Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samið við SH um sölu á afla tveggja rússneskra togara
Rússar kaupa veiðar-
færi og vinnslubúnað
Morgunblaöið/Ásdfs
UNNIÐ hefur verið við uppsetningu íslensks vinnslu- og veiðar-
færabúnaðar um borð í tveimur rússneskum togurum, sem halda
munu á karfaveiðar á Reykjaneshrygg innan tíðar.
Ráðherrar á
Reyðarfirði
Búist við
að flotinn
verði í höfn
ÚTVEGSMANNAFÉLAG ' Aust-
fjarða hefur boðað sjávarútvegsráð-
herra og þingmenn Austurlands til
opins fundar næstkomandi þriðjudag
klukkan 14 á Reyðarfirði vegna and-
stöðu við framkomið frumvarp sjáv-
arútvegsráðherra um veiðistjóm
smábáta. Reiknað er með að nær
allur austfírski fískiskipaflotinn sigli
til hafnar til að taka þátt í mótmæl-
unum.
„Útvegsmannafélagið er búið að
boða þingmenn Austurlands og sjáv-
arútvegsráðherra til fundac. Forystu-
menn sjómanna og útvegsmannafé-
lagsins verða á fundinum sem er
opinn öllum. Mér skilst að flest skip
sem gerð eru út á Austfjörðunum
verði í landi,“ segir Eiríkur Ólafsson,
formaður Útvegsmannafélags Aust-
íjarða.
„Það sýður enn meira á sjómönnum
en útvegsmönnum vegna þessa máls.
Mönnum fínnst að það sé búið að
ganga svo freklega á loforð að það
nái engu tali. Menn eru búnir að herða
ólina aftur og aftur en síðan er það
útvalinn hópur sem á að fá allan arð-
inn. Mönnum er full alvara og þeir
eru virkilega sárir yfir þessu frum-
varpi sem komið er fram frá sjávarút-
vegsráðuneytinu," segir Eiríkur.
HAMPIÐJAN, Marel og Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna undirrituðu
í gær samning við sjávarútvegsfyr-
irtæki í Múrmansk um umfangs-
mikil vöru- og fiskviðskipti. Samn-
ingurinn felur í sér að Hampiðjan
selur Gloríu flottroll og Marel selur
vinnslubúnað um borð í tvo rúss-
neska verksmiðjutogara í eigu
Dolphin, sem er skrásett á Gíbralt-
ar en er dótturfyrirtæki Murmansk
Trawl Fleet í Múrmansk. Undan-
farna daga hefur verið unnið að
því að koma íslenska búnaðinum
um borð í skipin tvö á athafna-
svæði Samskipa í Sundahöfn og
er stefnt að því að þau geti haldið
á veiðar í kvöld og verður förinni
þá heitið á karfaslóðir á Reykjanes-
hrygg. Andvirði tækjabúnaðar og
trolla nemur um 100 milljónum
króna. Togaramir tveir munu selja
allar afurðir sínar í gegnum SH,
en þeir era, hvor um sig, 120 metr-
ar að lengd og taka allt að 7.600
tonn. Þetta era systurskip og hefur
Dolphin-félagið yfír að ráða þrettán
slíkum skipum til viðbótar.
„Murmansk Trawl Fleet er
stærsta útgerðarfyrirtæki í Múr-
mansk með fjöldann allan af físki-
skipum, bæði í Atlantshafi og Bar-
entshafí. Vissulega vonast menn
til þess að þessi samningur geti
verið upphafið að einhverju meira.
Aðilar era að minnsta kosti sam-
mála um að svo geti orðið ef vel
gengur með þessa tvo togara,“ seg-
ir Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri
hjá Marel.
Hampiðjan hefur tekið að sér að
sjá um veiðarfærahliðina og Marel
aftur vinnsluhliðina. Sölumiðstöðin
sér svo um að selja þær afurðir,
sem skipin munu veiða. Það er því
verið að selja eitt stykki heildar-
lausn. Talið er að meðalafli hjá
svona skipi geti verið 750-1000
tonn á mánuði upp úr sjó, þar af
fæst um þriðjungur í afurðir. Veiði-
tíminn í karfanum á Reykjanes-
hrygg er átta til níu mánuðir, frá
apríl og fram í miðjan desember.
Um borð er karfínn unninn þannig
að hann er hausskorinn, slógdreg-
inn og frystur. Hann er síðan seld-
ur beint á Japansmarkað til frekari
vinnslu. Að sögn Bjama Lúðvíks-
sonar, framkvæmdastjóra hjá SH,
er Sölumiðstöðin stærsti einstaki
söluaðili á karfa í heiminum. „í
Japan erum við með um fjórðung
markaðarins. Á undanförnum
þremur áram höfum við verið með
fimm rússnesk skip í viðskiptum
og nú bætast tvö önnur við. Fyrir
utan þetta samstarf erum við {
samstarfí við Færeyinga, Breta og
Útgerðarfélag Akureyringa í gegn-
um þýska fyrirtækið Mecklenburg-
er Hochseefischerei. Við trúum því
að saman náum við hærri verðum
en sitt í hvoru lagi.“
„Misskilningur“
Iouri Tsourkan, framkvæmda-
stjóri Dolphin-félagsins, undirrit-
aði samninginn fyrir hönd rúss-
nesku útgerðarinnar og sagðist
vera mjög ánægður með það sam-
starf, sem náðst hefði við íslensku
fyrirtækin. Hann vonaðist til að
samningurinn kæmi Rússum jafnt
sem íslendingum til góða. Ef
reynslan yrði góð stæði ekkert í
veginum fyrir því að um frekari
viðskipti yrði að ræða. Þetta væri
líklega aðeins upphafið að frekara
samstarfi.
Aðspurður um meintar ólöglegar
veiðar rússnesks togara og afskipti
íslensku Landhelgisgæslunnar af
honum í gær og fyrradag, svaraði
Tsourkan því til að líklega væri um
einhvern misskilning að ræða.
Hann vildi að minnsta kosti trúa
því. Hinsvegar væri þetta skip ekki
á hans vegum og því vissi hann
lítið sem ekkert um málið. Hann
hefði sínar fréttir, enn sem komið
væri, aðeins úr íslenskum fjölmiðl-
Húsnæðisnefnd
RÚV lýkur störfum
Sjónvarpið
í Útvarps-
húsið
STARFSHÓPUR um framtíðarskipan
húsmála Ríkisútvarpsins hefur lokið
störfum og leggur til að starfsemi
sjónvarpsins verði öll flutt í Útvarps-
húsið við Efstaleiti og að núverandi
sjónvarpshús við Laugaveg verði selt.
Áætlaður kostnaður við þessar tilfær-
ingar er 515 milljónir króna sem er
mun lægri fjárhæð en hingað til hefur
verið talið raunhæft að ætla, að sögn
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar,
formanns Útvarpsráðs og svonefndrar
húsnefndar, sem menntamálaráð-
herra skipaði á síðasta ári.
Gunnlaugur Sævar segir að ástæð-
ur áætlaðrar kostnaðarlækkunar
megi m.a. rekja til þess að nú hafi
tekist að raða starfseminni inn í það
húsnæði við Efstaleiti sem fyrir er
og ekki þurfí að byggja neitt húsnæði
til viðbótar. Sömuleiðis væri ekki talin
þörf á jafnmikilli tækjaendumýjun og
áður var talin nauðsynleg. Tillögur
nefndarinnar hafa verið kynntar í
Útvarpsráði og þær voru afhentar
ráðherra í gær. Gunnlaugur Sævar
sagði að nefndin legði til að gengið
yrði til viðræðna af fullri alvöru við
íslenska útvarpsfélagið um sölu á
núverandi sjónvarpshúsi.
» ♦ ♦---
Aðgerðir
stéttarfélaga
Óskað eftir
fundum með
ríkisstjórn
FORMENN landssambanda innan
Alþýðusambands íslands hafa sam-
þykkt að óska eftir því við alla þing-
flokka að þeir komi til viðræðna við
fulltrúa ASÍ um frumvarp félags-
málaráðherra um breytingar á lög-
um um stéttarfélög og vmnudeilur
í síðari hluta næstu viku.
í gær var svo haldinn fundur for-
ystu ASÍ með forystu BSRB, kenn-
arasamtökunum, BHMR og Sam-
bandi bankamanna. Var samþykkt
að formenn allra þessara samtaka
óskuðu eftir fundi með fulltrúum
ríkisstjórnarinnar að morgni næst-
komandi miðvikudags, áður en Al-
þingi kemur saman til að fara yfir
samskipti - stjórnvalda og samtaka
launafólks.
í bréfi ASÍ til þingflokkanna er
sagt mikilvægt að tækifæri gefíst
til að ræða tilurð og efni frumvarps-
ins um stéttarfélög og vinnudeilur.
MEÐ blaðinu í dag fylgir 8
síðna auglýsingablað, _,,Vor-
sprengja“ frá Úrval-Utsýn,
þar sem ferðaskrifstofan
kynnir m.a. 1.000 viðbótarsæti
i sólina í sumar.
um.
Yfirlýsing borgarstjóra um starfsfólk Skólaskrifstofu Reykjavíkur
Öllu starfsfólki boðið
starf hjá Fræðslumiðstöð
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í
Reykjavík, gaf þá yfírlýsingu á fundi með for-
manni BSRB og formanni Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar að öllum starfsmönnum
Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar yrði boðin
vinna hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en hún
tekur til starfa 1. ágúst nk. Ógmundur Jónas-
son, formaður BSRB, segir þessa yfirlýsingu
mjög mikilvæga, en BSRB telji eftir sem áður
að ekki hafí verið staðið að uppsögnum starfs-
fólksins með réttum hætti og draga eigi uppsagn-
imar til baka.
Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Morgun-
blaðið að borgin gæti ekki orðið við kröfum um
að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. „Megin-
atriðið f þessu máli hlýtur að vera hvort starfs-
fólkið fái tilboð um ráðningu hjá Fræðslumið-
stöðinni eða ekki. Það hefur alltaf verið okkar
skilningur að með þessum uppsagnarbréfum
fælist boð til allra starfsmanna Skólaskrifstofu
Reykjavíkurborgar um ráðningu hjá Fræðslu-
miðstöðinni. Starfsmönnum verða boðin sömu
launakjör, en við getum ekki tryggt að fólk
verði ráðið til nákvæmlega sömu starfa og það
hefur gegnt hingað til. Starfsvettvangurinn
verður hins vegar væntanlega svipaður."
Ingibjörg Sólrún sagði að viðræður við starfs-
fólk Skólaskrifstofunnar um ráðningar til
Fræðslumiðstöðvarinnar væru hafnar og þeim
yrði lokið fyrir 1. maí þegar uppsagnimar taka
gildi.
Mikilvæg yfirlýsing
„Ég tel þessa yfírlýsingu borgarstjóra mjög
mikilvæga. Eftir sem áður tel ég rétt að draga
þessar uppsagnir starfsfólksins til baka því að
ég tel ekki rétt að þeim staðið. Það hlýtur hins
vegar að vera meginmarkmið okkar að starfsör-
yggi fólks sé tryggt og þess vegna fagna ég
yfírlýsingunni," sagði Ögmundur.
Ekki hefur verið gengið frá því hvert verk-
svið starfsmanna Fræðslumiðstöðvar Reykjavík-
ur verður. Ögmundur sagði æskilegt að frá því
hefði verið gengið áður en starfsfólkinu var sagt
upp. Yfirlýsing borgarstjóra um að starfsfólki
yrði búin eigi lakari launakjör en því era búin
núna væri mikilvæg.
Starfsfólk fræðsluskrifstofa
bíður eftir svörum
Ögmundur sagði að BSRB hefði einnig tekið
upp mál starfsfólks Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur og starfsfólks fræðsluskrifstofa almennt,
en þessu fólki hefur verið sagt upp störfum í
tengslum við flutning grannskólans frá ríki til
sveitarfélaga. BSRB skrifaði menntamálaráðu-
neytinu bréf í byijun febrúar og afrit af því var
sent borgarstjóra og formanni Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. í bréfinu er sett fram
krafa um að starfsöryggi starfsfólks fræðslu-
skrifstofa verði tryggt. Ogmundur sagði að ekk-
ert svar hefði borist frá menntamálaráðherra
við bréfinu.
Starfsfólk Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur-
borgar er í vinnu hjá ríkinu, en ekki Reykjavík-
urborg. Ingibjörg Sólrún sagði að verkefnis-
stjórnin, sem hefur yfírumsjón með flutningi
grunnskólans til sveitarfélaganna, hefði ekki
rætt við Reykjavíkurborg um stöðu starfsfólks
Fræðsluskrifstofunnar. Hún sagði^ að Reykjavík-
urborg hefði fullan hug á að nýta sér starfs-
krafta starfsfólks Fræðsluskrifstu Reykjavíkur-
borgar þegar ný stofnun tæki til starfa.
„Það er alveg ljóst að við þurfum á þeirri
þekkingu sem þetta fólk býr yfir að halda þegar
Fræðslumiðstöðin tekur til starfa og við teljum
okkur hafa ákveðnum skyldum að gegna gagn-
vart því, en alls ekki þeim sömu og gagnvart
okkar eigin starfsmönnum," sagði Ingibjörg
)
)
I
)
i
i
i
i
i
\
\
*
-