Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 27 Alþjóðleg- ur bóka- dagur UNESCO hefur ákveðið að gera 23. apríl að árlegum al- þjóðadegi bóka og höfundar- réttar, en þessi dagur er bæði fæðingar- og dánardagur margra helstu rithöfunda fyrr og nú. Halldór Laxness er til dæmis fæddur þennan dag. Stjórn Bókasambands ís- lands hefur af þessu tilefni ákveðið að standa fyrir kynn- ingu á íslenskum bókmenntum og bókagerð. Meðal annars mun Bókasambandið efna til eftirfarandi atburða þennan dag; Rithöfundar lesa úr verkum sínum í völdum kaffihúsum. Tónlistarmaður syngur söng bókarinnar í viðkomandi kaffi- húsum. Bókaútgefendur verða með sérstakan afslátt á ís- lenskum bókum. Bókasöfnin minna sérstaklega á dag bók- arinnar. Rithöfundur flytur í íjölmiðlum ávarp vegna dags bókarinnar. Prentsmiðjur aug- lýsa starfsemi sína. Samtök iðnaðarins afhenda bókaverð- laun. Bókasamband íslands hvet- ur alla þá sem með einhverjum hætti tengjast bókum og bóka- útgáfu hér á landi að leggja sitt lóð á vogarskálina til að gera dag bókarinnar sem veg- legastan. Gull og íslenskar gersemar SÝNINGUNNI Gulli og ger- semum í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu lýkur laugardag- inn 6. apríl næstkomandi. Opið verður á skírdag, föstudaginn langa og á laugardag frá kl. 13-18. Félag íslenskra gullsmiða og Handverk, þriggja ára reynsluverkefni á vegum for- sætisráðuneytisins, standa fyrir sýningunni í Hafnarhús- inu. Sýningin er samstarfsverk- efni þessara aðila. Þar kynna 20 gullsmiðir nýsköpun í gull- smíði þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín. Flestir sýningargripimir eru unnir sérstaklega fyrir þessa sýningu og er íslenskt hráefni notað ásamt þeirra hefð- bundnu hráefnum. ÁSGEIR Ólafsson er mikill beitningamaður. SJÁLFSMYND listamannsins, Spessa. EYJÓLFUR Guðmundur Eyjólfsson, sem alltaf er kallaður Gvendur Eyjólfs, er Isfirðingur og rær enn á trillunni sinni þrátt fyrir háan aldur Sigurlín sýnir í Kaffi Lefolii og í Húsinu SIGURLÍN Grímsdóttir opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Kaffi Lefolii og Húsinu á Eyrarbakka kl. 14 á skírdag. í Kaffi Lefolii er við- fangsefnið landslagsmyndir „frá ijöllum til ijöru“ en í Húsinu „hey- annir og vinna fólks“. Þetta er í fyrsta sinn sem Byggðasafn Árnes- inga í Húsinu stendur fyrir mynd- listarsýningu og verður sýningin í norðausturstofunni svonefndu, þar sem Sigurlín mun sýna sjö vatns- litamyndir. Sigurlín er fædd 1954 og býr á Votumýri á Skeiðum. Hún hefur farið á fjölda myndlistarnámskeiða en er sjálfmenntuð að öðru leyti. Sigurlín hefur haldið þijár einka- sýningar og verið þátttakandi í fjölda samsýninga. Sýningin í Kaffi Lefolii stendur út aprílmánuð og er opin á opnunar- tíma veitiingahússins kl. 12-23.30 og í Húsinu er opið kl. 14-17 frá skírdegi til annars í páskum, en kl. 14-17 aðra laugardaga og sunnu- daga í apríl og eftir samkomulagi. Hetjur og jálkar Spessa LJOSMYNDARINN Spessi, öðru nafni Sigurþór Hallbjörns- son, opnar ljósmyndasýningu í Tjöruhúsinu á ísafirði í dag, skírdag. Sýningin sem nefnist Hetjur verður opin um óákveð- inn tíma. Hetjur Spessa eru gamlir vestfirskir sjómenn. Mælikvarði hans er sá að fyrirmyndirnar hafi verið á floti í 40-50 ár. Á bernskuárum á Isafirði þar sem hann ólst upp kynntist hann þessum mönnum og endurnýj- aði síðar kynnin við þá. Hann játar að myndirnar sýni tengsl hans við upprunann: „Eg teng- ist staðnum og þekki marga af þessum mönnum. Þeir voru og eru jálkar í mínum augum.“ Ævintýraljómi Sem ljósmyndari vinnur Spessi út frá orðinu hetjur og þeim ævintýraljóma sem stafar af því. Hann hefur haldið marg- ar sýningar áður og er mennt- aður í listum frá AKI-myndlist- arskólanum í Hollandi. Hann starfar sem ljósmyndari, rekur eigin vinnustofu og fæst einkum við iðnaðarljósmyndun, jafn- framt því sem hann vinnur að eigin listsköpun. Hann hrífst fyrst og fremst af Ijósmyndinni sem myndlist. í sparifötum í auðu húsi Sýningin í Tjöruhúsinu er á vegum Slunkaríkis. Spessi fékk afnot af gamla sjúkrahúsinu, flestar myndanna eru teknar í því „ofsafallega húsi sem Guð- jón Samúelsson teiknaði“ sem nú stendur autt, en á að vera bóka- og listasafn í framtíðinni. Hetjur sínar, sjómennina gömlu, boðaði Spessi til myndatöku í sjúkrahúsinu og þeir komu i sparifötunum og sátu fyrir eða stilltu sér upp. Spessi útvegaði gamlan sófa og fékk lánaðar myndir af Napóleon, Kristi og Hallgrími Péturssyni. Meðal þeirra mörgu sem komu til myndatöku voru Ásgeir Guðbjartsson eða Geiri á Gugg- unni; Ásgeir Ólafsson háseti og mikill beitningamaður og Eyjólf- ur Guðmundur Eyjólfsson sem alltaf er kallaður Gvendur Ey- jólfs. Hann er ísfirðingur og rær enn á trillunni sinni þrátt fyrir háan aldur og ekki heldur það aftur af honum að það tekur liann fimm tíma að komast á miðin. Þegar hann er lentur sel- ur hann fiskinn beint upp úr bátnum, að sögn Spessa. Fyrirmyndir Spessa eru mjög áhugasamar um sýninguna í Tjöruhúsinu. Passíusálmar í Hallgrímskirkju PASSÍUSÁLMAR séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hall- grímskirkju í Reykjavík föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30 og ger er ráð fyrir að hann standi til um það bil 18.30. Flutningur sálmanna er orðinn að árvissum viðburði í kirkjunni á þessum degi. í þetta skipti hefur Heimir Páls- son umsjón með lestrinum en lesar- ar auk hans eru þær Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Jóhann- esdóttir. Lesturinn verður með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Þá mun kammerkór úr Mótettu- kórnum, Schola Cantorum, syngja á milli þátta undir stjórn Harðar Áskelssonar. Klæði og hökull eftir Unni Olafsdóttur Á föstudeginum langa gefst tækifæri til að sjá altariskiæði sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Eftir að altari Hallgrímskirkju hef- ur verið afklætt eftir messu á skír- dagskvöld er altarisklæðið sett fram fyrir altarið. Það er látið standa í kirkjunni yfir föstudaginn langa sem myndræn íhugun. Klæð- ið er svart og ber mynd pelíkan- ans. Unnur Olafsdóttir listakona gerði klæðið og gaf kirkjunni. Þá gaf listakonan kirkjunni einnig hökul fyrir föstudaginn langa, en á hann er saumað fyrsta vers Passíusálmanna og sex mynd- ir úr píslarsögunni. Fyrirmæli dagsins Boð um að vera vera EFTIR NORITOSHIHIRAKAWA VINSAMLEGAST klipptu út þennan ramma og hengdu upp á vegg á salerninu heima hjá þér. Lestu textann upphátt í hvert sinn sem þú átt erindi á salernið og lærðu hann smám saman utan að þangað til þú ert orðinn viss um að þú gleym- ir honum aldrei nokkurntíma. Að gráta og hlæja, það er það sama. Að líða illa og líða vel, það er það sama. Að reiðast og að gleðjast, það er það sama. Að örvænta og að fyllast ofsakæti, það er það sama. Að vera einsamall og vera með öðrum, það er það sama. Að lifa til að deyja og að deyja til að lifa, það er það sama. Það eina sem máli skiptir, það er hvort þetta gerist eða gerist ekki. %Fyrirmækisýning / samvinnu viii Kjarvnlsstaði og Dagsljós Nýjar bækur Hvað er stórt og hvað er smátt? ÚT er komin ljóðabókin Ljós til að má nóttina eftir Óskar Árna Ósk- arsson. Þetta er fimmta bók höfundar með frumsömdum ljóðum, en sú fyrsta, Hand- klæði á gluggakist- unni, kom út 1986. Auk þess hefur hann nokkuð fengist við ljóðaþýðingar, einkum á japönskum hækum. Ljós til að mála nótt- ina skiptist í þijá hluta, tveir þeirra saman- standa af sjálfstæðum ljóðum en sá þriðji og Óskar Árni Oskarsson síðasti er ljóðaflokkur- inn Vegamyndir. „Nú sem fyrr verður skáld- inu margt að yrkisefni, einkenni þessarar bók- ar er ef til vill sérstakt nostur við hið smá- gerða í lífinu og spurn- ingin: hvað er stórt og hvað er smátt?“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Ljós til að mála nóttina er 47 bls., unnin í G. Ben - Eddu prentstofu hf. Kápuna hannaði höfundur. Verð 1.680 kr. EITT verka Sigríðar Gísladóttur. Gailerí Hornið „Afla- brögð á djúp- miðum“ SIGRIÐUR Gísladóttir opnar sýningu á málverkum í Gall- erí Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 6. apríl kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina „Aflabrögð á djúpmiðum". Fyrsta einkasýning Sigríður stundaði nám við MHÍ og hefur einnig sótt námskeið erlendis. Sýningin í Gallerí Horninu er hennar fyrsta einkasýning, en hún hefur tekið þátt í samsýning- um, síðast Gullkistunni á Laugarvatni. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-23.30 nema hvað lokað verður á páska- dag. Frá kl. 14-18 er sérinn- gangur í galleríið opinn en annars er hægt að fara í gegnum veitingahúsið inn í sýningarsalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.