Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 43 I I I I I 1 I j ! I : : \ i I i í ( I i ( i 4 i Ungxir Búlgari varð jafn Kasparov AFMÆLI OLAFUR HILMAR ÞORBJÖRNSSON LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR SKÁK Amstcrdam 10. OG SÍÐASTA VSB STÓRMÓTIÐ 22. mars - 1. aprfl. Veselin Topalov, 21 árs Búlgari, sigraði ásamt Gary Kasparov, PCA heimsmeistara, á VSB stórmótinu í Amsterdam sem lauk á mánudaginn. ÞAÐ munaði mestu um að Top- alov lagði Kasparov að velli í inn- byrðis viðureign þeirra í fyrstu umferð. Þeir voru jafnir og efstir fyrir síðustu umferðina og það breyttist ekki því báðir unnu skákir sínar. Topalov vann heimamanninn Jeroen Piket og Kasparov vann Hvít-Rússann Boris Gelfand. Topalov skaut fyrst upp á stjörnuhimininn árið 1992, þá að- eins 17 ára, er hann vann hvert mótið á fætur öðru á Spáni. Hann hækkaði mjög á stigum, en tókst ekki að fylgja því eftir fyrr en árið 1994. Þá náði hann frábærum ár- angri á Ólympíumótinu í Moskvu, vann þar t.d. sinn fyrsta sigur á Kasparov. Hann er mikill vinnu- hestur og þekktur fyrir ýtarlegar rannsóknir sínar á drekaafbrigðinu í Sikileyjarvörn, en það hefur fært honum marga glæsilega sigra. Þar fetar hann í fótspor Kirils Georgi- evs sem var sterkasti skákmaður Búlgara í áratug, áður en Topalov tók við. Fyrir VSB mótið var Topalov kominn í 7.-8. sæti á heimslistanum með 2.700 skákstig, ásamt Gelfand. Fyrir ofan eru aðeins þeir Ka- sparov, Kramnik, Karpov, ívant- sjúk, Kamsky og Anand. Eftir þetta er hann öruggur með sjöunda sæt- ið. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1.-2. Topalov og Kasparov 6‘A v. af 9 3.-4. Short og Anand 5 v. 5.-6. Kramnik og Lautier 4'A v. 7. Seirawan 4 v. 8. Gelfand 3'/i v. 9. Piket 3 v. 10. Timman 2 l: v. Kasparov vann skemmtilegan sig- ur í síðustu umferð. Hann braut upp svörtu kóngsstöðuna með laglegri riddarafórn. Gelfand hratt upphaf- legu atlögunni með því að gefa ridd- arann til baka en síðan varðist hann illa og varð auðveld bráð: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Boris Gelfand Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e5 7. Rb3 - Be7 8. 0-0 - 0-0 9. Khl - Rc6 10. f4 - a5 II. a4 - Rb4 12. Bf3 - Db6 13. g4 - exf4 14. Bxf4 - Rd7 15. Rd4 - g6 16. Bh6 - He8 17. Rf5! - gxf5 18. gxf5 - Bf6 19. Hgl+ - Kh8 20. Dd2 - Re5 21. Dg2 - Rg6 22. fxg6 - fxg6 23. Hgfl - Bg7? 24. Bxg7+ - Kxg7 25. Hadl - Bd7 26. Dg3 - He5 27. Bg2 - Rxc2 28. Rd5 - Dd8 29. Df2 - Rb4 30. Rb6 - Bg4 31. Df7+ - Kh8 32. Rxa8 - Bxdl 33. Hxdl - Dxa8 34. Df6+ - Kg8 35. Hxd6 - He8 36. Hd7 og svartur gafst upp. Áskorenda- og opinn flokkur Það stefnir í mjög spennandi keppni um sætin tvö í landsliðs- fiokki. Mótinu lýkur á annan í pásk- um og er teflt daglega frá kl. 14, nema það er frí í dag, skírdag. Kristján Eðvarðsson vann Sævar Bjarnason, alþjóðlegan meistara, í fjórðu umferð og tók forystuna ásamt Guðmundi Daðasyni, frá Bolungarvík, sem vann Ólaf B. Þórsson óvænt. Efstir í áskorenda- flokki eftir 4 umferðir: 1.-2. Kristján Eðvarðsson og Guðmundur Daðason 3'A v. 3.-4. Heimir Ásgeirsson og Einar Kr. Ein- arsson 3 v. Efstir í opna flokknum: 1. Hjörtur-Oaðason 4 v. 2. -4. Ólafur Kjartansson, Hjalti Rúnar Ómarsson og Davíð Guðnason 3'/z v. 5.-7. Héðinn Bjömsson, Hlynur Hafliðason og Baldur H. Möller 3 v. Margeir Pétursson Öndvegishjónin, Ólaf- ur Hilmar Þorbjörnsson, f. 5. apríl 1926 í Reykja- vík og Laufey Guð- mundsdóttir, f. 10. mars 1926 í Ystu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., fagna 140 ára samanlögðum afmælum sínum þann 5. apríl n.k., þ.e. föstudaginn langa, enda veitir ekki af svo löngum degi fyrir svo mikið afmæli. Þau hjónin hafa komið upp stórum hópi unga sem, foreldrum sínum til heiðurs, munu halda þeim veislu sem mun eiga sér stað í fyrsta og eina mótel- gistiheimili landsins sem sonur þeirra er að ljúka við að koma á laggirnar, þ.e. Gistiheimilið Venus, sem staðsett er við Seleyri í Hafnarskógi, rétt við brúarsporð Borgarfjarðarbrúar, gegnt Borgarnesi. Þau hjónin hafa búið allan sinn búskap í Reykjavík þar sem Ólafur hefur í rúm fjörutíu ár verið í „stein- inum“, þrátt fyrir að hann sé al- mennt viðurkenndur sem löghlýðinn og gegn drengur. Laufey hefur á þeim tíma unnið almenn afgreiðslu- störf þar til nú síðustu árin að hún „endaði" á Kleppi, þó er hún af öllum þekkt sem hin geðstilltasti einstaklingur. Til að forðast augljósan „en kannski skiljanlegan" niisskilning þá skal það áréttað að Ólafur hefur þessi rúmlega ijörutíu ár unnið sem steinsmiður hjá S. Helgason hf. steinsmiðju og Laufey hefur nú síð- ustu ár unnið í eldhúsi og á sauma- stofu Kleppsspítala. Ólafur og Laufey, sem hafa feng- ið „helgarleyfi" nk. helgi, munu ásamt börnum sínum taka á móti gestum, sem fyrr segir, { Gistiheim- ilinu Venus í Hafnarskógi, föstu- daginn langa þann 5. apríl frá kl. 15. Klæðningin sem þolir islenska veðráttu Leitið tilboða ÁVALLT TIL A LAGER ÞÞ &co Þ. ÞORGRIMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMAR S53 8640/568 6IOO,fax 588 8755. Opið yfir hátíðarnar PRIMAVERA RISTORANTE AU STU RSTRÆTI 9 Verðfrá m.v. 2 í bíl í B-flokki í eina viku' Að auki fá menn fullan t af bensíni.PBH Vortilboð lug og bíll gildir 25. apríl til 12. júní Handliaíar Eurocard Atlas- og Gullkorta fá 2000 kr. afslátt (gilrtir cingöngu fyrir handhafa korlsins). þar sem vegir liggja til allra átta Hámarks- og lágmarksdvöl cr ein vika (7 dagar). Fyrsti brottfarardagur cr 2S. apríl og síðasti heimkomudagur cr 12. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofurnareða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8-19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) ‘ Innifalið: flug og bíll, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, CDW-trygging, TP-trygging, ASC-þjónustugjald á flugvelli og söluskattur. FLUGLEIDIR OATIAS^ EUROCARD Traustur tslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.