Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LEIKENDUR í Hamingjuráninu. Hamingjuránið í undirbúningi ÆFINGAR eru vel á veg komnar á næsta verki sem Þjóðleikhúsið tekur til sýninga á Smíðaverkstæðinu, söngleik sem nefnist Hamingjuránið. Höfundur verksins er Svíinn Bengt Ahlfors, revíu- og gamanleikjahöf- undur og heitir það á frummálinu Stulen lycka. Leikendur í Hamingjuráninu eru: Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Flosi Ólafs- son. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdótt- ir, Axel H. Jóhannesson er höfundur leikmyndar, Þórunn E. Sveinsdóttir höfundur búninga, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson og tónlistarstjóri Jóhann G. Jóhannsson. Þórarinn Eldjám þýðir verkið. Fyrirhugað er að frumsýna Ham- ingjuránið í maíbyijun. Sópransöngkonan Halla Margrét Árnadóttir í sviðsljósinu á Ítalíu Getur gert sér vonir um ríkulega uppskeru ÍTALSKA dagblaðið 11 Gazzettino birti á dög- unum viðtal við Höllu Margréti Amadóttur sópransöngkonu sem búsett er ytra, nánar tiltekið í borginni Ro- yigo. Ber blaðamaður- fnn, sem jafnframt er tónlistargagnrýnandi blaðsins, mikið lof á söngkonuna og segir hana meðal annars þeg- ar hafa öðlast þroska til að tjá sig á sviði - frammi fyrir fullum sal af fólki. Fer gagnrýn- andinn jafnframt fögr- um orðum um rödd Höllu Margrétar og fullyrðir að með stöðugri vinnu geti hún gert sér vonir um ríkulega upp- skem i framtíðinni. „Mig dreymir um að geta starfað sem óperusöngkona hér á Italíu, þar sem áhugi minn á tónlist, dansi, leik- húsi og ljóðlist sameinast," segir Halla Margrét í viðtalinu. „Ég þarfn- ast sviðsins, þar sem ég get fengið útrás fyrir tilfinningar mínar. Ég vil ylja fólki um hjartaræturnar enda er ég rómantísk og hef mikla þörf til að gefa af mér. Ef tár fellur eða ef ég fæ gæsahúð, veit ég að ég er lifandi og þeirri tilfinningu vil ég deila með öðrum.“ Halla Margrét segir að það sé mikill heiður að fá umfjöllun af þessu tagi í II Gazzettino en gagnrýnandinn hafi fylgst með sér á mörg- um ljóða- og óperatón- leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir þau fal- legu orð sem hún [gagnrýnandinn] lætur falla um röddina. Operaheimurinn er harður hér á Italíu og hlutimir ganga oft út á sambönd og peninga. Möguleikar útlendinga eru því tak- markaðir. Þess vegna veitir þessi umfjöllun mér meðbyr." Halla Margrét hefur í mörg horn að líta um þessar mundir og fyrir dyram standa meðal annars tvennir óperutónleikar í Rovigo og Bologna, auk konsertuppfærslu á Tosca eftir Puccini í Circolo Lirico í Bologna. Þá efndi hún nýverið til þrennra tón- leika ásamt gítar- og flautuleikara í Rovigo og verða þeir endurteknir 14. þessa mánaðar. Halla Margrét Árnadóttir Barnabókmenntir og ímyndir barna ÞANN 11. apríl næstkomandi verður haldið sídegisnámskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskól- ans um barnabókmenntir. Bornar verða saman barnabók- menntir frá ýmsum löndum, meðal annars Englandi, írlandi, Kanada, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkj- unum og Rússlandi. Einnig verður fjallað um breyting- ar á barnaímyndinni eins og hún kemur fram i bókum fyrir börn og þá hugmyndafræði sem kemur fram í barnabókum mismunandi þjóða. Námskeiðið fer fram á ensku. Fyrirlesari verður dr. Jean Webb sérfræðingur í barnabókmenntum frá Worcester College of Higher Education, Worcester, Bretlandi. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarstofnun. Lestrarefni ungu kynslóðarinnar Nútími og klassík Miklir erfiðleikar eru Ð ÞESSU sinni koma nokkrir nýir höfundar fram á sjónarsviðið. Nokkurra er áður getið, s.s. Magnúsar Scheving og Oddnýj- ar Thorsteinsson auk þess sem Sjón hefur lítið fengist við það hingað til að skrifa fyrir börn. Bergljót Hreinsdóttir sendir frá sér söguna Obladí, Oblada, sem er Reykjavík- ursaga úr nútímanum og getur flokkast undir það sem oft er kallað hversdagssögur úr nútímanum. Hallfríður Ingimundardóttir skrifar nútímasögu um skilnaðarbam. Bók hennar Hvað nú? segir frá Stefáni sem á í erfiðleikum með að fóta sig í tilveranni eftir skilnað foreldr- anna. Um leið og ný andlit koma fram á þennan markað koma einnig fram nýjar útgáfur af bókum sem upp- lesnar era fyrir nokkru og á þann hátt verða til sígildar bamabækur. Sumar sögumar koma fram í alveg nýjum búningi eins og saga Sigur- bjamar Sveinssonar, Silfurskeiðin, sem fær glæsilegt útlit úr smiðju Jean Posocco, og Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir sem Anna Cynthia Leplar hefur myndskreytt. Jón Oddur og Jón Bjami eftir Guðrúnu Helgadóttur er nýkomin út í nýrri útgáfu enda má telja að bækumar um tvíburana séu meðal allra vinsælustu bóka síðustu ára. Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur er einnig kominn í fólgnir í því að halda úti fræðibókaútgáfu fyrir börn og unglinga, skrifar Sigrún Klara Hannesdóttir. Með því að nýta nýja tækni mætti þó vinna gegn þessu vandamáli að hennar mati. nýjan búning. Það skiptir miklu máli að bækur af þessu tagi séu að jafnaði til á markaði, jafnvel þótt það viðgangist í jólabókaflóð- inu að eldri bækur séu settar til hliðar og ekki sé talið viðeigandi að selja til jólagjafa aðrar bækur en þær sem komið hafa úr prent- smiðjum nokkrum dögum fyrir jóla- innkaupin. Það er fróðlegt að fylgj- ast með því hvaða bækur það eru sem koma í nýjum útgáfum og skapa sér jafnframt þann sess að komast í flokk sígildra íslenskra bamabóka. Þar má nefna Öddu- bækur Jennu og Hreiðars Stefáns- sonar, bækur Ármanns Kr. Einars- sonar sem komu út í nýrri ritröð hjá Vöku-Helgafelli, Dóru-bækur Ragnheiðar Jónsdóttur og Kára- bækur Stefáns Júlíussonar svo eitt- hvað sé nefnt. Nútíminn í unglingasögum Tvær bækur sem komu út á síð- astliðnu ári era nokkuð sérstakar fyrir þær sakir að þar er reynt að skyggnast inn í líf nútímaunglinga á þeirra eigin forsendum . Málfar bókanna er tungutak unglinga á síðustu áram aldarinnar, ensku- skotið, frumlegt, teygt og þanið jafnvel út fyrir öll velsæmismörk - en á mjög frumlegan og skemmti- legan hátt. Önnur þessara bóka er Yfsilon en höfundar hennar eru bráðungir menn, aðeins 19 ára, en geta vel sagt sögu og lýsing þeirra á unglingaheimi dagsins er skemmtilega gerð á sinn ýkta máta. Hin bókin er K/K eða Kefla- víkurdagar/Keflavíkurnætur eftir Lárus Má Björnsson. Sagan er skrifuð af miidu innsæi í líf „lús- era“, skrifuð af mikilli nærfærni og skilningi með jákvæðan tón. Sögurnar eru sagðar á talmáli nútímans og sem slíkar eru þetta nútímasögur sem sýna skýra mynd af lífi og hugsanahætti vissra ungl- inga á íslandi á því herrans ári 1995. Mjög skemmtileg viðbót á bókamarkaði. Þýðingar I flokki þýddra bóka er fátt um fína drætti. Bert og Svanur hafa LEIKHÓPUR Vegarins sýnir „Ég hef séð Drottin“ í húsi Vegarins, föstudaginn langa og á páskadag. „Ég hef séð Drottin“ LEIKHÓPUR Veg- arins sýnir leikritið „Ég hef séð Drottin“ í samkomuhúsi Veg- arins, Smiðjuvegi 5, Kópavogi föstudag- inn langa kl. 20.30 og páskadag kl. 20.30. Höfundur og leik- stjóri er Guðrún Ás- mundsdóttir og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að leikritið væri sam- sett úr myndum úr lífi Krists. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á krossfestinguna án þess að við ætlum að fara að sýna hana bcinlínis heldur reynum við að sýna vini Krists, hver áhrif þetta hafði á þá. María Magda- lena verður í miðpunkti vegna þess að það hefur alltaf verið mér mjög hugleikið að hún stóð við krossinn allan tímann og var sú eina sem vissi hvar hann var lagður af því hún hafði þolað að standa við krossinn þar til yfir lauk. Aðrir lærisveinar gátu ekki afborið það. Ég held að þetta hafi orðið henni ofraun þrátt fyrir allt. Hún er svo yfirkomin af sorg og þunglyndi þegar hún kemur að gröf- inni og sér engla guðs að hún þekkir þá ekki og ekki held- ur Krist þegar hann birtist henni. Það er ekki fyrr en hann kallar nafnið hennar að álögin hrynja af henni. Hún fer þá til lærisveinanna og segir þessi orð sem leikritið heitir: Ég hef séð drott- in.“ Leikmynd gerði Gunnar Hall- dórsson, ljósameistari er Sveinn Benediktsson og tónlistarstjóri Stefán Birkisson. Um 45 manns taka þátt í sýningunni. Að sögn Guðrúnar verður mikið sungið í sýningunni. „Ég hef þarna með mér mikið af frábærum tónlistarmönnum sem tjá ekki síst það sem við vildum koma á framfæri." Guðrún Ásmundsdóttir Siglufjörður Listviðburð- ur um páska Siglufirði. Morgunblaðið. UM PÁSKAHELGINA heldur listamaðurinn og arkitektinn Guðjón Bjarnason málverka- sýningu í Ráðhúsinu á Siglu- firði. Um er að ræða farand- sýningu, sem þegar hefur ver- ið sýnd í Hafnarborg í Hafnar- firði, víða erlendis og fer næst frá Siglufirði til Noregs. Guðjón Bjarnason hefur haldið ijölda sýninga hér á landi, í Noregi, Bandaríkjun- um, Englandi, Hollandi og víð- ar og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir listsköpun sína, jafnt hérlendis sem erlendis. Hann hefur verið gestakenn- ari við listaháskóla í New York og á Ítalíu og verk hans eru í eigu fjölda opinberra safna og ýmissa stofnana. Við opnun sýningarinnar á skír- dag, klukkan 16, leika þau Jón Heimir Sigurbjörnsson og Antonía Hevesi smáverk fyrir flautu og píanó eftir Claude Arrieu og Kreisler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.