Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LISTIR Reuter VERKAMENN bera lík úr fjöldagröf nálægt bænum Mrkonjic Grad í Bosníu þar sem talið er að króatískir hermenn hafi grafið Serba sl. haust. 78 lík höfðu fundist í gær. Rannsókn á stríðsglæpum í Bosníu Lík fjarlægð úr fjöldagröfum? Boston. Reuter. BANDARÍSKA dagblaðið Christian Science Monitor skýrði frá því í gær að lík hefðu verið grafin upp úr tveimur fjöldagröfum þar sem talið er að serbneskir hermenn hafi graf- ið múslimska karlménn er hurfu eftir að Serbar náðu borginni Sre- brenica í Bosníu á sitt vald í fyrra. Blaðið segir þetta geta torveldað saksóknurum stríðsglæpadómstóls- ins í Haag að sanna meinta stríðs- glæpi Serba. Dagblaðið segir að fundist hafi ummerki um uppgröft í um 70% stærri fjöldagrafarinnar og í um heimingi þeirrar minni. Tugir eða hundruð líka kunni að hafa verið grafín upp. Jakkar, göngustafir og skór, sem ljósmyndari blaðsins hafi myndað, hafi horfið og ummerki séu um nýleg för eftir þunga bíla. Blaðið segir þó að á svæðinu hafi fundist ný sönnunargögn, svo sem lík og tugir augnabinda, sem staðfesti frásagnir múslima er lifðu af svokallaðar „þjóðemishreinsan- ir“ Serba í Srebrenica. Talið er að serbnesku hermenn- irnir hafi drepið þúsundir músl- imskra karlmanna frá Srebrenica eftir árásina á borgina, sem var þá vemdarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Friðargæslusveitir Atlantshafs- bandalagsins hafa fylgst með fjöldagröfunum og friðargæsluliðar hafa farið í eftirlitsferðir um þær með jöfnu millibili, auk þess sem flugvélar hafa flogið yfir þeim. Talsmaður friðargæslusveitanna sagði að engar vísbendingar hafi komið fram um að lík hafi verið grafin upp. Christian Science Mon- itor segir að Serbar kunni að hafa grafið líkin upp milli eftirlitsferða friðargæsluliðsins. Blaskic kveðst saklaus Króatíski hershöfðinginn Tihom- ir Blaskic, sem saksóknarar stríðs- glæpadómstólsins hafa ákært fyrir stríðsglæpi, kvaðst í gær saklaus af sakargiftunum. Hann er sakaður um að hafa fyrirskipað dráp á múslimum í Lasva-dal í miðhluta Bosníu 1992-93. Forseti dómstólsins hafnaði í gær beiðni hershöfðingjans um að hon- um yrði haldið í stofufangelsi. Hann fyrirskipaði að Blaskic yrði þó ekki haldið í fangelsi dómstólsins í Haag, heldur í „bústað sem hollensk yfir- völd tiltaka". Fundur landbúnaðarrádherra ESB Mikill niðurskurður nautfjár samþykktur Brussel, Luxemborg. Reuter. FRANZ Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, kvaðst í gær vona, að unnt yrði að afnema bannið við útflutningi bresks nauta- kjöts sem fyrst en landbúnaðarráð- herrar bandalagsins náðu í gær samkomulagi um aðgerðir gegn kúariðu. „Við viljum afnema bannið og það verður að gera um leið og að- gerðirnar gegn kúariðunni fara að hafa áhrif,“ sagði Fischler en tók fram, að enn væri of snemmt að segja hvenær það yrði gert. Landbúnaðarráðherrar ESB komust að samkomulagi í gær um aðgerðir til að uppræta kúariðu og sagði Fischler, að breska stjómin yrði að leggja fram áætlun fyrir lok þessa mánaðar um slátrun allra nautgripa eldri en 30 mánaða eða tveggja og hálfs árs. Það getur þýtt, að nokkrar milljónir gripa verði felldar og brenndar á firnrn eða sex árum. Breska stjórnin hefur ekki fallist formlega á samkomu- lagið en á ekki annarra kosta völ. „Samkvæmt þessu verður að slátra að minnsta kosti 700.000 gripum á ári,“ sagði Fischler en ESB mun borga 70% kostnaðarins við slátrunina. Eru Bretar óánægð- ir með það og höfðu krafist þess, að bandalagið greiddi 80% kostnað- arins en þeir sjálfir 20%. Áætlað er, að árleg útgjöld Evrópusam- bandsins vegna þess verði 26,5 milljarðar ísl. kr. Uppsagnir í kjötiðnaði Slátrarar og kjötkaupmenn á Smithfíelds-markaðnum í London segja, að nautakjötssala hafi aukist aftur lítillega en fyrirtæki í þessarí grein segjast verða að segja upp 20% starfsmanna sinna. Robert Lacey, prófessor og ör- verufræðingur, sem varð einna fyrstur til að vara við hugsanlegu kúariðusmiti í fólki, telur, að boðað- ar aðgerðir séu ónógar og komi of seint. Hann hefur látið svo um- mælt, að hugsanlega verði um að ræða 500.000 tilfelli á ári af Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómnum eftir alda- mótin. Á sama tíma að ári í Loftkastalanum FLUGFÉLAGIÐ Loftur frumsýnir um miðjan maí leikritið Á sama tíma að ári eftir Bemard Slade í Loftkastalanum. Leikstjóri er Hall- ur Helgason en hlutverkin tvö í sýningunni verða í höndum Sigurð- ar Siguijónssonar og Tinnu Gunn- laugsdóttur. Að sögn Baltasars Kormáks, eins forsprakka Flugfélagsins, er um farandsýningu að ræða. Eru fyrstu sýningarnar fyrirhugaðar í Loft- kastalanum í maí en frá og með 1. júní mun Listahátíð í Reykjavík hafa þau húsakynni til umráða. Mun þá leikurinn berast út á land og segir Baltasar að reynt verði að fara sem víðast. „Ef vel gengur kemur síðan til greina að taka aftur upp þráðinn í Loftkastalanum í haust.“ Á sama tíma að ári er rómantísk- ur gamanleikur sem fjallar í st'órum dráttum um elskendur sem hittast einu sinni á ári á hótelherbergi, þar ar vinsældir á vegum Þjóðleikhúss- mundsdóttir með aðalhlutverkin. sem þeir fremja hjúskaparbrot. Var ins á árunum 1978-1979 en þá fóru Munu um 41.000 manns hafa séð verkið sýnt 140 sinnum við feikileg- Bessi Bjarnason og Margrét Guð- þá sýningu. Morgunblaðið/Ásdís TINNA Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson fara með aðalhlutverkin í Á sama tíma að ári. MYNDIN ver tekin í íslensku óperunni á dögunum þegar hópurinn sem kemur að Galdra-Lofti hitt- ist. Garðar Cortes, David Walters, Axell Hallkell, Maria Fitzgerald, Hulda Kristín Magnúsdóttir, Bergþór Pálsson, Þóra Einarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Jón Ásgeirsson, Loftur Erlingsson og Þorgeir Andrésson. Á myndina vantar leiksljórann, Halldór E. Laxness, og sýningarstjórann, Kristínu S. Krisljánsdóttur. Galdra- Loftur Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINGRÍMUR Eyfjörð, Börkur Arnarson, Sara Björnsdóttir og Svanur Kristbergsson. Blóð Krists FRUMSÝNING verður í íslensku óperunni á nýrri óperu Jóns Ás- geirssonar, Galdra-Lofti, 1. júní næstkomandi. Óperan er sýnd í samstarfi við Listahátíð í Reykja- vík og er sýningafjölditakmark- aður. Að vanda býður Islenska óperan styrktrafélögum sínum forkaupsrétt á miðum og er hann frá 9.-20. apríl í íslensku óper- unni. Nú þegar hafa borist miða- pantanir erlendis frá, þar á meðal frá hópi úr Metropolitan Opera Guild eða Styrktarfélagi Metro- politan óperunnar í New York. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes, leikstjóri Halldór E. Lax- ness. Leikmynd hannar Axel Hall- kell, búningahönnun er í höndum Huldu Kristínar Magnúsdóttur, lýsingu annast David Walters og sýningarsljóri er Kristín Krist- jánsdóttir. Með aðalhlutverk fara Þorgeir Andrésson, sem leikur Loft, Elín Ósk Óskarsdóttir leikur Stein- unni, Þóra Einarsdóttir leikur Dísu, Bergþór Pálsson leikur Ólaf, Loftur Erlingsson leikur andann eða samvisku Lofts og Bjarni Thor Kristinsson leikur gamla manninn. íslenska óperan hvetur styrkt- arfélaga sem aðra til að tryggja sér miða í tíma og hægt er að panta miða á skrifstofutíma. Sýn- ingar verða 1., 4., 7., 8., 11. og 14. júní. „BLÓÐ KRISTS“ heitir sýning fjög- urra listamanna sem opnar í dag í Gallerí Ingólfsstræti 8. Listamenn- irnir heita Steingrímur Eyfjörð, Sara Björnsdóttir, Börkur Arnarson og Svanur Kristbergsson og unnu þau verk sín undir áhrifum af verki tón- skáldsins Gavin Bryars „Jesus Blood Never Failed Me Yet...“ eða Blóð Krists hefur ekki brugðist mér enn ..." Listamennirnir bjóða fermingar- börn sérstaklega velkomin auk allra sem láta sig trúmál einhveiju skipta. Svanur segir að sú hugmynd hafi kviknað að stefna nokkrum listmiðl- um saman og nota tónlist, sem þeg- ar sé til, sem kveikju að verkunum. „Þetta verk Bryars höfðaði sterkt til mín og ég kynnti það fyrir hinum og þeim leist einnig vel á það,“ sagði Svanur. Steingrímur Eyijörð sagði að við- fangsefni sýningarinnar væri að stefna mörgum birtingarformum á einni hugmynd saman á sýningu undir einum útgangspunkti. Þau sögðu titil sýningarinnar gefa ýmis skilaboð og fólk hrykki sjálf- sagt í kút við að heyra hann þó að páskarnir séu einmitt sá tími sem mikið sé drukkið af „blóði Krists" í altarisgöngum í kirkjum landsins í tengslum við yfirstandandi ferming- ar. Við það að vinna verk á þessa sýningu segjast þau óhjákvæmilega hafa velt ýmsu fyrir sér í sambandi við trúmál og tengsl þeirra við mynd- list. „Við fermumst í annað skipti við opnun sýningarinnar," sögðu þau og brostu. Á opnuninni flytur Sara Björns- dóttir gjörning og leifar hans verða eftir sem verk en einnig mun kross- um og letri bregða fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.