Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 11 ERLEIMT ■m■ -M-EILBRIGÐISEFTIR- H ■ LITIÐ í Jórdaníu hefur gripið til þess bragðs að gera breskar og írsk- ar mjólkurvörur og súkkulaði upp- tækt og banna innflutning þess. Danska neytendaráðið hefur skor- að á dönsku stjórnina að greina frá innihaldi í ýmsum vörum, allt frá sætindum til snyrtivara, til að fullvissa neytendur um að ekki sé verið að selja afurðir unnar úr breskum nautgripum. Egyptar gengu svo langt að banna innflutn- ing á leðri frá Evrópu. Evrópusam- bandið hefur sett alheimsbann á breska nautgripi, en það dugði ekki Albönum: þeir lokuðu á inn- flutning nautakjöts frá allri Evr- ópu. Stutt yfirlýsing Stephens Dorrells, heilbrigðisráðherra Breta, um það að verið gæti að kúariða bærist í menn og kæmi af stað Creutzfeldt-Jakob-heila- hrörnun hefur sett heimsbyggðina á annan endann. Breskir nautgripabændur standa nú höllum fæti, en ýmsir aðrir hugsa sér gott til glóðarinn- ar. í Argentínu, Ástralíu og Nýja Sjálandi hyggjast bændur auka hlutdeild sína á kjötmörkuðum og biðja ESB að fella niður kvóta. Á íslandi var tekið til þess að þetta mál gæti leitt til aukinnar fisk- neyslu. Sala dregst saman á öllu nautakjöti Neytendur ótt- ast ekki aðeins breskt nautakjöt. Víðast hvar í Evrópu hefur sala á öllu nautakjöti snarminnkað og kjötverslanir eru tóm- ar. Á Grikklandi minnkaði salan um 80% og tvo . þriðju hluta í Þýskalandi. % Það er eins og móður- . sýki hafi gripið um sig. Fyrstu tilgáturnar um að kúariða gæti smitast í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob-veikinni, sem er ólæknandi, komu fram fyr- ir um áratug. Ein helsta ástæðan fyrir því var kenning um að riðu- smitefni hefði borist úr sauðfé í nautgripi með dýrafóðri og gæti því farið yfir hinn svokallaða teg- undaþröskuld. 1988 var kjöt úr riðuveikum kúm, sem var slátrað á Bretlandi, notað í fóður og gefið í dýragörðum. í kjölfarið fengu ýmsar dýrategundir þar skyndi- lega riðu. Engar áþreifanlegar sannanir hafa hins vegar komið fram um að hið sama gildi um menn og yfirlýsing heilbrigðisráðherra Breta 20. mars bætti þar í raun engu við. Sú yfirlýsing studdist við þá niðurstöðu að komið væri fram nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob- veikinni. Þetta nýja afbrigði hefði dregið tíu manns til dauða og væri það frábrugðið Creutzfeldt- Jakob-veikinni að um nýjan sjúk- dóm gæti verið að ræða. Allir tíu hefðu átt það sammerkt að hafa smitast eftir að kúariða kom fram á Bretlandi. Ástæðan fyrir því að vísinda- menn sögðu að kúariða gæti hafa valdið sýkingu þessara tíu var sú að þeir höfðu útilokað ýmsar aðrar þekktar skýringar og-smitleiðir. Greint var frá því á fimmtudag að 29 ára gömul kona hefði látist af nýja afbrigðinu af Creutzfeldt- Jakob-veikinni á sjúkrahúsi í Kent 9. febrúar og hún væri ekki ein af sjúklingunum tíu, sem yfírlýs- ing Dorrells var byggð á. Talið er að tveir Bretar til viðbótar hafi veikst af nýja afbrigðinu. I vikunni komu fram vísbend- ingar um að nýja afbrigðið hefði komið fram áður en kúariðu varð vart á Bretlandi. Prófessor Gareth Roberts, taugasjúkdómafræðingur við SmithKline Beecham-sjúkra- húsið í Harlow, rannsakaði þúsund tilfelli andlegrar hrörnunar frá undanförnum 25 árum. Sam- Riðufár án raka Kúafáríð er faríð að nálgast móðursýki. Ósönnuð hætta af nautakjöti virðist hæglega geta haft gagnger áhrif á neysluvenjur okkar. Karl Blöndal hefur fylgst með því hvemig rótgróin atvinnugrein hefur riðað til falls á tíu dögum. Þá væru þær aðgerðir hlægilega ófullnægjandi Samkvæmt opinberum tölum hafa komið upp 161.663 kúariðutilfelli á Bretlandseyjum, 422 sinnum fleiri en annars staðar í heiminum samanlagt. Kanada Falklandseyjar Oman wr wr mr Heimild: Breska landbúnaðar-. sjávarutvegs- og matvælaráðuneylið Þvi er haldið fram að öll tilfelli, sem fram hafa komið i Þýskalandi, Ítalíu, Kanada, Danmörku og á Falklands- eyjum, eigi rætur að rekja til Bretlands og það sama eigi við um þrjú tilfellanna í Portúgal kvæmt niðurstöðu Roberts voru 19 af þessum þúsund með Creutz- feldt-Jakob-veikina, en aðeins 11 voru greindir með sjúkdóminn. I tveimur tilfellum svipaði einkenn- um mjög til nýja afbrigðisins. Þar var um unga sjúklinga að ræða og hrakaði þeim hægar en gengur og gerist með Creutzfeldt-Jakob- veikina. Þessir sjúklingar smituð- ust hins vegar áður en kúariðan kom fram á Bretlandi. 28 manns á Bretlandi létust af Creutzfeldt-Jakob-veikinni árið 1985 og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Arið 1993 létust 45, 1994 létust 59 og 1995 voru þeir 42. Eins og rannsókn Roberts bendir til hefur gætt tilhneigingar til að vangreina sjúkdóminn og má leiða getum að því að sjúkdómurinn hafi greinst oftar í kjölfar þess að aukin athygli beindist að hon- um. Sé það rétt má draga í efa að fylgni sé milli aukinnar tíðni Creutzfeldt-Jakob-veikinnar og þess að kúariða kom fram á Bret- landi. Á móti má vissulega benda á að smit á sér stað löngu áður en einkenni koma fram. Því getur fjöldi manns verið smitaður án þess að hægt sé að komast að því. Gæti smitefnið borist með svínum og hænum? Það líður einnig nokkur tími þar til riða kemur fram í dýrum og oft er þeim slátrað það ungum að vera má að þau hafi verið smituð, en sjúkdómseinkenni ekki verið komin fram. Doktor _______________ Paul Brown, sem starfar við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, skrifar í grein í fagtímaritinu Brítish Medical Journal, sem kom út á föstudag, að þar til finnist sannanir um að kúariðusmit geti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob-veikinni beri að taka þeirri tilgátu varlega. Smit gæti rétt eins hafa borist úr svínum eða kjúklingum, sem fengu sama fóð- ur. „Það væri kald- hæðni örlaganna ef breskum nautgripum yrði slátr- að og síðan kæmi í ljós að hinir raunverulegu sökudólgar voru svín og kjúklingar, sem fengu sama fóðurbætinn, en var slátrað ungum að sjúkdómseinkenni ;, voru ekki komin fram,“ sagði „ Brown. |:i Ef miðað er við þær tölur, sem fyrir hendi eru í dag, eru líkurnar á því að maður fái Creutzfeldt-J akob-veikina , hverfandi. En þegar skyndi- lega eru gefnar út yfírlýs- ingar um að í nautakjöti geti leynst banvænn sjúk- dómur geta ríkisstjórnir vart setið aðgerðalausar, ekki síst þegar til eru vís- * indamenn, sem segja óhik- að að allt að því ein milljón manna á Bretlandi gæti hafa smitast af kúariðu og átt á hættu að fá Creutzfeldt-Jakob-veikina eftir nokkur ár, ef ekki áratugi. Þýska dagblaðið Frankfurtev Allgemeine benti á að þótt sannað- ist að kúariða bærist í menn væru það fá tilfelli af Creutz- ________ feldt-Jakob-veikinni að almannaheill væri frá- leitt stefnt í voða. „Ef allsherjar faraldur blasti við og kjötneysla __________ væri inngönguleið fyrir [smitefnið] þá væru þær aðgerðir, sem hafa verið íhugaðar og gripið hefur verið til hlægilega ófullnægj- andi því að þá snerist málið ekki lengur aðeins um breska nautgripi eða nautgripi almennt, heldur einnig um sauðfé, sem átti upptök- in að öllu saman,“ sagði í leiðara blaðsins. „Og hvað þá um svínin, sem einnig hafa verið fóðruð á kindaafgöngum? Þetta gæti leitt til þess að einn af máttarstólpun- um, sem haldið hafa uppi siðmenn- ingunni, hyrfi: búskapur mannsins með klaufdýr, sem veita kjöt og mjólk, væri á enda. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið, menninguna og um- hverfið." Ýmsir halda því fram að það geti haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar að haldá áfram að rækta nautgripi í sama mæli og gert hefur verið. Talið er að í heiminum séu 1,28 milljarðar nautgripa, ein kýr á hverja fjóra menn. Ágangur þeirra á beitilönd veldur upp- blæstri og þær freta metangasi, sem talið er að stuðli að hækkandi hitastigi í heiminum. Nautgripir eru sýnu þyngri á fóðrum, en annar búfénaður. Það þarf 16 kg af fóðri til að framleiða eitt kg af nautakjöti, en hlutföllin í svínum eru sex á móti einum og kjúklingum þrír á móti einum. Breskum stjórnvöldum er mjög í mun að koma í veg fyrir að neyt- endur snúi alfarið baki við nauta- kjöti og víða í Evrópu heýrast nú raddir um að hemja þurfi fárið. John Major, forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt aðgerðir framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og segir útflutnings- bannið óréttlátt. Það er engin furða því að kúariða hefur komið upp nokkuð víða í Evrópu, þótt ekki sé í jafnmiklum mæli og á Bretlandi, án þess að vaknað hafi háværar kröfur um útflutnings- bann. Bretar hafa verið tregir í taumi innan Evrópusambandsins og það kann að vinna gegn þeim nú þegar þeir eru hjálpar þurfi. Líklegra er þó að önnur aðildarríki ESB vilji koma þeim til hjálp- ar. Með banninu eru Bretar einangraðir og rennir stoðum undir allar og verstu grunsemdir Smit gæti rétt eins borist úr svínum eða kjúkiingum það hrakspár andstæðinga Evrópusambandsins á Bretlandi, sem margir eru flokksbræður Majors. Önnur aðild- arríki vilja síst ausa vatni á myllu þeirra. Frakkar krefjast vísindalegra upplýsinga Frakkar hafa kvartað undan því að vísindalegar niðurstöður að baki yfirlýsingunni, sem hleypti fárinu af stað, séu fátæklegar og krafist aukinna upplýsinga. Það er ekki sannað að kúafár geti borist í menn og það hafa ekki heldur verið færðar sönnur á að Creutzfeld-Jakob-veikin geti borist manna í millum með áti. Einn af hundraði þeirra, sem fá sjúkdóminn, smituðust við læknis- aðgerð á borð við hormónagjöf eða hornhimnuígræðslu. 15 af hundr- aði tilfella eru rakin til erfða. Þá eru eftir 85 af hundraði, sem yfir- leit eru talin einangruð tilfelli. Doktor Larry Schonberger, far- aldsfræðingur við bandarísku sjúkdómastjórnstöðina í Atlanta, sagði í viðtali að reynist það rétt að sjúkdómurinn berist með áti sé það mjög merkilegt. Gerðar hafa verið rannsóknir á mannætum í Papúa Nýju Gíneu, sem fengu sjúkdóminn kúrú eftir að hafa borðað heila skyldmenna, og var talað að þær hefðu smitast við átið. Schonberger sagði að _________ seinni tíma rannsóknir útilokuðu nánast að sjúkdómurinn hefði bor- ist með þeim hætti. Sennilega hefði verið _____ um að ræða einhvers konar athafnir, þar sem heilavefjum var roðið á líkamann og það hafi komið smitinu af stað. Prófessor Ian Shaw, sem er við Háskóla Mið-Lancashire, sagði að í sumum tilfellum gæti sjúkdómur- inn hafa smitast við innöndun á ryki frá dýrafóðri, en einnig gæti hið smitandi prótein, sem talið er valda riðu, hafa borist úr kúa- mykju og dreifst um beitilönd. Eins og sést er vart fast land að finna í þessum fræðum, en lík- urnar á að stórfelldur faraldur brjótist út eru hverfandi. f nútíma- þjóðfélagi er tekin ákvörðun um það að amast ekki við bifreiða- akstri þótt árlega láti fjöldi manns lífið í umferðinni. Við teljum að gjaldið sé ekki það hátt að rétt sé að fórna þægindunum, sem fylgja því að allir geti átt bíl og komist leiðar sinnar, til að bjarga nokkrum mannslífum. Sami rúll- ettureikningur hlýtur að gilda um kúafárið. Hjólið er sett af stað og svo er að sjá hvaða tala kernur upp. Heimildir: T/ie Daily Telegraph, The Financ- ial Times, Frankfurter Allgemeine, Der Spiegel, Reuter og Time Magazine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.