Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 41
ORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 41 FRÉTTIR ryggingastofnun gerir samstarfssamning við Háskólann Morgunblaðið/Þorkell SAMKOMULAGIÐ innsiglað. Hér takast þeir Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar og Jón Torfi Jónasson prófessor í hendur. Á milli þeirra stendur Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. Tegundir og orsakir örorku rannsakaðar Sendiráðs- tillögur sýndar SÝNING á vinningsstillögum ogtillögum íslensku keppend- anna um norræna sendiráðs- svæðið í Berlín verður opnuð kl. 17 í dag, miðvikudaginn 3. apríl, í Norræna húsinu í Reykjavík og mun hún standa til 25. apríl nk. Við opnun sýningarinnar kl. 17 flytur Steindór Guð- mundsson, forstjóri Fram- kvæmdasýslu ríkisins, ávarp og Sigurður Einarsson, arki- tekt, flytur erindi um fyrri hluta samkeppninnar, kynnir tillögur og síðari hluta keppn- innar. TRY GGINGASTOFNUN ríkisins hefur undirritað samkomulag um samstarf við Háskóla íslands um kennslu og rannsóknir á sviði al- mannatrygginga. Er þetta gert í tilefni af 60 ára afmæli stofnunar- innar. Þetta er einn stærsti samn- ingur sinnar tegundar sem gerður hefur verið við Háskólann. Tilgangur samningsins er að aukaþekkingu á almannatrygging- um. I því skyni mun Trygginga- stofnun kosta stöðu rannsóknapró- fessors í læknadeild í fimm ár, en einnig hefur verið samið við Félags- vísindastofnun um rannsóknar- verkefnið „Almannatryggingar og velferð á Islandi“. Þá er í mótun samstarf um kennslu í almanna- tryggingarétti og tengdum grein- um í lagadeild Háskólans. Samkomulagið kveður á um sam- starfsnefnd, skipaða sex nefndar- mönnum, þar sem þrír eru tilnefnd- ir af Háskóla íslands og þrír af Tryggingastofnun. Báðir aðilar geta lagt fram tillögur að rannsóknum, verkefnum og kennslu eða öðru samstarfi og mun nefndin vinna úr framlögðum tillögum. Fyrirhuguðu rannsóknarverkefni læknadeildar er ætlað að skilgreina orsakir og teg- undir örorku á íslandi, en mjög litl- ar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði hérlendis. Öryrkjum hef- ur fjölgað hratt undanfarin ár og því er líklegt að upplýsingar á þessu sviði geti nýst til aðgerða hvað varð- ar forvarnir og starfsemi Trygg- ingastofnunar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞÓRA Benediktsdóttir og Birna Guðjónsdóttir í versluninni Red//Green. Hestamenn funda á Hvolsvelli FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna er efni fundar sem boð- ið er til af Hestamannafélaginu Geysi í Rangárþingi miðvikudagskvöldið 3. apríl í Hlíðarenda á Hvolsvelli. Fundarefni eru í raun tvö: Annars vegar munu hrossaræktarráðunaut- arnir Kristinn Hugason og Jón Vil- mundarson ræða um kynbótasýn- ingar og um þátt kynbótahrossa á Fjórðungsmótinu og hins vegar munu þeir Kristinn Guðnason og Fannar Jónasson ræða um skipulag mótsins og undirbúning þess. Krist- inn er formaður framkvæmdanefnd- ar og Fannar framkvæmdastjóri mótsins. Fjórðungsmótið á Rangárbökkum í. sumar er helsti viðburður á sviði hestamennsku á íslenskum hestum í ár og er búist við að þátttökuhross muni skipta hundruðum og gestir þúsundum, þar af líklega 3-4 þúsund erlendir gestir. Landsmótið á Gadd- staðaflötum við Rangá sumarið 1994 þótti takast afar vel og eru sömu aðilar í forystu fyrir þessu móti. Mörg fjórðungsrnót sunnlenskra hestamanna hafa verið haldin á Rangárbökkum við Hellu en mótið í sumar verður líklega það síðasta. Ætlunin er að leggja fjórðungsmót af en fjölga í þess stað landsmótum og halda þau annað hvert ár fram- vegis. Fundurinn á miðvikudagskvöld fer sem fyrr segir fram í Hlíðarenda á Hvolsvelli og hefst hann kl. 21. Red//Green verslun qpnuð á Islandi OPNUÐ hefur verið verslun á Laugavegi 1 sem selur fatn- að frá Red//Green. Red//Green er dönsk verslun- arkeðja og er fatnaður frá þeim einungis seldur í sérleyf- isverslunum. Um þessar mundir eru starfandi á sjötta tug verslana um ailan heim. Eigendur að Red//Green Flagship á íslandi eru Birna Guðjónsdóttir og Þorsteinn Garðarsson. í fréttatilkynningu segir m.a. að fatalína R//G sé þrí- þætt: í fyrsta lagi er um að ræða klassískan, sportlegan fatnað, í öðru lagi golffatnað og í þriðja lagi „Match Race“ sem er skjólgóður fatnaður sem heldur eigandanum hlýj- um ogþurrum í hinum verstu veðrum. Allar verslanir Red//Green eru innréttaðar í svipuðum stíl. Verslanirnar eru allar skreyttar með hlutum er tengjast siglingum og sjó- mennsku, t.d. blakkir, skips- klukkur, reipi og skútumynd- ir. PASKA- FORRÉTTIR Matur og matgerð Þegar boðið er til veislu vefst fyrir mörgum, hvað hafa á í forrétt, segir Kristín Gestsdótt- ir, sem er hér með tvo óvenjulega forrétti. EINS og nafnið bendir til eru forréttir bornir fram í byijum máltíðar. Þeirra hlutverk er að örva bragð- laukana og gleðja augað. For- rétturinn er það fyrsta sein borið er á borð og lystilegur forréttur vekur forvitni og von um góða máltíð. Helst þarf allt sem er á forréttar- diskinum að vera ætt, það ætti ekki að nuna, þegar alls konar litauðugt grænmeti er fáan- legt. Ég hefi talsvert fengist við að skera grænmeti fallega og setja í kalt vatn svo að það „springi út“ eða opni sig, þannig er hægt að búa til ótrúlega fallega hluti úr því en græmeti án þeirra tilfær- inga er líka fallegt. í þessum þætti er boðið upp á tvo fallega, bragðgóða og jafnframt fljótlega forrétti. Þeir eru báðir vafðir upp eins og rúllukaka, en síðan skorn- ir í sneiðar. Bera má þá fram á stóru fati eða setja eina eða tvær sneiðar á hvern disk, skreyta með hráu grænmeti og bera fyrir hvern og einn. og raðið á fat eða leggið 1-2 sneiðar á forréttardisk. Skreytið með hráu grænmeti, t.d. salatblöðum og tómatbátum. Þetta má ekki frysta. Rúlla m/aspas og rækjum ætlað 20, ein sneið á mann 300 g óðalsostur 3 dl brauðrasp 8 eggjarauður 1 peli ijómi 'A tsk salt '/, tsk Cayenne- eða chilipipar 8 eggjahvítur Spínatrúllur m/reyktum laxi ætlað 20, tvær sneiðar á mann 2 dósir niðursoðið spínat, 400 g hvor 12 stóregg nýmalaður pipar Vi tsk múskat 1 tsk salt 400 g hreinn ijómaostur 2 tsk sítrónusafí 400-500 g reyktur lax 1. Setjið eggjarauður, múskat og salt í skál og hrærið vel saman, bætið spínatinu út í og hrærið sam- an. Þeytið síðan hvíturnar og setjið varlega út í. 2. Setjið bökunarpappír á 2 bök- unarplöntur, smyijið deiginu jafnt á pappírinn. 3. Hitið bakaraofn í 200 °C, blástursofn í 180-190 °C, setjið í ofninn og bakið í 12 mínútur, eða þar til allt er orðið þurrt. Deigið blæs upp en sígur niður aftur. Hvolfið á hreint stykki, leggið ann- að stykki yfir. Látið kólna. . 4. Hrærið sítrónusafa út í ijóma- ostinn, smyijið honum jafnt á báða botnana. Gott er að hita ijómaost- inn örlítið t.d. í örbylgjuofni. 5. Skerið laxinn smátt og stráið yfir. Vefjið saman langsum eins og rúllutertu. Vefjið hreint stykki þétt að rúllunni. Geymið þannig á köld- um stað. 6. Skerið í þykkar sneiðar á ská ‘A dl rifinn parmesanostur 1. Hitið bakaraofn í 200 °C, blástursofn í 180-190 °C. 2. Hrærið saman eggjarauður og ijóma ásamt salti og cayenne- eða chilipipar. Blandið saman brauðraspi og óðalsosti og setjið saman við. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við. 3. Smyrjið bökunarpappír og leggið á ofnskúffuna. Hellið sopp- unni jafnt á bökunarpappírinn, stráið parmesanosti yfir. Bakið í miðjun ofninum í 12 mínútur. Hvolfið á hreint stykki. Leggið ann- að stykki yfir og látið kólna. Inn í rúlluna: 70 gsmjör 60 g hveiti 2 dl ijómi 2 hálfdósir aspas 150 grækjur 2 dl rifinn óðalsostur 1. Bræðið smjör, setjið allt hveit- ið út í, setjið rjóma og aspassoð (5 dl) smám saman út í og hrærið á milli. 2. Rífíð ostinn og setjið út í. Kælið. Smyijið jafnt á botninn. Skerið aspasinn og rækjurnar í bita og stráið á rúlluna og vefjið upp langsum. 3. Skerið í sneiðar. Setjið eina sneið á hvern forréttardisk, skreyt- ið með sítrónubáti og rækju í skel ef hægt er, einnig má nota hvers konar hrátt grænmeti til skreyting- Gleðilega páska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.