Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 45
_______BRÉF TIL BLAÐSINS__
Hvert stefnir þjóðin?
Frá Einari S. Jónssyni:
ÞAÐ HEYRIST oft að íslendingar
séu kynþáttahatarar, og þá aðal-
lega frá fólki sem ekki vill við-
urkenna staðreyndir. Þetta er mjög
hæpin fullyrðing, því þetta er ein-
göngu fyrirhyggja hugsandi Islend-
inga en ekki kynþáttahatur. Fyrir-
hyggja þeirr^ sem ekki vilja að
Ísland lendi í sama pytti og t.d.
þjóðveijar, Frakkar og Norðurlönd-
in, þar sem allt er á suðupunkti.
Því fjöldi nýbúa er orðinn ofviða
getu vestrænna Evrópulanda til að
ráða við þessar aðstæður, því nýbú-
arnir læra ekki þarlenda tungu og
aðlaga sig ekki lífsháttum inn-
fæddra. Þeir hafa sín eigin lög og
reglu. Með öðrum orðum, þá eru
þeir að verða ríki í ríkinu. Gott
dæmi um það er heilt íbúðarhverfi
í Stokkhólmi, þar sem búa ein-
göngu Júgóslavneskir múslímar.
Þar er ástandið þannig að sænska
lögreglan er aldrei kölluð þangað,
vegna þess að íbúarnir þar hafa
skipað sína eigin lögreglu og dóm-
stól til að sinna hverfinu.
í Frakklandi er ástandið á suðu-
punkti, þar búa 4 milljónir músl-
ima, aðallega frá Alsír, þeir senda
forseta Frakklands bréf og gáfu
honum tækifæri á að taka íslamska
trú, en hann neitaði, og þá lýstu
múslimar yfir heilögu stríði á hend-
ur Frökkum, og það er aðeins tíma-
spursmál hvenær það skellur á.
Inn í Vestur-Evrópu eru komnar
alls 13 milljónir heitttrúaðra músl-
ima, annaðhvort löglega eða ólög-
lega, og þeir hafa það á stefnusrká
sinni, sem hefur algjöran forgang,
það er að útrýma kristinni trú og
þeir fara ekkert leynt með það.
John Deutch, yfirmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, spáði
því fyrir nokkru, að hryðjuverk
ættu eftir að aukast um allan heim.
Nefndi Deutch sem dæmi Hamas-
og Hjizbollah-samtökin meðal Pal-
estínumanna og sagði að átök milli
þjóða-, þjóðarbrota og trúarhópa
myndu áfram valda óstöðugleika
og vera jarðvegur fyrir hryðju-
verkastarfsemi. Deutch sagði á
fundi með leyniþjónustunefnd
þingsins að sér þætti miður að
hafa komist að þessari niðurstöðu.
Það er athyglisvert að menn sem
hafa haft að lífsstarfi að rannsaka
þessi mál og málaflokka sem tengj-
ast þessum málum, skuli horfa með
skelfingu fram í tímann. Það er
einnig athyglisvert hvað það eru
margir niðurrifsmenn til á íslandi,
t.d. fólk sem í fávisku sinni og
blindni vill flytja inn í landið fólk í
stórum stíl. Þeir eru ekki að hugsa
um hag þjóðarinnar, heldur sinn
eigin, þeir vilja fá sem flesta útlend-
inga til landsins til að skapa glund-
roða og hræðslu meðal landsmanna.
En þjóðin er að vakna til meðvitund-
ar, má þar nefna að forystumenn í
verkalýðshreyfingunni hafa gefið
yfirlýsingar um vanþóknun sína á
innfluttu vinnuafli sem heldur niðri
kjörum og lífsafkomu íslendinga,
og meira að segja félagsmálaráð-
herra er farinn að skilja hvert
stefnir. Er ekki tími til kominn að
þjóðkirkjan okkar og aðrir kristnir
söfnuðir á landinu sameinist um að
standa vörð um kristna trú og standi
vörð gegn utanaðkomandi áhrifum
sem vinna markvisst að því að út-
rýma kristinni trú? En sitjum ekki
lengur með hendur í skauti. Það
hlýtur að vera vilji, og heilög skylda
kristinna manna að veija trú sína
og skapa börnum okkar það trúar-
líf sem kristið fólk vill lifa við. Það
yrðu tímamót í kristinni trú á ís-
landi, þegar prestur og aðrir préd-
ikarar fara að kynna kristnum
mönnum þá geysilegu hættu sem
setðjar að kristinni trú. Undirritaður
hefur rætt við háttsetta menn innan
kirkjunnar, jafnt innan þjóðkirkj-
unnar sem og annarra safnaða, og
kynnt þeim skoðanir sínar á þessum
málum og voru þeir mjög jákvæðir,
um að þessi mál þyrfti að taka föst-
um tökum. Því að .undirritaður álít-
ur að þetta snerti alla kristna menn.
Það væri verðugt verkefni fyrir
kristna söfnuði og kvenréttindafé-
lög að kynna konum hvert hlut-
skipti þeirra er í löndurn Islams.
Undirritaður er sannfærður um að
lítið færi fyrir þeim réttindamálum
kvenna sem þær hafa náð gegnum
tíðina, ef íslömsk trúarbrögð með
öfgafulla múslima í broddi fylking-
ar næðu fótfestu á íslandi. Það
er athyglisvert að öll þau rit sem
greina frá samskiptum þjóða frá
því sögur hófust, greina öll frá því
að blönduð þjóðfélög mynda
spennu, með öðrum orðum, þau
ganga ekki upp, samanber fyrrum
Júgóslavía. Ég veit að íslendingar
eru það félagslega þroskaðir, að
þeir bjóða ekki börnum sínum og
barnabörnum upp á þær hörmung-
ar sem blönduð þjóðfélög bjóða
upp á. Við eigum að hjálpa illa
stöddu fólki hvar sem er í heiminu
með matar-, peninga- og þróunar-
hjálp, eins og við höfum getu til,
en ekki flytja vandamál þess inn
í okkar litla land. Það er hvorki
þeim né okkur til góðs.
EINAR S. JÓNSSON,
formaður Norræns mannkyns.
Framtalsaðstoð -
skatttrygging
Get bætt við einstaklingum með og án reksturs.
Innifalin í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging,
en hún felst í því að framteljandi hefur með einu
gjaldi í upphafi greitt fyrir:
1. Framtalsaðstoð
2. Skattútreikning
3. Svör við hverskonar fyrirspurnum frá skattyfirvöldum
4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda
5. Munnlegar upplýsingar um skattamál viðkomandi allt árið 1996
Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar
á skrifstofu minni kl. 09.00-17.00 alla virka daga.
Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratugareynslu
undirritaðs meðan færi gefst. Sanngjarnt verð.
Skattþjónustan sf. - Bergur Guðnason hdl. - Lögskipti
Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík.
Sími 568 2828 - Fax 568 2808.
Scetirsófar
á óviðjafnanlegu verði
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14.
Jakkar 11.000,- rétt verð. Kringlukast 6.600,-
Pils 4.995,- rétt verð. Kringlukast 2.995,-
Kjólar 4.995,- rétt verð. Kringlukast 2.995,-
Sítt vesti 6.500,- rétt verð. Kringlukast 3.900,-
Stutt vesti 4.495,- rétt verð. Kringlukast 2.695,-
Blússur 4.295,- rétt verð. Kringlukast 2.995,-
Barna:
Kjólar 3.350,- réttverð. Kringlukast 2.250,-
Jakkar 3.990,-réttverð. Kringlukast 2.590,-