Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís ÓSKAR Finnsson veitinga- maður sker lambakjöt fyrir gesti. Páskahlaðborð Argentínu Lambakjötið í öndvegi FJÖLBREYTILEIKI í matargerð einkennir páskahlaðborð veitinga- hússins Argentínu við Barónsstíg þar sem að íslenska lambakjötið er í öndvegi. Uppskriftirnar eru sóttar víða að -og kom það matreiðslumönnum stað- arins þægilega á óvart hversu gott lambakjötið er í alls konar rétti. Þó að hin íslenska matarhefð geri jrfir- leitt ráð fyrir lambakjöti sem aðal- rétti byggju suðrænni þjóðir yfir mörgum spennandi lambakjötsupp- skriftum í alls konar rétti, sem vert væri að gefa gaum. Lambakjöt væri víða notað í salöt og bökur og einnig tekið hrátt, grafið eða marinerað. Þetta er í fyrsta skipti sem Argent- ína setur upp páskahlaðborð, en lík- lega ekki í síðasta sinn, að sögn Öskars Finnssonar. „Hugmyndin er sú að gera þetta að árlegum við- burði enda hefur mikil vinna verið lögð í undibúninginn. Ef marka má undirtektir er þetta kærkomin til- breyting enda hefur verið vitlaust að gera frá því að við byijuðum þann 28. mars sl. Kannski verður það með þetta eins og jólahlaðborðin, sem einu sinni þekktust ekki en eru nú á öllum veitingastöðum." Páskahlaðborðið samanstendur af 25 lambakjötsréttum, heitum og köldum, frá ýmsum þjóðlöndum, m.a. Ítalíu, Kýpur, írak, Portúgal, Spáni og Karíba hafi. Páskadagar á Arg- entínu standa til 8. apríl ef frá eru taldir föstudagurinn langi og páska- dagur, þegar lokað verður. Hlaðborð- ið er aðeins í boði á kvöldin. Fyrir manninn kostar 1.890 krónur nema á föstudögum og laugardögum þegar verðið hækkar í 2.490 krónur. Morgunblaðið/Ásdís HLJÓMSVEITIN Lhooq, Pét- ur Hallgrímsson, Sara Guð- mundsdóttir og Jóhann Jóhannsson. íslensk hljóm- sveit á útgáfu- samning ÍSLENSKA hljómsveitin Lhooq er á förum til Bretlands eftir páska að skrifa undir útgáfusamning við breska útgáfu, en í samningnum felst meðal annars að hljómsveitin fær ríflega upphæð greidda við undir- skrift. Ætlað er að fyrsta breiðskífan komi út í haust. Lhooq er skipuð Pétri Hallgríms- syni, Johanni Jóhannsyni og Söru Guðmundsdóttur. Þeir Pétur og Jó- hann segja að þeir hafi stofnað hljómsveitina fyrir tæpu ári og tekið upp kynningarupptökur sem þeir sendu til breskra fyrirtækja. „Þau sýndu þegar áhuga og okkur bárust nokkur tilboð um útgáfu, en ákváð- um snemma að semja við Echo, vegna þess að okkur leist best á fyrir- tækið og þá sem þar störfuðu,“ segja þeir. Jóhann og Pétur veijast allra frétta um hve miklir peningar séu í boði, segja þó að upphæðin sem þau fá þegar þau skrifa undir hlaupi á nokkrum milljónum. „Þetta er nóg til þess að við getum lifað af þessu næstu tvö árin,“ segja þeir, en að auki leggur útgáfan dijúgt fé í upp- tökur og hljóðblöndun og tæki fyrir hljóðver hljómsveitarinnar, en fyrsta smáskífan kemur væntanlega út síð- sumars. „Við hyggjumst starfa hér heima að minnsta kosti næstu miss- erin, en það verður leigð fyrir okkur íbúð ytra sem við nýtum þegar þörf krefur." Jóhann, Pétur og Sara fara utan á þriðjudag til að skrifa undir samn- inginn. Fermingar Ferming í Háteigskirkju 2. í páskum kl. 13.30: Ólafur Orri Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 49. Ferming í Safnkirkjunni Árbæj- arsafni annan í páskum klukkan 17. Prestur sr. Sigríður Guð- mundsdóttir. Fermdur verður: Hannes Arnórsson Blöndubakka 1 Miðnætur- sýningar í Sambíóunum SAMBÍÓIN Álfabakka og Sambíóin við Snorrabraut verða með miðnæt- ursýningar á föstudaginn langa, 5. apríl nk. Sýningamar hefjast kl. 12.15 aðfaranótt laugardagsins. í Sambíóunum við Snorrabraut verða sýningar á þremur myndum, „To Die For“ með Nicole Kidman í aðalhlutverki, Leikfangasaga með Tom Hanks og Tim Allen og „Copyc- at“ með Sigourney Weaver og Holly Hunter. í Sambíóunum við Álfabakka verða sýningar á eftirtöldum mynd- um: Leikfangasaga, Faðir brúðarinn- ar II með Steve Martin, „The Usual Suspects" með Kevin Spacey, „Fair Game“ með Cindy Crawford, „Copycat" og Babe með James Cromwell. Tertur í bankanum BÚNAÐARBANKINN í Mos- fellsbæ átti 25 ára starfssmæli 1. apríl sl. Af því tilefni var viðskiptavinum og gestum boðið upp á kaffi og tertur. Útibússtjóri er Karl Loftsson. Á annarri myndinni er starfsfólk bankans og hinni viðskiptavinir og gestir, sem voru á öllum aldri. ■ SKRAUT- og bréfdúfusýning verður haldin í Tónabæ um páskana og verður hún opin laugardaginn 6. apríl frá kl. 12-18 og sunnudaginn 7. apríl frá kl. 15-18. 50 bréfdúfum verður sleppt bæði kl. 14 og 16 báða dagana. Miðaverð er 200 kr. fyrir börn á aldrinum 6-12 ára en 500 kr. fyrir fullorðna. ■ TEITUR Atlason og Sverrir Briem framkvæma gjöming laug- ardaginn 6. apríl nk. Hann er í því fólginn að binda inn Vesturbæinn. Taka skal fram að þetta verður stærsta útilistaverk landsins að um- máli, u.þ.b. 8 kílómetrar. Gjörningur- inn byijar fyrir framan Ráðhúsið kl. 13. Skíðasvæðin um páskahelgina SKALAFELL Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- stinningskaldi eða allhvass, él öðru hveiju og skafrenningur. Frost 2-6 stig. Horfur á föstudag: Norðaust- anstinningskaldi og úrkomulaust að mestu en líklega skýjað. Frost 4-8 stig. Horfur á laugardag: Held- ur hægari norðaustlæg eða austlæg átt og skýjað með köflum. Frost 4-9 stig. Horfur á sunnudag: Frem- ur hæg norðaustlæg átt og bjart veður að mestu. Frost 4-9 stig. Horfur á mánudag: Austlæg átt, ef til vill dálítill strekkingur. Bjart veður að mestu, dregur lítið eitt úr frosti. Opið: Opið alla páskahelgina frá 10-18. Upplýsingar fást í síma 580-1111. Landsmót á skíðum fer fram í Blá- fjöllum um páskana og færi var frekar hart í gær. Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- átt, líklega allhvöss eða hvöss, él öðru hveiju og skafrenningur. Frost 2-5 stig. Horfur á föstudag: Norðaustanstinningskaldi eða all- hvass og úrkomulaust að mestu en líklega skýjað. Frost 4-8 stig. Horf- ur á laugardag: Heldur hægari norðaustlæg eða austlæg átt og skýjað með köflum. Frost 4-9 stig. Horfur á sunnudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og bjart veður að mestu. Frost 4-9 stig. Horfur á mánudag: Austlæg átt, líklega fremur hæg. Bjart veður að mestu, dregur lítið eitt úr frosti. Opið: Opið alla helgina 10-18. Upplýsingar fást í síma 881-9510. Landsmót á skíðum fer fram í Skálafelli um helgina. wmmmmm KOLVIDARIIOLSSVÆDI Veðurhorfur: í dag: Norðaust- anstinningskaldi, él öðru hveiju og líklega skafrenningur. Frost 2-6 stig. Horfur á föstudag: Norðaust- ankaldi eða -stinningskaldi og úr- komulaust að mestu en líklega skýjað. Frost 4-8 stig. Horfur á laugardag: Heldur hægari norð- austlæg eða austlæg átt og skýjað með köflum. Frost 4-9 stig. Horfur á sunnudag: Fremur hæg norðaust- læg átt og bjart veður að mestu. Frost 4-9 stig. Horfur á mánudag: Austlæg átt, líklega fremur hæg. Bjart veður að mestu, dregur lítið eitt úr frosti. Opið: Opið alla helgina 10-18. Upplýsingar fást í síma 881-8272. Veðurhorfur: í dag: Vaxandi norðaustanátt og dálítil él, stinn- ingskaldi þegar líður á daginn. Frost 3-7 stig. Horfur á föstudag: Norðaustankaldi, skýjað með köfl- um og líklega úrkomulaust. Frost 3-7 stig. Horfur á laugardag: Minnkandi norðaustanátt, hægviðri með kvöldinu. Bjart veður að mestu. Frost 2-7 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 1-6 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 1-5 stig. Opið: Að líkindum verður bara ein lyfta opin vegna snjóleysis frá 10-17 páskahelgina. Auglýst garpamót fellur niður en brettamót fer fram uppi á Seljalandsdal. Far- in verður gönguskíðaferð á skírdag á Breiðadalsheiði í fylgd með leið- sögumönnum. Gönguskíðabrautir þar eru sagðar mjög góðar. Þá verður farin gönguskíðaferð á Homstrandir. Upplýsingar fást í síma 881-9500, 456-3215 og 456-3581. Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi eða -stinningskaldi og snjó- koma eða éljagangur. Frost 3-6 stig. Horfur á föstudag: Norðaust- ankaldi og él. Frost 4-7 stig. Horf- ur á laugardag: Heldur hægari norðaustanátt og minnkandi él. Frost 4-7 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 4-8 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og bjart veður að mestu. Frost 5-8 stig. Opið: Verður að líkindum ekki opið. Upplýsingar fást í síma 467-1806. Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi eða -stinningskaldi og snjó- koma eða éljagangur. Frost 3-7 stig. Horfur á föstudag: Norðaust- ankaldi og él. Frost 4-8 stig. Horf- ur "á iaugardag: Heldur hægari norðaustanátt og minnkandi él. Frost 4-8 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 4-9 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og bjart veður að mestu. Frost 5-9 stig. Opið: Hefur ekki verið opið að undanförnu. Upplýsingar fást í síma 466-2525 og 85-40577. DALVÍK Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi eða -stinningskaldi og snjó- koma eða éljagangur. Frost 3-7 stig. Horfur á föstudag: Norðaust- ankaldi og él. Frost 4-8 stig. Horf- ur á laugardag: Heldur hægari norðaustanátt og minnkandi él. Frost 4-8 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 4-9 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og léttskýjað. Fróst 5-9 stig. Opið: Var lokað síðustu viku vegna snjóleysis. Upplýsingar fást í síma 466-1010 eða 466 1005. AKUREYRl Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi og dálítil snjókoma eða élja- gangur. Frost 4-6 stig. Horfur á föstudag: Norðaustankaldi og minnkandi él. Frost 5-8 stig. Horf- ur á laugardag: Heldur hægari norðaustanátt og úrkomulítið en skýjað að mestu. Frost 5-8 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 5-9 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og léttskýj- að. Frost 5-10 stig. Opið: Opið alla helgina 10-17. Upplýsingar fást í síma 462-2930, 462 2280 og 462-3379. Á laugar- dag verður snjóbrettamót sem hefst klukkan 14 og almennings- ganga á páskadag sem hefst klukk- an 14. Einnig verður útiguðsþjón- usta á páskadag sem hefst klukkan 12 á hádegi. IIÚSAVÍK Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi og snjókoma eða éljagangur. Frost 3-6 stig. Horfur á föstudag: Norðaustankaldi og él. Frost 4-7 stig. Horfur á laugardag: Heldur hægari norðaustanátt og úrkomu- laust að mestu. Frost 4-7 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og léttskýjað. Frost 4-8 stig. Horfur á mánudag: Hægviðri og bjart veð- ur að mestu. Frost 5-8 stig. Lokað um páska að öllum líkind- um. Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi eða stinningskaldi og snjó- koma. Frost 2-4 stig. Horfur á föstudag: Norðaustankaldi eða -stinningskaldi og dálítil snjókoma eða éljagangur. Frost 2-5 stig. Horfur á laugardag: Norðankaldi og minnkandi él. Frost 3-6 stig. Horfur á sunnudag: Hæg norðlæg átt og bjart veður að mestu. Frost 3-7 stig. Horfur á mánudag: Hæg- viðri og bjartviðri framan af degi en austlæg átt og þykknar líklega upp síðdegis. Frost 2-5 stig. Opið: Ef veður leyfír verður opið 11-17 eða 18 alla páskana. Upplýsingar fást í síma 472-1160 og 85-44462. ODDSSKARIJ Veðurhorfur: í dag: Norðaustan- kaldi eða stinningskaldi og snjó- koma. Frost 2-4 stig. Horfur á föstudag: Norðaustankaldi eða -stinningskaldi og dálítil snjókoma eða éljagangur. Frost 2-5 stig. Horfur á laugardag: Norðankaldi og minnkandi él. Frost 3-6 stig. Horfur á sunnudag: Hæg norðlæg átt og bjart veður að mestu. Frost 3-7 stig. Horfur á mánudag: Hæg- viðri og bjartviðri framan af degi en austlæg átt og þykknar líklega upp síðdegis. Frost 2-5 stig. Opið: Opið alla helgina 10-17. Upplýsingar fást í síma 477-1474 og 476 1465. Færi var mjög gott í gær og á föstudaginn langa verð- ur páskaeggjamót Austra sem hefst klukkan 13. Einnig verða lagðar göngubrautir. : « € ! i « 1 I 2 i i i i i < ( ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.