Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 4 7 BRIDS llmsjón GuAmundur l’áll Arnarsun VESTUR spilar út spaða- áttu gegn sex gröndum suðurs: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁDG V ÁK754 ♦ Á3 ♦ 973 Suður ♦ K52 y 62 ♦ K108742 ♦ ÁK Vestur Norður Austur Suður - 1 hjarta Pass 2 tíglar* Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass * Gfimkrafa. Hvemig á suður að spila? Ekki kemur svo sem margt til greina. Tígullinn verður að gefa fimm slagi. Sem hann gerir ef liturinn brotnar 3-2, hvemig sem spilað er. Vandamálið er 4-1- legan. Hægt er að ráða við alla fjórliti í austur nema DG9x. Ef einspil vesturs er drottning, gosi eða nía, kem- ur það í ásinn og þá er samn- ingurinn tryggður með því að spila næst á tíuna. En hvað er til ráða ef vestur á fjóra tígla? Ekkert, nema í því eina tilfelli að einspil austurs sé nían: Norður ♦ ÁDG ♦ ÁK754 ♦ Á3 ♦ 973 Vestur Austur ♦ 84 ♦ 109763 V D1098 llllll * 63 ♦ DG65 111111 ♦ 9 ♦ G84 * 1)10652 Suður ♦ K52 V 62 ♦ K108742 ♦ ÁK En þá er nauðsynlegt að fara af stað með tíuna og láta hana vaða ef vestur set- ur lítið í slaginn! Þessi spilamennska útilok- ar ekki að hægt sé að ráða við hátt einspil í vestur, því sagnhafi tekur þá einfald- lega á ásinn og spilar til baka á áttuna. LEIÐRÉTT Gunnar Örn formaður í GREIN í miðopnu Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað var um klaustur á íslandi, var ranglega sagt að Torfi Olafsson væri formaður Pélags kaþólskra leik- manna. Torfi var for- maður um tveggja ára- tuga skeið, en núverandi formaður er Gunnar Örn Olafsson. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi vel- virðingar á þessari mis- sögn. Nafn féll niður í minningargrein I inngangi að minning- arorðum um Gretti Lár- usson, sem birtist í Morg- unblaðinu 29. mars sl., féll niður nafn bróður Grettis en hann heitir Lárus Lárusson, f. 7.júní 1944. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistök- um. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 3. apríl, er Ingibjörg Jóns- dóttir, Vesturbergi 103, Reykjavík, níræð. Eigin- maður hennar var Oskar Þorsteinsson frá Beru- stöðum. Hann lést árið 1971. Ingibjörg verður að heiman á afmælisdaginn. QAÁRA afmæli. í dag, í/V/ miðvikudaginn 3. apríl, er níræður Eiríkur Baldvinsson, til heimilis að Droplaugarstöðum. r|ÁRA afmæli. Föstu- UU daginn 5. apríl nk. verður sextugur Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri Laugarnesskóla. Hann tekur á móti gestum í sal Ferðafélags íslands í Mörkinni 6, eftir kl. 20 á afmælisdaginn. verður fímmtugur Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogi, Logafold 58, Reykjavík. Hann og eiginkona hans Elín Pálsdóttir taka á móti gestum í Akoges- salnum, Sigtúni 3 á af- mælisdaginn milli kl. 20.30 og 23. pfrVARA afmæli. Á morgun skírdag, 4. apríl, verða t/v tvíburasysturnar Jóna Halldórsdóttir, Fífuseli 34 og Elín Halldórsdóttir, Hólabergi 12 fimmtugar. Þær taka á móti gestum ásamt eiginmönnum sínum Erlingi Runólfssyni og Guðna Auðunssyni í Skaftfelliugabúð, Laugavegi 178, á afmælisdaginn kl. 15-18. Trinc Mikkelsen, Stavern BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Hjalta Guðmundssyni Sigrún Steinþórsdóttir, veflistakona og Hilmar Þ. Helgason, teiknari. Þau eru búsett í Noregi. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur meiri áhuga á mannúðarmálum en að safna auði. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú þarft að snúa þér að vanda- máli heimafyrir í dag. Málið snýst ekki um peninga, heldur innbyrðis ágreining ástvina. Naut (20. apríl - 20. maí) Trúnaðarvinur færir þér frétt- ir, sem koma ánægjulega á óvart og geta valdið breyting- um á fyrirætlunum þínum í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér leiðist tilbreytingaleysi og þú vilt reyna eitthvað nýtt í dag. Óskir þínar rætast, og þú fagnar velgengni í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS^ Haltu þér við efnið í dag, og reyndu að ljúka skyldustörf- unum snemma, því í kvöld bíð- ur þín ánægjulegur fundur með vinum. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Náinn vinur gefur þér góð ráð, sem þú ættir að fara eft- ir. Hann vill þér vel. Smá ágreiningur kemur upp heima í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) sfcí Vertu ekki með áhyggjur af vandamáli ættingja, sem er vel fær um að leysa málið. Varastu óþarfa eyðslu í skemmtanir. (23. sept. - 22. október) Ættingi á við einhveija fjár- hagsörðugleika að stríða. Reyndu að aðstoða við lausn á málinu án þess að þurfa að leggja fram fé. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu enga áhættu í dag, hvorki í fjármálum né varð- andi vinnuna. f fríinu fram- undan býðst þér að skreppa i ferðalag. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Frestaðu því að taka mikil- væga ákvörðun varðandi vinn- una. Málið skýrist betur fljót- lega og þú verður að sýna þolinmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert með hugann við kom- andi frídaga, og þér verður ekki mjög ágengt árdegis. En úr rætist áður en vinnudegi lýkur. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) th Hikaðu ekki við að láta skoðun þína í ljós í dag, og vertu ekki með óþarfa hlédrægni. Hrein- skilni leiðir til árangurs. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Einbeittu þér að því sem gera þarf i dag, og vertu ekki með hugann við komandi helgi. Það er óþarfi að taka forskot á sæluna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Hvad mundir þú hafa í matinn eftir ad hafa unnið rúmlega 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K I N G A ivrra Til mikils að vinna! Ath! Sölu lýkur nú kL 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.