Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Þjóð í vanda
NÚ ER skammt til
áldamóta. Hér á Is-
landi verða þau helguð
þúsund ára kristni-
töku á Alþingi. Margt
hefur verið skrifað og
skrafað um þann at-
burð bæði fyrr og nú.
Sú umflöllun hefur
verið í hefðbundnum
farvegi, ef frá eru tal-
in skrif Einars Páls-
sonar í ritröðinni Ræt-
ur íslenzkar menning-
ar.
Alkunn e frásögn
Snorra Sturlusonar í
Ólafs sögu Tryggva-
sonar í Heimskringlu,
þegar Haraldur Gormsson Danakon-
ungur „bauð _ kunngum að fara í
hamförum til íslands og freista hvað
hann kynni segja honum“, en íslend-
ingar höfðu orkt níð um konung og
bryta hans fyrir þá sök, að Danir
tóku upp allt fé í skipi er íslenskir
menn áttu og höfðu brotið. Kölluðu
Danir það vogrek. „Sá fór í hvals-
líki.“ Hann reyndi landtöku í öllum
fjórum landshlutunum og hitti þar
fyrir landvættina, sem vörnuðu hon-
um landtöku: í Vopnafirði kom dreki
í mót honum, á Eyjafírði kom fugl,
á Breiðafirði griðungur og á Reykja-
nesi bergrisi. Þessi tákn prýða nú
skjaldarmerki íslands.
Frásögn þessi hefur orðið mér
hugleikin. Það var þó ekki fyrr en
ég las um hana í Steinakrossi árið
1976 og í Rammaslag árið 1978,
að ég fór að íhuga hana frá öðru
sjónarhorni. í Rammaslag segir Ein-
ar Pálsson m.a.: „Allmargir fræði-
menn hafa leitað uppruna táknanna
í Landvættasögu Heimskringlu. Er
mér ekki kunnugt um að neinn þeirra
hafi haft erindi sem erfiði. Hveijum
þeim sem lítur á Krossana Þijá má
þó ljóst vera að þar er svar að finna.
Fastakrossinn er augljós undirstaða
Landvættasagnarinnar. Er þá miðað
við að Naut sé í Vestri, Ljón í Norðri,
Sporðdreki í Austri, Vatnsberi í
Suðri.“
Á nýju ári 1994 sat
ég við lestur íslensku
Hómilíubókarinnar. Hún
var þá nýkomin út eftir
sjö alda bið.
Birtast ekki landvætt-
irnir þar ljóslifandi. Ég
hefði • átt að vita betur
og margir aðrir. ísland
var helgað „Landvætt-
unum“ Guðspjallamönn-
unum fjórum, eins og
fram kemur í texta fyrir
þriðja dag jóla, hátíð
Jóhannesar postula, en
þar segir m.a.: „Maklega
valdi Drottinn sér íjóra
guðspjallamenn, , því
kenningar hans áttu að
fara of fjórar áttir heims.“ og enn-
fremur „Enn skýrði Jóhannes gjör
líkneski þessa kykvenda og mælti:
„Eitt af þessum kykvendum var glíkt
inu óarga dýri, annað var glíkt uxa,
ið þriðja hafði álit manns, en ið fjórða
var glíkt erni fljúanda." Ef vér lítum
á upphöf allra fjögurra guðspjalla,
þá megum vér skilja, hvern guð-
spjallamann hvert merkir þetta
kykvendi eða fyr hví þeir eru í þess-
um líkjum sýndir, því að Esekíel
spámaður, er miklu var fyrir burð
Krists, sá þessi in sömu kykvendi á
hiihni sem Jóhannes sá í himnasýn
sinni."
í formála fyrir Hómilíubókinni
segir Sigurbjörn Einarsson: „Hér
kemur út sú íslensk bók, sem elst
er til og hefur aldrei áður verið
prentuð á Islandi. Hún er rituð um
aldamótin 1200. En víst má telja,
að textinn sé eldri að miklu eða öllu
leyti. Engin bók með svo fornu ís-
lensku lesmáli hefur komist heil
fram á þennan dag.“ Eftir þessu að
dæma er líklegt, að Snorri Sturluson
hafí haft lesmál þessarar bókar til
hliðsjónar, þegar hann skrifaði um
landvættina.
Lesmál Hómilíubókarinnar tekur
af allan vafa, Island var helgað
Guðspjallamönnunum:
Austurland = Dreki= Óargadýr =
Markús.
ísland, segir
Hreg'gviður Jónsson,
var helgað Kristi þegar
við landnám.
Norðurland = Fugl = Örn = Jó-
hannes.
Vesturland = Griðungur = Uxi =
Lúkas.
Suðurland = Bergrisi = Álit
manns = Matteus.
Það var því von, að sendimaður
Haraldar Gormssonar næði ekki
landtöku árið 987, því landið var þá
þegar helgað Kristi. Það var Varið
Land.
í Landnámu segir frá því er Ör-
lygur Hrappsson, sem var í fóstri
hjá hinum helga Patreki biskupi í
Suðureyjum, nemur land að Eskju-
bergi á Kjalarnesi. Hann hefur með
sér kirkjuvið, járnklukku, plenarium
og vígða mold. í Kjalnesinga sögu
er nær samhljóða frásögn: „Hann
fór at finna Patrek byskup, frænda
sinn, en hann bað hann sigla til Is-
lands, - „þvi at þangat er nú,“ sagði
hann, „mikil sigling ríkra manna.
En ek vil þat leggja til með þér, at
þú hafir þijá hluti, þat er vígð mold,
at þú látir undir homstafi kirkjunn-
ar, ok plenarium ok járnklukku
vígða.“ Af þessum frásögnum er
ljóst, að ísland var helgað Kristi
þegar við landnám. Gaman er að
bera saman frásagnir af öndvegiss-
úlum Ingólfs og af járnklukku Örl-
ygs í Landnámu. (Járnklukkan fellur
útbyrðis og sekkur, en þegar Örlyg-
ur tekur land liggur járnklukkan í
þarabrúki í Sandvík á Kjalarnesi.)
Báðar þessar frásagnir sýna glögg-
lega hve mikilvægt var til forna að
allt færi fram með réttum siðum,
þegar helgun lands og trúar átti í
hlut.
Það, að Örlygur Hrappsson skyldi
byggja kirkju helgaða Kolumba að
Esjubergi, þegar við landnám sýnir
stöðu kristinnar trúar, þá strax.
íhugunarvert er, að plenarium þann
er Órlygur kom með lætur Árni bisk-
up Þorláksson, biskup 1269-1298,
fara suður í Skálholt frá Esjubergi
„ok lét búa ok líma öll blöðin í kjöl-
inn, ok er írst letur á.“ Ritari Kjal-
nesingasögu virðist eftir þessu að
dæma 'nafa séð þann plenarium.
Niðurstaða mín í þessari grein er:
1) ísiand var þelgað Kristi þegar við
landnám. 2) ísland var helgað guð-
spjallamönnunum íjórum, sam-
kvæmt áttvísi og helgisiðum til
forna, en þeir urðu verndarar Islands
og landvættir. 3) Ritaðar bækur eru
til á íslandi við landnám.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
ÞAÐ ER mikið talað
um vímufenaneyslu
unglinga og jafnvel
barna. Hún er órðin
meiri í þessum aldurs-
hópi en þekkist annars
staðar í veröldinni.
Umræðan um áfengis-
neyslu fer ekki hátt,
einfaldlega vegna þess
að engin stétt á sér trú-
verðugleika til þess,
vegna eigin stöðu í
áfengismálum. Foreldr-
ar, kennarar, prestar,
læknar, hjúkrunarfólk,
lögregla, o.s.frv. eru
máttvana gagnvart
þessum vanda. En svo
komu eiturlyfin til sögunnar og þá
fengu flestir málið og létu allt á
þeim hrína. Eiturlyf tíðkuðust ekki
þegar þeir voru ungir sem mest
bera ábyrgð á gangi þjóðfélagsins
í dag.
Eiturlyfin eru sannarlega fljót-
virkari til að eyðileggja fólk en
áfengið en umræðan er ótrúverðug
þar sem ekki er rætt um að eiturlyf-
in eru grein sem vex á áfengis-
trénu. Vandinn er sá sami, aðeins
misjafnlega illvígur. Nú er komið
að skuldadögum. Getum við sem
þjóð sætt okkur við stoðu unga
fólksins?
Vandinn er sá sami, aðeins mis-
jafnlega virkur. Þolum við slíkt
mannfall í dauða og eyðileggingu
einstaklinga og að horfa aðgerðar-
laus á þetta fólk veltast um í rennu-
steinunum? Hélt einhver að hægt
væri að bæta þetta ástand með
einhveiju gáfulegu málæði? Til
þess að geta hjálpað öðrum verður
fólk að byggja sig upp sjálft til að
eignast_ sjálfstraust og trúverðug-
leika. Ég kem ekki auga á aðra
leið en fólk snúi sér aftur til kris-
tinnar trúar og hefji upp til vegs
og virðingar kristin siðgæðisgildi.
í stuttri blaðagrein er engin leið
að gefa svör við þeim trúarlegu
vandamálum, er upp hafa komið.
Fráhvarf frá kristni er öllum aug-
ljós. Á þessu fráhvarfi bera foreldr-
ar mesta ábyrgð og geta þó ekki
undan henni vikist. Svo kemur
menntageirinn sem lagði niður alla
kristinfræðslu í lang flestum
barnaskólum uppá sitt eindæmi.
Kristni fannst leiðandi mönnum
þar svo ómerkileg, hún væri ekki
umræðuverð. Frá Háskóla íslands
hef ég ekki orðið var við stór fram-
lög til kristinnar trúar. Þeir sem
ráða menntamálum geta ekki
þvegið hendur sínar af. því hvernig
staðan er hjá ungu fólki í dag.
Þá kemur að því sem sárast er,
það er staða þjóðkirkjunnar meðal
fólks. Það er að sjá sem hún hafi
misst sjónar á aðalatriðum vegna
ofmats á hefðum. Vandinn er mest-
ur sá að í hefðbundinni messu fær
hinn almenni kirkjugestur ekki
tækifæri til að taka
þátt í neinu. Þar ríkir
einleikur prests • og
kirkjukórs. Vonandi
misskilur mig enginn,
kirkjukórar eru
ómissandi í kristni-
haldi og mest er þörf
þeirra við athafnir og
trúarlega tónleika.
Alla hluti má ofnota,
ég held að kórar eigi
ekki erindi í hinni al-
mennu guðsþjónustu.
Þá eiga kirkjugestirn-
ir að sjá um sönginn
og hafa tækifæri til
að veita trúarþörf
sinni útrás undir ör-
uggri stjórn forsöngvara. Best að
hætta að ijargviðrast um vanhæfni
presta, það er eitt af því sem við
fáum aldrei breytt. Þeir eru emb-
ættismenn og sjá um ytra form
trúarlegra athafna. Það getur eng-.
inn krafist þess að þeir hafi mikinn
Allar stærri sóknir taki
upp þann sið, segir
Björn G. Jónsson, að
annan hvern sunnudag
verði messur í umsjá
leikmanna.
trúarstyrk eða köllun til að vera
prédikarar. Fólk með þá hæfileika
finnum við í öllum sóknum, ef við-
komandi fær hvatningu og þjálfun.
Samkvæmt skilningi mótmælenda
eru allir þeir sem eru skírðir og
fermdir prestar og bera ábyrgð.
Barnastarf kirkjunnar ber íang-
mestan árangur í trúboði. Hvers
vegna? Af því að börnin taka virk-
an þátt í starfinu með leik og söng.
Hitt er verra að alltof fáir foreldr-
ar hafa trú á eða nennu til að styðja
börn sín til að sækja sunnudaga-
skóla.
Mín tillaga er að nú þegar í stað
taki allar stærri sóknir upp þann
sið, að annan hvern sunnudag verði
haldnar guðsþjónustur í umsjá leik-
manna í samvinnu við viðkomandi
sóknarprest. Þetta tekur tíma í
fyrstu, en ég er fullviss um að slík-
um guðsþjónustum muni vaxa fisk-
ur um hrygg. Eðli kristninnar er
að gefa og þiggja. Ef allt á að snú-
ast um form og siðvenjur verða
guðsþjónusturnar án ávaxta.
Við sem þjóð verðum að taka
okkur á, við höfðum afkristnast of
mikið, en nú verðum við að snúa
við og slá skjaldborg um heimilin
og unga fólkið. Við eigum engan
annan leik í erfiðri stöðu en hugar-
farsbreytingu.
Höfundur er bóndi á Laxamýri.
Heimspeki
\fyrir alla
Mánudagskvöldið 18. mars hefst í Reykjavík námskeið í heimspeki
fyrir almenning. Heimspekin verður kynnt og skoðuð verða tengsl
hennar við hversdagsleg hugðarefni og vandamál samtímans.
Á meðal fjölmargra umfjöllunarefna eru:
Hvernig leysir fólk úr ágreiningi?
Hvert er viðhorf okkar til dauðans? BI111fiIflMI!TiIT'.TTT7I!filfiTinfJ Er rangt ad svipta sig lífi?
Er rangt að reyna við eiginkonu besta vinar sins?
nútímamannsins? liOWliWMiiliíOlllEíiíi Getur einhver vitað alla hluti
Námskeiðið mun
verða einu sinni í
viku í alls sex vikur.
Leiðbeinandi erJóhann Björnsson
MA í heimspeki frá Leuvenháskóla i Belgiu.
Upplýsingar og innritun i sima 551-0877.
Landvættirnir og helgun
krístinnar trúar á Islandi
Hreggviður
Jónsson
Björn G.
Jónsson
Tveir góðir til sölu
NÝJA BÍLAHÖLLIN fUNAHÖFOA 1 S: S67-2277
Toyota Landcruiser VX diesel árg. '93, ek. 76
þ. km., dökkgrár, sjálfskiptur, álfelgur, sóllúga.
Verð kr. 4.400.000. Ath. skipti.
Ford Econoline Global 7.3 diesel Turbo árg.
'92, ek. 44 þús. km., dökkblár/hvítur, 44" og
38" dekk, álfelgur, hlutföll, lággír, loftlæstur, hár
toppur, leður, 4 kapteinsstólar, svefnbekkur og
margt fleira. Sjón er sögu ríkari.
Verð kr. 6.800.000. Ath. skipti.
Framsóknarfélag Reykjavíkur og Samband ungra framsóknarmanna
standa fyrir hádegisfundi með Finni Ingólfssyni, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra miðvikudaginnl3. mars kl. 12.00 á Litlu Brekku. Bankastræti 2
Allir velkomnir
FR ogSUF
Framsóknarflokkurinn