Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Samstarf grumi- og framhaldsskóla SEGJA verður söguna eins og hún er; samstarf milli þessara skólastiga er víðast hvar lítið. Formleg samskipti eru einkum í því fólgin, að fulltrúar framhalds- skólanna heimsækja grunnskólana á vormisseri og kynna nemendum í 10. bekk hvaða nám er boðið upp á í hveijum skóla. Þessu þarf að breyta, og því fyrr þeim mun betra. Samstarf kennara og annars starfsfólks á þessum skólastigum er til þess fallið að gera allt nám markvissara, það sparar nemendum tíma og síðast en ekki sízt dregur það úr brottfalli nemenda í framhaldsskóla sem er höfuðmeinsemdin í skólakerfinu. Þetta samstarf má hugsa sér með ýmsum hætti. í fyrsta lagi þarf að semja námskrá í öllum greinum sem tekur mið af því að allt að 90% nemenda hefja nám í framhaldsskóla og að minnsta kosti 80% þeirra eru þar í tvö ár. Ný námskrá á því að taka mið af þeirri staðreynd, að mikill meirihluti nemenda er að minnsta kosti 12 ár í skóla, en Opnum skólana á sumr- in, segir Sölvi Sveins- son, sem segir samstarf milli skólastiga of lítið. ekki 10. Einungis þannig er hægt að koma í veg fyrir ómarkvissa endurtekningu og nýta tíma nem- enda og kennara betur.en nú er gert. I öðru lagi þarf að efla námsráð- gjöf, ekki sízt í grunnskólum, og hefja starfsfræðslu fyrr en nú er gert. í tæknivæddum samfélögum vesturlanda fara um það bil 70% nemenda í starfsnám, 30% leggja fyrir sig bóknám. Hér fara um 30% beint í starfsnám, 70% í bóknám, en síðan fer hluti þess hóps í verknám. GREINAKU PPUR RUNNAKUPPUR TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Raykjavík - Akuroyri Reykjavik: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 í þriðja lagi á að skipuleggja valgreinar í efri bekkjum grunn- skóla með því móti, að þær svari til byijunaráfanga í framhalds- skóla. Með því vinnst margt. Nem- andi styttir nám sitt í framhalds- skóla. Tökum dæmi. Nemandi sem les þýzku þijár kennslustundir á viku einn vetur getur á þeim tíma lesið námsefni í fyrsta þýzkuá- fanga í framhaldsskóla, lokið prófi og flutt með sér einkunn í áfanga- skóla á sínu svæði. Hafi nemandi lesið málið tvo tíma á viku fær hann þýzkuna ekki metna til eininga, fer í framhaldsskóla og sezt á skólabekk með krökkum sem aldrei hafa lært þýzku. Hliðstæða sögu má segja af bók- færslu og fleiri grein- um. Auðvelt er að koma við slíkri sam- vinnu í greinum til samræmdra prófa, bjóða þar upp á val í tengslum við fram- haldsskóla. Samvinna af þessu tagi er nú þegar allvíða, t.d. á Húsvík, í nokkrum skólum í Reykjavík og nágrenni, á Akranesi og víðar. En betur má. Margir nemendur í 9.-10. bekk gætu lokið allt að 9 einingum af framhaldsskólanámi ef valgreinar eru skipulagðar af kostgæfni. í fjórða lagi þurfa einstök fag- greinafélög að samræma stefnu sína, koma á skipulegum samráðs- fundum um námsefni, tengja það betur milli skólastiga; það á ekki að vera gjá milli 10. bekkjar og fýrsta árs í framhaldsskóla, heldur beinn og breiður vegur, ekki til glötunar, heldur upp á við til menntunar og þroska hvers og eins. Mörg félög hafa unnið mjkið og gott starf á þessum vettvangi, og væntanlega fá þau bakhjarl í ráðuneyti til þess að gera það sýni- legt í nýrri námskrá. í fimmta lagi þurfa áfangaskól- ar að fá heimild til þess að kenna á sumrin. Tímar hinna fram- kvæmdaglöðu manna eru liðnir og koma aldrei aftur. Sífellt fleiri nemendur á framhaldsskólastigi fá ekki vinnu í sumarleyfi sínu. Hluti þessa fólks gengur atvinnu- laus, en það er mannskemmandi. Tímanum er betur varið til náms. Opnum skólana á sumrin! Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Sölvi Sveinsson Það sem verra er ... Hugleiðingar um lífeyrissparnað ÞEGAR forfeður okkar námu hér land, fyrir rúmum 1100 árum bar hver maður ábyrgð á sjálfum sér og sínu heimilisfólki. Þar að auki var sam- ábyrgð allrar ættar- innar. Fljótlega kömu menn sér þó upp tryggingarkerfi, sam- tryggingu allra þeirra, sem bjuggu í sama hreppi. Þetta kerfi hafði þann ókost að þeir sem ekki áttu heimilisfestu eða voru ættlausir urðu útund- an. Á tólftu öld kom kirkjan, með stuðningi goðaveldisins, á tíund, sem skyldi nota til framfærslu fátækra. Þessi tvö kerfi saman enduðu á því að þeir sem minna máttu sín voru sendir hreppaflutn- ingi landshorna á milli og jafnvel boðnir upp í nafni hagræðingar og sparnaðar. Síðan komum við okkur upp almannatryggingum, sem áttu að tryggja ölium áhyggjulaust ævikvöld — við vit- um öll hvernig það virkar í raun. Það hefur jafnvel verið talað um að bjóða kerfið út í nafni hagræð- ingar og sparnaðar. Uppboð á lífeyris- ómögum? Síðasta tilraunin í þessa átt er síðan lífeyrissjóðakerfið, en þar hefur verið gripið til nokkurs kon- ar nútíma sveitarfestu. Launþegar skulu greiða til þeirra lífeyrissjóða sem máttarvöldin ákveða hvort sem mönnum líkar betur eða verr og það sem verra er, hvort sem sjóðirnir geta staðið undir sínum skuldbindingum eður ei. Þegar í þrot er komið eru síðan greiðend- umir boðnir upp og seldir næsta lífeyris- sjóði, en þá á kostnað þeirra sem í þann sjóð hafa greitt og héldu sig í öruggri höfn. Þetta kallast sam- trygging á máli sjóðs- eigendanna og er að- alkostur þeirra. Almannarómur í síðastliðinni viku tók undirritaður þátt umræðuþættinum Almannarómi á Stöð 2. Þar var rætt um lífeyrismál hér á landi og sýndist sitt hveijum, svo sem von er til. Ekki tókst mér að vekja þá athygli stjórnanda þáttarins að ég kæmi þeim atriðum að, sem ég gjarnan vildi. Þátturinn snerist því miður upp í pólitískt þras, eins og oft vill verða hér á landi þegar drepa þarf góðum málum á dreif. Því geri ég hér bragarbót. Áhugi eða áhyggjur almennings Stjórnandi þáttarins skýrði frá því í upphafi að aldrei hefði verið meira um upphringingar frá al- menningi en fyrir þennan þátt og voru vonbrigðin því meiri þegar í ljós kom að ákaflega fáir hringdu og og völdu um þá tvo kosti, sem í boði voru. Þetta skyldi' engan undra því annar kosturinn var vondur og hinn slæmur. Það þekkja menn úr þingkosningum og fer því þátttaka þar líka þverr- andi. ASÍ + VSÍ = AVSÍ Lífeyrissjóðaeigendurnir voru sammála um það að það kerfi sem Jörmundur Ingi Því í ósköpunum mega menn ekki tryggja sér lífeyri, spyr Jörmundur Ingi, eins og þeim finnst bezt og hagkvæmast. í boði væri væri það besta af öllum mögulegum kerfum og með minnsta stjórnunarkostnað af öll- um mögulegum kostnaði. Kerfið er bara ekki komið í gang og fer í raun ekki gang fyrr en fjórðung- ur er af næstu öld, eða svo. Þá verðum við líka öfunduð af öllum. Trúi nú hver sem betur getur. Ég notaði orðið lífeyrissjóðaeig- endur því það kom í ljós á fund- inum að þeir sem greiða inn í kerf- ið eiga ekki sjóðina. Þeir eru sam- eign ASÍ og VSÍ, eða þannig sko. Það sem greiðandinn á er réttur til 85% af meðalmánaðartekjum sínum, til æviioka. Það er að segja ef þeir fara á eftirlaun árið 2020 og ef stjórnir sjóðanna, sem menn AVSÍ stjórna, ákveða ekki að skerða greiðslurnar til samræm- ingar við eitthvað, sem þeim dett- ur í hug árið 2019. Við aumin- gjamir getum svo haft áhyggjur af því, þegar þar að kemur. Gjaldþrota sjóðhít Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að allur almenningur van- treystir sjóðunum til að standa við skuldbindingar sínar? Öll erum við í lífeyrissjóði allra landsmanna, reknum af Tryggingastofnum rík- isins. í þennan sjóð hafa nær allir landsmenn greitt nær alla sína tíð. Ekki þarf ég að segja almenningi hve margir ellilífaurarnir eru. Eg þarf ekki heldur að segja þeim sem fá greiðslur frá sjóðum ASVÍ hvað Skattastefna og umfer ðar öryggi Vörugjöld VÖRUGJÖLD við innflutning á fólksbílum ráðast af vélarstærð og.eru lögð á í fjórum gjaldflokk- um miðað við sprengirými aflvélar mælt í rúmsentimetrum, éða frá 30% og upp í 75%. Það er ljóst að í okkar harðbýla landi er bíllinn nauðsynjatæki en ekki lúxus. Eðlilegast er að hafa alla bíla í sama vörugjaldsflokki, t.d. 30% gjaldi, en til þess skortir pólitískt þor. Ef allir bílar væru í 30% vörugjaldi væru þeir eftir sem áður háskattavara. Því miður eru ríkjandi fordómar gagnvart stærri bílum. Eðlilegast er að borga sömu hlutfallstölu af öllum bílum enda er stærri og betur búinn bíil dýr- ari frá framleiðanda og gefur þar með meira af sér í ríkissjóð, auk þess að vera drýgri tekjuupp- Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.490 Mikib úrval af allskonar buxum Opib á laugardögum Auknir bílaskattar, seg- * ir Runólfur Olafsson, draga úr eðlilegri end- urnýjun bílaflotans. spretta vegna notkunarskatta. Notkunarskattar af bílum hafa hækkað verulega undanfarin ár enda er nú svo komið að eirtkabíll- inn er dýrasti útgjaldaliður ís- lenskra fjölskyldna. Barnafjölskyldur og dreifbýlið Fjórflokkunin felur í sér neyslu- stýringu sem bitnar á öllum neyt- endum en þó verst á barnafjöl- skyldum og landsbyggðarfólki. Neytendur eru hvattir til að kaupa minni og óöruggari bíla og aðeins þeim tekjuhærri gert kleift að kaupa stærri og öruggari bíla. Barnafjölskyldur eiga ekki eðlilegt val og geta ekki keypt bíl í sam- ræmi við fjölskyldustærð. Hjón með fleiri en 3 börn neyðast yfir- leitt til að kaupa bíla sem eru í III. og IV. gjaldflokki þar sem ekki er boðið upp á bíla fyrir fleiri en 5 í I. og II. gjaldflokki. Erfiðir staðhættir og válynd veður hér á landi gera það að verk- um að í dreifbýlinu eru jeppar og fjórhjóladrifnir bílar nauðsynleg öryggistæki. Víða um land er einkabíllinn eina samgöngutækið sem hægt er að notast við, enda ekki boðið upp á aðra samgöngu- möguleika. Við ákveðnar aðstæður er vel búinn aldrifsbíll það eina sem dugar. Núverandi kerfi er því í raun dreifbýlisskattur. Eðlileg endurnýjun Þróunin er ör í bílaheiminum þannig að nýjustu árgerðir eru mun öruggari en eldri árgerðir. Nýir bílar eru einnig þyngri, m.a. vegna þess að öryggisbúnaður og hönnun sem eykur öryggi, eykur þyngd. Um 70% bíla í umferð hér á landi eru eldri en 6 ára. Auknir bílaskattar draga úr eðlilegri end- urnýjun bílaflotans. Samspilið á milli vélarstærðar og vörugjalds dregur úr möguleikum íslenskra neytenda að kaupa örugg öku- tæki. Fyrir utan vörugjöldin er bifreiðagjaldið (kílóaskatturinn) hærra af bílum útbúnum öryggis- búnaði en af bílum án þessa bún- aðar. Oryggið er þannig nánast bara á færi þeirra sem betur mega sín. Mengun Umhverfissjónarmið hafa oft verið nefnd til að réttlæta þessa skattastefnu en það er staðreynd að minni bílar eru hættulegri í umferðinni en stærri bílar og það á einnig við um nýjustu smábíl- ana. Claes Tingvall, sem er for- stöðumaður umferðaröryggismála hjá Vágverket (Vegagerðinni) í Svíþjóð, hefur sérstaklega bent á þetta atriði og telur óforsvaranlegt að fórna örygginu á altari um- hverfisverndar. Nýjustu bílarnir eru þyngri en eyða engu að síður minna eldsneyti og gefa frá sér mun minna af mengandi efnum í útblæstri en eldri bílar. í nýlegri könnun samtaka þýskra trygg- ingafélaga kemur fram að líkur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.