Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 41
íslandsmótið í sveitakeppni hefst á föstudag
Hörð barátta fyrirsjá-
anleg í öllum riðlum
Morgunblaðið/Arnór
Á ÞRIÐJA hundrað bridgespilara leiðir saman hesta sína í Þöngla-
bakka 1 um helgina. Þessi mynd var tekin í undanúrslitum íslands-
mótsins i sveitakeppni í fyrra.
________Brids_________
Þönglabakki 1
LANDSBANKAMÓTIÐ
Undanúrslit íslandsmótsins í
sveitakeppni verða haldin 15.-17.
mars í Þönglabakka 1, Reykjavík.
Þar berjast 40 sveitir um tíu sæti
í úrslitum um páskana.
ÍSLANDSMÓTIÐ í sveitakeppni
er nú haldið undir merkjum Lands-
banka íslands. í undanúrslitunum
er keppt í fimm 8 sveita riðlum og
efstu tvær sveitirnar í hvetjum riðli
fá keppnisrétt í úrslitunum.
Það er útlit fyrir mikla_ baráttu
í öllum riðlunum fimm. í A-riðli
ættu íslandsmeistararnir í sveit
Landsbréfa að eiga frátekið annað
úrslitasætið og Hjalti Elíasson og
menn hans í sveit Hjólbarðahallar-
innar eru líklegir til að hreppa hitt.
Aðrar sveitir sem koma til greina
eru sveit Lyfjaverslunar íslands frá
Reykjavík og sveit Stefáns Stefáns-
sonar frá Akureyri.
í B-riðli ætla nýbakaðir félags-
meistarar Bridsfélags Reykjavíkur
í sveit Búlka varla að láta það sama
henda sig og í fyrra, þegar þeir
misstu af úrslitasæti í síðustu um-
ferð undanúrslitanna. Þá spiluðu
þeir undir nafni Tryggingamið-
stöðvarinnar. Um hitt úrslitasætið
gæti orðið hörð keppni milli ungu
mannanna í sveit Tímans og sveitar
Antons Haraldssonar frá Akureyri,
Akureyringarnir misstu einnig af
úrslitasæti í fyrra og koma því ör-
ugglega grimmir til leiks að þessu
sinni. Sigfús Þórðarson og félagar
hans frá Selfossi í sveit Skandía
geta þó vel bitið frá sér og einnig
Dröfn Guðmundsdóttir og liðsmenn
hennar úr Hafnarfirði.
Sveit VÍB ætti að komast auð-
veldlega áfram úr C-riðli en um
hitt sætið ætti baráttan að standa
á milli sveitar Roche og sveitar
Hróa Hattar, en í þeirri sveit er
skemmtileg blanda gamalla og
ungra spilara. í þann slag gætu
Kristján M. Gunnarsson og hinir
Selfyssingarnir í H.P. Kökugerð
raunar vel blandað sér.
I D-riðli virðast Samvinnuferðir-
Landsýn og Símonar Símonarsonar
og félagar hans í sveit BangSímon-
ar standa best að vígi, en þessar
sveitir eru með flest meistarastig
í riðlinum. En spilararnir í sveit
Isaks Arnar Sigurðssonar taka ör-
ogglega þátt í baráttunni um efstu
sætin af fullri hörku en sú sveit
er skipuð tvennum íslandsmeistur-
um í tvímenningi, bæði í opnum
flokki og unglingaflokki. Þá verða
Sigmundur Stefánsson og menn
hans ekki auðunnir.
I E-riðli er sveit Ólafs Lárusson-
ar sigurstranglegust. Um annað
sætið gæti orðið mikill kvótaslagur
milli sveita Þormóðs ramma frá
Siglufirði og Granda hf. í Reykja-
vík. Siglfirska sveitin er Ijölskyldu-
sveit, skipuð bræðrunum Jóni og
Ásgrími Sigurbjörnssonum, Björku
Jónsdóttir konu Jóns, og sonum
þeirra Birki og Ingvari. Jón Örn
Berndsen er sjötti liðsmaðurinn.
Jón Steinar Gunnlaugsson leiðir
Grandamenn, sem spiluðu áður
undir merkjum Metró. í baráttuna
gætu vel blandað sér Kópavogsbú-
arnir í sveit Flutningsmiðstöðvar
Jóna og Akurnesingarnir í sveit
Inga Steinars Gunnlaugssonar.
Zia vann Vanderbildt
Zia Mahmood og félagar hans
unnu um helgina eina af 'stærstu
sveitakeppnunum fjórum í Norður-
Ameríku, Vanderbildtbikarinn. Þeir
mættu heimsmeistaraliði Banda-
ríkjanna í 64 spila úrslitaleik og
unnu með 37 stiga mun.
Með Zia spiluðu Michael Rosen-
berg, Chip Martel, Lew Stansby
og Seymon Deutch en andstæðing-
ar þeirra í úrslitaleiknum voru Nick
Nickell, Richard Freeman, Bobby
Wolff, Bob Hamman, Jeff Meckst-
roth og Eric Rodwell. Hamman og
Wolff voru frekar svekktir, enda
hefur þeim ekki tekist að vinna
Vanderbildtmótið í 24 ár!
Keppnin um Vanderbildtbikarinn
var hápunktur tveggja vikna lands-
móts sem haldið var í Fíladelfíu.
Hjördís Eyþórsdóttir var meðal
þátttakenda á landsmótinu og hún
náði 4. sæti í aðaltvímennings-
keppni kvenna ásamt sænsku
landsliðskonunni Piu Andersen.
Af öðrum sigurvegurum á lands-
mótinu má nefna Larry Cohen og
Dave Berkowitz sem unnu eitt af
aðaltvímenningsmótunum, en þeir
félagar kepptu hér á Bridshátíð
fyrir ári.
Zia hvíldi fyrstu lotuna í úrslita-
leiknum en félagar hans náðu 23
stiga forskoti. Þetta var eitt af
góðu spilunum þeirra:
Vestur gefur, NS á hættu
Norður
♦ Á
¥986
♦ ÁG5
♦ G76542
Vestur Austur
♦ DG10932 ♦ K54
¥742 ¥ D1053
♦ 103 ♦ K8642
*D3 ♦ 8
Suður
♦ 876
¥ ÁKG
♦ D97
+ ÁK109
Við annað borðið sátu Deutsch
og Rosenberg NS en Freeman og
Nickell AV.
Vestur Norður Austur Suður
pass pass pass 1 Gr
2 lauf pass 2 tíglar pass
2 spaðar 3 spaðar dobl 4 lauf
pass 4 spaðar pass 6 lauf///
Sagnir fóru ekki sérlega slemmu-
lega af stað. Freeman sýndi einlita
hönd með 2 laufum yfir grandopnun
Rosenbergs og Deutsch beið átekta
þar til liturinn var vís. Þá tók hann
við sér og þegar Rosenberg sýndi
lauflit bauð Deutsch upp á slemmu
sem Rosenberg þáði. Slemman
vannst þegar hjartasvíningin gekk.
Við hitt borðið sátu Hamman og
Wolff NS en Martel og Stansby AV.
Vestur Norður Austur Suður
3 spaðar pass 4 spaðar dobl
pass 5 lauf///
Sumum þykir það sjálfsagt mál
að opna á þriðja sagnstigi með spil
af þessu tagi á hagstæðum hættum.
í þetta skipti gafst opnunin vel
þegar Hamman og Wolff komust
ekki að fyrr en á 5. sagnstigi og
Zia græddi 13 stig.
Guðm. Sv. Hermannsson
Afmælishátíð Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni
FELAG eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni gengst fyrir fjöl-
skylduhátíð í Laugardalshöll kl. 15
í dag, fimmtudaginn 14. mars.
Dagskráin er eftirfarandi:
Kl. 14:00: Húsið opnað. Lúðra-
sveit Grafarvogs og harmonikku-
leikarar leika í anddyri. Skemmtun
í sal hefst kl. 15 og verður þulur
og stjórnandi: Gunnar Eyjólfsson,
leikari. Davíð Oddsson forsætis-
ráðiierra flytur ávarp. Að því loknu
syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona einsöng og kór Félags
eldri borgara syngur undir stjórn
Kristínar Pjetursdóttur. Þá kemur
grínistinn Laddi fram og skemmtir
og Sigfús Halldórsson og Friðbjörn
G. Jónsson leika nokkur lög. Leik-
atriði verður svo í umsjón Leikhóps
FEB, Snúður og Snælda og að því
loknu verður glímusýning þar sem
glímumenn úr KR koma fram und-
ir stjórn Ólafs Ólafsson.
Eftir 30 mín. hlé eða kl. 17
heldur dagskráin áfram þar sem
Kvennakór Reykjavíkur, Senorít-
ur, koma fram undir stjórn Rut
Magnússon. Örn Árnason og Jónas
Þórir flytja gamanmál, Þjóðdansa-
flokkurinn kemur fram, söngkvart-
ettinn Útí vorið syngur og leikatr-
iði verður flutt í umsjón Bessa
Bjarnasonar og Margrétar Guð-
mundsdóttur. Kl. 18.10 syngur
Ragnar Bjarnason og stjórnar
fjöldasöng og að því loknu verður
Áutt atriði úr söngleiknum Okla-
homa í flutningi Söngskólans í
Reykjavík undir stjórn Halldórs
Laxness.
Aftur verður gert 30 mínútna
hlé og hátíðinni lýkur með dans-
leik sem hefst kl. 19.10.
Matur og matgerd
Smákökur
fyrir páska
og fermingar
í þessum þætti gefur Kristín Gestsdótt-
ir okkur uppskriftir að gyðingakökum
og Bessastaðakökum, en Bessastaðir
blasa við henni út.um stofugluggann
LÍKLEGA ber flestum saman um
að veður hafi verið milt og gott
í vetur, þótt veðurstofan segi að
febrúar hafi verið 1 ‘A gráðu
kaldari en í meðalári. Flötin hér
fyrir framan húsið er með
grænni nál, sem hefur aldrei
sölnað í vetur, og fyrir kuldak-
astið í febrúar sótti ég mér
grænkál í garðinn. Þrestirnir eru
farnir að syngja í trjánum og
raflínurnar eru oft þéttsetnar
störrum, sem láta hátt og boða
vorkomu. Vonandi kemur kuld-
inn ekki í apríl eins og stundum
vill verða. Þegar þetta er skrifað
laugardaginn 9. febr. er jafnfall-
inn snjór yfir öllu, hin fjölmörgu
grenitré í garðinum eru þakin
hvítri mjöll Dóttursonur minn
kom í heimsókn og sagði: „Það
er alveg eins og jólin séu að
koma.“ En það eru ekki jólin sem
eru að koma heldur páskarnir
og fermingarnar og þá förum
við að huga að veisluföngum.
Smákökur eru ómissandi, hvort
sem er á kökuhlaðborðið eða með
kaffinu eftir matarhlaðborðið, en
þær tvær tegundir sem hér eru
uppskriftir að eru mínar uppá-
haldskökur.
Bessastaðakökur
rúml. 100 stk.
250 g smjör (ekki smjörlíki)
250 g (3 ’/. dl) flórsykur
250 g (5 dl) hveiti
1 eggjarauða
nokkrir val- eða pecanhnetukjarnar
1. Bræðið smjörið við hægan
hita, látið síðan storkna. Takið
smjörskjöldinn ofan af en fleygið
syijunni (botnfallinu), skafið það
af sem er laust neðan á smjör-
skildinum.
2. Setjið hveiti og flórsykur í
skál, hnoðið smjörið saman við.
3. Fletjið út ‘A sm á þykkt,
skerið síðan undan kringlóttu
litlu glasi, þvermál um 4 ‘A sm.
Einnig má búa til rúllu úr deig-
inu og skera í '/■■ sm þykkar
sneiðar.
4. Setjið smádropa af eggja-
rauðu ofan á hveija köku, leggið
bita af val- eða pecanhnetu-
kjarna á hann.
5. Hitið bakaraofn í 180° C,
blástursofn í 170° C, setjið í
miðjan ofninn og bakið í um 15
mínútur. Kökurnar eiga ekki að
taka lit, þær eiga að vera alveg
hvítar.
Gyðingakökur 150
stk. 6 sm í þvermál
425 g (rúml. 8 dl) hveiti
'A tsk. hjartarsalt
150 g (rúml. 1 ‘A dl) sykur
200 g smjör (ekki smjörlíki)
___________2 iítil egg_______
10 steyttar kardimommur eða ‘A
tsk. kardimommudropar
2 eggjahvítur ofan á
100-150 g afhýddar möndlur ofan á
1 - 1 ’A dl sykur ofan á
1. Setjið hveiti, hjartarsalt og
sykur í skál, myljið smjörið .út
í. Setjið síðan eggin saman við
ásamt steyttum kardimommum
eða kardimommudropum. Hnoð-
ið samfellt deig. Geymið á köld-
um stað í 1 - 2 klst.
2. Fletjið deigið mjög þunnt
út, stingið út kringlóttar kökur
með glasi. Raðið á bökunarpapp-
ír á bökunarplötu.
3. Setjið eggjahvíturnar á disk
og sláið sundur með gaffli svo
að örlítil froða myndist.
4. Saxið möndlurnar frekar
smátt og setjið saman við sykur-
inn.
5. Penslið kökurnar með
eggjahvitunni alveg út á brúnir,
stráið síðan möndlu/sykri ofan á
alveg út á brúnina, gott er að
hafa mikið af möndlum á kökun-
um.
6. Hitið bakaraofn í 190° C,
blástursofn í 180° C. Setjið í
miðjan ofinn og bakið í um 10
mínútur eða þar til kökurnar
hafa aðeins tekið lit, en þær eiga
að vera ljósar.
Athugið: Ef kökurnar eru
mjög þunnar verða um 150 stk.
af þeirri stærð sem upp er gefin
úr þessu deigi, en ef þær eru
þykkari verða þær að sjálfsögðu
færri.