Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 26
26 SÚNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir myndina Vonir og væntingar, Sense and Sensibility, . _ . — ——— — — sem gerð er eftir skáldsögu Jane Austen. Myndin var tilnefnd til 7 Oskarsverðlauna og hreppti þau fyrir besta handritið eftir áður birtu efni. Leikstjóri myndarinnar er Ang Lee og með aðalhlutverk fara Emma Thompson, Kate Winslet, Hugh Grant og Alan Rickman. Ást, svik og örvænting Imyndinni Sense and Sensib- ility, eða Vonir og væntingar eins og hún kallast á íslensku, er sögusviðið Engiand á síðari hluta 18. aldar, en myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Jane Austen, sem hún skrifaði árið 1795. Myndin fjallar um raunir Dashwood-systranna, hinnar jarðbundnu Elinor (Emma Thompson), og draumóramann- eskjunnar Marianne (Kate Winsl- et), sem bæði er tilfinningarík og ástríðufull. Þegar faðir þeirra fell- ur frá gengur fjölskylduauðurinn til elsta bróður þeirra og fjöl- skyldu hans, en systurnar verða að spjara sig með móður sinni og yngri systur. Þær leita eftir hentugu mannsefni og verður Elinor ástfangin af hinum ófram- færna Edward (Hugh Grant) og Marianne fellur fyrir glæsimenn- inu Willoughby (Greg Wise), en hún lítur hins vegar ekki við hin- um trausta Brandon liðþjálfa (Alan Rickman), sem er yfír sig ástfanginn af henni. Á ýmsu gengur í lífi systranna og margt fer öðru vísi en ætlað er þar til þær að lokum finna hamingjuna og hinn rétta lífsförunaut. Sense and Sensibility var tii- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin, og fyrir bestu leik- konuna í aðalhlutverki (Thomp- son), bestu leikkonuna i aukahlut- verki (Winslet), handrit eftir áður birtu efni, kvikmyndatöku, bún- inga og tónlist, en hún hlaut ein- ungis verðlaunin fyrir handritið, sem Emma Thompson skrifaði: Leikstjóri myndarinnar er Ang Lee, sem er frá Tæwan, en hann sló í gegn fyrir gamanmyndina The Wedding Banquet, sem til- nefnd var til Óskarsverðlaunanna 1993 sem besta erlenda myndin. Næsta mynd hans var svo Eat Drink Man Woman, sem tilnefnd var til Óskarsverðlaunanna ári síðar. Nokkra athygli vakti að Lee skyldi vera boðið að leikstýra svo breskri mynd sem Sense and Sensibility er, en honum þykir hins vegar hafa tekist afburðavel að koma sögunni til skila á sann- færandi hátt og þótti mörgum hann eiga skilið að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik- stjórnina, en af því varð þó ekki. Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í myndinni, bæði stór og smá. Kate Winslet er aðeins tvítug að aldri og sló í gegn í nýsjálensku myndinni Heavenly Creatures, en hún hafði áður leik- ið í fjölda sjónvarpsmynda og vakið þó nokkra athygli. Næstu BRANDON liðþjálfi (Alan Rickman) er yfir sig ástfanginn af Marianne. Systurnar Elinor (Emma Thompson) og Marianne (Kate Winslet) ganga í gegnum ýmsar raunir í ástamálunum. ELINOR verður ástfangin af hinum óframfærna Edward (Hugh Grant). myndir sem hún sést í á hvíta tjaldinu eru Jude the Obscure og Hamlet. Alan Rickman sem leikur Brandon liðþjálfa í myndinni vakti fyrst verulega athygli þegar hann lék illmennið í fyrstu Die Hard- myndinni árið 1988 og þá þótti hann vera senuþjófur myndarinn- ar um Hróa hött þar sem Kevin Costner fór með aðalhlutverkið. Hann hefur nýlega lokið við að leika í myndinni Michael Collins sem Neil Jordan leikstýrði, en í henni leikur Rickman á móti Liam Neeson og Juliu Roberts. Meðal annarra þekktra leikara í mynd- inni eru Gemma Jones sem leikur móður systranna og leikið hefur í fjölda kvikmynda og sjónvarps- myndum, Hugh Grant og Hugh Laurie, sem sennilega er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt sem Bertie Wooster í sjónvarpsþátt- unum um þjóninn Jeeves. Með leikara- blóð í æðum AÐ kom fáum á óvart að Emma Thompson skyldi hreppa Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Sense and Sensibility, en áður hafði hún hlotið Golden Globe- verðlaunin fyrir handritið. Þetta eru önnur Óskarsverð- launin sem Emma hlýtur og þegar hún veitti þeim viðtöku tileinkaði hún þau Ang Lee, leikstjóra Sense and Sensibi- lity. Emma hlaut verðlaunin í fyrra skiptið árið 1993 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Howard’s End, en hún var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 1994 fyr- ir hlutverk sitt í The Remains of the Day og svo enn aftur fyrir hlutverk sitt í Sense and Sensibility. Breski leikarinn Sir Anthony Hopkins afhenti henni Óskarsverðlaunin í bæði skiptin, en þau léku einmitt aðalhlutverkin í myndunum Howard’s End og The Remains of the Day. Það var Lindsay Doran, framleiðandi Sense and Sens- ibility, sem fékk Emmu til að skrifa handritið að myndinni, en þær kynntust árið 1990 við gerð myndarinnar Dead Ag- ain. Hún gat hins vegar ekki komið sér að verki fyrr en hún var búin að sannfæra sjálfa sig um að kvikmynd yrði aldrei gerð eftir handritinu. Hún handskrifaði í byijun rúmlega 300 blaðsíðna uppkast en varð að stytta það verulega og ein- falda flókinn söguþráðinn. En eftir nokkrar hreinskriftir öðl- aðist handritið smám saman líf, en samtals tók það hana fimm ár með hléum að fullgera handritið. Emma segíst fegin að það skuli hafa tekið svo langan tíma því þótt hún hafi verið að sinna öðrum verkefn- um hafi sagan alltaf verið í undirmeðvitundinni, og þetta hafi kennt henni að koma bet- ur auga á gallana þegar hún sneri sér aftur að skriftunum eftir nokkurt hlé. Emma Thompson er fædd 15. apríl 1959 í London og á hún ættir að rekja til leikhús- fólks. Móðir hennar er leikkon- an Phyllidia Law og faðir hennar var Eric Thompson leikari og leikstjóri, sem nú er látinn. Emma var strax í æsku staðráðin í að verða leik- ari. Hún segir foreldra sína ekki hafa meðvitað ýtt undir það val, en þau hafi ávalit stutt sig í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur. Þó segist hún viss um það að börn leikara njóti þeirrar sérstöðu í stétt- inni að þjást síður af sviðssk- rekk en aðrir. Leikferil sinn hóf Emma sem gamanleikkona í leikhópi stúdenta við Cambridge- háskóla, þar sem hún nam enskar bókmenntir. Allt frá fyrstu sýningu var hún stjarn- an í hópnum og virkaði hún á áhorfendur eins og atvinnu- maður í hópi áhugafólks. Sjálf segist Emma fyrst og fremst vera skapgerðarleikkona og venjulegt útlit sitt geri sig hæfari en ella til að fara með margvísleg hlutverk. Mesta at- hygli vakti hún þó í upphafi ferils síns sem gamanleikkona, en hún vann um skeið fyrir sér sem skemmtikraftur á sviði og sem slík vakti hún meðal ann- ars athygli í sjónvarpi. Emma giftist leikaranum og leikstjóranum Kenneth Bran- agh árið 1989, en þau skildu síðastliðið haust. Ferill þeirra var lengst af samofinn og stóð hún að mörgu leyti í skugga eiginmannsins. Hann leikstýrði mörgum fyrstu myndanna sem hún Iék í, auk þess að vera sjálfur aðallcikari og allt þar til hún sló í gegn í Howard’s End var hún í augum flestra fyrst og fremst eiginkona Kenneths Branagh. Emma lék i fyrsta skipti á móti Branagh í London í leikriti Johns Os- borne, Horfðu reiður um öxl, en hún var þá í leikhóp Bran- aghs sem nefnist Renaissance Theatre Company. Meðal sjón- varpsþátta sem hún lék í er framhaldsþátturinn Fortunes of War, þar sem hún lék á móti Branagh, og þátturinn Tutti Frutti, en einnig var hún um skeið með eigin þátt, Thompson, þar sem hún flutti frumsamið efni. Þá lék hún sem gestaleikari í einum þætti bandaríska sjónvarpsþáttarins Staupasteins. Þær kvikmyndir sem Emma Thompson hefur leikið í til þessa eru The Tall Guy (1989), þar sem Jeff Goldblum var í aðalhlutverki, Henry V (1989), þar sem Branagh var leikstjóri og aðalleikari, Impromptu (1991), þar sem hún lék m.a. á móti Hugh Grant, Dead Again (1991), þar sem Branagh var leiksljóri og aðalleikari, Pet- er’s Friends (1992), sem Bran- agh leikstýrði og fór með eitt aðalhlutverkanna, Howard’s End (1992), þar sem hún Iéká móti Anthony Hopkins, The Remains of the Day (1993), þar sem hún lék aftur á móti Hopk- ins, Much Ado About Nothing (1993), sem Branagh leikstýrði og lék aðalhlutverkið í, In The Name of the Father (1993), þar sem Daniel Day-Lewis fór með aðalhlutverkið, My Father the Hero (1994), en í þeirri mynd lék hún á móti Gerard Dep- ardieu, Junior (1994), þar sem Arnold Schwarzenegger fór með aðalhlutverk á móti Emmu, Carrington (1995), þar sem hún lék á móti Jonathan Pryce, Sense and Sensibility (1995) og næsta mynd hennar er The Well of Loneliness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.