Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 35 jf LISTIR MYNDSKREYTING eftir Erlu Sigfurðardóttur við sögu Herdísar Egilsdóttur Veisluna í barnavagninum. skapað sér sess fyrir að vera fyndn- ir og bráðskemmtilegir og var Bert á metsölulista annað árið í röð. En þegar annað er skoðað finnum við Kim-bækurnar á ný, Nancy og Frank og Jóa-bækumar, og tvær sögur um Indiana Jones. Dodda- bækur Enid Blyton koma nú endur- útgefnar í röðum. Nokkrar útgáfur af ævintýrum H.C. And- ersen eru annaðhvort í endurprentunum eða nýjum útgáfum jafnvel frá Rússlandi. Disney á fleiri titla á íslensk- um bókamarkaði en nokkur annar höfund- ur, lífs eða liðinn, og í hans nafni eru endur- gerð öll helstu ævintýr heimsins. Þó hefur Astrid Lindgren bann- að að hennar bækur komi nokkm sínni út í anda Walt Disney. Nokkrar þýddar bækur falla þó undir þann flokk að vera vönduð bókmenntaverk eða að minnsta kosti skemmtilegar og vandaðar bækur. Herra Zippó og þjófótti skjórinn er smellin saga frá Italíu um brúðuleikhús og náin tengsl leikhússtjórans við brúðum- ar sínar. Nikkóbóbínus eftir Terry Jones á einnig að gerast á Ítalíu en er rakin ýkjusaga, bráðskemmti- lega þýdd af Páli Hannessyni. Gunnar Stefánsson þýðir nýja sögu eftir Bo Carpelan og heldur þannig uppi merkjum norrænna bamabók- mennta. Magnaðar minjar er fjórða ástralska verðlaunabókin sem Lind- in hefur gefið út og er hér í þýð- ingu Guðna Kolbeinssonar. Eitt helsta vandamálið við útgáfu þýddra bama- og unglingabóka er hversu erfitt er að fá umfjöllun um þær í íslenskum fjölmiðlum. Sala þeirra er yfirleitt miklu minni en íslenskra bóka með einstaka undan- tekningum og því lítil hvatning fyr- ir forlög að færa bömum þann fjár- sjóð sem felst í vönduðum erlendum bókum, vel þýddum. Hreiðar Stefánsson kvaddur í mars á síðastliðnu ári lést Hreiðar Stef- ánsson sem um langt árabil var einn vinsæl- asti bamabókahöfund- ur þessarar þjóðar. Öddubækumar og margar fleiri sögur komu úr penna hans í samvinnu við Jennu konu hans. Bækur þeirra eru fjölmargar og fengu þau hjón Bamabókaverðlaun Fræðslumálaráðs árið 1973 í fyrsta sinn sem þau vora veitt fyrir framlag sitt til barnabókaritunar. Hreiðar átti þar að auki einn nokkrar sögur, þar á meðal verðlaunasöguna Grösin í glugghúsinu sem út kom árið 1980 og fyrir þá sögu fékk hann Bama- bókaverðlaun Fræðslumálaráðs Reykjavíkur. Mun hans verða minnst sem eins mikilvirkasta og vandvirkasta bamabókahöfundar þessarar þjóðar. Lokaorð Utgáfa bama- og unglingabóka er í nokkuð föstum skorðum nú orðið. Forlög leitast við að hafa góðar bækur við hæfi allra aldurs- hópa, myndabækur fyrir yngstu bömin, léttan texta fyrir þá sem era byijaðir að lesa, skemmtilegar sögur fyrir aldurshópinn 9-12 ára og nokkrar unglingabækur sem 12-15 ára krakkar lesa áður en þau hella sér út í bækur fyrir fullorðna eða hreinlega hætta að lesa. Mark- aðurinn ber þess sterk merki að hér er það einkaframtakið sem er alls ráðandi. Menn verða að velja það efni sem þeir vita að selst. Annað er bamaskapur og ávísun á gjaldþrot. Enn sem fyrr er það ákveðinn flokkur bóka sem algerlega vantar á markað en það era bækur sem fræða böm og unglinga um íslenskt samfélag, náttúra og umhverfi. Námsgagnastofnun er sú ríkis- rekna stofnun sem á að sjá bömum á skólaskyldualdri fyrir lestrarefni og fræðslu á öllum þeim sviðum sem skólaskyldan gerir kröfu um. Á þeirra vegum kom út ein merki- legasta nýjung á síðastliðnu ári en það er íslandshandbókin, margm- iðlunardiskur með fjölbreyttum upplýsingum um land og þjóð. Eng- inn vafi er á að þetta er aðeins fyrsta skrefið í því að gefa út fræð- andi efni á þessum nýja miðli. Þeg- ar tæknileg vandamál sem tengjast íslenskri tungu og íslensku stafrófi hafa verið leyst verða fleiri til að leggja efni inn á þennan nýja miðil. Annað sem Námsgagnastofnun ætti að eiga framkvæði að er að leggja íslenskt kennsluefni sitt inn á Intemetið og gera það aðgengi- legt nemendum í gegnum tölvur skóla og heimila. í nútímanum er það heillandi að leita upplýsinga fyrir tilstilli lyklaborðsins og það er spennandi að fá fram upplýs- ingar á þennan hátt - miklu meira spennandi en að fletta upp í bók. Mikið efni er til í eigu hins opin- bera sem mætti setja á Intemetið og gæti þannig bætt úr þeirri þörf sem er fyrir fræðibækur fyrir böm. Þá þyrfti ekki að leggja í útgáfu- kostnað því efnið er nú þegar til í textaformi og með myndum og ekki mikill kostnaður við að leggja það inn á netið. Endumýjun og uppfærslur era miklu auðveldari og ódýrari. Þessi lausn væri nothæf til að leysa tvö meginvandamál. Með því að leggja efni inn á netið sem nú þegar er til er verið að skapa mót- vægi gegn því að nemendur venjist þeim hugsunarhætti að fræðsla og skemmtun sé aðeins til á ensku. íslenskan verður þá tungumál upp- lýsinganna ekki síður en enskan. Miklir erfiðleikar eru fólgnir í því að halda úti fræðibókaútgáfu fyrir böm og unglinga. Með því að nýta nýja tækni mætti vinna gegn þessu vandamáli og taka nýju tæknina í sína þjónustu. íslendingar era mjög fljótir að tileinka sér nýja tækni og ættu því ekki að vera í vandræðum með að hagnýta hana til upplýs- ingamiðlunar fyrir böm og ung- linga. Forgöngu ætti Námsgagna- stofnun að hafa og einnig mætti huga að samstarfsverkefnum við þau forlög sem sterkust era og hafa sýnt áhuga á vandaðri bama- bókaútgáfu. Hreiðar Stefánsson þú kemst til Evrópu í vikur með fjölskylduna og bílinn verði frá kr. I 11 _ m á mann? i * Verð miðast við 4.manna fjöiskyldu með eigin bíl til Danmerkur 6. júní og'heim frá Noregl 25. júní. 2 fullorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. Taktu... ..húsbíllnn I .hjólhýsið þú kemst til Færeyja I _ á verði frá kr. f ' - |Í|§|I hústjaldlð •• m * * & * ■ jölskyiduna og bllinn á mann? * Verð miðast við 4.manna fjölskyldu með eigin bíl. 2 fullorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. ■ ■8 # Al 1 ii MFNNJ¥Hn&bl . vL L WftK#IH Ok : flKfljyrrmI ■ I ..fellih m fVI*lf>CFjWÍlÍÍSf W1ÍT Wk"ám‘ 1k T ..bilinn reiðhjólið FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3. Sími: 562 6362 •*» * -------... ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.