Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 27 þær greiðslur eru stórmannlegar. Ef þær ná því að nálgast hungur- mörkin þá falla niður flestir ellilíf- aurarnir, þrátt fyrir að menn hafi greitt í báðar sjóðahítirnar alla sína tíð, án þess að vera spurðir um vilja sinn í þeim efnum. Menn geta bara keypt sér viðbótartrygg- ingar, sagði forseti ASI í sjón- varpsþættinum umrædda. Nær- gætin huggum þeim, sem eru að komast á eftirlaunaaldurinn. Jafnir - jafnari - jafnastir Hver skyldu nú vera líféyriskjör forseta ASÍ? Skyldi hann fá 35 til 40 þúsund á mánuði, eins og sjóð- félagar í lífeyrissjóðakerfinu fá. Nei, hann fær örugglega 85% af sínum tekjum þegar hann hættir. Þannig er mál neð vexti að verka- lýðseigendurnir hafa gert samning við Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna um að fá að greiða sínar 10% líf- eyrisgreiðslur í gegnum þann sjóð, a.m.k. til skamms tíma. í raun greiða þó verkalýðsfélögin þessi eftirlaun því þau bera fulla ábyrgð á þessum greiðslum, að sögn fjár- málaráðherra. Þannig tryggja verkalýðseigendurnir sér og sínum mönnum fullan lífeyrir. Hvernig er hægt að ætlast til að almenn- ingur sé ánægður með kerfi sem sjálfir forustumennirnir og frum- kvöðlarnir treysta ekki? Við erum ' allir jafnir, sumir eru bara jafnari en aðrir, miklu jafnari. Úlfur, úlfur fullkomið, fullkomið Öll viljum við eiga áhyggjulaust ævikvöld og flestir vilja hafa eitt- hvað að segja um það hvernig þeir undirbúa sig. Lágmarkskrafa hins almenna borgara er að honum verði treyst fyrir því að velja sér lífeyrissparnað. Það amast líklega fáfr við því að þessu verði settar einhveijar skorður af ríkisvaldinu, svo sem að sjóðir og tryggingafé- lög verði að sýna fram á að þau séu þannig rekin og hafi þannig eignastöðu að líklegt sé að þau geti uppfyllt skuldbindingar sínar. Þetta á við bílatryggingafélög og brunatryggingafélög. Þetta virðist hins vegar ekki eiga við líféyris- sjóði, sem menn eru skyldaðir til að greiða í þótt öruggt sé að þeir geti aldrei staðið við neitt af því sem þeir lofa. Úlfur, úlfur kallaði smalinn, en enginn trúði honum í þriðja sinn. Fullkomið, fullkomið, best af öllu, hrópa lífeyrissjóða- menn í þriðja sinn og eru stein- hissa á að enginn hlusti. Frelsi eða helsi sparnaðarleiða Því í ósköpunum mega menn ekki tryggja sér sinn lífeyrir eins og þeim finnst best og hagkvæm- ast? Til dæmis með söfnunarlíf- tryggingum, eins og algengt er erlendis og eru nú eru í boði hér- lendis. Söfnunartryggingafélögin eru sum hver allt að því 200 ára og ráða ýfir margfalt stærri sjóð- um heldur en Ríkissjóður íslands. Þessi félög, þau bresku a.m.k., eru með ríkisábyrgð á bak við sig, geta sýnt fram á góða og örugga ávöxtun á lífeyrissöfnun í tugi ára, jafnvel 14- 16% meðalárs- ávöxtun til margra ára. Þessi félög eru öll með tölu svo heiðarleg að benda á, að góður árangur í fortíð sé ekki endilega ávísun á góðan árangur til allrar framtíðar. Lífey- riskerfið íslenska fer öfugt að og segir að hinn klúðurslegi fortíðar- vandi þýði alls ekki klúður í fram- tíðinni, þvert á móti, nú getum við og því skal hindra alla óþægilega samkeppni. Hvers vegna í ósköp- unum mega menn ekki velja sér sparnaðarleiðir. Áfram Finnur Ríkisstjórnin, með viðskiptaráð- herra í broddi fylkingar, hefur lof- að því að auka valfrelsi í lífeyris- málum. Vonandi fáum við að sjá árangurinn af því áður en langt um líður. Höfundur er allsherjargoði ásatrúarmanna. banaslysi í bíl sem vegur undir 800 kg séu 2,5 sinnum hærri en í bíl sem vegur 1.200 kg. Það er ekki mögulegt með núver- andi tækni að smíða öruggan bíl sem végur á milli 600 og 700 kg. Öryggisbúnaður Á síðustu árum hafa komið fram tækninýjungar sem auka á öryggi öku- manna og farþega í bifreiðum. Þessi bún- aður er oftast auka- en ekki staðalbúnaður í söluhæstu bifreiðunum á mark- aðnum. Öryggisbúnaðurinn hækk- ar bílverð þannig að eðlilegt er að gefa fastan afslátt af vörugjaldi þeirra bifreiða sem búnar eru sér- stökum barnaöryggisbúnaði, líkn- arbelgjum (airbag), hemlalæsivörn (ABS), hliðarárekstrarvörn o.fl. Með niðurfellingu aukast einnig líkur á örari útbreiðslu þessara öryggistækja. I nýlegri bók frá American Automobile Association (Félag bandarískra bifreiðaeigenda) fyrir ökunema kemur fram að notkun öryggisbeltis dragi um 50 prósent úr líkunum á því að notandinn látist í umferðarslysi. Sé líknar- belgur einnig til staðar dregur frá 66 til 75 prósent úr líkunum á banaslysi. Runólfur Olafsson Nýleg bandarísk rannsókn, sem unnin var af Failure Analys- is Association (FaAA) fyrir samtök bandarí- skra bílaframleiðenda, sýnir að bílar með læsivarða hemla eru með 9 til 19 prósent lægri óhappatíðni en bílar sem ekki eru með þennan búnað. Aukum öryggið Umferðarslysin valda ómældum miska og mannlegum hör- mungum og kosta þjóðfélagið um 8 millj- arða á hveiju ári. Aðgerðir sem miða að auknu öryggi í umferð- inni skila fljótt arði. Tekjur ríkis- sjóðs af aðflutningsgjöldum öku- tækja lækka, en öruggari bílar draga úr dýrum slysum. Öruggur bíll er ekki lúxus heldur nauðsyn. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenzkra hifreiðaeigenda. ffli a 2 Verö frá kr. A hvora leið með U flugvallarskatti ^ !.$ I0 Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Hækkun sjálfræð- isaldurs í 18 ár Á ÍSLANDI eru foreldrar for- sjárskyldir við börn sín til 16 ára aldurs þeirra. Forsjáraðilar eru þó framfærsluskyldir gagnvart börn- um sínum til 18 ára aldurs og geta einstaka forsjárskyldur hald- ist lengur ef þörf krefur. Framlag til menntunar eða starfsþjálfunar getur haldist til 20 ára aldurs. . Inntak forsjárskyldu Framlenging á forsjárskyldum foreldra til 18 ára miðar gagngert að því að auka réttaröryggi barns- ins, en inntak forsjárskyldu er uppeldisskylda, svo sem best hent- ar hag barns og þörfum. í barna- lögunum er mælt fyrir um að for- eldrar skuli hafa samráð við barn sitt áður en persónulegum málefn- um þess er ráðið til lykta eftir því Abyrgðin er ekki aðeins ungmenna, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, heldur og foreldranna og samfélagsins. sem gerlegt er, þar á meðal með tilliti til þroska barns. Barnasátt- málinn gerir ráð fyrir því að eðli- legt sé að miða aídursmörkin við 18 árin, en við þau mörk taki börn- in yfir réttinn til að ráða sér alfar- ið sjálf og séu þá jafnframt tilbúin til að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Rökin fyrir hækkun Nú er það svo að þroski barna er einstaklingsbundinn. Mörg ung- menni eru fullfær um að axla ábyrgð á sjálfum sér þegar við 16 ára aldur og því eðlilegt að þau öðlist rétt til að ráða persónulegum högum sínum, s.s. dvalarstað, þeg- ar við 16 ára aldur. Þegar það er virt að framlenging á forsjárskyld- um foreldra um tvö ár, sem eru oft mikilvæg ár í þroska og félags- niótun barna, felur í sér aukna vernd fyrir börn almennt eiga þau tilvik ekki að leiða til skerðingar á réttaröryggi barna almennt. Skjótur og eðlilegur þroskl barna mælir ekki heldur gegn því að foreldraskyldur og vald viðhaldist til 18 ára aldurs. Það er alkunna að þjóðfélagsaðstæður hafa gjör- breyst frá því að 16 ára reglan var innleidd í lög. Með auknum menntunarkröfum og atvinnuleysi ungs fólks dveljast ungmenni mun lengur í foreldrahúsum. Það reyn- ir því meira á skyld- ur/vald foreldris gagnvart barni sínu en fyrr á tímum. Nú búa 80-90% ung- menna á aldrinum 16-18 ára í foreldra- húsum. Ábyrgðin unglinga, foreldra og samfélagsins í heild Nokkuð hefur borið á því í umræðu um áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga að hinn lági sjálfræðis- aldur skapi vanda fyr- ir foreldra og þjóðfé- lagið í heild við að taka á vandan- um. Það er staðreynd að þau úr- ræði sem fyrir hendi eru, s.s. með- ferð ungmenna á lokuðum deild- um, hafa ekki nýst sem skyldi og er það skoðun sérfræðinga og annarra þeirra sem komið hafa að þessu vandamáli að hækka beri sjálfræðisaldurinn í 18 ár. í tilvikum sem þessum er nauðsyn- legt að foreldrar geti haft yfirráð og eftirlit með börnum sínum leng- ur en til 16 ára í því skyni að veita þeim vernd gegn vandamál- um. Með þessu er ekki verið að gera ungménni ábyrgðarlaus held- ur er það viðurkenning á því að ábyrgðin sé ekki einungis þeirra heldur og foreldranna og sámfé- lagsins í heild. Samræmi í réttindum og skyldum ungs fólks Þegar horft er til nágrannaland- anna hefur þróunin verið önnur en hér á landi. Á Norðurlöndum var sjálfræðisaldur víða kominn í 20 til 21 ár en var lækkaður aftur í 18 ár á þessari öld. í dag er sjálf- ræðisaldur í þessum págranna- löndum okkar 18 ár. Samráðsnefnd um málefni barna og ungmenna, sem skilaði áfangaskýrslu til mín sem félags- FbiodrogaJ Litrænar i jurtasnyrtivörur | Enginaukailmefni. t BIODROGA § málaráðherra i októ- ber 1992, taldi eðlilegt að hækka sjálfræðis- aldurinn í 18 ár. í til- lögum starfshóps á vegum borgarstjóra um úrbætur í miðbæ Reykjavíkur kom einnig fram tillaga um að sjálfræðisaldurinn verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Sömu- leiðis hefur fulltrúar- áð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga lagt til við stjórn sam- bandsins að það beiti sér fyrir því að sjálf- ræðisaldur verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár á yfirstandandi þingi. í frumvarpi sem undirrituð flutti á Alþingi um að lækka aldursmörk til kaupa og neyslu á áfengi úr 20 árum í 18 ár var því varpað fram að rétt væri að hækka sjálfræðisaldurinn úr 16 árum í 18 ár. Einnig var vakin athygli á því að ökuleyfisald- urinn er miðaður við 18 ára aldur annars staðar á Norðurlöndum, en hér á landi er hann miðaður við 17 ár. I samræmi við þessa skoðun að hækka þurfi sjálfræðisaldur hefur undirrituð ásamt þingmönnunum Guðmundi Árna Stefánssyni og Margréti Frímannsdóttur lagt fram á Alþingi frumvarp um hækkun á sjálfræðisaldri úr 16 árum í 18 ár. Höfundur er formaður Þjóðvaka. MÖRKINNI 3 • SÍMI S88 0640 Jóhanna Sigurðardóttir 26. JUNI-30. JUNI Þau iið, sem óska eftirað taka þátt i SHELLMÓTI TÝS 1996 er verður haldið í Vestmannaeyjum 26. júní-30. júni, tilkynni þátttöku eigi síðar en 20. apríl. Knattspyrnufélagið Týr, pósthóif 395, 902 Vestmannaeyjar eða simbréf 481 2751. 1996 i þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara, simanúmer, faxnúmer og áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og simanúmer ábyrgðarmanns hópsins. Allar nánari upplýsingar eru veittar i Týsheimilinu ísima 481 2861 eftirkl. 17.00. Herjólfur brúar biliö Ueriólfur hf. Pantið timanlega fyrir Bila og hópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.