Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 35
■
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 35
AÐSENDAR GREINAR
Yímuvamir á villigötum?
Lífsleikni í stað
hræðslufræðslu
UNDANFARNAR vikur hefur
mikið verið skrifað og skrafað um
vímuefnamál í fjölmiðlum og
manna á meðal. I þeirri umræðu
hefur margt borið á góma en þó
er eins og kjarni málsins hafi ekki
komist til skila. Umfjöllunin hefur
á köflum verið nokkuð ýkt. Þannig
virðist sem unga kynslóðin sé að
steypa sér í glötun með neyslu
ólöglegra fíkniefna, einkum e-pillu,
sem er nýtt fíkniefni og viðbót við
hass og amfetamín sem eru al-
gengustu ólöglegu fíkniefnin í
umferð hérlendis. Kallað er á aukn-
ar forvamir og fræðslu, aukna lög-
gæslu og tollgæslu. Og í öllum
handaganginum gleymist höfuð-
vandinn, nefnilega áfengisdrykkja
unga fólksins.
Áfengi
algengasta fíkniefnið
Fjölmargar kannanir sem gerð-
ar hafa verið undanfarinn áratug
á neyslu unglinga á fíkniefnum
(áfengi, tóbaki og ólöglegum efn-
um) sýna svo ekki verður um villst
að áfengi er langútbreiddasta
fíkniefnið. Meirihluti 16 ára ungl-
inga drekkur, í mismiklum mæli
þó. Miklu færri neyta ólöglegra
efna og hjá flestum sem það gera
er um tímabundið fikt að ræða.
Þá hafa bæði innlendar og erlend-
ar rannsóknir leitt í ljós að neysla
á áfengi og tóbaki er oftast und-
anfari neyslu ólöglegra fíkniefna.
Það er því verk að vinna í því að
stöðva áfengisdrykkju unglinga.
Það gæti auðveldað eftirleikinn -
baráttuna við ólöglegu fíkniefnin.
Hræðslufræðslan
virkar ekki
Það gerist iðulega þegar upp-
sveifla verður í neyslu ólöglegra
fíkniefna að gerð er krafa um
aukna fræðslu og forvarnir án
þess að þessi hugtök séu skil-
greind nánar. Enda er svo komið
að farið er að kalla nánast hvað
sem er forvarnir og fræðslan er
lausnarorðið sem á að leysa allan
vanda. Fjölmargir aðilar, jafnt
opinberir sem og félagasamtök,
bjóða af góðum hug fram krafta
sína, einkum meðal nemenda í
grunnskólum, undir merkjum
fræðslu og forvarna. Því miður
reynist oftast um að ræða einhliða
fræðslu um fíkniefnin sjálf, áhrif
þeirra og skaðsemi. Þessi áhersla
hefur verið nefnd hræðslufræðsla
því markmiðið er að þekkingin á
skaðsemi efnanna fæli frá neyslu
þeirra. Þess eru dæmi að fyrrum
neytandi segi sögu sína og stund-
um eru ólögleg fíkniefni sýnd og
Fiílag Löggiltra Bifreiðasala
áhöld til neyslu þeirra.
Aukin þekking á
fíkniefnum er ekki
trygging fyrir breyt-
ingum á viðhorfum
eða hegðun. Þessi að-
ferð skilar því ekki
árangri og getur jafn-
vel snúist upp í and-
hverfu sína. Saga
fyrrum neytandans
virðist spennandi og
að sjá fíkniefnin og
neyslutólin getur vak-
ið sofandi björn. Þrátt
fyrir að erlendar
rannsóknir hafi sýnt
fram á lélagan árang-
ur hræðslufræðslunn-
ar og að nýjar áherslur í fíknivörn-
um í skólum hafi komið fram er
með ólíkindum hvað hræðslu-
fræðslan á enn upp á pallborðið
hér hjá okkur. Fíknivarnir í skól-
um eru skilgreindar sem fræðslu-
og uppeldisstarf sem miðar að því
að koma í veg fyrir neyslu barna
og unglinga á tóbaki, áfengi og
öðrum fíkniefnum.
Nýjar leiðir
Þær aðferðir sem nú þykja fýsi-
legar til forvama, ekki bara gegn
fíkniefnum heldur á ýmsum öðrum
sviðum einnig, byggja á félags- og
sálfræðilegri nálgun þar sem ein-
staklingurinn er búinn undir lífið
með því að kenna honum lífsleikni
(life skills). Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin skilgreinir lífsleikni
þannig: Hæfileiki til að sýna já-
kvæða hegðun og aðlögunarhæfni
sem gerir okkur kleift að kljást á
árangursríkan hátt við áskoranir
og kröfur daglegs lífs. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin og UNICEF
hafa hampað þessari leið mjög.
Rannsóknir
Á síðasta ári voru birtar niður-
stöður rannsóknar sem gerð var
við Cornell-læknaháskólann í
Bandaríkjunum. I úrtakinu voru 6
þúsund nemendur í New York-
fylki. Helmingurinn fékkst við sér-
stakt námsefni í fíknivörnum þar
sem kennd var lífsleikni hinir ekki.
Niðurstöður voru þessar í stuttu
máli:
— Allt að 40% minni líkur á að
rannsóknarhópur noti áfengi og
önnur fíkniefni en samanburðar-
hópur.
- Allt að 60% minni líkur á
neyslu einstaklings á tveimur eða
fleiri teg. fíkniefna.
- í fíknivörnum ætti að kenna
lífsleikni með áherslu á eftirfarandi
þætti: Sjálfsstyrkingu, efla sjálfs-
traust, auka færni í að setja sér
markmið, taka ákvarðanir og
greina, leysa vandamál, gagnrýna
hugsun, færni í mannlegum sam-
skiptum og að vera
ákveðinn og fylginn
sér.
- Betri árangur náð-
ist hjá kennurum sem
fengu þjálfun í að
kenna lífsleikni og
stuðning meðan á
kennslunni stóð.
- Ákveðið námsefni
verður aðeins árang-
ursríkt ef það er notað
í heild sinni og á skipu-
legan hátt.
- Kennsla eða
prógrömm sem aðeins
Aldís vara eitt ár eru ekki
Yngvadóttir líkleg til að skila ár-
angri hvað varðar
neyslu fíkniefna.
Innlendar rannsóknir á áhrifum
forvarnastarfs eru fátæklegar. Þó
er til ein, gerð af Þórarni Gíslasýni
og fleirum, sem var birt í Lækna-
blaðinu 1994. Rannsóknin rennir
stoðum undir nauðsyn þess að
styrkja þá þætti sem snúa að fé-
lags- og persónuþroska nemenda
eins og markmiðið er með lífs-
leiknikennslu.
Lífsleikni
í grunnskólum
Grunnskólum landsins hefur
undanfarin fímm ár gefist kostur
á að nýta sér námsefni í lífsleikni
til notkunar í forvarnastarfi. Hér
er átt við Lions-Quest námsefnið
Að ná tökum á tilverunni. (Skills
for Adolescence). En það er ætlað
11-14 ára nemendum. Kennarar
hljóta þjálfun á námskeiði fyrir
kennslu námsefnisins og þeir eiga
kost á faglegri ráðgjöf í tengslum
Fíknivamir með áherslu
á lífsleikni em, að mati
Aldísar Yngvadóttur,
líklegastar til að
skila árangri.
við kennsluna. Námsefnið er nú
notað í ríflega 30 löndum. Rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
áhrifum þess sýna að það skilar
árangri bæði hvað varðar þekkingu
á skaðsemi fíkniefna og minni
neyslu. Sýnt hefur verið fram á
að nemendur, sem fengust við
námsefnið, höfðu betri samskipta-
hæfni, neikvæðari viðhorf til fíkni-
efna, gekk betur í námi og að taka
ákvarðanir og voru fúsari til að
taka ábyrgð á eigin hegðun en
nemendur sem ekki fengust við
námsefnið.
Foreldrahlutverkið
Hvað sem líður öllum aðgerðum
til forvarna gegna foreldrar lykil-
hlutverki í þessu tilliti. Ábyrgðin á
uppeldi og velferð barna er fyrst
og fremst þeirra. Skólinn, aðrar
stofnanir eða aðilar geta aldrei
komið í stað þess uppeldisstarfs
og félagsmótunar sem fram fer á
heimilum. Samvinna heimila og
skóla er því afar brýn. Grunnskól-
um ber að hafa samstarf við for-
eldra samkvæmt lögum. Foreldr-
um ber skylda til að taka þátt í
því starfí sem unnið er á vegum
skólanna hvort sem um er að ræða
fíknivamir eða aðra þætti skóla-
starfs. Innlendar og erlendar kann-
anir hafa sýnt fram á að börn og
unglingar sem búa við öruggar
félagslegar aðstæður þar sem fjöl-
skyldutengsl era sterk neyta síður
fíkniefna.
Hættum að beija
höfðinu við steininn
Á undanförnum árum hafa
margir grunnskólar sinnt fíkni-
vörnum með því að kenna lífs-
leikni. Nokkur af stærstu sveitar-
félögum landsins hafa stuðlað
markvisst að þeirri kennslu. En
betur má ef duga skal. Það þýðir
ekki að beija höfðinu við steininn
og grípa til einhliða fræðslu svona
af og til eða þegar uppsveifla er í
neyslu ólöglegra fíkniefna. Það er
aðeins skyndilausn sem skilar ekki
árangri'. Markvisst forvarnastarf
með aðferðum lífsleikni er lang-
tíma fræðslu- og uppeldisstarf sem
vinna þarf sameiginlega af skóla
og foreldrum.
Nám og kennsla af því tagi sem
fínna má í lífsleikni þarf að standa
jafnfætis námi og kennslu í hefð-
bundnum námsgreinum. Það hlýt-
ur að vera jafnmikilvægt að spjara
sig í lífinu og að kunna skil á helstu
ártölum íslandssögunnar eða vita
hvað andlag og frumlag er. Það
vinnst svo margt annað um leið
með lífsleiknikennslu. Má þar
nefna bætt samskipti meðal nem-
enda og kennara og meðal nem-
enda innbyrðis, agaðri nemendur,
betri umgengni, minni líkur á of-
beldi og einelti og jákvæðara and-
rúmsloft í skólanum.
Sýnt hefur verið fram á með
vísindalegum rökum að fíknivarnir
með áherslu á lífsleikni eru langlík-
legastar til að skila árangri. Nýtum
okkur lífsleikni í forvarnastarfi.
Höfundur er afbrotafræðingur og
hefur unnið að fíknivörnum.
+ Sunddeild
Armanns
Hin sívinsœlu sundnámskeið
eru að hefjast.
Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella).
BÍLATORG , FUNAHÖFDA i 1 . — ^___ __________ Féiag Löggiltra Bifreidasala S: 587-7777 (£i
J
Jeep Grand Cherokee Laredo árg.
'93, grænsans., ABS airbag. ek. 68
þús. km. Gullfallegur bíll. Skipti,
skuldabróf.
Toyota Carina E Liftback árg. ‘93,
hvitur, ABS, ek. 70 þús. km.
Verð kr. 1.420.000.
Suzuki Swift GL árg. '93, rauöur, ek.
69 þús. km. Verð kr. 670.000.
Toyota Hilux SR 5 Double Cab árg.
'92, steingrár, læst drif, 32* dekk, ek.
93 þús. km. Gullfallegur.
Verð kr. 1.800.000.
MMC Pajero Superwagon GLS árg.
'92, blásans., sjálfskiptur, 31“ dekk, ek.
99 þús. km. Verð kr. 2.700.000.
Chrysler Saratoga árg. '91, gull-
sans., sjálfskiptur, ABS, ek. 49 þús.
km. Verð kr. 1.380.000.
Toyota Landcrusier árg. '90, blásans.,
38" dekk. Einn sem er tilbúinn á fjöll
Verð kr. 2.860.000.
Chevrolet Ðlazer árg. '91, blásans.,
ABS, álfelgur, ek. 135 þús. km.
Verð kr. 2.180.000.
MMC Pajero árg. '88, silfurgrár, 32’
dekk, álfelgur. Mög fallegt eintak.
Verð kr. 1.190.000. Skipti, skuldabréf.
Nissan Pathfinder SE árg. '88, grár,
V6, sjálfskiptur, sóllúga, álfelgur, 31“
dekk, ek. 128 þús. km.
Verð kr. 1.350.000.
MMC Galant 2000 GLSi árg. '89, gull-
sans., ek. 133 þús. km.
Verð kr. 930.000.
Toyota Corolla 4WD XL árg. '90, hvit-
ur, ek. 114 þús. km. Verð kr. 850.000.
MIKIL SALA - UTVEGUM BILALAN TIL ALLT AÐ 5 ARA