeim gefst kostur á. 3. Ætlun nefndarinnar er einnig að hafa áhrif á atferli fólks og fyrirtækja með skattlagningu á fjármagnstekjum. Það hefur hingað til verið arðbærara fyrir einstaklinga að fjárfesta í skatt- fijálsum verðbréfum en öðrum eignum. Nefndin væntir að með fjármagnstekjuskattinum verði hægt að stýra fjármagni einstakl- inga í áhættufjármagn fyrir fyrir- tæki frekar en á lánamarkaðinn. Það er allsendis óvíst að þetta ætlunarverk nefndarinnar takist. Fjármagn hefur þann eiginleika að fara þangað sem það gefur bestan arð og ekki ólíklegt að fjár- magnseigendur flytji fjármagn sitt úr landi í von um meiri arð, í stað þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þetta þýðir, að all- sendis óvíst er hvort þetta ætlun- arverk nefndarinnar takist. Að öllu óbreyttu, gefur nefndin í áliti sínu það sterklega í skyn að 10% skattur á fjármagnstekjur muni hafa lítil áhrif á fjármagns- markaðinn. Nefndin fer mjög var- lega í mat á áhrifum þessa skatts og telur að óhætt sé að leggja slíkan skatt á. Ég er þeirrar skoð- unar að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að aukinni skatt- heimtu fjármagnstekna sem hafi ekki þau tilteknu árhrif sem nefndin leggur fram í tillögum sínum. Menn ættu að hafa það hugfast áður en þeir samþykkja slíkan skatt að raunin er yfirleitt sú að einu sinni skattur, ávallt skattur, og stighækkandi. Höfundur er markadsfræöingur og cr viil náni í endurskoðun. Matthías Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.