Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 39 MINNINGAR KATRIN GUÐJÓNSDÓTTIR + Katrín Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1935. Hún lést í Reykjavík 2. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. mars. Það dimmdi af degi þegar við fengum frétt- ina um látið þitt símleið- is til Svíþjóðar. Minningarnar streymdu fram og spurningamar urðu áleitnar. Af hveiju svona fljótt? Litlu drengirnir, barnabörnin þín, horfðu agndofa á okkur og spurðu: „Af hveiju dó hún amma? Hún sem var svo ung.“ Við þessu eru engin svör. Stundum ræddum við eilífðarmálin og þú varst alveg sannfærð um að okkar biði annað líf og annað hlut- verk. Ég vona að sú sannfæring þín hafi ræst og_ að þú sért nú komin í betri heim. Ég man svo vel, Katrín mín, þegar við hittumst í fyrsta sinn. Guðjón sonur þinn og ég gengum niður Öldugötuna og þú komst á móti okkur á leið heim úr 1. maí göngu; grönn og falleg eins og kvik- myndastjarna með bláa alpahúfu á höfðinu. Þú réttir mér höndina og brostir þínu yndislega hlýlega brosi og sagðir; „Já, svo það ert þú sem ert unnustan hans Nonna míns.“ Ég, 16 ára stelpan, varð hálf hvumsa, ekki hafði ég leitt hugann að því að ég væri orðin unnusta. Það orð fannst mér fela svo mikla alvöru í sér. En árin liðu og von bráðar var von á fyrsta barninu og mikil var gleði þín þegar þú fékkst þær fréttir. Það fyrsta sem þú gerðir þá var að færa mér bókina eftir hana Huldu Jensdótt- ur um slökun og eðlilega fæðingu. Þessi bók hafði hjálpað þér á sínum tíma og nú átti hún að hjálpa mér. Árin liðu hvert af öðru, allt of hratt finnst mér núna á stundu sem þess- ari. Við sonur þinn fluttum til Svíþjóð- ar og samverustundimar hafa orðið alltof fáar á undanförnum árum. Ég harma það svo sannarlega að okkur vannst ekki tími til að tala meira saman. Þú varst svo dul, Katrín mín, og ekki barstu erfiðleika þína á torg. Það er ekki fyrr en á síðari árum sem ég gerði mér grein fyrir hversu mjög sjúkdómur sá er þú hafðir, flogaveik- in, setti þér stólinn fyrir dymar og takmarkaði getu þína. En þú komst nú langt á þtjóskunni eins og þú sagð- ir sjálf. Það gat fátt aftrað þér frá þvi að sækja hljómleika og fara á ballettsýningar og þú fylgdist vel með öllu sem gerðist þar. Mér fínnst að síðastliðin ár hafi verið þér mjög góð °g ég gleðst yfir því. Oft minntistu á flogaveikisamtökin sem þú starfað- ir í af lífi og. sál og ég veit að sá félagsskapur veitti þér mikinn styrk og ánægju. Að lokum vil. ég þakka almættinu fyrir samverustundirnar jólin 1994 þegar þú dvaldist hjá okk- ur í Svíþjóð. Þær minningar eiga eft- ir að fylgja okkur um ókomna framtíð. Þú handleggsbrotnaðir daginn fyr- ir ferðina en út skyldirðu. Við tókum Erfidrykkjur Glæsileg kaifi- hlaðbord. fcilíegir salir og rnjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 jff FLÚGLEIÐIR n»m i.oftIjEI u i ii á móti þér á flugvellin- um geislandi af gleði, þó að þú værir með höndina í fatla. Við átt- um góð jól saman og þú gladdist yfír því að sjá hvað vel okkur vegnaði og hvað bama- börnin döfnuðu vel. Ekki get ég látið hjá líða að minnast þess er við óðum á útsölumar eftir jólin. Það átti nú aldeilis að notfæra sér þær áður en heim yrði haldið. Ég stillti þér í búningsklefana og fyllti allt af fötum sem ég klæddi þig í þar sem þú varst með hægri hand- legg í fatla. Og ekki var nú erfitt að fá fötin til að passa. Glæsilegri kona var vandfundin og vöxturinn eins og á ungri stúlku. Er heim var komið horfðu feðgarn- ir á alla fatapokana með forundrun og spurðu hvort við værum að fara að opna kvenfataverslun. Mikið hlóg- um við að þessu, Katrín mín. Elsku Katrín mín, nú að leiðarlok- um vil ég þakka þér fyrir samfylgdina og biðja algóðan guð að vera með þér. Sonarsynir þínir sem ekki geta fylgt þér síðasta spölinn syrgja ömmu sína og munu ævinlega minnast þín með hlýju og kærleika. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Bertha Ragnarsdóttir. Elsku amma mín. Þú varst svo ljúf og yndisleg. Ég mun alltaf muna eftir þessu ljúfa og yndislega brosi. Það var svo fallegt. Ég man eftir kandísmolunum sem ég fékk alltaf þegar við heim- sóttum ykkur mæðgur. Ég man eftir fallegu dúkunum og púðunum sem þú saumaðir. Ég vildi að ég hefði kvatt þig betur síðast þegar ég hitti þig, amma mín. Bros þitt mun alltaf vera í minn- ingum mínum. Þinn, Hannes Þór, Svíþjóð. Þegar við vorum börn og unglingar var ekkert sjónvarp, heldur engar tölvur, ljósritunarvélar voru ekki til, engir frosnir réttir, engin greiðslu- kort og við höfðum aldrei heyrt um rafmagnsritvélar. Svona mætti lengi telja. Svo virðist sem óralangt sé síð- an, en það finnst okkur ekki. Það gæti næstum því hafa verið í gær að við vorum allar kátar og glaðar bekkjarsystur í Kvennaskólanum. Katrín var ein af okkur og sú fyrsta í hópnum sem fellur frá, svo alltof, alltof fljótt. Á þessari stundu leitar hugurinn til skólaáranna, þeirra fjögurra ára, sem við áttum samleið í starfí og leik. Við minnumst Katrínar sem góðs fé- laga, hlýlegrar og elskulegrar, hlátur- mildrar og kátrar í okkar hópi. Hún var einnig góður nemandi og sérstak- lega stóð hún sig vel í tungumálum. Við minnumst hnyttinnar smásögu, sem hún skrifaði og birt var í skóla- blaðinu fyrsta veturinn okkar. Henni var vissulega margt til lista lagt. Katrín hafði til að bera listræna hæfíleika. Hún spilaði á gítar, mest sígild verk sem fæstar okkar höfðu heyrt áður. Við hlustuðum hugfangn- ar og fannst hún afburða snjöll. Ósjaldan spilaði hún fyrir okkur á skólaskemmtunum. Utan skólatíma og í skólaferðalögum brást það ekki að Katrín hafði gítarinn með og mik- ið var þá sungið og leikið. Seinna gaf hún út kennslubók í gítarleik og er hún enn notuð við kennslu. Þetta voru ár mikilla fyrirheita og Katrín átti eftir að vinna margan sigurinn. Um þessar mundir hóf hún að læra ballet hjá Sif Þórs og Kaj Smith. Einnig þar náði hún langt og lagði síðan bellettkennslu fyrir sig. Á þessum árum bar Kvennaskól- inn nafn með rentu. Þótti hann hafa töluverða sérstöðu og vera góður skóli. Það má þakka einvala liði kenn- ara með fröken Ragnheiði Jónsdóttur skólastýru í broddi fylkingar. Við fengum gott veganesti í skólanum, sem við erum þakklátar fyrir. Hópurinn okkar verður ekki sá sami héðan í frá. Við munum sakna Katrínar. Blessuð sé minning hennar. Við vottum öllum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð. Bekkjarsystur í Kvennaskólanum. Sérfræðingar í blóniaskiæyling'iini við öll la-kilu ri Skólavördustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SIGURJÓN INGVARSSON, Maldon, Essex, Englandi, lést sunnudaginn 10. mars. Suzy Ingvarsson, Poul Ingvarsson, Luke Ingvarsson, Ingvar Sigurjónsson, Óli Þór Ingvarsson, Alfreð Þorsteinsson, Ingvar Ingvarsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, Hraunbæ 103, sem lést þann 6. mars sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 14. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Elias Valgeirsson, Magdalena S. Eliasdóttir, Theódór S. Marinósson, Sigurður Rúnar Elíasson, Edda Sveinbjörnsdóttir, Valdimar Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, ARNÞRÚÐUR STEINDÓRSDÓTTIR frá Brandsbæ, Vfghólastfg 7, Kópavogi, lést á Gimli í Manitoba þann 3. mars sl. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Steinþór Nygaard. t Ástkær systir mín, ÓLÖF KRISTÍN STEINSDÓTTIR, lést á Sólvangi 11. mars. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 13.30. Gróa Steinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 27, (áður Hringbraut 87), lést í Landspítalanum aöfaranótt 10. mars. Gylfi Jónsson, Guðrún Bergsveinsdóttir, Ólafur Rafn Jónsson,Danielle Somers, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Múlavegi 32, Seyðisfirði, sem andaðist 10. mars sl., verður jarð- sungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 16. mars kl. 14.00. Jón Vidalín Sigurðsson, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson, Sigurbjörn Jónsson, Hugrún Ólafsdóttir, Anna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar og barnabarn, LEVÍ DIDRIKSEN, sem andaðist 11. þ.m., verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 14. mars kl. 13.30. Heidi og Schumann Didriksen, Dagmar og Schumann Didriksen, Jónína og Símon Rasmussen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekn- ingu vegna fráfalls ÞÓRARINS SIGMUNDSSONAR mjólkurfræðings. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima á Selfossi fyrir góða umönn- un, svo og félögum í Mjólkurfræðingafé- lagi íslands og öðrum samstarfsmönn- um Þórarins-fyrir margháttaðan hlýhug honum sýndan lífs og liðnum. Guðs friður fylgi ykkur. Guðrún S. Þórarinsdóttir, Guðni Á. Alfreðsson, Björn Þórarinsson, Sigríður B. Guðjónsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Garðar H. Gunnarsson, Ólafur S. Þórarinsson, Helena Káradóttir, barnabörn og aðrir ástvinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.