Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásgrímur Helgi Halldórsson fæddist í Bakka- gerði á Borgarfirði eystra 7. febrúar 1925. Hann lést í sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. mars. For- eldrar hans voru Halldór Ásgríms- son, kaupfélags- sljóri og alþing- ismaður, f. 17. apríl 1896 á Brekku í Hróarstungu í N- Múlasýslu og Anna Guðný Guðmunds- dóttir kennari, f. 7. desember 1895 í Litlu-Vík, Borgarfirði eystra. Ásgrímur var næstelst- ur fimm bræðra en þeir eru Árni Björgvin lögfræðingur, f. 1922j Ingi Björn, starfsmaður hjá Islenskum sjávarafurðum, f. 1929, Guðmundur Þórir, starfsmaður hjá Islenskum sjávarafurðum, f. 1932, ogHall- dór Karl, starfsmaður hjá Olíu- félaginu, f. 1937. Ásgrímur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Ingólfsdóttur, 7. september 1946 og hefðu þau því átt gullbrúðkaupsafmæli síðar á árinu. Foreldrar hennar voru Ingólfur Eyjólfsson, f. 8. október 1877, og Elín Sigfús- dóttir, f. 10. nóvember 1889, sem bjuggu lengst af á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði. Asgrímur og Guðrún eignuð- ust fimm börn. 1) Ingólfur, skipstjóri á Höfn. Maki Ingólfs er Siggerður Aðalsteinsdóttir, skrifstofumaður, og eiga þau fjögur börn. Ásgrímur, f. 1966, maki hans er Þórgunnur Torfa- dóttir og eiga þau tvær dætur, Söndru Rán og Iðunni Töru. Margrét, f. 1968, maki hennar er Jón Finnsson og eiga þau þrjú börn, Sunnu, Finn Inga og Ingólf. Áðalsteinn, f. 1969, maki hans er Olöf Þórhalla Magnúsdóttir og eiga þau eina dóttur, Siggerði. Guðrún, f. 1979. 2) Halldór, utanríkisráð- herra. Maki Halldórs er Sigur- jóna Sigurðardóttir læknaritari og eiga þau þijár dætur. Helga, f. 1969, maki hennar er Karl Ottó Schiöth og eiga þau eina dóttur, Lindu Hrönn. Guðrún Lind, f. 1975, og íris Huld, f. 1979. 3) Anna Guðný skrifstofu- maður. Maki Önnu er Þráinn Ársælsson matreiðslumeistari og eiga þau tvær dætur, Ernu, f. 1982, og Lindu, f. 1986. 4) Elín leikskólastjóri. Maki Elín- ar er Björgvin Valdimarsson Þótt það eina sem vitað er um framtíðina sé að „eitt sinn skuli hver deyja" koma andlátsfréttir oft- ast í opna skjöldu. Svo var því far- ið þegar mér barst sú fregn að Ásgrímur Halldórsson væri látinn, Hann er í huga mínum maður upp- byggingar og athafnasemi og sú hugsun var víðs fjarri að maðurinn með ljáinn væri á næstu grösum. Eg man vel hvar fundum okkar bar fyrst saman og nú munu vera þrjátíu ár síðan. Ég var með félög- um úr leikfélaginu á Egilsstöðum í heimsókn á Hornafirði og er við höfðum tekið saman föggur okkar og biðum eftir flugi heim kom hann aðvífandi og tók þá sem hann kom í jeppann til þess að sýna þeim hið stórbrotna umhverfi Hafnar. Hon- um var þarna vel lýst, var greið- vikni og hjálpsemi ásamt gestrisni í bióð borin. Síðan liðu mörg ár, en á seinni árum í löngu og góðu samstarfi okkar Halldórs Ásgrímssonar sonar hans á stjórnmálavettvanginum hefur leiðin oft legið heim til Ás- gríms og Guðrúnar Ingólfsdóttur konu hans þegar Höfn var sótt heim. Rausn þeirra og gestrisni var veggf óðrarameist- ari og eiga þau þrjú börn, Helga Má, f. 1977, Thelmu, f. 1983, og Brynju, f. 1983. 5) Katrín ræktunarstjóri. Maki Katrínar er Gísli Guðmundsson garðyrkjufræðing- ur og eiga þau tvo syni, Ásgrím Helga, f. 1989, og Guð- mund, f. 1992. Ásgrímur stund- aði nám við Héraðs- skólann á Laugum á árunum 1941-1943 og siðan í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944-1946. Hann var starfsmað- ur Kaupfélags Vopnfirðinga á árunum 1943-1953 og var full- trúi föður síns á árunum 1946- 1953, sem þar var kaupfélags- stjóri. Mikil kaflaskil urðu í lífi hans þegar hann fluttist til Hafnar í Hornafirði árið 1953 og starfaði þar sem kaupfélags- stjóri samfleytt til ársins 1975. Hann stjórnaði jafnframt dótt- urfyrirtækjum kaupfélagsins á þessum tíma, útgerðarfyr- irtækinu Borgey hf. og Fisk- mjölsverksmiðju Hornafjarðar hf. Árið 1968 hóf hann ásamt syni sínum, Ingólfi, og Birgi Sigurðssyni skipstjóra rekstur útgerðarfyrirtækisins Skinn- eyjar hf. sem nú rekur um- fangsmikla fiskverkun og út- gerð á Höfn. Ásgrímur var framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis frá upphafi og starfaði við það fram til dauðadags, en hann lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri fyrir nokkru síð- an. Hann tók ríkan þátt í félags- málum og sat í hreppsnefnd á Höfn í samtals 11 ár og var oddviti um nokkurra ára skeið. Hann sat í hreppsnefnd sem fulltrúi Framsóknarflokksins og tók virkan þátt í störfum Framsóknarfélags A- Skafta- fellssýslu alla tíð. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Skipa- tryggingar Austfjarða og átti um nokkurra ára skeið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs Austur- lands. Hann var formaður stjórnar Skógræktarfélags A- Skaftfellinga um árabil og tók rikan þátt í skógræktarmálum. Ásgrímur var gerður að heið- ursborgara Hornafjarðar árið 1995 þegar hann varð sjötug- ur. Útför Ásgríms verður frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. mikil. Þar að auki var hann hið trausta bjarg í flokksstarfinu og veitti þann stuðning sem hann mátti. Það munaði um hann í öllu tilliti. Að Ásgrími stóðu sterkir stofnar en foreldrar hans voru merkishjón- in Anna Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Ásgrímsson alþingis- maður, en hann stóð ávallt í eldlín- unni í forystu fyrir sitt byggðarlag sem kaupfélagstjóri og í stjórnmál- um á landsvísu sem alþingismaður. Ásgrímur var uppalinn á Borgar- firði eystra og fluttist síðan til Vopnafjarðar þar sem hann hóf störf hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga 1943 og varð fulltrúi þar 1946 til 1953. Það kom í hans hlut að stýra málum heima fyrir meðan faðir hans var á þingi. Þarna mótaðist lífsbraut hans. Hann helgaði sam- vinnuhreyfingunni krafta sína í rúmlega þijá áratugi, lengst af'hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, en hann varð kaupfélagsstjóri þar árið 1953. Höfn í Hofnafirði, með sinni stór- brotnu umgjörð, liggur að gjöful- ustu fiskimiðum landsins og sótt er um Hornafjarðarós þar sem út- hafsaldan brotnar á sandfjörum og skeijum og brimskaflarnir bera við loft í hafáttinni. Til landsins ber jökulinn við loft og frá honum falla stórárnar til hafs og skipta sveitum. Þarna var starfsvettvangur Ás- gríms hans bestu ár og þarna naut sín kraftur hans og dugnaður. Upp- gangur staðarins á þessum árum var undraverður. Byggðarlagið breyttist úr einangruðu fiski- og landbúnaðarþorpi í eitt blómlegasta byggðarlag landsbyggðarinnar. Skaftfellingar eru traustir menn og dugandi, en ég held að ekki sé á neinn hallað þótt sagt sé að hann hafi verið lykilmaðurinn í uppbygg- ingunni, fremstur meðal jafningja. Hann hreykti sér ekki yfir aðra, stóð traustum fótum í uppbyggingu atvinnulífsins til lands og sjávar. Þar tók hann sér stöðu og hvikaði ekki frá henni til æviloka. Hann kaus að skipta um starfs- vettvang árið 1975 er hann lét af störfum hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga. Þá sneri hann sér að uppbyggingu Skinneyjar sem nú er orðið stórmyndarlegt fyrirtæki í sjávarútvegi á Höfn og gildur þátt- ur í atvinnulífinu þar. Nýlega hafði hann dregið sig þar út úr stjórnun- arstörfum og skilað þeim til nýrrar kynslóðar. Ásgrími hefðu vafalaust staðið allar dyr opnar til áhrifa á lands- visu ef hann hefði beitt sér á þeim vettvangi. Hann kaus hins vegar að beita afli sínu til uppbyggingar á Höfn þar sem hann valdi sér ungur starfsvettvang og stóð traustum fótum í því samfélagi og lifði þar lífinu í tengslum við land og sjó. Hann var ræktunarmaður og landbúnaður átti hug hans ásamt sjónum svo að alltaf hafði hann skepnur, bæði kindur og hesta. Skógræktarmaður var hann af lífi og sál. Hann reisti sér sumarbústað í Lóni og átti þar skógi vaxinn unaðsreit. Ég minnist þess eitt sinn að við hjónin vorum í heimsókn í sumarbú- staðnum hjá þeim Guðrúnu og Ás- grími og ég gekk með honum á sólskinsmorgni niður að girðingunni þar sem hann hafði hestana sína. Þegar þeir sáu okkur nálgast komu þeir allir sem einn að girðingunni til þess að þiggja brauð hjá eiganda sínum, sem þeir fengu. „Það má aldrei svíkja þá“, sagði hann. Ég hef oft minnst þessara orða og fínnst þau vera táknræn fyrir líf hans. Hann sveik aldrei uppruna sinn eða þá hugsjón að leggja alla krafta sína fram til þess að byggja upp undirstöðuna, góð fyrirtæki sem gerðu fólki kleift að lifa mann- sæmandi lífí. Hann var ávallt á orrustuvellinum miðjum. Það var alls staðar sami myndar- skapurinn hvort sem var í sumarbú- staðnum, heima fyrir, eða í gróður- húsinu á Hvannabrautinni þar sem rósirnar hennar Guðrúnar breiddu úr sér. Nú síðast voru þau sest að í sambýlishúsi aldraðra á Höfn þar sem Vatnajökul ber við loft í kvöld- sólinni út um eldhúsgluggann með útsýni allt til Öræfajökuls. Sú dvöl var styttri fyrir Ásgrím en efni stóðu til, en um það tjáir lítt að sakast við þann sem öllu ræður. Með honum er genginn einn af merkari athafnamönnum seinni ára í sjávarútvegi, Hann vann í sam- vinnuhreyfingunni og einstaklings- framtakinu og var jafnvígur í hvoru tveggja. Framsóknarmenn sakna hins trausta stuðningsmanns sem ávallt var boðinn og búinn að leggja það lið sem hann mátti, og það munaði um hann. Fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum fyrir hönd fram- sóknarmanna á Austurlandi og ég veit að framsóknarmenn um allt land taka undir þær þakkir. Við Margrét vottum Guðrúnu og fjölskyldunni allri innilega samúð og erum þakklát fyrir góða viðkynn- ingu sem ekki hefur borið skugga á. Jón Kristjánsson. Elsku afi. Með þessum orðum langar okkur systurnar til að kveðja þig I hinsta sinn. Aldrei hefðum við trúað því að við værum að sjá þig í síðasta sinn þegar þið amma komuð til Reykjavíkur um síðustu áramót. Þú varst okkur ætíð góður og elskulegur afi og það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu. Það eru margar góðar minningar sem við eigum frá Höfn og sérstaklega stundirnar sem við áttum með ykk- ur ömmu í Lóninu. Það var gaman að sjá hvernig Linda Hrönn tók strax ástfóstri við þennan yndislega stað þegar hún dvaldi þar hjá ykk- ur. Hún talar mikið um veiðiferðirn- ar sem voru farnar út á Lónið og fannst mjög gaman að fá að taka þátt í þeim. Þú gafst okkur innsýn í náttúr- una. Það var ómetanlegt fyrir okk- ur að fá að fylgjast með því hvern- ig þú og amma breyttuð gróðurlitlu landi í skóg. Þú varst aldrei hik- andi við að takast á við ný verkefni og það var alltaf bjartsýni og trú á framtíðina í orðum þínum. Við munum alltaf muna eftir hlýja bros- inu þínu og hvernig þú hvattir okk- ur áfram í lífínu. Hví mundi nú ísland ei minnast á hann, sem meira en flestir því unni, sem hvatti þess drengi, sem drengur því vann og dugði því allt hvað hann kunni. (Þ. Erl.) Elsku afi, hvíl þú í friði. Helga, Guðrún Lind og íris Huld Halldórsdætur. Hann afi er dáinn. Það varð okkur mikið áfall að heyra þessi orð, hann sem var svo hress síðast þegar við hittumst. Hann hugsaði alltaf vel til allra og talaði aldrei neikvætt um nokk- urn mann. Hann hafði gaman af að rökræða málin, en á meðan hann gerði það var hann alltaf með bros á vör. Eitt af því sem afi kenndi okkur var að sjá fleiri en eina hlið á málunum og ekki að dæma of hart. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði, dauðinn krefst í líku hlutfalli og Metusalem og Pétur. (T.G.) Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta okkar. Megi guð styrkja ömmu í sorg- inni og um ókomna tíð. Margrét, Aðalsteinn og Guðrún. Margs er að minnast frá góðum samskiptum við Ásgrím Halldórs- son á liðnum áratugum. Hann var hinn mikli og óbrigðuli forystumað- ur heimabyggðar sinnar í fram- kvæmda og félagsmálum, sem allir er til þekkja og notið hafa hljóta að færa honum einlæga þökk fyrir, þegar hann hverfur af vettvangi. Eg minnist náins og árangursríks samstarfs við hann og forystumenn Hafnarhrepps, fyrir um þrjátíu árum, en þá var Ásgrímur oddviti sveitarfélagsins. Brýn þörf var á að ná eignarhaldi og stjórnsýslulegu forræði á auknu landi í þágu Hafn- arhrepps, bæði vegna vaxandi bú- setu og atvinnulífs við höfnina. Ásgrímur lagði á ráðin hvernig málið skyldi sótt gagnvart þeim sem andæfðu, sýndi mikla festu en jafn- framt tillitssemi svo sem aðstæður leyfðu. Málið hafðist í gegn eins og að var stefnt og njóta bornir og óbornir í heimabyggð hans þessara verka hans eins og svo margra annarra. Margir munu án vafa gera skil hinni merku sögu Ásgríms á sviði verslunar og atvinnulífs, en hér skal að nokkru getið merkilegs þátt- ar í lífsferli Ásgríms í þágu skóg- ræktar. Hann varð á þeim vettvangi umsvifamikill eins og annars stað- ar, þar sem hann tók til hendi. Hann sótti í fjölda mörg ár heilu vörubílsfarmana af plöntum á Hall- ormsstað með félögum sínum úr Hornafirði. Plöntum þessum dreifðu þeir síðan mest til íbúa á Horna- firði og í sumarbústaðalönd í Lóni. Sjálfur gerðist Ásgrímur land- nemi við Karlsfell í Lóni, gróður- setti með aðstoð síns fólks mikið magn tijáa og byggði sér gott or- lofshús þar sem hann, fjölskylda hans og vinir hafa átt margar góð- ar stundir. Skógræktarfélag íslands hélt aðalfund sinn á Höfn í Horna- firði árið 1991. Ásgrímur bauð þá öllum fundargestum, um 160 manns, að heimsækja sig að Karls- felli. Nutu menn þar góðra veitinga í dýrðlegu veðri í lundum þeirra skóga sem vaxið hafa upp af verk- um Ásgríms og hans fólks. Ásgrímur kemur víðar við sögu í skógræktarframkvæmdum. Hann á öðrum fremur heiðurinn af því að Skógræktarfélag Austur- Skaftafellssýslu eignaðist jörðina Haukafell á Mýrum, þar sem mikið hefur verið gróðursett og vöxtuleg- ir sprotar ungkóga teygja sig til lofts. Auk hins mikla framkvæmda- starfs í þágu skógræktar var Ás- grímur öflugur félagsmálamaður á því sviði. Hann var lengi formaður Skógræktarfélags Austur-Skaft- fellinga og sat í varastjórn Skóg- ræktarfélags íslands um tíma. Ás- grímur og Guðrún, kona hans, sóttu marga aðalfundi Skógræktarfélags íslands. Gott hefði verið að eiga lengri dag með Ásgrími, en á vegamótum færi ég honum einlæga þökk fyrir þær stundir sem við áttum saman. Fyrir hönd skógræktarfólks í land- inu færi ég honum þakklæti og virð- ingu fyrir ómetanlegt starf við að efla skógrækt og gera landið okkar þannig ljúfara og betra þeim sem það nú byggja og þeim sem það erfa. Sveinbjörn Dagfinnsson, varaformaður Skógræktar- félags Islands. Þegar við komum til Walvis Bay í Namibíu eftir tæplega sólahrings ferðalag frá London þá voru það fyrstu fréttirnar sem við fengum að þú værir látinn. Það er alltaf áfall þegar einhver nákominn hverf- ur svo snögglega en að vera svona langt í burtu og finnast maður ekki geta kvatt þig er e.t.v. enn erfið- ara. En við reynum að hugsa um björtu hliðarnar og allt það góða sem þú hefur gefið okkur og öðrum sem fengu að njóta samferðar þinn- ar. Það verður aldrei frá okkur tek- ið. Það eru fáir sem marka jafn djúp spor bæði í huga almennings en þó sérstaklega fjölskyldunnar þar sem það er ekki síst þér að þakka hversu samheldin hún er. Minningar okkar og þá sérstak- lega Ásgríms úr Karli og Bæ, sil- ungsveiðarnar í Lóninu og allar samverustundirnar fyrr og síðar líða okkur aldrei úr minni. Minning þín mun lifa í hjarta okkar. Við getum ekki fylgt þér síðustu skrefín á þessari jörðu en við erum hjá ykkur öllum í huganum og ósk- um þess heitast að geta haldið utan um ykkur. Kær kveðja. Ásgrímur, Þórgunnur, Sandra Rán og Iðunn Tara. Það eru árslok 1964. Ég, ungur maður í atvinnuleit á samtal við Jón Arnþórsson, starfsmannastjóra Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Þar kemur í samtali okkar að hann segir: „Þú gætir kannski hugsað þér að fara til Hornafjarð- ar. Ég hef heyrt að þar vanti mann til starfa hjá kaupfélaginu með vor- inu.“ Áhuginn er strax vakinn. Ég segi að ég vilji gjarnan kanna mál- ið. Jón býðst til að tala við kaupfé- lagsstjórnann, Ásgrímm Halldórs- son. Ég ráðfæri mig við konuefni mitt og við erum sammála um að Hornafjörður sé áhugaverður stað- ur. í ársbyijun 1965 fer ég og hitti ASGRIMUR HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.