Morgunblaðið - 03.04.1996, Side 47

Morgunblaðið - 03.04.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 4 7 BRIDS llmsjón GuAmundur l’áll Arnarsun VESTUR spilar út spaða- áttu gegn sex gröndum suðurs: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁDG V ÁK754 ♦ Á3 ♦ 973 Suður ♦ K52 y 62 ♦ K108742 ♦ ÁK Vestur Norður Austur Suður - 1 hjarta Pass 2 tíglar* Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass * Gfimkrafa. Hvemig á suður að spila? Ekki kemur svo sem margt til greina. Tígullinn verður að gefa fimm slagi. Sem hann gerir ef liturinn brotnar 3-2, hvemig sem spilað er. Vandamálið er 4-1- legan. Hægt er að ráða við alla fjórliti í austur nema DG9x. Ef einspil vesturs er drottning, gosi eða nía, kem- ur það í ásinn og þá er samn- ingurinn tryggður með því að spila næst á tíuna. En hvað er til ráða ef vestur á fjóra tígla? Ekkert, nema í því eina tilfelli að einspil austurs sé nían: Norður ♦ ÁDG ♦ ÁK754 ♦ Á3 ♦ 973 Vestur Austur ♦ 84 ♦ 109763 V D1098 llllll * 63 ♦ DG65 111111 ♦ 9 ♦ G84 * 1)10652 Suður ♦ K52 V 62 ♦ K108742 ♦ ÁK En þá er nauðsynlegt að fara af stað með tíuna og láta hana vaða ef vestur set- ur lítið í slaginn! Þessi spilamennska útilok- ar ekki að hægt sé að ráða við hátt einspil í vestur, því sagnhafi tekur þá einfald- lega á ásinn og spilar til baka á áttuna. LEIÐRÉTT Gunnar Örn formaður í GREIN í miðopnu Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað var um klaustur á íslandi, var ranglega sagt að Torfi Olafsson væri formaður Pélags kaþólskra leik- manna. Torfi var for- maður um tveggja ára- tuga skeið, en núverandi formaður er Gunnar Örn Olafsson. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi vel- virðingar á þessari mis- sögn. Nafn féll niður í minningargrein I inngangi að minning- arorðum um Gretti Lár- usson, sem birtist í Morg- unblaðinu 29. mars sl., féll niður nafn bróður Grettis en hann heitir Lárus Lárusson, f. 7.júní 1944. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistök- um. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 3. apríl, er Ingibjörg Jóns- dóttir, Vesturbergi 103, Reykjavík, níræð. Eigin- maður hennar var Oskar Þorsteinsson frá Beru- stöðum. Hann lést árið 1971. Ingibjörg verður að heiman á afmælisdaginn. QAÁRA afmæli. í dag, í/V/ miðvikudaginn 3. apríl, er níræður Eiríkur Baldvinsson, til heimilis að Droplaugarstöðum. r|ÁRA afmæli. Föstu- UU daginn 5. apríl nk. verður sextugur Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri Laugarnesskóla. Hann tekur á móti gestum í sal Ferðafélags íslands í Mörkinni 6, eftir kl. 20 á afmælisdaginn. verður fímmtugur Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogi, Logafold 58, Reykjavík. Hann og eiginkona hans Elín Pálsdóttir taka á móti gestum í Akoges- salnum, Sigtúni 3 á af- mælisdaginn milli kl. 20.30 og 23. pfrVARA afmæli. Á morgun skírdag, 4. apríl, verða t/v tvíburasysturnar Jóna Halldórsdóttir, Fífuseli 34 og Elín Halldórsdóttir, Hólabergi 12 fimmtugar. Þær taka á móti gestum ásamt eiginmönnum sínum Erlingi Runólfssyni og Guðna Auðunssyni í Skaftfelliugabúð, Laugavegi 178, á afmælisdaginn kl. 15-18. Trinc Mikkelsen, Stavern BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Hjalta Guðmundssyni Sigrún Steinþórsdóttir, veflistakona og Hilmar Þ. Helgason, teiknari. Þau eru búsett í Noregi. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur meiri áhuga á mannúðarmálum en að safna auði. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú þarft að snúa þér að vanda- máli heimafyrir í dag. Málið snýst ekki um peninga, heldur innbyrðis ágreining ástvina. Naut (20. apríl - 20. maí) Trúnaðarvinur færir þér frétt- ir, sem koma ánægjulega á óvart og geta valdið breyting- um á fyrirætlunum þínum í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér leiðist tilbreytingaleysi og þú vilt reyna eitthvað nýtt í dag. Óskir þínar rætast, og þú fagnar velgengni í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS^ Haltu þér við efnið í dag, og reyndu að ljúka skyldustörf- unum snemma, því í kvöld bíð- ur þín ánægjulegur fundur með vinum. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Náinn vinur gefur þér góð ráð, sem þú ættir að fara eft- ir. Hann vill þér vel. Smá ágreiningur kemur upp heima í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) sfcí Vertu ekki með áhyggjur af vandamáli ættingja, sem er vel fær um að leysa málið. Varastu óþarfa eyðslu í skemmtanir. (23. sept. - 22. október) Ættingi á við einhveija fjár- hagsörðugleika að stríða. Reyndu að aðstoða við lausn á málinu án þess að þurfa að leggja fram fé. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu enga áhættu í dag, hvorki í fjármálum né varð- andi vinnuna. f fríinu fram- undan býðst þér að skreppa i ferðalag. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Frestaðu því að taka mikil- væga ákvörðun varðandi vinn- una. Málið skýrist betur fljót- lega og þú verður að sýna þolinmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert með hugann við kom- andi frídaga, og þér verður ekki mjög ágengt árdegis. En úr rætist áður en vinnudegi lýkur. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) th Hikaðu ekki við að láta skoðun þína í ljós í dag, og vertu ekki með óþarfa hlédrægni. Hrein- skilni leiðir til árangurs. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Einbeittu þér að því sem gera þarf i dag, og vertu ekki með hugann við komandi helgi. Það er óþarfi að taka forskot á sæluna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Hvad mundir þú hafa í matinn eftir ad hafa unnið rúmlega 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K I N G A ivrra Til mikils að vinna! Ath! Sölu lýkur nú kL 16.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.