Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 31
LISTIR
Richard Wagner félag--
ið sýnir Parsifal
að
RICHARD Wagner félagið
á íslandi sýnir óperuna
Parsifal eftir Richard
Wagner af myndbandi
(geisladiski) á föstudaginn
langa kl. 14 í Safnað-
arheimili Dómkirkjunnar í
Lækjargötu 14a, 3. h. Inn-
gangsorð flytur séra Hjalti
Guðmundsson.
Parsifal var frumsýndur Richard
í Bayreuth 26. júlí 1882. Wagner
Festspielhaus í Bayreuth
var reist einkum og sér í lagi til
að geta fært upp Niflungahringinn,
sem var frumsýndur þar í heild sinni
árið 1876. Parsifal er svo eina óp-
era Wagners sem skrifuð er sér-
staklega fyrir Festspielhaus, og
jafnframt síðasta stórvirki tón-
skáldsins. Wagner kallaði Parsifal
ekki óperu heldur Biihnenweih-
festspiel, sem útleggja má sem há-
tíðaleik til vígslu leikhúss. Það var
upphaflega ásetningur hans að
verkið yrði eingöngu flutt í eitt
skipti og aðeins fyrir útvalda áheyr-
endur, en hugmyndir hans þróuðust
á þann veg að Parsifal skyldi endur-
fluttur á þriggja ára fresti
í Bayreuth en hvergi sýnd-
ur annars staðar.
Bann Wagners við að
flytja Parsifal utan Bayre-
uth var fljótt virt að vett-
ugi og reið Metropolitan
óperan í New York þar á
vaðið með sýningu sinni
árið 1913, og vakti með því
mikla reiði Cosimu Wagn-
er. Síðar varð það venja
margra þýskra óperuhúsa
sýna Parsifal á föstudaginn
langa ár hvert. Þennan sið hyggst
Richard Wagner félagið taka upp
með árlegum myndbandssýningum.
Að þessu sinni verður sýnd upp-
taka frá Metropolitan óperunni í
New York frá árinu 1992. Sungið
er á þýsku en skjátexti er á ensku.
Hljómsveitarstjóri sýningarinnar er
James Levine, en leikstjóri Otto
Schenk. í helstu hlutverkum eru
Siegfried Jerusalem, Waltraud Mei-
er, Kurt Moll, Bernd Weikl, Franz
Mazura og Jan Hendrik Rootering.
Allir áhugamenn eru velkomnir á
sýninguna.
Útbrot
í Umbru
ÚTBROT er yfirskrift sýningar sem
ljósmyndarinn Jónas Hallgrímsson
stendur fyrir í Gallerí Úmbru við
Amtmannsstíg
dagana 4.-24.
apríl.
„Þema sýningar-
innar er konan og
deila kynjanna um
yfirráð veraldar-
innar. Velt er upp
þeirri spurningu
hvort veikara kynið
sé að ná yfirráðum
í veröldinni og snúa
þar með leiknum
sér í hag eða hvort allt verði við
sama enn um sinn“, segir í frétt frá
Úmbru. Verkin á sýningunni eru öll
í lit.
Þetta er önnur einkasýning Jón-
asar. Hann stundar nú nám við ljós-
myndun við Boumemouth & Poole
College of Art and Design í Bretlandi.
Jónas
Hallgrímsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FEIGÐARFÖR tekin upp: Þóra Friðriksdóttir, Halldóra Björns-
dóttir, Hilmir Snær Guðnason og Gunnar Eyjólfsson.
Feigðarför
Sýningin er opin á opnunartíma
gallerísins, frá kl. 13-18 þriðjudaga
til laugardaga og kl. 14-18 sunnu-
daga.
Gestur sýningarinnar er Sara
María Skúladóttir, nemi á listasviði
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Kniplað, kembt
og spunnið
NORRÆN heimilsiðnaðarsýning
stendur nú yfir í Norræna húsinu.
þar sýna norrænir handverksmenn
og eru tólf íslendingar þar á með-
al. Náttúran er þema sýningarinn-
ar.
Á skírdag kl. 15-18 verður hand-
verksfólk að störfum. Verður knipl-
að, kembt og spunnið, skorið út og
saumað, til dæmis baldýrað og sýnd
gerð prestskraga.
Sýningin er opin frá kl. 14-19
og á skírdag til kl. 21. Sýningin
verður opin föstudaginn langa, en
lýkur á laugardag.
UM PÁSKANA verður útvarpað
á samtengdum rásum Klassíkur
fm og Aðalstöðvarinnar fram-
haldsleikritinu „Feigðarför" eftir
Þórunni Sigurðardóttur. Verkið
er í fjórum 25-30 mín. þáttum
og verður það sent út daglega frá
skírdegi og fram á annan í pásk-
um. Þetta er fyrsta stóra útvarps-
leikritið sem sent er út utan Ríkis-
útvarpsins, en Menningarsjóður
útvarpsstöðva veitti styrk til verk-
efnisins.
Verkið segir frá hvarfi hins
þekkta þýska vísindamanns dr.
Walter von Knebels og félaga hans
Max Rudloffs, listmálara, en þeir
hurfu á dularfullan hátt við rann-
sóknir í Öskju árið 1907. Aldrei
hefur sannast hvað af þeim varð,
en þeir fóru fyrstir manna út á
Öskjuvatn á bát og fundust aldrei.
Leikendur í útvarpsleikritinu
eru þau Ingvar E. Sigurðsson,
sem leikur von Knebel, Halldóra
Björnsdóttir leikur Inu, Hilmir
Snær Guðnason leikur Speth-
mann, Rudloff leikur Benedikt
Erlingsson en aðrir leikarar eru:
Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriks-
dóttir, Amar Jónsson, Rúrik Har-
aldsson, Steindór Hjörleifsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Theódór Júlíus-
son og Margrét Pétursdóttir.
Sögumaður er Ari Trausti Guð-
mundsson og leiksijóri Þórunn
Sigurðardóttir.
Nína Margrét
og Blásara-
kvintettinn
NÍNA Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari og Blásarakvintett Reykja-
víkur leika í Borgarleikhúsinu
þriðjudaginn 9. apríl og hefjast tón-
leikarnir kl. 20.30. Á efnisskrá eru
verk eftir Mozart, Beethoven, Jean
Francaix og Hindemith. Tónleik-
arnir eru í Tónleikaröð Leikfélags-
ins.
Nína Margrét Grímsdóttir hefur
komið víða fram
sem einleikari og í
samleik. Hún er í
Nomos-dúóinu
ásamt fiðluleikar-
anum Nicholas
Milton og fluttu
þau meðal annars
allar fiðlusónötur
Beethovens og
Brahms í New
York á síðasta ári.
Nína Margrét
Nína
Margrét
Grínisdóttir
Hans
Christiansen
stundar nú doktorsnám í píanóleik
í New York og starfar við Bloom-
ingdale-skólann þar í borg.
Blásarakvintett Reykjavíkur hef-
ur nýlega fengið mikið hrós fyrir
leik á geisladiskum Chandons-
útgáfunnar. í kvintettinum eru
Bernharður Wilkinsson, Daði Kol-
beinsson, Einar Jóhannesson, Jósef
Ognibene og Hafsteinn Guðmunds-
Hans Christian-
sen sýnir í safn-
aðarheimilinu
HANS Christiansen myndlistar-
maður opnar myndlistarsýningu í
Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju
á skírdag kl. 14.
Sýningin er síð-
an opin daglega frá
kl. 14-22 og lýkur
að kvöldi annars
páskadags.
Jafnframt opn-
un sýningarinnar
flytur Hans vinnu-
stofu sína að
Breiðumörk 8 í
Hveragerði og
verður opnun
hennar' auglýst nánar eftir páska.
Myndvefnaður
o g textil-miniat-
urverk í Greip
SÓLRÚN Friðriksdóttir opnar sýn-
ingu á myndvefnaði og textil-min-
iaturverkum í Gallerí Greip við
Hverfisgötu,
laugardaginn
6. apríi kl. 14.
Sólrún
stundaði nám í
myndlist-.,
arkennarad-
eild og textíl-
deild Mynd-
lista- og hand-
íðaskóla Is-
lands, við Textílinstitutet i Borás,
Svíþjóð og „Meisterklasse Textiles
Design“ í Listaskólanum Graz,
Austurríki.
Hún hefur tekið þátt í samsýnig-
um hérlends og alþjóðlegum sam-
sýningum víðsvegar um heim, en
þetta er fyrsta einkasýning hennar.
Sýningin er opin alla daga kl.
14-18 nema á páskadag og lýkur
henni sunnudaginn 14. apríl.
VERK eftir
Sólrúnu Friðriks-
dóttur.
<yfífe<ía(f&tx)<f £71m/?1',íÁA//)6'S S7/ujófö oy 7fá?tu
(jetur/)á
sé/f
UNDUB HEIMSINS
HEIMSREISURNAR ERU HLUTFALLSLEGA ODYRUSTU FERÐIRNAR A MARKAÐNUM
IVöfalf verógífdí
Oskaferöirnar seljast upp - fyllast nú hver af annarri - pantið strax á sértilboði, áður en verðið hækkar.
HÁPUNKTUR EVRÓPSKRAR MENNINGAR OG LISTA í MENNINGARFERÐUNUM TVEIMUR ERU AÐ SELJAST UPP.
KLASSÍSKA LEIÐIN - 24. maí - 10 dagar á slóö barrokks í tónlist,
byggingarlist og myndlist í Weimar, Dresden, Leipzig, Berlín undir
leiösögn Ingólfs.
TÖFRAR ÍTALÍU - 10. ágúst, 15 dagar - Milano, Gardavatn, Verona,
Feneyjar, Bologna, Pisa, Florens, Siena, Perugia, Assisi, Róm
undir leiðsögn Ingólfs.
VESTLIR KANADA - 7. sept., 2 vikur - „Yfirnáttúruleg fegurö“
Klettafjalla, Alberta og Breska Kolumbia - Calgary, Banff,
Vancouver, Victoria.
PERLUR AUSTURLANDA - 5. okt., 3 vikur - BALI, SINGAPORE,
HONG KONG, BANGKOK. Hin „klassíska" Austurlandaferö.
Innsýn í hinn margbotna, háþróaöa heim og menningu Austurlanda.
TÖFRAR „1001 NÆTUR“ -17. okt - 3 vikur í dúlúö og munaði óþekktra slóöa í
Austurlöndum: Burma (Rangoon og Mandalay) - fjarræn og fögur meö íburðar-
mestu musteri heimsins - sannkallaö undur veraldar. Vikudvöl á vinsælasta dvalar-
staö Austurlanda - Phuket - Mandarin hótel aö viöbættri Bahrein í Persaflóa -
algjör perla - hin nýja
„Litla Singapore" og besta
fríhöfn í heimi.
KARÍBAHAFIÐ -
FERÐASKRIFSTOFAN
Siglingar og
Dominikana allt árið
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564